Tíminn - 23.03.1954, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.03.1954, Blaðsíða 2
TÍMINN, frrigjudaginn 23. marz 1954. 68. blaff, Engir kynþættir eru með skáaugu - Það eru húðfellingar sem valda skásvipnum Ýmsir Tísindamenn halda því fram, að eftir fimm hundr- uð tii þúsund ár verði ekki um að ræða nein kynþátta- vandamál í heiminum. Segja þeir, að þá verði ekki til þjóð- flokkar með sérstökum litarhætti, ekki með hvíta, svarta eða gula húð. Segja þeir þetta muni stafa af því, að kyn- blöndunin verði orðin algjör að þessum tima liðnum. Telja þeir jafnframt, að mest muni bera á mongólskum eigindum i útliti manna. Að inongólskar eigindir verði svo ráðandi í útliti fólksins segja þeir muni að sumu leyti stafa af fjölmenni mongólska stofnsins, og einnig, að eigindir hans virðast vera sterkari en annarra kynstofna. Benda vísindamennirnir jafn- framt á, aS þessi alheimsblöndun verði aðeins til gæfu fyrir þjóðirn- ar, þar sem kynþáttavandamálið hverfi þá úr sögunni. Blendingar. Nú þegnr hefir mikii kynblönd- un átt sér stað um allan heim. í landi, eins og Bandaríkjunum, þar sem hörundsliturinn hefir mik- ið að segja, eru óefað stórir hópar íólks, sem talið er hvítt, en er í rauninin, þegar öll einkenni eru tekin með í reikninginn, mjög blönduð svarta kynþættinum, allt að fimmtíu af hundraði. Þessi blönd un mun halda áfram og eiga sinn þátt í að leysa kynþáttavandamálið. Aðeins á afskekktum stöðum. Nýlega varði danskur augnlækn- ir doktorsritgerð, er fjallar um breytingar á útliti kynþátta við blöndun. Læknir þessir starfar nú í Danmörku, en var um tíma í Grænlandi við rannsóknir sínar. Dvöl hans þar stafaði af því, að lengur er ekki hægt að finna ó- blandaða kynþætti, nema á mjög afskekktum stöðum, sem eru nú; að verða færri með hverjum deg- inum, sem líður. Læknir þessi dváldi í Grænlandi á árunum 1945—47 og fékk þá áhuga fyrir þessum blönduð svarta kynþættinum, allt hann svo til Angmagssalik, þar sem Útvarpib Vltvarpið í dag: Fastir liðir eins og venjulega. 20.30 Erindi: Suðurgöngur íslend- inga í fornöld; fyrra erindi (Einar Arnórsson hæstaréttar- dómari). ! 21.00 Tónleikar (plötur). 21.15 Náttúrlegir hlutir: Spurning- ar og svör um náttúrufræði Guðmundur Þorláksson cand. I mag.). 21.30 XJndir ljúfum lögum: Carl Billich o. fl. leika létt hljóm- sveitarlög. 22.10 Passíusálmur (32). 22.20 Úr heimi myndlistarinnar. — Björn Th. Björnsson listfræð- ingur sér um þáttinn. 22.40 Kammertónleikar (plötur). 23.10 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: Fastir liðir eins og venjulega. 18.15 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). i 20.20 Föstumessa í hátíðarsal Sjó- mannaskólans (Prestur: Séra Jón Þórvarðsson.) 21.20 íslenzk tónlist (plöt.): „Minni íslands", forleikur eftir Jón Leifs (Sinfóníuhljómsveitin leikur; Olav Kielland stjórnar) 21.35 Vettvangur kvenna. — 22.10 Útvarpssagan: „Salka Valka“ eftir Halldór Kiljan Laxness; XXII. (Höfundur les). 22.35 Dans- og dægurlög: Doris Day syngur (plötur). 23.00 Dagskrárlok. ‘Árnað heilla 70 ára j er í dag ekkjan Jónína Oddsdótt- ir frá Ormskoti í Fljótshlíð. Nú til .•heimilis hjá uppeldisdóttur sinni á Kársnesbraut 4A, Kópavogi. Engin skáaugu eru til, en húðfell- ingarnar breyta þeim. Hér á mynd- inni sést efst evrópískt auga, næst kemur mongólskt og neðst auga Eskimóans. Vestur-Grænlendingar voru of blandaðir fyrir rannsóknirnar. í Angmagssalik bjó ættflokkur, um þrettán hundruð manns, sem fram að þeim tíma hafði búið í svo mik- illi einangrun, að búast mátti við honum óblönduðum að mestu. Þessir Grænlendingar tóku hið bezta á móti lækninum og að fengnu leyfi til rannsóknanna hóf hann þær í samstarfi við héraðs- lækninn á þessum sióðum. Skilgreining á kyn- þáttum. Það eru til tvær aðferðir við að skilgreina kynþætti. Önnur er sú, að litarhætti slepptum, að mæla nákvæmlega lengd og breidd and- litsins. Hin er sú, að rannsaka blóðið, fingraför og augnalit. Þar sem einangraðir þjóðflokkar búa, verður aðeins vart fárra blóð- flokka og endurtók sú saga sig í Angmagssalik. Fingraför eru breyti- leg eftir þjóðflokkum. Aftur á móti fer það ekki eftir kynþáttum, hvort meiin eru loðnir á handar- bökum eða ekki. Fingraför eru ein- faldari með óblönduöum kynþátt- um og kom þá í ljós við saman- burð á Grænlendingum á vestur og austurströndinni. Augnalitur segir líka mikið til um blöndun kynþátta. í