Tíminn - 20.06.1953, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.06.1953, Blaðsíða 4
#, TÍMINN, laugardaginn 20. júni 1953. 185' blað. Þvættingur Jóns Pdlmasonar um landbúnaðarmdl Pólltísk saga Jóns svnir, að fylgl vlð Sjálfstæðlsflokkinn sam- rímist ekki hagsmunum bænda í Morgunblaðinu 28. maí s. 1. er birt grein eftir Jón Pálmason, alþingismann, und ir fyrirsögninni „Tímaliðið hefir lifað sem sníkjudýr á landbúnaðinum og samvinnu stefnunni“. Meginmál grein- ar þessarar eru órökstuddar blekkingar og ósannindi um Framsóknarflokkinn, stefnu hans og störf, sem yfirleitt ó- þarft er að svara. Sem dæmi um mótsagnirn- ar og vaðalinn í greininni má nefna það, að Framsóknar- flokkurinn er talinn stefnu- laus með öllu og sníkjudýr á samvinnufélögunum og land búnaðinum, en í sömu and- ránni viðurkennt réttilega, að ýmsir helztu forustumenn flokksins fyrr og síðar hafi verið mikilhæfir ágætis- menn, velvljaðir landbúnað- inum og unnið honum stór- kostlegt gagn. . . En Jón bætir því við, að þessir menn hefðu getað gert eins mikið gagn fyrir, land- búnaðinn og samvinnufélög- in, þótt þeir hefðu verið í Sjálfstæðisflokknum. • Fáránlegri staðhæfingu er naumast hægt að hugsa sér. Einmitt það, að þessir menn hafa verið starfandi í Fram- sóknarflokknum, hefir gert. þeim kleift að hrinda í fram- kvæmd hugsjónum sinum og flokksins í landbúnaðar og samvinnumálum. Aftur á móti er Jón Pálmason sjálf- ur átakanlegt dæmi um það, j hvernig fer fyrir framgjörn- j um mönnum, sem ætla mætti j að vildu bændastéttinni vel, | en hendir sú ógæfa að lenda í Sjálfstæðisflokknum. Með sinni löngu þing- setu hefir Jóni Pálmasyni ekki heppnazt að marka nein gæfuspor i löggjöf um land- búnaðarmál. í samvinnu- málum var þess enn síður aö vænta. Frammistaða hans hefir þar verið slík, að ekki er kunnugt, að jafnvel sauð- tryggustu flokksmenn hans hafi nokkurn tíma dottið í hug að fela honum trúnaðar- starf í þeim málum, innan héraðs eða utan. Jón Pálmason gekk úr Framsóknarflokknum, þar sem hann sá sér litlar vonir um skjótan frama, vegna þess mannvals, sem skipaði þann flokk 1 hans héraði, eins og víðar, og gekk í Sjálfstæðis- flokkinn, þar sem hann sá sér opna leið til mannvirð- inga. En í samstarfinu við Sjálf stæðisflokkinn hefir hann orðið hinn mesti óþurftarmað ur, þótt eðlishneigð hans til umbóta hafi í upphafi verið nokkur. — Nægir í því efni að minna á, að á dögum nýsköp- unarstjórnarinnar, þegar rík ið hafði fullar hendur fjár. hafði Jón sig alls ekki í frammi um fjárframlög fyrir landbúnáðinn, heldur þvert á móti tók hann eindregið í streng með Sjálfstæðisþing- mönnum kaupstaðanna að koma í veg fyrir ríflegri fjár- framlög til jarðræktar og til eflingar Ræktunarsjóðs og Bygginga- og landnámssjóðs. Énnfremur stóð hánn ásamt ílokksmönnum sínum gegn allri framkvæmd um stofnun áburðarverksmiðju, sem þá hefði kostað margfalt minna en nú. Þó mun framkoma hans í Iggrð Búnajðarfélags íslands einna hrottalegust. B. í. hafði komið fram með hugmyndina um