Tíminn - 19.08.1953, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.08.1953, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, miSvikudaginn 19. ágúst 1953. 185. blað, Telur ísl. hesta ákjósan- lega til starfa á smábýlum Ekki ólíklegt, að 50—60 Iiryssur ©g Iiesíar verðl flutt héðan til lloliands næsta sumar. Fréttamenn ræddu í gær við Groenevald fulltrúa hol- lenzku stjórnarinnar, sem hér er staddur til að kynna sér byggingu, ræktun og notkun íslenzkra hesta í því skyni að flytja íslenzkan lirossastofn til Hollands. Sagði hann, að sér lítist mjög vel á íslenzka hesta, einkum á Norðurlandi, og taldi þá mundu hæfa mjög vel tíl landbúnaðarstarfa á hollenzkum smábýlum. í ^J\vik- Koma Groenevelds hingað mun að þakka þeirri kynn- ingu, sem fram hefir farið á íslenzka hestinum meðal erlendra smáhestaræktenda að tilhlutaln Búnaðaífélags íslands. Hann hefir nú ferð- azt um Árnessýslu, Borgar- fjörð, Húnavatnssýslu og Skagafjörð, og segir, að norð lenzku hestarnir séu bezt byggði hestastofninn til land búnaðarstarfa. Eldí stórhesta dýrt. Um 60% hollenzkra bænda býla eru svo landlítil, um og innan við 12 ha. lands, aö varla borgar sig að eiga drátt arvél og eldi stórra hesta er svo dýrt, að talið er nauðsyn legt að finna minni hest, sem geti fullnægt dráttarþörfum sliks bónda. Er þá reynt að finna hest, sem gefur hag- stæðast hlutfall milli þurftar og orku, og enginn vafi er á að íslenzki hesturinn stendur þar mjög framariega. Á meg íinlandi Evrópu hafa menn reynt að fá hæfilega hesta með kynblöndun stórhesta og smáhesta, en hún hefir gef ist illa. Vill hreinrækta stofninn. Nú er það ráðagerð Groene velds, sem er yfirmaður allr ar leiðbeiningarstarfsemi í hollenskri búf járrækt, að koma upp uppeldisstöövum í Hollandi, þar sem hestar af hreinum íslenzkum stofni eru aldir upp. Mun hann nú fara heim og leggja áætlan Útvarpíb Útvarpið í dag: Fastir liðir eins og venjulega. 19.00 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 19.30 Tónleikar: Óperulög (plötur). 20.30 Útvarpssagan: „Fióðið mikla" eftir Louis Bromfield; XV. 21.00 Einsöngur: Nelson Eddy syng- ur (plötur). 21.20 Samtalsþáttur: Rætt við Sig- urlaugu Sýrusdóttur frá Önd- verðarnesi. 21.40 Tónleikar (plötur): „Grímu- dansleikur," sinfónisk svíta eftir Khatsjatúrían. 22.10 Dans- og dægurlög (plötur). 22.30 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: Fastir liðir eins og venjulega. 19.30 Tónleikar: Danslög (plötur). 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 20.20 íslenzk tónlist: Lög eftir Jór- unni Viðar (plötur). 20.40 Upplestur: Ljóð eftir Mar- gréti Jónsdóttur skáldkonu (Þorsteinn Ö. Stephensen). 21.05 Tónleikar: Prelúdíur. 21.20 Frá útlöndum (Jón Magnús- son fréttastjóri). 21.35 Sinfónískir tónleikar (plötur). 