Tíminn - 20.11.1953, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.11.1953, Blaðsíða 6
8 TÍMINN, föstudaginn 20. nóvember 1953. 264. blað. PJÖDLEIKHtíSID Valtýr á grœnni '► treyiju Sýning í kvöld kl. 20,00. Næsta sýning sunnudag. Sumri hállar Sýning laugardag kl. 20,00 Bannað fyrir börn. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13,15—20. Símar 80000 og 8-2345. i AUSTURBÆJARBÍÓ ! Vrunivarv Eigmgirnl Stórbrotin og sérstæð ný am- erísk mynd, tekin eftir sögu, er hlaut Pulitzer-verðlaunin, og sýnir heimilislíf mikils kvenskörungs. Mynd þessi er ein af 5 beztu myndum árs- ins. Sýnd með hinni nýju breiðt j aldsaðf erð. Joan Crawford, Wendell Cerey. Sýnd kl. 9. a „Lífið er elýrt' Áhrifamikil stórmynd eftir sam nefndri sögu, sem komiö hefir úi í íslenzkri þýðingu. Aðalleikarar: John Derek og Humprey Bogart. Sýnd kl. 7. Gene Autry í Mexíhó Sýnd kl. 5. NYJA 310 í stílarhúsha (Whirlpool) Mjög spennandi urða vel leikin, ný, amerísk mynd, er fjall ar um áhrif dáleiðslu og sýnir, hve varnarlaust fólk getur orðið, þ dávaldurinn misnotar gáf ur sínar. Aðalhlutverk: Gene Tierney, Jose Ferrer, Kichard Conte. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 7 og 9. Hin fræga ítalska mynd með: Anna Magnani, verður eftir ósk margra sýnd ld. 5. TJARNARBÍÓ Sá hlœr bezt, sem sí&ast hlær (The Lavcntler Hill Mob) Heimsfræo' ' k mynd. Aðal- hlutverl __ snillingurinn Ale ss. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Síðasta sinn. BÆJARBÍÓ — HAFNARFIRÐl — Leikfélag Hafnarfjarðar HVÍLIK FJÖLSKYLÐA Þjóðvegur 301 (Highieay 301) , I Sérstaklega spennandi og við- burðarík, ný, amerísk kvikmynd, er byggist á sönnum viöburðum um glæpaflokk, er kallaöist „The Tri-State Gang“. Lögregla þriggja fylkja í Bandarikjunum tók þátt í leitinni að glæpamönn unum, sem allir voru handteknir eða féllu í viðureigninni við hana. Steve Cochran, Virginia Gray. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5 og 9. Síðasta sinn. Hljómleikar kl. 7. GAMLA BlÓ Sýnir á hinu nýja, bogna „PANORAMA“-TJALDI amerísku músík- og ballet- myndina Ameríhuma&ur í P'arís (An American in Paris) Músík: George Gershwin. Aðalhlutverk: Gene Kelly og franska listdansmærin Leslie Caron. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPOLI-BÍÓ Auschtvitz fanyabúðirnar (Ostatni Etap) Ný, pólsk stórmynd, er lýsir á átakanlegan hátt hörmungum þeim, er áttu sér stað í kvenna deild Auschwitz fangabúðanna í Þýzkalandi í siðustu heimsstyrj- öld. Myndin hefir hlotið með- mæli kvikmyndaráðs Sameinuðu þjóðanna. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. HAFNARBÍÖ CSiilllaellirissM (Cave of Outlavs) Peikispennandi ný amerísk j kvikmynd í eðlilegum litum umj ofsafengna leit að týndum fjár- sjóði. Mae Donald Cary, Alexis Smith, Edgar Buchanan. Bönnuö börnum innan 16 ára.' Sýnd kl. 5, 7 og 9. Noíið vatnsorknna Bændur og aðrir, er áhuga hafa á vatnsvirkjunum! Hefi fjölda af túrbínum og rafstöðvum á góðu verði til sölu. — Leitið tilboða. Útvega koparvír, staura, rör og allt, er tilheyrir virkjunum. Ágúst Jónsson ravm. Skólavörðustíg 22 sími 7642 Reykjavík tílireiðið Tíniann Al|íýðiifIokkslns (Framhald af 3. síðu). tölur frambjóðenda þeirra flokka, sem gert hafa með sér kosningabandalag í kjördæm- inu, reiknast öll atkvæðin þeim frambjóðanda banda- lagsflokkanna, er hæsta at- kvæðatölu hlaut, og nær hann þá kosningu. í tvímenningskjördæmum skal á sama hátt leggja sam- an atkvæðatölur framboðs- lista þeirra stjórnmálaflokka, sem gert hafa með sér kosn- ingabandalag í kjördæminu, ef þeir fá ekki tvo frambjóð- endur kjörna í kjördæminu án