stofnun Búnaðarmálasjóðs, er nota skyldi til eflingar félagsmál- um bænda. Meðal annars til að koma upp viðunanlegu húsnæði fyrir Búnaðarfélag- ið, svo og til að jafna að j nokkru aðstöðumun bænda til ræktunar og framleiðslu í hinum ýmsu héruðum. Þetta mál lögðu óvinir bændasam- takanna í einelti með J. P. í broddi fylkingar. Og þegar þeim tókst ekki að eyða mál- inu að fullu, komu þeir þó því til leiðar, að Búnaðarfél. íslands, sem frumkvæðið átti,. var svipt öllum tekjum af sjóðnum til eigin umráða. Og ekki nóg með það, held- ur gekk Jón fram fyrir skjöldu til að eyðileggja Stéttarsamband bænda, þeg- ar það var nýstofnað. Hann gerði sitt ýtrasta til að Stétt- arsambandið fengi ekki fé úr Búnaðarmálasjóði til starf- semi sinnar og tókst það í tvö ár eða þar til nýsköpunar- stjórnin lét af völdum. Sama hug sýndi hann sam- tökum þessum, þegar hann stóð með flokksbræðrum sín um að stofnun Búnaðarráðs en það ráð var beinlínis sett á laggirnar til að taka aðal- verkefnið af Stéttarsamband inu. í sama skyni stóð Jón Pálmason gegn lögunum um framleiðsluráð landbúnaðar- ins. Þannig gerði Jón Pálmason það, sem hann gat til að svipta . Stéttarsambandið bæði málefnum og starfsfé. Ekki tekur betra við, þeg- ar Jón fer að grobba af frammistöðu sinni og. flokks bræðra sinna í fjárpestamál- unum, og telur, að þeir hafi haft sérstakt frumkvæði að fjárskiptunum. Hið sanna er, að Búnaðarþing 1941 samdi frumvarp til laga um fjár- styrk, sem gert var að lögum, að mestu óbreytt, 9. júlí það sama ár. Var því víðs fjarri, að vöntun löggjafar væri því til fyrirstöðu, að eigi var haf- izt handa um samfelld fjár- skipti frá þeim tíma. Þessi löggjöf fra 1941 er svo vel úr garði gerð, að síðari lög um sama efni hafa þar naum ast um bætt. Það er þvi hin mesta fjarstæða ,að þings- ályktunartillaga, sem ekki kemur fram fyrr en á árinu 1946, hafi haft áhrif á heild- arframgang málsins. Það sanna er, að stefnan í fjárskiptamálinu var mörk- uð 1944, þegar Vilhjálmur Þór, sem þá var landbúnaðar- ráðherra, staðfesti fjárskipta samþykkt fyrir 5 hreppa milli Jökulsár og Skjálfandafljóts, eftir eindregnum óskum Þing eyinga. Haustið 1945 var fjárskipt- unum háldið áfram og hefir verið framkvæmd árlega síð- an. Er furðulegt, að jafnvel fleiri en Jón Pálmason hafa haldið fram þeirri firru, að stefna í fjárskiptamálinu hafi fyrst verið tekin með lagabreytingunum 1947, það er að segja þremur árum eft- ir að skipulögð fjárskipti hóf ust, og fjárskipti höfðu farið fram í öllum sveitum frá Jök- ulsá á Fjöllum og vestur fyrir Eyjafjörð. Jóni Pálmasyni virðist vera minnisstætt það afrek, sem hann þykist hafa gert með þátttöku sinni í nefndar- starfi til undirbúnings breyt ingum á fjárskiptalögunum, er gerðar voru 1947. En það lítur út fyrir, að þingmenn hafi ekki kunnað að meta frumvarpið, þvi flestar megin breytingar frá eldri lögum, koma ekki fram í nýju lögun um. Þetta er ef til vill ekki svo torskilið, ef tillögur þeirra fé- laga eru athugaðar. Sem dæmi má nefna, að