Tíminn - 23.03.1954, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.03.1954, Blaðsíða 4
TÍMINN, þriSjudaginn 23. marz 1954. Dr. Jón Dáason: Auðæfi G Orðið er frjálst nlands Sú atvinnunauðsyn nú á líðandi stund sem helzt knýr oss til aðgerða á Grænlandi er neyðarástand útgerðarinn ar. — Með því að hafa að- stöðu á Grænlandi, mætti margfalda aflamagn botn- vörpunganna við Grænland þá tíma, sem þeir veiða þar, því nú sem stendur fer meg intími þeirra í siglingar fram og aftur, og þeir geta ekki flutt með sér nægilega mik- ið af útgerðarvörum héðan, svo að nægi í fullfermis ferð. Meira að segja verða skip- ín að fara svo drekkhlaðin héðan, að lífsháski er að sigla þeim. Eins og er, er vetrarvertíð in, þ. e. 2.—3 mánaða tími á útmánuðum, einasti tími ársins, sem hægt er að halda bátunum út með hagnaði eða réttara án taps. Ef bát- arnir fengju aðstöðu á Græn landi, gætu þeir í marz siglt til Grænlands og róið vor- vertíðina þar. Skroppið svo heim til að taka þátt í síld- veiðum, ef þeir vildu, og að lokinni síldarvetríð skroppið yfir til Eystribyggðar og fengið þar ágæta 2—3 mán- aða haustvertíð' og mikinn og feitan fisk. Frá og til Eystribyggðar mundu bát- arnir fara vora gömlu sjó- leið til Grænlands og frá Grænlandil, sigla vestar og nær Grænlandsströndum en botnvörpungarnir sigla nú, en veðurofsinn er minni nær Grælandsströndum en úti á hafinu. Þeir mundu á þess- um haustferðum ekki sigla suður fyrir Drangey, heldur gegnum sundið Hafhverf, er Danir hafa uppnefnt Prins Christian, nyðra sund- ið gegnum syðsta hluta 'iands ins, milli Skagafjarðar að vestan og Grænlandshafs að að austan. Á leiðinni heim- an og heim mundu bátarnir sigla í samflota, og á leið- inni heim mundu bátarnir safnast í höfn á Austur- Grænlandi í grend við Haf- hverf og bíða þar góðra veð urfregna til heimferðar. Með þessu móti getur bátaflotinn fengið ábatasama veiði all- an ársins hring eins og t. d. Norðmenn hafa, og allar aðr ar skynsamar þjóðir hafa út séð sér fyrir sína báta, og útgerð vor þannig orðið sam keppnisfær útgerð annara þjóða, að öðru jöfnu. Stórkostleg eru einnig þau auðævi, sem Grænland geym ir í búlöndum og hagbeit fyr ir hálfviltar hreidýrahj arð- ir. inn í fjörðunum er allt landið gróið upp á fjalla- brúnir eða upp að hæstu brúnum, svo hvergi sér í mel eða flag. Hin stórkostlegu auðæfi Grænlands eru þó á öðrum sviðum. Hinar hafíslausu og lagíslausu hafnir Vestri- byggðar liggja rétt á móti Hudsonssundinu og í næstu nálægð við mynni þess. Öll stórfljót Kanada og þverár þeirar renna (nema St. Lawrence- og Mackenzie- fljótin) út að Hudssonsflóa er réttu nafni heitir Mark- landsbotnar. Er þessi svæði Kanada byggjast og fljótin hafa verið lagfærð fyrir flutninga, mun meginmagn allra þungavöru frá þessum svæðum verða flutt eftir án um út að Marklandsbotnum og þaðan á skipum yfir til næstu íslausra hafna þá tvo mánuði eða þrjá, sem sund- ið og Hudsonflóinn er skip- gengur fyrir ís, og svo dreift þaðan eftir hentugleikum út um heim. Þessar íslausu hafn ir eru í Vestribyggð, en á austurströnd Ameríku eru ekki íslausar hafnir fyr en suður á Nova Scota, er eitt sinn hét Vínlandsskagi. Þungavörur til vatnasvæðis Hudsonsflóans frá Suður- Asíu, Afríku og Atlantshafs höfnum verða sendar til Vestribyggðar og þaðan vest ur með skipum, er fara að sækja þungavörur vestur eða koma með þungavörur að vestan. Heimaverzlunarborg- ir vatnasvæðis Hudsonflóans eiga því fyrir höndum að rísa upp við hafnirnar í Vestribyggð. Mundi þarna ekki ærið framtíðarverkefni fyrir íslenzka verzlun og siglingar. Út af beiðni dönsku stjórn arinnar um viðurkenningu danskra yfirráða yfir öllu Grænlandi, svaraði brezka utanríkisráðherrann þ. 19. maí 1920: „Ég er sannfærð- ur um, að danska stjórnin muni eiga hægt með að skilja, að hin landfræöilega lega Grænlands gerir það að stórmáli fyrir brezka heims veldið sem heild, og sérstak- lega fyrir Kanada, hver á það....“. Þetta var víst ekki ofmælt þá, hvað þá nú. Frá eyjunum norður af Kanada er eitt sinn hétu „ís lands eyjar“ ganga steinolíu jarðlög yfir á norðvestur- horn Grænlands. Þarna er því steinolía í jörðu á Græn- landi. í Umanak-flóanum á ca. 71.-72.° n. br. eru heil fjöll og eyjar úr allavega lit um marmara, og segir séra ívar Bárðarson ráösmaður í Göröum frá þessu um 1360. Á Eisunesi á ca. 70.—71.