22.10 Framhald sinfónísku tónleik- anna. 22.40 Dagskrárlok. Árnað heilla Sextug er í dag frú Oddný Þorsteinsdótt- ir frá Eyri I Fáskrúðsfirði, nú til heimilis í Úthlíð 4, Reykjavík. ir sínar fyrir stjórnina, en verði af þessum framkvæmd um, telur hann líklegt, að næsta sumar verði keyptir liér nokkrir graðhestar og 50 —60 hryssur og settar á 3 kynbótastöðvar, og síðan verði aukið við eftir því sem reynsl an sýnir heppilegast. Einnig geti komið til mála að flytja til Hollands tamda hesta til þess að bændum gefist sem fyrst kostur á að kynnast þeim. Gunnar Bjarnason lét þess getiö við blaðið í gær, að hann teldi mjög mikilsvert að Hollendingar skyldu hafa efnt til þessarar athugunar, því að þeir væru ein mesta og bezta landbúnaðarþjóð álf- unna.t. Ef þeir hæfu slíka ræktun ísl. hesta mundu fleiri á eftir koma. Hjólbarðaverkstæði opnað á Akranesi Nýlega hefir verið opnað á Akranesi viðgerðaverkstæði, þar sem aðallega er unnið að gúmmíviðgerðum, svo sem við gerðum á hjólbörðum og gúmmíslöngum bifreiða og annarra farartækja. Nefnist verkstæðið Hjólbarðaviðgerð- ir og er til húsa í Suðurgötu 41. Verkstæðið er búið nýj- ustu og fullkomnustu vélum. Það eru þeir Ingólfur Sigurðs- son og Hjalti Benónýsson, sem hafa stofnað fyrirtækið. Myndarleg gjöf ti! Jamaða íþrótta- mannsins Forseta ÍSÍ voru í gær af- hentar fimm þúsund krónur, sem eiga að ganga til lam- aða íþróttamannsins. Það er knattspyrnufélagið Fram, sem gefur þessa myndarlegu gjöf, en formaður þess af- henti forsetanum upphæðina. Örninn bæði barði MYNDIRÍ liandan fljóísins. Borg'in Nýja bíó sýnir nú mynd, sem heitir Borgin handan fljótsins, og gerist meðal unglinga í stórborg. Mynd þessi er mjög raunsæ og kemur dálítið á óvart. Allt of oft verður maður var við það í banda- rískum myndum, að ribbaldinn er látinn haida höfðinu hátt fram í sitt banadægur, þótt það sé hins vegar vitað, að fáir eru blauðari. Myndin fjallar um nokkra ungl- inga, sem hafa þegar fengið á sig hörkusvip kvikmyndabófans og eru ekki ánægöir, fyrr en þeir hafa smíðað sér byssur, sem þeir geta drepið menn með. Gengur það líka eftir, að þeir verða kennara að bana, þótt það sé hálfgerð slysni, sem veldur því. Myndin er jákvæð og hefir þann boðskap að flytja, að forða beri unglingum frá því að dýrka ribbaldann. Að vísu er ranglega bent á það í myndinni, — að unglingar spillist í vondum félagsskap jafnaldra sinna og það sé undirrótin, — ef við neitum því að maðurinn sé fæddur vondur. Það er andi þjóðfélagsins, sem skiptir mestu máli. Ef unglingar sjá að maðurinn með morðvopnið er hetja, þá vilja þeir líka fá sér-vopn og vera hetjur. Það er mjög mikið um slíkar hetjur í kvkmyndum og sögum, og sagðar langar sogur af baráttu þessara glæpamanna í blöð um, bæði í fréttum og framhalds- sögum. Þetta á sinn þátt í að skapa anda þjóðfélags, hvort heldur það er í Bandaríkjunum eða annars staðar. Á þennan mjög svo óholla félagsskap hefði mátt benda í mynd inni meira en gert er. Annars er myndin með þeim betri, sem hér hafa verið sýndar i ár. I. G. Þ. ferðaritvélar fyrirliggjandi. BORGARFELL H.F. Klapparstíg 26 — Sími 1372 ♦♦♦♦♦♦♦< Iðnskólinn í