Angmagssalik fundust engin blá augu, fjórir af hundraði voru með blá augu á vesturströnd- inni, en fjölmargir íbúar Evrópu eru bláeygir. Eskimóar ekki skáeyglr. Læknirinn rannsakaði ennfremur augu Eskimóanna. Segir hann rangt að þeir séu skáeygir. Segir hann augu þeirra nákvæmlega eins og í Evrópubúum. Hins vegar gerir húðfelling við augað það að verk- um, að það sýnist liggja á ská. Og þeir sem kunna að álíta, að þessi felling sé þá eins hjá Japönum og S j íikravitj un (Framhald af 1. síðu.) að fara sjóveg inn í Hrafns fjörð í Jökulfjörðum og ganga þaðan yfir Skorar- heiði, sem er stutt en mjög brött og illfær eins og aðr- ir fjallvegir þar nyrðra. Nú var á versta veður af norðri og hríðarbylur á fjöllum, svo að þessi leið var ekki fær. Með Óðni til Þaralátursfjarðar. Það ráð var tekið að fá varðskipið Óðinn til að fara með lækninn norður fyrir Horn til Þaraláturs- fjarðar. Kom Óðinn þangað undir morgun í dag og setti Ólaf lækni þar á land. Gekk í Reykjarfjörð. Úr Þaralátursfirði fór læknirinn gangandi yfir hálsinn til Reykjarfjarðar. Kom hann þangað í morg- un og tókst von bráðar að kippa handlegg Kjartans í liðinn, svo að vel tókst um erindi ferðarinnar. Kjart- an mun þó hafa verið bú- inn að liggja hartnær sól- arhring með öxlina úr liði. Þetta dæmi sýnir, hve erfið aðstaða fóíksins er í þess- um nyrztu byggðum, ekki sízt eftir að fólki fór að fækka svo mjög þar nyrðra, og enn eiga sér stað hér á landi allerfiðar læknisferð- GS. ir. Miðstjúrnar- fundurinn (Framhald af 1. síðu.) esson og Vigfús Guðmunds- son. Handritamálið. í handritamálinu var sam- þykkt eftirfarandi ályktun einróma: „Miðstjórn Framsóknar- flokksins skorar á alla fs- lendinga að standa fast sam an í handritamálinu í ör- uggri trú á það, að málstað- ur réttlætisins verði sigur- sæll í því máli, er rök þess verða nægilega kunn öðr- um þjóðum.“ Eins og fyrr segir er stjörn- málaályktun miðstjórnar- innar birt á öðrum stað í blað inu í dag, og fleiri ályktanir fundarins verða birtar á næst unni. Togaraflotinn (Framhald af 8. síðu.) una hjá togurunum sýnir, að margir þeirra höfðu tapaö 4— 6 þús. kr. á dag að jafnaði langan tíma og nemi því tap ið hjá ýmsum togurum hundr uðum þúsunda króna á s. 1. ári. Söfnun gagna heldur á- fram segja togaraeigendur. Klnverjum, hafa ekki rétt fyrir sér. Það er hægt að tala um Eski- móafellingu, en hún er allt öðru vísi en mongólska fellingin. Það er því ekki rétt að telja Eskimóa til Mongóla. Með því að fylgja byggð- um sumpart til austurs og sumpart til vesturs, er hægt að finna blönd- unina úr Mongólum til Eskimóa og síðan úr Eskimóum' til Indíána. Húsfreyjur | Haldið elli og þreytu 1 hæfilegri fjarlægð. — Látið „Veralon“, þvottalöginn góða, létta yður störfin. 100 krónur Erum kaupendur að ógölluðum og hreinum eint. af MERKIR ÍSLENDINGAR I. BINDI. Sendið bækurnar á skrifstofu okkar Hafnarstræti 5 eða látið vita um þær í síma 81860. — Greiðum við móttöku kr. 100,00 fyrir eintakið. BÓKFELLSÚTGÁFAN. Barðstrendingafélagið 10 ára afmælis félagsins verður minnst hieð skemmti- samkomu í Skátaheimilinu laugardaginn 27. þ. m. — Samkoman hefst með kaffidrykkju kl. 20,00. — Fjöl- breytt skemmtiskrá. — Aðgöngumiðar verða seldir í Skátaheimilinu mið- vikudaginn 24. og fimmtudaginn 25. þ. m. kl. 4—7 báða dagana. STJÓRNIN. «SSS5SSS55SSSS555S55S55555S5S5555S5555SS555SSS5SSSS5SS55SSSS5SSSSSSSS*5a CLOROX Ameríska bleikiefnið í flöskum og 1 gallons glerbrúsum. Einkaumboð: Samband ísl. samvinnufélaga. íbúð á Selfossi til sölu Þriggja herbergja ibúð með stórri eignarlóð og góð- um útihúsum, sem hægt er að nota fyrir skepnur, til sölu. — Útborgun eftir samkomulagi. Upplýsingar hjá Hermanni Ösíerby. Sími 107. Selfossi. Konan mín ÞÓRA JÓNSDÓTTIR verður jarðsett að Borg á Mýrum fimmtudaginn 25. þ. m. — Kveðjuathöfn sama dag, hefst kl. 1 e. h. að heimili hennar, Borgarnesi. Daníel Eyjólfsson. Sýning Magnúsar Jonssonar enn opin Um helgina var geysimikil aðsókn að málverkasýningu Magnúsar Jónssonar, prófess ors í Listvinasalnum, svo að menn urðu frá að hverfa vegna þrengsla. Selzt hafa um 30 myndir á sýningunni. Vegna þessarar miklu aðsókn ar hefir verið ákveðið að sýn ingin verði opin nokkra daga enn frá kl. 2—10 síðdegis. ' /«' litjyur leidin ( s/UMrynríKiij’iriEvœtaiiNiDAiB* 8EYKJAVÍK - 5ÍM! 7080 UIMBOOSMENN UM IANO ALLT

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.