Tíminn - 19.08.1953, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.08.1953, Blaðsíða 5
185. blað. TÍMINN, miðvikudaginn 19. ágúst 1953. S Miðvikud. 19. áfgúst. Vöxtur Samvinnii- trygginga Það vakti mikla athygli, og jafnvel undrun, er það var tilkynnt snemma á árinu, að Samvinnutryggingar mundu endurgreiða tryggingatökum yfir tvær milljónir króna á þessu ári til viðbótar við tæp- lega eina milljón, sem félag- ið hafði þegar endurgreitt á þrem árum. Það var einstæð- ur viðburður í íslenzkri trvgg ingasögu, er slíkri upphæð af tryggingafé landsmanna var skilað aftur til einstaklinga og fyrirtækja. Þau trygginga félög, sem eru í eigu einstak- linga, hafa aldrei skilað slík- um arði, og er þetta glöggt dæmi og raunhæft um yfir- burði samvinnuskipulagsins. Á aðalfundi Samvinnu- trygginga, sem haldinn var í fyrra mánuði í Bifröst í Borg arfirði, fluttu þeir Vilhjálm- ur Þór, formaður félagsstjórn arinnar, og Erlendur Einars- son framkvæmdastjóri ýtar- legar skýrslur, er gáfu góða hugmynd um vöxt og viðgang félagsins á árinu 1952. Verð- ur hér á eftir fylgt útdrætti Samvinnunnar úr ræðum þeirra: „Það er þá fyrst frá að segja, að starfsemin hefir enn aukizt — fleiri viðskipta- menn hafa falið Samvinnu- tryggingum að annast trygg- ingar fyrir sig og þannig hafa vegur félagsins og vinsældir þess vaxið. Iðgjaldaaukning- in ein nam 2.147.000 krónum. Þá er það athyglisvert, að sjóðir félagsins hafa enn vax ið verulega. Sjóðirnir eru það bjarg, sem hvert tryggingar- félag veröur að reisa alla starfsemi sína á. Iðgjaldasjóð ir Samvinnutrygginga juk- ust um rúmlega 1,8 milljónir og urðu 9.968.000 krónur — tæplega helmingi meiri en þeir voru 1950. Samtals námu allir sjóðir félagsins 16.462. 000 krónum og er það mikill stofn, þegar þess er gætt, hversu ungt félagið er. Næst var bent á það, að endurtryggingar hefðu minnkað stórlega. Þetta er mikilsvert atriði. Auðvitað geta tryggingafélög ekki tek- ið á sig sjálf alla áhættu af þeim tryggingum, sem þau taka að sér, Þess vegna end- urtryggja þau, ýmist innan lands eða utan og þó stórum meira utanlands. Nú er það augljóst, að eftir því sem tryggingafélag verður öfl- ugra og eignast myndarlegri sjóði, getur það tekið meiri áhættu á sjálft sig, og þar með losnað við kostnaðar- samar endurtryggingar. Það er einmitt þetta, sem gerzt hefir hjá Samvinnu- tryggingum. Félagið hefir eflzt svo ört, að það hefir getað tekið á sjálft sig meiri áhættu, og hefir þannig spar að stórfé á endurtryggingum. Árið 1951 þurfti félagið að greiða fyrir endurtrygging- ar 25 aura af hverri einustu krónu, sem það hafði í tekj- ur. í fyrra var þessi tala kom in ofan í 17,5 aura af hverri krónu og varö af þessu mik- ill sparnaður, því að krónurn ar, sem félagið velti, urðu margar. Það er þetta, sem er ERLENT YFIRLIT: Verkföllin í Frakklandi Orsök þeirra var klanfaleg framkvæiud réltmætra síjórnarráðstafana Seinasta hálfan mánuðinn hafa verkföllin í Frakklandi verið eitt helzta íréttaefni blaða og útvarps víðs vegar um heim. í fyrstu fóru þau hægt af stað og var þá ekki búizt við, að þau m,vndu draga til neinna alvarlegra tíðinda. Nú er hins vegar svo komið, að næsta erfitt er að segja fyrir um, hvar þau kunna að enda. Ef til vill hjaðna þau smám saman og ríkis- stjórnin gengur með sigur af hólmi. Ef til vill magnast þau og verða upphaf ólgu og ringulreiðar, sem fætt getur af sér byltinguna, sem kommúnistar hafa lengi látiö sig dreyma um. I Þótt kynlegt kunni að virðast, voru það ekki kommúnistar, er hófu verkföllin, þótt þeir hafi stærsta verklýðssambandið að baki sér. Kommúnistar eru tregir til að hefja verkföll einsamlir, því áð þeir hafa oröið slæma reynslu af því. Nú