þess. Skulu öll atkvæðin talin þeim framboöslista bandalagsflokkanna, sem flest fékk atkvæði. Skal sú at- kvæðatala skera úr um það, hve margir frambjóðendur hafa náð kosningu af listan- um. Sama gildir um vara- menn. Atkvæði skulu talin hvorum eða hverjum banda- lagsflokki um sig, ef samtala atkvæðanna nægir ekki til þess, að stærri eða stærsti bandalagsflokkurinn fái kjör- inn frambjóðanda, sem ella hefði ekki náð kosningu. Reglur 109. gr. skulu og gilda um kosningu í Reykja- vík. Ef frambjóðandi nær kosningu af framboðslistum beggja eða allra bandalags- flokkanna án bandalags, skal samanlögð atkvæðatala lista bandalagsflokkanna ráða því, hve margir frambjóðendur þeirra ná kosningu alls. Fái bandalagsflokkarnir fleiri menn kjörna vegna banda- lagsins en þeir hefðu fengið án bandalags, skal til viðbót- ar sá frambjóðandi teljast kjörinn, sem næstur stóð kosn ingu. Sama gildir um vara- menn. Ákvæði þessa kafla koma þó því aðeins til framkvæmda, að stjórnmálaflokkur, sem fengi kjörinn þingmann vegna þeirra, hafi fengið kjörinn þingmann án kosningabanda- lags. í kjördæmum, þar sem stjórnmálaflokkar hafa með sér kosningabandalag, skulu kjörseðlar vera þannig úr garði gerðir, að kjósandi geti látið í ljós, ef hann vill ekki láta telja atkvæði sitt fram- bjóðanda eöa lista bandalags- flokks. Skulu slík atkvæði þá ekki talin með í þeirri heild- aratkvæðatölu bandalags- flokkanna, sem sker úr um þaö, hvaða frambjóðandi hafi nájð kosningu eða hversu margir frambjóðendur af framboðslista eða listum. Ef stjórnmálaflokkar nafa haft með sér kosningabanda- lág og fengið vegna þess kjörna fleiri þingmenn en ella, skulu við úthlutun upp- bótarþingsæta þeim flokki, sem viðbótarþingsæti fær, talin öll atkvæði bandalags- flokkanna í þeim kjördæm- um, þar sem viöbótarþing- mennirnir voru kjörnir. Ef frambjóðendur af framboðs- listum beggja eða allra banda- lagsflokkanna í Reykjavík hefðu náð kosningu án banda lags, en bandalagsflokkarnir fá samt fleiri frambjóðendur en ella kjörna vegna banda- lagsins, skal þeim flokki, sem viðbótarþingsæti fær, þó að- eins talið svo mikið af atkvæð- um hins eða hinna, að nægi- legt hafi reynzt til þess að fá kjörna þá tölu þingmanna, sem hann hefur fengið. Pearl S. Buck: Dularblómið frá Japan og Bandaríkjunum á síðustu árum. AtígtýAiÍ i Tmmum m <►« hún ekki eins fögur og aðlaðandi og hann minntist hennar nú eftir sumarlanga dagdrauma um hana. í‘| ! t < = •» ! Sumarið hafði líka verið heitt í Kyoto, en Sakai læknir hafði engan tíma til að hugsa um það. Hann var nú tekinn að undirbúa trúlofun Josui en fór þó að öllu meö gát. En hvað hann harmaði nú að hafa eytt öllum þessum mörgu árum í Ameríku. Ef hann hefði alltaf dvalið heima mundi hann nú hafa þekkt frá barnæsku'alla japönsku giftingar- siðina, en nú neyddist ann til aö lesa gamla og þykka bók um þessi efni og spyrja f-ólk spjörunum úr. Hann blygðaö- ist sín fyrir fávizkuna. Það var laglegt að verða nú að ganga á milli fólks og' spyrja það, hvernig góður Japani ætti að haga sér, þegar hann gifti dóttur sína inn í göfuga og auöuga fjölskyldu í Japan. Þótt hann væri önnum kafinn við læknisstörfin dag hvern, fannst honum sem hann kæm- ist ekki hjá því að velja sjálfur lit og tegund þess efnis, sem nota ætti í nýja kyrtilinn. Hann vildi þó hafa Josui með í ráðum um þetta. Hún varö að fá vilja sínum fram- gengt um þetta, ef hann braut ekki í bága við hefð og venjur, og móðir hennar varð líka að leggja blessun sína yfir valiö, en það var aðeins fyrir siða sakir. En þrátt fyrir nærveru þeirra beggja var það hann, sem tók lokaákvörö- unina, og