Tíminn - 31.01.1954, Síða 4
TÍMINN, sunnudaginn
JMllUMrl
Missir hitaveitan mikiö af heita
vatninu í hendur einkafélags?
Sérstakt hlutafélag, Jarðhiti h.f., hefur fengið
sérréttindi til að bora eftir heitu vatni á einum
bezta stað hitasvæðisins á Reykjum
Þa5 mun hafa farið fram
hjá flestum, þegar auglýst
var í Lögbirtingablaðinu í
sumar, að stofnað væri nýtt
hlutafélag, er nefndist Jarð-
hiti h.f., að þar væri á ferð-
inni alvarleg ógnun við hita-
veitu Reykjavíkur, er stafaði
af furðulegum slóðaskap bæj-
aryfirvaldanna. Sú saga skal
því rakin hér í megindráttum. i
Jarðhiti h. f.
í Lögbirtingarblaðinu 7. júlí
síðastl. birtist auglýsing um
stofnun Jarðhita h.f. og hljóð-
ar upphaf hennar á þessa
leið:
„Heiti félagsms er Jarðhiti
h.f. Heimili þess og varnar-
þing er í Reykjavík. Tilgang-
ur félagsins er að borg eftir
heitu vatni í sumarbústaða-
landi Kjartans Ásmundsscn-
ar, úr landi Reykjahvols í Mos
fellssveit, og hagnýta það í
sambandi við gróðurhúsarækt
til sölu og á hvern þann hátt,
sem heppilegastur reynist á
hverjum tíma. Dagsetning
samþykkta þess er 22. maí
1953. Stofnendur eru: Kjartan
Ásmundsson, gullsmiður,
Smáragötu 14, Sigurgeir Sigur
jónsson, hrl., Skaptahlíð 9,
Guðjón Hólm Sigvaldason,
hdl., Ásvallagötu 27, Ólafur
Jónsson, gjaldkeri, Melhaga 1,
Friðrik Dungal, kaupm., Útsöl
um, Seltjarnarnesi, Ásgeir
Bjarnason, forstjóri, Mar-
bakka, Seltjarnarnesi, Sveinn
B. Valfells, forstjóri, Blöndu-
hlið 15, Sigurður Guðmunds-
son, forstjóri, Ásvallagötu 24,
Einar Ásmundsson, forstjóri,
Hverfisgötu 42, Friðrik A. Jóns
son, útvarpsvirkjameistari,
Garðastræti 11, Helgi Þórar-
insson, framkvæmdastjóri,
Bárugötu 19, Hans R- Þórðar-
son, forstjóri, Grenimel 38,
Theodór Brynjólfsson, tann-
læknir, Miðstræti 12, Theodór
Jónsson, forstjóri, Gunnars-
braut 30, Rvík. Stjórn félags-
ins skipa: Sigurgeir Sigurjóns
son, hrl,. Skaptahlíð 9, for-
maður. Meðstjórnendur: Ólaf
ur Jónsson, Melhaga 1, og Frið
rik Dungal, Útsölum, Seltjarn
arnesi. Til vara: Kjartan Ás-
mundsson, Smáragötu 14.“
Þá er ennfremur tekið fram
í auglýsingunni, að hlutafé
félagsins sé 70 þús. kr. og sé
það allt innborgað.
Forsaga málsins.
Nánari tildrög þessarar
hlutafélagsstofnunar eru
þessi:
Nokkru áður en Reykja-
víkurbær keypti hitaréttindi
Reykjatorfunnar, seldi eig-
andi Reykjahvols dálitla
spildu úr þvi svæði, þar sem
jarðhitinn er einna mestur.
Þessu litla svæði, sem var
ætlað undir sumarbústað,
fylgdu hitaréttindi. Sala
þessi var þinglýst. Þegar
Reykjavíkurbær svo keypti
hitaréttindi Reykjatorfunn-
ar, láðist honum að kaupa
einnig þetta land eöa a. m. k.
hitaréttindin þar.