Reykjavík Innritun í skólann hefst mánudag 24. ágúst kl. 5—7 síðdegis og lýkur föstudag 28. ágúst. Skólagjald, kr. 750,00 og 800,00, greiðist við inritun. Námskeið til undirbúnings haustprófum hefjast þriðju daginn 1. september. Námskeiðsgjald er kr. 50,00 fyrir hverja námsgrein. Haustpróf byrja miðvikudag 30. september samkvæmt próftöflu í skólanum. Skólastjóriim. I ■: :l -1 i i !! < í MÞ-< REGLUSAMUR OG VANUR Kjötiðnaðarmaður ÓSKAST. Tilboð merkt „Framtíðaratvinna“ leggist inn á afgr. blaðsins, ásamt upplýsingum um fyrri störf, fyrir 24. ágúst, markt: REYKJAVÍK. 0g Það er sjaldgæft að ernir ráðist á manneskjur, en það kom samt fyrir í Danmörku fyrir nokkru síðan. Kona nokkur, sem var við berja- tínslu og átti sér einskis ills von, vissi ekki fyrr til, en stærðar örn renndi sér niður að henni og reyndi að læsa1 í hana klónum. Konan barði fuglinn burt og hélt áfram tínslunni. Ekki leið á löngu þar til örninn var kominn aftur og var þá. -jielmingi verri viðureignar. Hann bæði barði og klóraði konuna, þar Samkomm* (Framhald af 1. siðu). Jónasson, landbúnaðarráð- herra og Jón Gíslason, bóndi. Ketill Jensson óperusöngvari söng með undirleik Svanhvit ar Egilsdóttur og Karl Guð- mundsson, leikari skemmti. Einnig var almennur söngur og síðan dansað. Samkomu- húsið í Vík tók alls ekki alla samkomugesti. Þótti mönn- um samkoman öll svo ánægju leg sem frekast varð á kosið. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiimiiim | NYKOMIN ( Gólfieppi | 57x120 cm á kr. 112,00 í 115x180 cm á kr. 335,00 1 170x235 cm á kr. 646,00 | 190x290 cm á kr. 891,00 i 220x270 cm á kr. 960,00 I 240x330 cm á kr. 1280,00 f GÓLFRENNIN G AR | | á kr. 95,00 metrinn. | [ HÚSGAGNA- og TEPPA- I I SALAN, | I Klapparstíg 26. ■ “ MllinHIHI»IIHIIIII*llllllH*llllllllMM*l»lin»HII»mill»HMi lllllllllllllllll»llllll***llllllll»MllMIIIIIIIIIIIIIII|]lt»IIIIIII> i. c | Berjatínur I É Að sögn þeirra er reynt Í i hafa, munu beztu berja- \ Í tínurnar vera til sölu § | á Skólavörðustíg 36. 1 Verkstjóri vanur fiskiðju og hverskonar störfum í frystihúsum, óskast í fyrirtæki í Reykjavík. Tilboð leggist inn á afgr. blaðsins fyrir 28. ágúst merkt: VERKSTJÓRI. i > 11 i • < > < > ó (> <» > > I ÞAKPAPPI VÍRNET til múrhúðynar Á. Einarssen & Fnnk Tryggvagötu 23 — Sími 3982 4iiglýsíö í Túuaniim. til hún sá sitt óvænta og kall- aði á hjálp. Þegar örninn sá fólk- koma til hjálpar kon- unni, hóf hann sig til flugs og hvarf sýnum. Nýjung! Bifreiðir með afborgunum Við höfum allar mögulegar tegundir af bifreiðum. — Verð oft mjög hagstætt. — Snúið yður til okkar ef þér viljið kaupa eða selja. — Kynnið yður hið nýja fyrir- komulag á bifreiðasölunni. Bif reiðasalan Bókhlöðustíg 7. — Sími 82168. ►4H MUNIÐ blaðgjaldið! í Þeir kaupendur er greiða blaðgjaldið að venju beint til innheimtu blaðsins, geri það sem allra fyrst. — Blaðgjaldið óbreytt. lnnheinita Tímans < > <> <> < > < > <> < > <> <» >♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.