voru það líka aðrir, sem byrj- ' úðu, eða jafnaðarmenn. Þegar skriðan var komin af stað,. tóku kommúnistar hins vegar við for- ustunni og hafa haft hana síðan. Þetta er svipuð saga og gerzt hef- ir víöa, þótt illa hafi gengið að iæra af henni. I Þing hinna mörgu flckka. i Verkföllin í Frakklandi eiga sér hins vegar orðið langan aðdrag- anda. Segja má, að síðan styrjöld- inni lauk hafi aldrei verið starf- hæf stjórn í Frakklandi. Flokk- ( arnir eru svo margir, að ógerning- ur hefir verið að mynda stjórn, nema með stuðningi fleiri flokka, sem eru meira og minna ósam- stilltir. Engin stjórn hefir því lif- að nema skamma hríð og því ekki getað tekið með festu og einbeittni á neinu rnáli. Alveg sérstaklega hef ir þetta gengið út yfir fjármála- stjórnina. Embættiskostnaður er óheyrilega mikill og skattheimtan í fullkomnasta ólagi. Hvers konar fjármálasvindl þrífst óátalið. Hall- inn á ríkisrekstrinum hefir farið sihækkandi. í stað þess að ráðast gegn þessum meinum, hefir hver stjórn hugsað um það helzt að reyna að hanga og fleyta sér áfram með bráðabirgðaráðstöfunum. Öll- um þýðingarmestu málunum hefir verið slegið á frest, eins lengi og hægt hefir verið. Nokkurt dæmi um þetta er það, að þingiö hefir ekki rætt um Túnismálið síðan í júní í fyrra, ekki rætt um Evrópu- herinn síðan í febrúar og ekki um Indó-Kína síðan í apríl, en þetta eru þó lang stærstu viöfangsefni Frakka á sviði utanríkismála. i Stjórn Laniels. Núverandi stjórn Frakka, sem er undir forsæti Jósefs Laniels, var I ntynduð seinustu dagana í júni að afstaðinni margra vikna stjórnar- kreppu, sem var lengsta stjórnar- ! kreppan i sögu Frakklands. Sást j bezt á henni, að alltaf sígur nú meira og meira á ógæfuhlið í stjórn 1 málum Frakka. I Eftir að stjórn Laniels var mynd uð, sat þingið að störfum í rúm- an mánuð, en gerði lítið á þeim tíma. í júlílok var því frestað þangað til í október. Áður en því var frestað, gaf það stjórn Laniels heimild til að gera ýmsar ráðstaf- anir með bráðabirgðalögum, eink- um þó á fjármálasviðinu. Stjórn Laniels styðst við mið- flokkana og hægri flokkana, en i stjórnarandstöðu eru kommúnist- ar og jafnaöarmenn. Sjálfur er Laniel óháður ihaldsmaður. Fjár- málaráðherra er Edgar Faure, einn af hinum yngri leiðtogum radikala flokksins og er liann sagður i vinstra armi lians. Fleiri frjálslynd ir menn eru í stjórninni og verð- ur hún því ekki meö réttu talin hægri stjórn. Óvinsælar ráöstafanir. Strax eftir að þingið var farið heim, hófst stjórnin handa um ýms ar ráðstafanir til úrbóta á sviði fjármálánna. Var ætlun hennar, að þar ætti að vera um víðtækar ráðstafanir að ræða, sem yrðu gerð ar smátt og smátt. Það virðist nú komið í Ijós, að stjórnin hafi þar valið ranga starfsaðferð og miklu heppilegra hefði verið að gera þess ' ar ráðstafanir allar í -einu. Fyrstu ráðstafanirnar, sem; stjórnin tilkynnti, voru tvenns kon ar. Aðrar þeirra fjölluðu um það, ' aö opinberum starfsmönnum yrði fækkað mjög verulega, en þó ekki nema smám saman. Hinar þeirra snerust um það, að rikið hætti að kaupa af vínbændum vín, sem þeir gætu ekki selt. j Báðar þessar ráðstafanir voru vel réttlætanlegar. Fjöldi opinberra starfsmanna í Frakklandi er óhæfi lega mikill. Launakjörin eru hins vegar mjög bágborin. Kaup ríkis- 1 ins á víni, sem bændur gátu ekki selt, áttu upphaflega að vera bráða birgöaráöstöfun, sem skyldi aðeins gilda meðan þeir væru að koma framleiðslu- og söluháttum sínum í betra horf. Niðurstaðan hefir hins vegar orðið sú, að vegna þess- : ára kaupa ríkisins hafa bændur' orðið áhugaminni en ella að koma 1 þessum endurbótum í framkvæmd.! Vínbændur eða vínframleiðendur í Frakklandi eru mjög margir, eink- ! úm í Suður-Frakklandi, en búa flestir við mjög slæma afkomu. I Verkföllin hefjast. Þótt báöar þessar ráðstafanir Lanielsstjórnarinnar væru vel rétt- ' lætanlegar frá fjármálalegu sjón- j armiði, mæltust þær strax illa fyr- ir meðal alþýðustéttana. Því var haldið fram af þeim, að hér væri ráðist á garðinn, þar sem hann væri lægstur, því að opinberir starfsmenn og vínbændur væru þær stéttir, sem væru einna verst settar. Stjórninni hefði verið nær að snúa sér að milliliðunum. Þetta sýndi bezt, að hún væri hin versta íhaldsstjórn. 