þeir ætl uðust til að fjárskiptabætur bætur miðað við fjártölu, manna það ár, sem veikin hefði fyrst komið í viðkom- andi hrepp. Þeir, sem höfðu hafið bú- skap eða fjölgað fé frá því veikin kom, áttu þannig ekki að fá neinar bætur fyrir þann hluta, sem fjölguninni nam. Hins vegar áttu þeir, sem féð hafði stórfækkað hjá, að fá bætur miðað við fjártölu sem þeir höfðu átt, e.t.v. fyrir einum áratug og það eins, þótt fjárfækkunin stafaði af Jdví, að þeir væru í þann veg- inn að hætta búskap fyrir aldurssakir eða af öðrum á- stæðum. Fleiri ákvæði voru þar af svipuðu tægi, en sem betur fór, náðu ekki sam- þykki. En aðalatriði málsins er það, að nefndarskipun þessi og lagasetningin frá 1947 hafði engin áhrif á fram- gang fjárskiptamálsins, sem bezt sést á því, að skipulögð fjárskipti höfðu þá staðið af fullum krafti í 3 haust, eins og áður er getið og þá þegar var kominn sá skriður á mál- ið, að stöðvun á því kom ekki til greina, nema skortur á fjárframlögum frá ríkinu hamlaði framkvæmdum. Það sannast því hér á Jóni Pálmasyni, sem skáldið kvað: .... „Að verma sitt hræ við annarra eld, og eigna sér bráð, sem af hinum var felld“.... enda eru þessar ljóðlínur tilvalin einkunnar- orð handa Sjálfstæðisflokkn- um. Islandsmótib: 4 Akranes sigraöi KR I úrslitaleik í B-riðli Urslitaleikurinn í A-riðli í íslandsmótinu fór fram á fimmtudagskvöld og sigruðu Akurnesingar KR með 4—0. Eru þá aðeins tveir leikir eft- ir í mótinu, úrslitaleikur í B-riðli milli Vals og Víkings, og síðan úrslitaleikurinn og keppir þá liðið, sem sigrar í B-riðlinum við Akurnesinga. Heyrzt hefir að þessir leikir muni ekki fara fram fyrr en eftir heimsókn Austurríkis- manna. Landsleikurinn við Austurríki verður 29. júní, mesta sigurdag íslenzkra í- þróttamanna, en fyrir tveim- ur árum voru Svíár, Danir og Norðmenn sigraðir í lands- kcppni í knattspyrnu og frjálsum íþróttum 29. júní. Úrslitaleikurinn. Leikurinn á fimmtudaginn var með afbrigðum skemmti- legur. Akurnesingar voru vel að sigrinum komnir, en markatalan 4—0 gefur ekki rétta hugmynd um gang leiks 4ns, því að hann var mun jafn ari, en aldrei var þó nokkur vafi á því að betra liðið sigr- aðl. Fyrstu mín. voru nokkuð fálmkenndar og bæði liðin þreifuðu fyrir sér af ítrustu varfærni. Fyrstu marka- tækifærin komu ekki fyrr en eftir stundarfjórðung, en þá spyrnti Sig. Bergsson fram- hjá i góðu færi. Aðeins síðar var Þórður Þórðarson fyrir opnu marki, en Hörður Felix son bjargaði fyrir KR á mark línu. Upphlaupin gengu á víxl og sköpuðust nokkrar hættulegar stöður, sérstak- lega eftir fríspyrnur innan vítateigs, tvær fyrir Akranes og ein fyrir KR, en Gunnar Guðmannsson spyrnti þá á markið, en Magnús varði naumlega í horn. Fyista markið kom á 32. mín. Halldór tók hornspyrnu vel, Ríkarður skallaði að markinu, en knötturinn lenti í KR-ing og hafnaði í net- inu. Þungi sóknar Akurnes- inga óx við markið og þremur mínútum síöar missti Berg- ur knöttinn fyrir fætur Þórð ar, sem spyrnti þegar i mark. Lauk hálfleiknum því