við þetta val hafði hann ætíð Matsui-fjölskyld- una í huga, og reyndi að styðjast við kunnleik sinn af smekk hennar og siðvenjum. Hann vildi ekki heldur krefjast af dóttur sinni blindrar hlýðni. Ef hún óskaði þess, var hann fús til þess að leyía henni að hitta Kobori og ræða við hann hér á heimilinu. En hann mundi ekki láta það viðgangast, aö þau sæjust saman á almannafæri fyrr en þau væru gift, en Kobori gat að sjálf- sögðu komið að heimsækja hana að degi til, þegar foreldrar hennar voru heima. Þess vegna kom hann nokkrum sinnum í heimsókn fyrir brúðkaupsdaginn, sem ákveðinn hafði verið um miðjan sept- ember, en hann spurðist ætið fyrir um það áöur, hvort Sakai- fjölskyldan gæti tekið á móti honum. Sakai læknir og kona hans tóku ætíö sjálf á móti honum, þegar liann kom. í fyrsta sinn vo.ru þau nærstödd hverja stund meðan hann dvaldi þár. Þá tóku þau eftir því, að Josui var mjög þögul. Hún hneigði sig lítillega, þegar Kobori sagöi eitthvað, og sagði aðeins já eða nei við spurningum hans, en hún hóf ekki máls á neinu umræðuefni. — Það er kannske betra, að við látum þau vera ein stund og stund, sagði Sakai læknir við konu sína í svefnherberg- inu um kvöldiö. — Já, þegar á allt er litið höfum viö búið mörg ár í Ame- ríku, sagði frú Sakai. — En nú erum við í Japan, svaraði hann meö festu. Hann vildi ekki á neinn hátt ganga til móts við þá siði, sem ríkt höfðu í Kaliforníu. Ilann minnti vini sína oft á einangrun- arbúðirnar, sem Japönum höfðu verið ætlaðar í Ameríku, og hann hélt því áfram, þótt hann vissi, aö öllum Japönum hafði verið sleppt úr búðunum fyrir löngu og þeir höfðu llú dreifzt um öll Bandaríkin. — Josui man alltaf eftir Ameríku, sagði frú Sakai hóglát. Henni finnst það kannske óþægilegt, að hún skuli ekki einu sinni fá að tala við heitmann sinn í einrúmi. Næsta sinn, er Kobori var í heimsókn hjá þeim, gaf Sakai læknir því konu sinni merki í laumi, þegar þau höfðu öll talað nokkra stund um veðrið og árferðið. Þegar hiónin voru gengin út, sneri Kobori Matsui sér að Josui og hló lágt. Það var auðséð á svip hans, að honum var skemmt. — Faðir þinn er sannarlega kynlegur maður, sagði hann mjúkri röddu. Röddin var djúp og dimm og aö’ henni heföi verið mikill valdsmannsbragur, ef hann hefði hækkað hana.- En hann hækkaði aldrei röddina. — Að hvaða leyti er hann kynlegur? spurði Josui alvarleg. — Hánn er enn japanskari í háttum sínum en nokkur okkar hinna. Og þó er svo margt í fari hans, sem aldrei verð- ur japanskt, hve mikið sem hann leggur sig frarn. Ameríka heíir sett mark sitt óafmáanlega á hann. — Hún hefir líka sett mark sitt á mig, sagöi Josui. — Já, þig líka, sagði Kobori. En mér gezt vel af Ameríku- mönnum. — Líka þeim, sem hér dvelja nú og hafa hernumið landið? spurði Josui hikandi. — Já, einnig þeim að vissu leyti, sagði Kobori. Mér gezt að vísu ekki ætíð að því, sem þeir gera, og mér rennur oft í skap við þá. En ég finn, að hlutverk þeirra hér er mikið. — Hvert er hlutverk þeirra hér? sagöi Josui. Kobori hló aftur. — Að gera Amerikumenn úr okkur. En það er ógerlegt. — En samt breyta þeir ýmsu í fari okkar og högum, sagði Josui. — Já, þeir breyta sumum okkar, sagði Kobori. — Heldur þú, að allt verði sem áður, þegar þeir eru farnir? spurði Josui. — Fyrst í stað munum við verða enn japanskari en fyrr. Við munum leita þess, sem japanskt er, með sjúklegum á- kafa, dýrka allt sem er gamalt og japanskt, leita með þeim hætti að sálum okkar. En þegar ein eða tvær kynslóðir eru gengnar hjá, breytist þetta aftur. Við munum þá á nýjan

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.