1 Stjórnin svaraði því til, að hér ! væri aðeins að ræða um fyrstu I ráðstafanir sínar, en hún myndi | LANIEL síðar gera ráöstafanir, er drægju úr gróða milliliðanna. Slíkar ráð- stafanir þyrftu hins vegar meiri undirbúning. Þessum skýringum henna'r var hins vegar ekki sinnt. Jafnaðar- menn, sem eiga traustasta fylgi sitt hjá opinberum starfsmönnum, á- kváðu að hefja mótmælaverkfall póstmanna, símamanna, járnbraut armanna og fleiri slíkra starfs- stétta. Verkfall þetta skyldi aðeins standa stuttan tírna. Jafnframt fyrirskipuðu jafnaðarmenn verka- lýðssambandi sínu að geia samúö- arverkfall. Katólski flokkurinn, er styður stjórnina, gaf verkalýös- sambandi sínu sömu fyrirmæli. Þáttur kommúnista. Það var ekki fyrr en allt þetta var um garð gengið og verkfalls- ' aldan var hafin, að kommúnistar blönduðu sér í leikinn. Verkföllin urðu þá mjög útbreidd, þar sem þeir hafa stærsta verkalýðssam- bandið að baki sér. Síðan hafa haldizt meiri og minni verkföll í Frakklandi. Fregnir af þeim eru annars ósamhljóða, en augljóst er þó, að allt athafnalíf Frakka hefir . verið meira og minna lamað á aðra viku. Seinustu dagana virðast jafn aðarmenn og katólskir heldur hafa reynt að draga úr verkföllum, en ekki getað við neitt ráðið. Verkfallsfyrirskipanirnar fengu strax góðar undirtektir hjá frönsk um verkamönnum. Smátt og smátt hafa verkföllin líka fengið annan blæ en upphaflega. Af hálfu verka- manna hafa kröfur um hækkað kaup og bætt kjör orðið stöðugt háværari, en kjör þeirra hafa farið versnandi undanfarið vegna auk- innar dýrtíðar.' Andstaðan gegn ráðstöfunum stjórnarinnar hefir horfið meira og meira í skuggann.1 Kommúnistar hafa gert sitt til að beina þeim í þann farveg, enda hef ir það skapað þeim miklu vinsælli grundvöll. Tvísýn úrslit. í byrjun verkfallanna komu fram kröfur um það, að þingið væri kvatt saman, en Laniel hefir neitað að verða við því, þar sem ekki sé hægt að láta verkfalls- menn segja þinginu fyrir verkum um það, hvenær það skuli starfa eða ekki. Laniel hefir jafnframt neitað að ræða við verkfallsmenn um kaupkröfur þeirra meðan verk föllin standa yfir. Hins vegar seg- ist hann hafa mikla samúð með (Framhald á 7. slðu). I höfuðástæðan fyrir þeirri á- gætu afkomu Samvinnu- trygginga, sem gerði félaginu kleift að skila aftur yfir | tveim milljónum króna til tryggingataka. En það var fleira, sem stuðl aði að hinni ágætu afkomu. Reksturskostnaður Sam- vinnutrygginga hefir frá önd verðu verið mjög lítill, og var svo enn 1952. Það þykir ekki tiltökumál, þótt reksturs- kostnaðurinn sé um 25% af brúttó iðgjöldum. En hjá Samvinnutryggingum er þetta aðeins 16,5%, og hefir lækkað hlutfallslega um 0,5% frá fyrra ári. Endurtryggingadeild hefir einnig verið rekin með góð- um árangri og komu til fram kvæmda á árinu tveir nýir endurtryggingasamningar. Taka nú Samvinnutrygging- ar endurtryggingar frá mörg um löndum, Svíþjóð, Bret- landi, Kanada, Noregi, ísra- el, Indlandi og Ceylon, Banda ríkjunum og Ástralíu. Með þvi að taka slíkar endurtrygg ingar fær þjóðin nokkrar gjaldeyristekjur, sem vega örlítið á móti þeim gjaldeyr- iskostnaði, sem er af því að kaupa endurtryggingar í öðr um löndum. Allt það, sem hér hefir ver- ið talið, varð til þess að gera 1952 bezta ár Samvinnutrygg inga og sannarlega bezta ár þeirra, sem hjá þeim tryggja hvað kjör snertir.