Tíminn - 17.06.1953, Blaðsíða 13

Tíminn - 17.06.1953, Blaðsíða 13
AIIKABLAD horium samtaka. Menn standa bara álengdar og horfa á til- raunirnar með dálítilli forvitni, eða máske tortryggni. Ef nú bjargið þokast, þá slá menn á lærið og segja eins og Tuddi: „Nei, sko bannað tröllið". En ef bjargið hreyfist ekkert, þá glotta menn í kampinn, labba í burtu og segja með spekingssvip eins og Andrés gamli Sveinsson: „Ja, þetta sagði ég þér, en þú vildir ekki trúa“. Og í hvort tveggju tilfellinu liggur bjargið kyrrt í götunni. Seinna gefur annar sig fram til að velta bjarginu burtu, og ver til þess öllum kröftum sínum, en allt fer á sömu leið. Og „svona gengur það öld eftir öld“ og alltaf er bjargið í götunni, og þar situr það rótlaust, þar til vér allir verðum samtaka um að velta þvi. Amerískir verkmenn viðhafa oft orðtak eitt, er beita þarf miklu afli við eitthvert verk. Þeir hrópa upp og segja: „pull together — all together" þ. e. all- ir samtaka, allir i einu. Þetta orð segir Ingersoll — hinn mikii mælskumaður — að sé lykillinn að öllum gæðum lífsins, öllu góðu, háleitu og fögru, bæði and- lega og líkamlega. — Öll hin mikla starfsemi, sem við sjáum í náttúrunni, öll hin voldugu nátt- úruöfl eru ekkert annað en ó- sýnilegar hreyfingar hinna ör- smáu frumagna (atoma), sem öll efni eru samsett af. — Darvin hefir ritað langa bók um starf- semi smáormanna, sem lifa í moldinni, og hefir sýnt og sann- að, að undir þeirra starfsemi er allt jurtalíf komið. Mannsaugað sér ekki starfsemi hvers orms, en þeir vinna, til samans, meira að jarðrækt en allir menn. Hvílíkur lærdómur! Stuart Mill segir, að veraldarsagan sýni, að skipu- lagshæfileikar þjóðanna sé mæli kvarði, er sýni, á hvaða menn- ingarstigi þær eru. Hvernig mun um vér mælast á þann kvarða? Það er annars ekki svo að skilja, að von sé til, að vér séum lengra komnir en vér erum. Þjóð líf vort liggur enn í rústum, eftir TÍMINN margra alda áþján og kúgun. Vér vorum sviftir öllu frjálsræði til að ráða voru eigin skipulagi, og höfum í margar aldir - ekki þekkt annað skipulag, en það, sem neytt hefir verið á oss af er- lendu valdi; skipulag, sem vér höfum hatað og brotið, þegar vér höfum getað. Og svo fengum vér eðlilega óbeit á öllu skipulagi, urðum tortryggnir, ótrúir og ein- ræningslegir. Vér trúðum engu og enguni, því meðal vor voru þeir, sem beittu hinu erlenda kúgunarvaldi á oss. Nú erum vér aðeins að rakna við úr þessu ómegi þrælkunar- innar. Hinir ágætu andans menn, er uppi voru á meðal vor á fyrri hluta þessarar aldar, og um miðju hennar, kveiktu hjá oss löngun til betra lífs. Þjóðlíf vort raknaði við og krafðist réttar síns. En vér vorum „fáir, fátæk- ir smáir“, og rétt vorn höfum vér fengið af skornum skammti. Hörmulegast er þó hitt, að það, sem vér höfum fengið, hefir kom ið oss að svo litlu haldi, að vafa- samt mætti virðast, hvort vér hefðum verið betur farnir, þótt vér hefðum fengið meira. Og hvers vegna? Af því vér höfum glatað trúnni, trúnni á sjálfa oss, trúnni hver á annan, trúnni á þjóðlíf vort, á ættjörð vora, á' lífið, á sigur hins góða, á guð í náttúrunni, á lögmál lífsins. Þess vegna flýja menn nú úr landi, og virða að vettugi ættjörð og þjóð- líf. Og það litla, sem vér lærum nú af öðrum þjóðum, er vantrú, trúleysi á mannlífið, ekki ein- ungis annað ósýnilegt líf, heldur einnig á þetta sýnilega, áþreif- anlega líf, og hugsjónir þess og framtíðarvonir. Það lítur næst- um út eins og sumir lærdóms- menn vorir séu að apa aldaloka- þreytuna (fin de siécle) eftir öðrum þjóðum, eins og vér um margar aldir hefðum reynt alla hugsanlega vegi til að bæta líf vort, og allt til einskis. Þessi þreyta minnir á það, sem einu sinni slæddist hér inn í landið: „að tyggja upp á dönsku“, nefni- •;? 13 lega1 að tyggja eins og ■ maður væri tannlaus. Vér höfum í margar aldir mókt!, andlégá aðgerðalausir, hér út á horni veraldar, og eins og allir iðjuleysingjar gleymt að treysta á og nota vora eigin krafta. En á meðan hafa aðrar Evrópuþjóðir verið sístarfandi að því að framkvæma hugsjónir sínar, að flytja þær út í lífið. Auövitað hefir þeim misheppn- ast margt, og árangurinn’ af starfinu hefir ætíð orðið minni, en þær gerðu sér vonir um, og hugsjónirnar höfðu lofað þeim. Það er því ekki undarlegt, þó að þær sæki við og við þreyta og vonleysi. En á oss, sem erum að byrja að lifa, höfum allt lífið og reynsluna fyrir framan oss, á oss situr það illa að sýna á oss þreytumerki, áður en vér höfum lagt nokkuð í sölurnar fyrir eina einustu hugsjón. Eða er nokkur sá, er haldi, að allir mögu- leikar iífsins séu tæmdir, að nú hafi mennirnir reynt allt, er reynt verður til umbóta á lífi sínu. Sé svo, þá er slík skoðun naumast svaraverð. En vér eig- um að læra af reynslu annara þjóða, varast það, sem þeim hef- ir misheppnast, eða orðið hefir þeim til vanþrifa, en sækjast eftir því, sem þeim hefir veitt mestan þroska, og bezt og göfug- ast er í fari þeirra. Nú sjá menn alltaf betUr og betur, og viðurkenna það, að einmitt undir skipulagi þjóðfé- laganna er sæld þeirra eða ófar- sæld að miklu leyti komin. Flesta gleði og lífsnautn, flest böl og meinsemdir mannlífsins má rekja til skipulagsins. Þar hefir það rætur sínar og orsakir. Þess vegna hugsa nú hinir beztu menn heimsins mest um skipu- lagið og umbætur á því. Um það er ritaður ótölulegur fjöldi bóka á hverju ári, ekki einungis af stjórnfræðingum og hagfræðing- um, heldur og af heimspeking- um, skáldum og alls konar menntamönnum. Jafnvel prest- ar og biskupar taka þátt í þeim

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.