Tíminn - 17.06.1953, Blaðsíða 7
AUKABLAD
um aö, uotum, og þaö, sem allir
safnai verður hverjum einstakl-
ingi til gagns og þroska. ÞaÖ
vikkar og stækkar líf einstakl-
inganna, svo það verður að þjóð-
lifi. Það safnar krafti úi; þús-
undum einstaklinga í hvern ein-
stakling, úr þúsund heilum í
einn heila, án þess nokkur missi
nokkurs við það, og á sama hátt
dreifir það frá einum til allra.
Þó til væri þjóðflokkur af töm-
um spekingum, þá mundi hann
án skipulags ekkert megna til
móts við þjóðflokk af tómum
heimskingjum, er lært hefðu
skipulegt félagslíf.
En skipulagið orkar meiru. Það
tengir einnig saman aldir og
kynslóðir. Þaö, sem ein kynslóð-
in vinnur, það erfir hin næsta.
Hún þarf því ekki að byrja frá
upphafi, aðeins halda áfram,
þar sem hin næsta hætti. Skipu-
lagið eitt gerir þetta mögulegt;
það er sá söfnunarsjóður, sem
varðveitir andans arf um aldur
og ævi, það veldur mismuninum
á blámönnum í Afríku og París-
arbúum. Væri blámönnum kennt
skipulag, og þeir frá fæðingu
nytu uppeldis í skólunum í Par-
is, þá væru þeir vísir til að ná
fyrstu einkunn. Væri blámönn-
um kennt að nota hraðskeyta-
byssur Frakka og fallbyssur
Krúppe, þá væru þeir vísir til aö
reka Frakka burt úr París.
En blámaðurinn stendur einn
gegn öllum, því ekkert skipulag
verndar einstaklinginn. Allt, sem
hann veit og kann, verður hann
á örstuttri einstaklingsævi að
læra af sjálíum sér; hann hefir
við engum andlegum arfi tekið.
Hann einn getur því í sannleika
heitið sjálfmenntaður maður.
Meðal menningarþjóðanna er
raunar enginn sjálfmenntaður
maður til. Þar hefir hver og einn
tekið þekkingu sína og þroska í
arf; skipulagið neyðir hann til
að taka við þeim arfi, hvort sem
hann vill eða ekki. Jafnvel hinn
allra sjálfstæðasti og sérstæð-
asti maður, sem meira en nokk-
ur annar á þroska sinn sjálfum
TÍMINN ;
sér að þakka,- á, þó þjóðfélagi
sínu mörgum þúsundsinnum
meira að þakka en sjálfum sér. í
París fæðist hver maöur til 2000
ára menningararfs, sem millí-
ónir einstaklinga hafa safnað
öld eftir öld. Hann er andlega
ríkur erfingi, hversu fátækur
sem hann er. Blámaöurinn er
afkvæmi andlegra öreiga, því
ekkert skipulag hefir geymt
honum arfinn.
Höfundur’bókarinnar, sem ég
gat um, bendir Norðurálfubúum
á, að ekki sé ástæða fyrir þá að
hreykjast hátt, eða þykjast
miklir af sinu andlega atgervi,
þá ér þeir heyra getið villi-
manna, sem ekki kunna að telja
til fimm. Vér höfum engan rétt
til að draga af því þá ályktun,
að þessir menn hafi minni and-
legan þrótt en vér. Þeir geta
mjög vel verið jafnokar vorir að
gáfum, þeir geta jafnvel verið
framúrskarandi stærðfræðingar.
Hinar fullkomnustu gáfur gagna
manninum ekkert, nema skipu-
lagið verndi hann. Að öðrum
kosti stendur hann einn, og lær-
ir aldrei að telja til fimm. Gáfu-
manninum ferst því ekki að
sparka í aðra menn og hæða
mannfélagið. Ef það tæki gjafir
sínar og verndun burt frá hon-
um, þá yrði hann að sætta sig
við að setjast á bekk með blá-
mönnum í Afríku. Að vér, Norð-
urálfumenn, kunnum að telja til
fimm, er ekki yfirburðum vor-
um að þakka, heldur hinu, að
skipulagíð hefir þegar við fæð-
inguna gert oss hluttakandi i
gömlum andans arfi. Lögvernd-
uð heimili og „familíu“líf, lög-
skipaðir skólar, lögbundið þjóð-
líf, það eru bankarnir, sem borga
oss út þennan arf vorn; undir
hagnýtingu hans er þaö komið,
hverjir menn vér erum, hvort
vér erum siðaðir menn eða
skrælingjar. En hlutverk hverr-
ar kynslóðar er, ekki einungis að
hagnýta sér arfinn, heldur
einnig að auka hann og ávaxta
handa komandi kynslóðum, og
7
það er skipulagið, sem gerir það
mögulegt; ef vér glötum þvi eða
spillum, þá glötum vér einnig
vorum andans arfi. En til þes$
að brjótast alla leið frá skipu-
lagsleysi villimanna til þess
skipulags, sem Evrópuþjóðir nú
hafa lært, hefir mannsandinn
þurft marga tugi alda, hví: „vort
ferðalag gengur svo grátlega
seint“, og „mörgum á förinni
fóturinn sveit, er frumhérjar
mannkynsins ruddu þá leið“ . .
„til áfangans, þar sem vér
stöndum".
Og ef vér nú sjáum og sann-
færumst um, að skipulagið, fé-
lagslífið, er rót og undirstaða
allrar siömenningar, allra fram-
fara, allrar siðferöislegrar lifs-
nautnar og gleði, allrar auðlegð-
ar, andlegrar og likamlegrar, þá
hljótum vér einnig að sjá óg
sannfærast um, að það er hið
sjálfsagðasta, brýnasta og helg-
asta skylduverk hverrar kyn-
slóðar og hvers einstaklings að
bæta, fegra og fulkomna skipu-
lagið, félagslífið. Þetta viður-
kenna þjóðirnar líka með lög-
gjafarstarfinu. Og sumir menn1)
hafa metið svo mikils þessá
skyldu, að þeir hafa gert hana
að trúaratriði, og jafnvel að
þungamiðju trúarbragðanna.
Ræktin við þessa skyldu er hinn
siðferðislegi þáttur ættjarðar-
ástarinnar, er knýr manninn til
að gjalda þjóðfélagi sínu méð
vöxtum það stofnfé, er hann
hefir af þvi þegið.
Það liggur í feðli hinnar félags-
legu fiamþróunar, að sérhverri
nýrri kynslóð opnast nýir vegir,
nýjar sjónarhæðir. Hver sú kyn-
slóð, eða hver sá einstaklingur,
sem hikar við að leggja fram á
hinn nýja veg, eða skortir þrótt
til þess að hefja sig á nýjar
sjónarhæðir, hefir svikizt um
hlutverk sitt, hefir svikið þjóð
sína og afkomendur, svikið
mannlifiö og tilgang þess. Það er
afturför, því: „mönnunum mið-
!) Auy. Cornte og George Elliot t. d.
v