með 2—9 fyrir Akurnesinga. Síðari hálfleikur. KR-ingar byrjuðu vel í síð- ari hálfleik og má segja að f yrsta stundarf j órðunginn hafi að mestu legið á Akur- nesingum, enda lék Ríkarður þá mikið í vörninni. Þó áttu Ak. á þessu tímabili við og I RAFGEYMAR | | 6 volta rafgeymar 105 og 135Í | ampertíma höfum við fyrir-| | liggjandi bæði hlaðna og| 1 óhlaðna. | 105 amp.t. kr. 432.00 óhlaðnir! | 105 amp.t. — 467.00 hlaðnir S | 135 amp.t. — 540.00 óhlaðniri | 135 amp.t. — 580.00 hlaðnir | | Sendum gegn eftirkröfu. | I VÉLa- OG | baftækjaverzlunin| | Tryggvagötu 23. — Simi 81279| | Bankastræti 10. — Siml 2852| S “ við sín skemmtilegu- ^hröðu upphlaup og á 3.. mín. ^hafði Þórði tekist áð ‘’fifaúpa' áf~sér vörnina og .skora, Hsettuleg- ar stöður mynduðust" einnig við mark Ak.’ t. d. át'tí Ólafúr Hannesson skot í. stöng ’ og Þorbjörn afar gíæsilegt skot, er rétt stráú'kst 'ffámhjá. En er líða tók á leikinn náðu Ak. algjörlega yfirhöndinni. Á 35. r.iín. skoraði'' Pétur "Georgs- son fjórða markið, og fleiri urðu þau ekki, þótt RÍkarður kæmist þrisvar í dauða'f.æri. og Halldór stseði eiííú Slnni fyrir markinú tómu. Liðin. Sennilegt er, að Akurnes- ingar hafi aldrei leikið betri leik hér á vellirium én í þetta skipti. Að vísu var vörnin oft nokkuð opin, þótt það kæmi ekki að sök 'fléikriúm Fram- verðirnir voru dr-júgir, Sveinn beztur, Dagbjartur..afar hepp inn, en Guðjónhefir oft leik- ið betur. Ríkarður .var lang- bezti maðúr liðsíns, og bar hann af á ‘ vellinum. Notaði hann samherjana -'meira en nokkru sinni-áður, og strand aði leikaðferð KR -algjörlega á því. Að vísu var hann ó- heppinn með markskotin, en það er ekki hægt að ætlast til, að hann skori í hvert skipti sem hann er i færi. IJall dór Sigurbjörnsson kom mest á óvart „og lék sig inn i lands liðið.“ Hefir Halldór. aldrei leikið jafn góðan leik. Þórð- ur Þ. var einnig í essinu sínu, og gerði vörn KR erfitt fyrir með hreyfanleik sínum og flýti. Hjá KR 'bar Hörður Felixson ,af og lék afbragðs- góðan leik. Var hann eini leik maður liðsins, auk Bérgs í markinu, sem sýndi landsliðs getu. Hreiðar Ársælsson var góður í vörninni og lék tak't- íkst lang bezt. Bjargaði hann oft á síðustu stundu. Steinn var harður af sér, en Guð- björn réðl ekki við Halidór. Framlína KR var sundurlaus. Hörður Óskarsson ’átti, mesta sök á þvi, en hann. náði sér aldrei á strik. Sigurður. Bergs son lék oft laglega á Svein Ben. en skorti sjáifstraust, er að marklnu kom. A bað bættist einnig, að Gunnar var ekki nógú virkur meö hon um. Ólafur var hættulegur, en sýnilega æfingarláús. Þor . björn lék sinn bezta.leifc hing ,að til, fylginn og harðskeytt- ur, en naut litiílar aðstoðar. I Dómari yar Hárines .Sig- I urðsson og dæmdi hann vel. Bændur HOFUM TIL SOLU VAHDAHA heyhitamæla Heyhitamælirinn er hvérjúrri börida ómissandi við heyverkunina. Dragið ekki að panta heyhitameelá.'. Birgð.ir takmarkaðar. .... Samband ísl. samvinnufélaga (» <» j» o O <> o ► »►

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.