Tíminn - 17.06.1953, Blaðsíða 17

Tíminn - 17.06.1953, Blaðsíða 17
AUKABLAíÐ lii a TÍMINN í 17 þjóð ýór'éígi að ráðá sér sjálf ög- slnu ;Skipulagi. Og hvaða líkur eru t(l, að svo óupplýstir menn setji 5ér gott og réttlátt skipu- lag? Með hvaða rétti fella þeir dóma yfir umbótatilraunum annarra þjóða? Það er því auösætt, að ef vér eigum að verða færir um að stjórna oss sjálfir, þá veröum vér í því sem öðru að læra af reynslunni, læra af reynslu alls mannkynsins, frá upphafi sög- unnar fram á þennan dag, og lít- ilsvirða enga tilraun, sem gerð hefir. verið, til þess að bæta mannlífið. Vér verðum, hleypi- dómalaust, að reyna að meta alls konar skipulag, sem reynt hefir verið og afleiðingar þess, hvort sem það nú heitir ein- veldi eða þjóðveldi, harðstjórn eða stjórnleysi, sósíalismi eða anarkismi. Sá, s.em ekki gerir þetta,' hefir lítinn rétt eöa hæfi- leika til að hafa afskipti af al- mennu skipulagi. Því á hverju á hann að byggja? Hann veröur, eins og blámaðurinn, aö læra allt af sjálfum sér, og starf hans verður allt í molum og stefnu- laust. Þannig fer og fyrir þjóð vorri í heild, ef hún ekki aflar 'éér sannrar þekkingar'á- mann^' lífinu í öllum þess myndum. Ein- mitt í því er hin sánna mennt- un fólgin, það er .aðalskilyrðið fyrir öllum framförum. Það gagnaði oss lítið, þótt vér ættum of fjár, þótt vér ættum allskonar verkvélar, gufuskip, járnbrautir, stórhýsi, háskóla og allt annað, er oss þykir mest um vert hjá stórþjóðunum, allt þetta gagnaði oss lítið, ef meiri hluti þjóðar vorrar væri jafn ó- farsæll eftir sem áður, eða jafn- vel ófarsælli, ánauðugri og ó- hæfari til að lifa siðferðislega fögru lífi. Þetta getum vér lært af reynslu stórþjóðanna. Þrátt fyrir hinar mikið umræddu framfarir og hin glæsilegustu stórvirki, hefir þeim ekki enn heppnast að koma á því skipu- lagi, er eytt gæti bölinu og mein- semdunum, heldur hefir það orðið enn bersýnilegra og hrika- legra. Og þótt menn hafi fund- ið ráð til að bæta eina mein- semdina, hefir önnur ný komið i hennar stað, enda gera menn alltaf hærri og hærri kröfur til lífsins, heimta af því meiri og meiri farsæld og fegurð. Að or- - sökunum tUmeipserpdappaftaía', menn leitað ýmsist í hinu innra sálarlífi mannsins, og þaðan eru sprottnar allar trúarlegar um- bótatilraunir og trúarbrögð, er heita mönnum fullum bótum á öllu böli og meinum lífsins, ým- ist í þeirra eigin innra sálar- ástandi og meðvitund, eða í öðru lifi, því að þetta lif sé ómögu- legt að bæta, eða menn leita orsakanna í hinu ytra skipulagi og tilhögun á mannfélaginu. Þaðan eru sprottnar allar verk- legar umbætur á ytri kjörum manna. Meö hvorttveggja aöferð inni hefir mikið unnist, en þó ætíð minna en menn höfðu gert sér vonir um. Sérhver trúboði og trúarflokkur hefir trúað því fyllilega, að hann hafi höndlað allan sannleika, að væri kenn- ingu hans og lífsskoðun full- komlega fylgt, þá væri bætt úr öllu böli mannanna, ef ekki þessa heims, þá annars. Sömuleiðis hefir hinum félagslegu umbóta- mönnum hætt til þess að treysta um of umbótahugmyndum sín- um. En við hvert umbóta- og menningarstig, sem stigið hefir verið, hefir komið í ljós ný hlið a mannlífinu, er menn ekki sáu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.