“ Það, sem hér hefir verið rakið, gefur það vissulega glöggt til kynna, að Sam- vinnutryggingar njóta ör- uggrar og farsællar forustu. Annars hefði ekki náðst slík- ur árangur og raun ber vitni um. Þetta skýrir jafnframt vel þær árásir, sem þær og önnur hin nýju fyrirtæki sam vinnumanna hafa orðið fyrir. Með starfsemi þeirra er dreg- inn vænn spónn úr aski gróöamannanna. Þess vegna beina þeir áróðursvopnum sínum gegn þessum fyrirtækj um og reyna að spilla fyrir þeim á allan hátt. Svar al- mennings við árásunum er hins vegar það, að þessi fyrir tæki eflast og vaxa, eins og Samvinnutryggingar sýna bezt. Getraunir í þessari viku hefja fslenzk ar getraunir aftur starfseml sína, eftir nokkurra vikna sumarhlé. Getraunaleikirnir verða, eins og í fyrra, teknir úr ensku deildakeppninni, að allega úr 1. deild, en þar eð ekki eru nema 11 leikir I hverri umferð í 1. deild, verð- ur 12. leikurinn tekinn úr 2. deild. i Flestum reynist erfitt að segja fyrir um úrslit leikj- anna, því oftast verða fleiri eða færri óvænt úrslit. Segja' má, að sérstaklega sé erfitt fyrir okkur hér úti á íslandi að spá um úrslit fyrstu vik- urnar. Við höfum þá ekkert við að styðjast annað en árangur liðanna á síðasta leik tímabili. En eftir sumarhléið eru þó oft orðnar ýmsar breyt ingar á liðunum. Lið, sem hafa staðið sig illa hafa feng- ið nýja menn, e. t. v. tekið upp nýjar leikaðferðir o. fl. auk þess sem flestir leik- menn munu vera ómeiddir í byrjun leikársins. Að öllu þessu athuguðu má telja, að ekki væri óráðlegt að láta ten inginn ráða ágizkununum fyrstu vikurnar. Hér verður þó gerð tilraun til að setja saman spá til leiðbeiningar:’ Arsénal sigraði í 1. deild í fyrra, en Huddersfield vann sig upp úr 2. deild, eftir að hafa leikið þar í 1 ár. 1951 gerðu þau jafntefli 2—2 Blackpool var í fyrra langt- um betra en Chelsea,. sem var, í fallhættu undir lokin. Car- diff vann sig upp í 1. deild 1951 og stóð sig allvel í fyrra, sérstaklega á heimavelli, sigr aði 7 sinnum og gerði 8 jafn- tefli. Charlton og Burnley, reyndust mjög jöfn í fyrra og er jafntefli líklegt. Manch. United gekk illa framan af leiktímabilinu í fyrra, enda liðið þreytt eftir langt og mik ið ferðalag. Hins vegar vann það báða leiki sína við Liver- pool og ætti einnig að vinna nú. Manch. City gekk illa lengi framan af í fyrra, en vann þó Úlfana 3—1. Úlfarnir eru hins vegar þekktir að því að fá mörg stig fyrri hluta leikársins svo rétt er að tví- tryggja. Preston stóð sig mjög vel í fyrra og ætti að ráða við Midlesbrough. Sunderland ætti að vera sterkara en Newcastle, en betra er að tvitryggja. Shef- field United vann í II. deild í fyrra með yfirburðum, en erfitt er að segja hvernig þeir reynast í I. deild. Tví- tryggður leikur. Sheffield Wednesday átti lengst af erf itt uppdráttar í fyrra og varð ist rétt falli. Þeir unnu þó Tottenham 2—0. Rétt að tryggja þennan leik. W. B. A. vann 13 af heimaleikjum sínum í fyrra, svo að líklega 'ætti ekki að þurfa aö tryggja þennan leik. 12. leikurinn er úr 2. deild, en venjulega reyn ast leikir þar erfiðari til spá sagnar en I. deildar leikir. Hér verður því tekinn sál leik. 1 Arsenal — Huddersfield 1 Blackpool •— Chelsea 1 Cardiff — Aston Villa 1 Charlton — Burnley x Liverpool — Manch. Utd. 2 Manch. City — Wolves (1) 2 Middlesbrough — Preston 2 Newcastle — Sunderl. (x) 2 Portsm. — Sheff. Utd. x (2) Sheff. Wed. — Tottenh. (1) 2 W. B. A. — Bolton 1 Fulham — Stoke 1 (x 2) S. K,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.