Eigandi þessa lands nú, er
Kjartan Ásmundsson gull-
smiður. Hann og fyrri eigend
ur þessa lands, munu hafa
boðið bænum kost á að kaupa
hitaréttindin fyrir mjög lítið
gjald eða nánar sagt, að bær
inn fengi réttindin gegn því,
að séð yrði um leiðslur á
heitu vatni í sumarbústað-
inn, er stendur á landinu.
Forráðamenn bæjarins hafa
stundum haft um það góð
orð, en þó jafnan dregið að
gera nokkuð. Afleiðing þess
hefir því orðið sú, eins og aug
lýsingin ber með sér, að
gróðamenn hafa stofnað
hlutafélag um að hagnýta
Sér réttindin.
Getur orðið alvarlegt áfall
fyrir hitaveituna.
Eítir þvi, sem blaðið hefir
frétt, hefir þetta félag nú í
undirbúningi að hefja boran-
j ir eftir heitu vatni á umræddu
J svæði. Getur það haft hinar
sögulegustu afleiðingar.
j Land það, sem hér um
ræðir, er nokkurn veginn á
| miðju hitaveitusvæðinu. —
Sérfróðir menn telja, að
, yrði borað þar eftir heitu
J vatni, myndi það bera mjög
góðan árangur. Afleiðing
þess yrði hins vegar vafa-
lítið sú, að heita vatnið
minnkaði í borholum hita-
veitunnar og gæti það hoft
liinar alvarlegustu afleið-
ingar fyrir notendur heita
I vatnsins í Reykjavík. i
Þetta litla dæmi sýnir vel
slóðaskapinn og sinnuleysið,
jsem einkennir rekstur hita-
veitunnar. Það er ekki einu
sinni hugsað um að tryggja
jhin nauðsynlegustu hitarétt-
indi. Þess vegna getur svo
fariö, að gróðafélag nái miklu
af vatninu frá hitaveitunni.
Hvað þá að hugsað sé um að
nýta vatnið sem bezt og koma
því í sem flest bæjarhverfi,
svo að þau geti átt þess kost,
megin hluta ársins.
Úr þessum vanrekstri hita-
veitunnar verður ekki bætt,
nema bæjarbúar steypi íhald
inu úr stóli í dag og tryggi
bænum betri og röskari for-
ustu.
I ■iiiiiMiiiiiiiimiiiiimiiimiiiiiiiimiiimiii|l||||imiim,|immi|,ll,l|||mill,l,liíimii|,||||||m||||||]||||||||||||||||(mv
\ Hvert atkvæði, sem B-1
:| listinn fær, kemur að I
I fuliu gagni
| Af hálfu andstæðinga Framsóknarflokksins er nú |
í rekinn af miklu kappi sá áróður, að hann sé viss um |
| að koma einum manni að, en hafi enga möguleika til |
! að fá tvo menn kosna. Þess vegna geti svo og svo margir I
[ af fylgismönnum hans kosið með öðrum flckkum og 1
Í haft þannig meiri áhrif á úrslitin.
[ Vegna þessa áróðurs skal bent á eftirfarandi: |
1. Framsóknarflokkurinn stefnir að því að fá tvo I
menn kjörna og hefir því engin afgangsatkvæði- I
2. Framsóknarflokkurinn hefir sízt minni möguleika |
en hinir andstöðuflokkar ihaldsins til þess að vinna |
oddasætið af íhaldinu, heldur að öllum líkindum |
meiri. Kommúnistar munu halda áfram að tapa, §
Þjóðvarnarflokki^rinn mun tæplega Ixalda fylgi 1
sínu frá í sumar vegna þess, að nú er ekki kosið J
um varnarmálin og Bárðarmálið spillir fyrir han-. i
um. Alþýðuflokkurinn mun nú sem yenjulega fá;. |
minna fylgi í bæjarstjórnarkosningunum en jþing- |
kosningum. Talsvert af Sjálfstæðismönnum ,cg í
óháðum kjósendum mun hins vegar kjósa með J
Framsóknarflokknum að þessu sinni. ,|
X B-listinn
i 3. Morgunblaðið hefir deilt Iangsamlega m’est' á |
Framsóknarflokkinn í þessum kosningum. Það er |
sönnun þess, að íhaldinu stendur mestur stuggur |
af B-listanum.
