Tíminn - 17.06.1953, Blaðsíða 27

Tíminn - 17.06.1953, Blaðsíða 27
AUKABLAD Gide) sé sú, aS þau geti verið taeki fyrir verkafólkið í stéttar- þaráttunni og striði þess við auðvaldið, þar til ríki socialism- ans eða kommúnismans kemst á. Þau geti látið innihald hvers iaunaumslags endast lengur með því að halda niðri vöruverði og geti aöstoöað launþega með því að veita þeim vöruúttektar- lán, þegar þeir eiga í verkfalli. Einnig geti þau verið skóli sjálfsnáms og reynslu í félags- og efnahagslegu starfi og þannig undirbúið verkafólkið undir að gegna hlutverki sínu í framtið- arríki socialismans og kommún- ismans.*) Hér á landi hefir vantrú jafn- aðarmanna og kommúnista á samvinnustarfinu og stefnunni einkum komið fram í ítrekuðum tillögum þeirra um landsverzl- un, verðlagseftirlit og fleira þess háttar, enda þótt margir þeirra séu meðal forystumanna ýmissa kaupfélaga, sem hafa skilyrði til þess að ráða verðlagi og verzl- unarháttum í sínu byggðarlagi. „Hin sönnu samvinnu- sjónarmið“. Gide heldur því fram, að flest samvinnufélög flestra landa séu ekki rekin samkvæmt „hægri“ eða „vinstri" sjónarmiðunum. Þau séu rekin samkvæmt hinum „sönnu" samvinnusjónarmiöum. Sannir samvinnumenn vilja ekki aðeins sjá samvinnufélög- tn rekin á líkan hátt og hver önnur fyrirtæki i einstökum greinum viðskiptalífsins. Ekki vilja þeir heldur aö samvinnu- félögin séu aöeins bráðabirgða- hjálpartæki fyrir verkafólkið, þar til ríki socialismans eða kommunismans kemst á. Fyrir þá er samvinnustarfsemin ekki aðeins leið að marki, heldur og markmiðið sjálft. Aö þeirra dómi þarf að aðgreina samvinnu- starfsemina greinilega frá bæði kapitalisma og socialisma og kommúnisma. Hún á að þeirra dómi að vera sjálfstæð og óháð 8) ibid, bls. 829—238. TÍMINN og fara eigin leiðir að eigin marki. Skólinn í Nims og sjónarmið hans. Þessi sjónarmið koma víða fram og m. a. hjá hinum svo- kallaða SJcóla í Nims, en það var hópur samvinnufræðimanna, með þá de Bovie, Auguste Fabre og Charles Gide í broddi fylking- ar. Hugmynd þeirra var „ekki sú að reyna að prédika nýja kenn- ingu“, segir Gide,1') „heldur sú, að reyna að laga hugmyndir vef- aranan eftir nútimaþörfum og aðstæðum“. Og það er einmitt þetta, sem Gide hefir reynt að gera í ritum sínum um sam- vinnumál og sérstaklega í kafl- anum um eignaskiptinguna í hagfræði sinni.10) í þeim hluta hennar, sem fjallar um sam- vinnustefnuna, segir m. a.: „Takmark samvinnustefnunn- ar í öllum myndum hennar er efnalegt sjálfstæöi og frelsi vissra þjóöfélagsflokka, svo að þeir geti losað sig við milliliði og bjargað sér sjálfir upp á eigin spýtur. Annað sameiginlegt tak- mark allra greina samvinnu- steínunnar er að koma á sam- ábyrgð og samtökum í staö sam- keppni og setja kjörorð sam- vinnunnar sérhver fijrir alla í staö kjörorðs einstaklingshyggj- unnar sérhver fyrir sig . . . Samvinnustefnan hefir ekki þaö mark og mið að afnema einkaeignir, heldur aö gera þær almennar meö því að gera þær aðgengilegar öllum í smáhlut- um . . . Samvinnustefnan hefir ekki það mark og mið að útrýma fénu, heldur að taka af því yfir- ráðin við framleiðsluna og þá um leið að afnema þann eigin- leika þess, sem þeim yfirráðum ■ fylgir, þ. e. ágóðahlutann eða stórgróðann . . . Allar greinir samvinnustefnunnar hafa loks mikilsvert uppeldisgildi með því að kenna félögum sínum — ekki 8) ibid, bls. 234. 1H) Sjú Charles Clicle: Hagfrteði, bls. 192— 195. ''. t'1' '—'—-!'ú" ' að fórna neinu af einstaklings- gildi sínu, heldur þvert á móti að gefSL sjálfa sig sem hæfasta og duglegasta til þess að geta hjálpað öðrum með því að hjálpa sér sjálfur. Þeir gera það að tak- marki allrar starfsemi og við- skipta að fullnægja þörfum manna, en ekki hitt, að sækjast eftir gróða. Þeir reyna að auka heiðarleik í viðskiptum með þvi að afnema skrumauglýsingar, vörusvik, matvælafölsun o. fl. Þeir reyna aö koma í veg fyrir, að mannsaflið sé notað til hagn- aðar öðrum, og þeir reyna aö jafna ýmsar deilur og komast hjá árekstri í atvinnulífinu og viðskiptum. Það er einmitt sér- kenni samvinnufélaganna, að þau jafna deiluí milli andstæðra efna og koma á jöfnuði, þar sem annars væri hætt við árekstri. Neyzlufélögin koma á jöfnuði milli seljanda og kaupanda, byggingarfélögin jafna á milli lánveitenda og skuldunauta, framleiðslufélögin jafna á milli vinnuveitenda og verka- manna . . .“u) En Gide segir enn fremur: „Enda þótt vér viöurkennum, að slík stefnuskrá verði ekki framkvæmd til fullnustu, hefir samvinnustefnan þá yfirburði til að bera, að hún er laus við þann glœfraleik að vilja steypa öll mannleg samfélög i sama mót, fyrirfram ákveðin. Mestur kostur þess skipulags, sem sam- vinnustefnan vill koma á í þjóð- málum, er einmitt sá, að það er grundvallaö á frclsi, laust við alla þvingun; hún vill hvorki beita byltingavaldi né lagalcgu valdi til þess aö afnema það skipulag, sem nú er, heldur nota sér gegn þvi þess eigin vopn, samkeppnina og frjálsrœðið."1-) Nýtt og betra skipulag án byltingar. Á grundvelli frjálsrar sam- keppni eiga samvinnufélögin sem sé smátt og smátt að hafa u) CharleN tíide: l'Iagfneði, bls. 192—195. 12) ibid, bls. 195. \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.