Tíminn - 17.06.1953, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.06.1953, Blaðsíða 5
AUKABLAÐ 5 TÍMiNN Benedikt Jónsson frá Auðniim: S K I P „Ég trúi því, sannleiki, að sigurinn þinri að síðustu vegina. jafni;......... og því stíg ég hiklaust og vonglaður inn, í frelsandi frnmtíðar nafni“. Nýlega kom út á Englandi bók ein, er vakti mikla eftirtekt.1) Höfundurinn heldur því fram, meðal annars, að andlegir hæfi- leikar og þroski einstaklinganna meðal Evrópuþjóða nú á tímum séu í rauninni engu meiri en hjá hálfviltum þjóðum, eða hjá fornaldarþjóðunum. — Annar merkur rithöfundur2) hefir haldið því fram, að Forngrikkir hafi haft eins mikla andans yf- irburði yfir Evrópumenn nú á tímum, eins og þeir hafi nú yfir blámönnum. Gladstone gamli hefir líka komizt að þeirri niður- stöðu, að miðaldamenn hafi verið búnir meira andlegu at- gervi en nútímamenn. — Það er ýmislegt, sem bendir til, að þess- ar skoðanir séu á rökum byggð- ar. Norðurálfumenn hafa litið með fyrirlitningu til Japans- manna og Kínverja, en nú sýnir reynslan, að þegar þeim gefst færi á að læra, þá hafa þeir fullt eins góðar „gáfur“ sem Norður- álfumenn. Það eru ýmsar likur til þess, að í sumum viltum þjóðum séu hraustari og betur byggðir heil- ar, en til eru í nokkurri haus- kúpu í Norðurálfunin. En þessir villimannaheilar hafa önnur ytri skilyrði en hjá oss. Þeir hafa annað starf aö leysa en vorir heilar. Væri þeim fengið hið sama starf, eru líkur til, að þeir mundu leysa það eins vel af hendi, sem vorir heilar nú gera. x) Benjnmín Kidd: „Socinl Evolution" = Félagsleg frnmþróun. 2) Gnlton: „Heréditary Genius“ (andans arfur). Að námsgáfum eru blámenn ékki eftirbátar hvitra manna. Þá skortir ekki heila, þá skortir að eins skóla. í barnaskólum Bandafylkjanna sýnir reynslan, að svörtu börnunum gengur námið eins vel og þeim hvítu. En hverjar eru þá orsakir þess að hinir hvítu Evrópu þjóðflokk- ar hafa gerzt „herrar“ allra annara þjóðflokka, hafa hvar- vetna haft yfirhöndina yfir þeim, og eru kennarar þeirra í allskonar menning og listum? Hvers vegna hafa Norðurálfu- menn einir reist voldug menn- ingarriki, með öllum þeirra undrum og kynjum af vélum og mannvirkjum? Hvers vegan verða gáfaðir Japansmenn að læra af Norðurálfubúum allt það, er að menningu og verkleg- um framförum lýtur? Hinn enski höfundur svarar þessum spurningum og segir, að orsökin sé ein, og hún sé sú, að Norðurálfumenn hafi lært að nota fullkomnast félagslegt skipulag (social organisation); og því næst færir hann rök til þess, að skipulegt félagslíf sé grundvöllur allrar menningar; að án þess geti engin menning átt sér stað, án þess sé einstakl- ingurinn-aflvana, en að i hag- feldu skipulagi þúsundfaldist afl og hæfileikar einstakling- anna, þvi að það gerl hellar þjóðir að einum liíandi líkama, og einstaklingana að samvintt- andi líffærum. Það, sem ein- staklingurinn framkvæmir í skipulegu félagslifi, verður öll- Benedilct Jónsson frá Auðnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.