4. Því meira fylgi, sem Framsóknarflokkurinn fær, I
því sterkari verður aðstaða hans til samninga f, |
bæjarstjórninni, ef svo færi, sem vona b.er, að iþald, f
i ið missti meirihlutann.
= ( . . r , -■ . 5 -
5. Alþingiskosningar geta verið stutt undan og tíefír |
það þá meginþýðingu, að kosningaúrslitin nú sýni,' I
| að Framsóknarflokkurinn á raunverulegá þingsæti |
Í hér í bænum.
5 2
Af þessum og mörgum ástæðum fleirum hefir það I
[ meginþýðingu að Framsóknarflokkurinn eflist í þess- i
Í um kosningum. Þess vegna hefir flckkurinn engin af- |
[ gangsatkvæði, heldur vantar atkvæði til að tryggja fall i
i íhaldsins. Þess vegna burfa fleiri íhaldsandstæðingar |
Í að koma til liðs við hann. Þá er sigur B-listans vfs og i
i fall íhaldsins öruggí.
Það er hins vegar víst, að allir aðrir andstæðingá- |
I listar íhaldsins hafa meira og minna af afgangsatkvæð- |
Í um. Kommúnistar eru öruggir með þrjá fulltrúa, jafn- |
1 aðarmenn með tvo og Þjóðvörn með einn-Ilins vegar fer |
Í útilokað að þessir flokkar geti fengið fleiri fulltrúa:' |
Í Afgangsatkvæðin, sem þeir fá, geta því orðið til að |
[ tryggja íhaldinu sigur.
íhaldsandstæðingar! Látið slíkt ekki henda. Fylkið |
[ ykkur því um B-listann og tryggið með því fall íhalds- |
I ins og nýja, betri bæjarstjórn.
liiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiilliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiHiiiiiiiuiiiiiiiHiiiiiiiiinimimiiiiiii^ii|iiiiiiiiiiiijiiitii|ii|iiiia
-rrrrT"
KJÖRSEÐILL
i Á ‘|/! M J. '« J *
við bæjarstjórnarkosningarnar í Reykjavík 31. janúar 1954:
A Listi Alþýðuflokksins X B Listi Framsóknarflokksins c Listi Sameiningarfl. alþýðu — Sósíalistaflokksins D Listi Sjálfstæðisflokksins F Listi Þj óövarnarf 1. íslahds
1. Magnús Ástmarsson 2. Alfreð Gíslason 3. Óskar Hallgrímsson 4. Guðbjörg Arndai 5. Albert Imsland 6. Jón P. Emils 7. Sigfús Bjarnason / 8. Pétur Pétursson o. s. frv. 1. Þórður Björnsson 2. Þórarinn Þórarinsson 3. Sigríður Björnsdóttir 4. Björn Guðmundsson 5. Egill Sigurgeirsson 6. Esra Pétursson 7. Pétur Jóhannesson 8. Kristján Benediktsson o. s. frv. 1. Guðmundur Vigfússon 2. Petrína Jakobson 3. Ingi R. Helgason. 4. Jónas Árnason 5. Hannes M. Stephensen 6. Katrín Thoroddsen 7. Sigurður Guðgeirsson 8. Þórunn Magnúsdóttir o. s. frv. 1. Gunnar Thoroddsen 2. Auður Auöuns 3. Sigurður Sigurðsson 4. Geir Hallgrímsson 5. Sveinbjörn Hannesson 6. Guöm. H. Guðmundsson 7. Einar Thoroddsen 8. Jóhann Hafstein o. s. frv. 1. Bárður Daníelsson 2. Gils Guðmundsson 3. Guðríður Gísladóttir 4. Hafsteinn Guðmundsson 5. Eggert H. Kristjánsson 6. Jón Helgason 7. Magnús K. Jónsson 8. Hallberg Hallmundsson o. s. frv.
Þannig lítur kjörseðillinn í Reykjavík út þegar iisti
FRAMSÓKNARFLOKKSINS hefir verið kosinn