° n. br. sunnan við Umanakfló- ann, eru mikil steinkolalög. Kolalög þessi eru upp í 2 y2 meter á þykt. (prófessor Böggild í Grænland III, bls. 398) eða meira. Um hita- gildi og gæði þessara kola segir H. B. Krencheld skrif- stofustjóri: „Gæði kolanna er hér um bil hin sömu og venjulegra Newcastle-kola. Hitagildi þeirra er ca. 6400 hitaeiningar og askan er sáralítil (Bogen De danske Atlanterhavsöer III, 528). Efnarannsókn er gerð var hér í háskólanum á gæðum nokkurra sýnishorna af þess um kolum, teknum af handa hófi í lítilli skímu í véla- rúmi gufuskips, leiddi í ljós, að notagildi hitaeininga þeirra væri um 5400 hitaein ingar. Þau voru næstum al- veg laus við brennistein, og askan var sárlítið létt, hvítt duft. „Yfirleitt virðast kolin ágætist eldsneyti, og eru á- reiðanlega eins góð og skosk kol“, segir rannsóknarstof- an. Þótt þetta séu fullkom- in steinkol (ekki brúnkol), eru þau þó til orðin úr pálma skógum, og eru ákaflega feit. Einhverntíma fyrir 1937 sótti brezkt syndikat með 100 millj. kr. byrjunarfé um leyfi til að vinna úr þeim benzín, en Danir neituðu. í sambandi við þessi kolalög eru lög af rauðum járnsteini með 38—48% af járni í. Kolalög þessi ná norður á sunnanverða Króksfjarðar- flóann og suður á Bjarney heiði norðan við Umanak- og Ritenbenk-eyna og taka þannig yfir um það bil 2 y2° frá norðri til suðurs. Á’Eisu- nesi hefir einnig fundist steinolía í jörðu á svæði á stærð við Sjáland (Social- demokraten 15. sept 1947). Ýtarlegri greinargerð um þessi kol er í bæklingnum: „Grænland á krossgötum“, (Rvík 1947) bls. 56—63. Á svæðinu frá Mjernivik og suður að Nanortalík á vesturströndinni hafa auk kola og marmra verið starf- ræktar grafit, asbest og kop- arnámur. Grafitið og asbest ið er eitthvert það bezta i heimi. Kryolitnáman við Ivigutut í Miðfjörðum mun nú að lídinkum gefa dönsku stjórninni á 2. tug milljóna danskra króna netto í ríkis- j sjóð auk þess, sem Æresunds fabrikkerne í Kaupmanna- höfn, er hreinsa þann helm ing Kryolitsins, sem fer til Danmerkur, eru orðnar eitt- hvert arðbærasta stóriðjufyr Ártæki í Danmörku, og hefir útbú eða söluumboð út um allan heim. | Gullnámur og silfurnám- ur, sem áreiðanleg forn skjöl segja, að Grænlandsverzlun- in hafi flutt frá Grænlindi fyrir 1500 kunna að hafa ver ið hreinir málmar frá Mið- Ameríku, þótt svona sé orð- að. En í Grænlandslýsingu séra ívars Bárðarsonar ráðs manns i Görðum, gerðri ca. 1360, segir svo: „Item uti Grönland ehr noch Söllf- bjerrig“. Hér getur ekki ver- ið um annað að ræða en niikla eða miklar silfurnám ur á Grænlandi sjálfu. En séra ívar, sá sannorði heið- ursmaður, gerði því ekki skóna að svo kynni aö fara, 1 að fáir yrðu til nákvæmra frásagna um það, hvar þess- ar miklu silfurnámur væru. En að minnsta kosti ein slík náma hefir verið í Eystri- byggð og það varla langt frá Görðum, því í rústum gam- als Eskimóakofa og berg- sprungu skammt þar frá fannst á fyrri öld heilmikið af lausum, hreinuxn og ó- bræddum silfurkristöllum. Mest af þessu silfri virðist flest hafa horfið út í veður og vind. En það, sem ég sá af því í Minerallogisk Mus- j eum í Kaupmannahöfn, hafði Eskimóinn hamrað flatt, til þess að gera úr því eggjárn eða örvarodda. Eski ■móinn hlýtur að hafa fundið jþessa skrítnu „steina“ úr jhreinu silfri í veiðiferð, má ske í lækjarfarvegi. En í j veiðiferðir fara Elskimóar ,ekki mjög langt. Ætti þessi náma því að verða auðfund- in við vísindalega málmleit. Öll Eystribyggð er sundur- klofin af ótal „göngum“, en í slíkum fyltum sprungum í frumfjallið eru oft þungir málmar og önnur efni, er þrýsts hafa upp í sprung- urnar aö neðan. Framhald. Alexander Guðbjartsson frá Hjarð arfelli hefir kvatt sér hljóðs og ræðir um dagskrá útvarpsins: „I»ar sem það var nú talinn sjálf- sagður og góður siður, að taka þátt í umræðum þeim, er fram fóru í baðstofunni hér áður fyrr, þá lang- ar mig nú til að, leggja hér orð i belg. Er mér þá efst í huga að minnast lítilsháttar á kvölddagskrá útvarps- ins, því að það má með sanni segja, að kvölddagskrá útvarpsins ætti að vera og er nú að ýmsu leyti það, sem við hér í fábreytileik sveitalífs- ins teljum útvarpinu einna mest til gildis. En svo er þaö annað mál, hvað okkur finnst um störf útvarps ráðs og útvarpsstjóra um val dag- skrárefnis og niðurröðun þess. Er mér þá einkum i huga kvölddagskrá in þessar vikurnar. Passíusálmarnir voru sungnir og lesnir á meðal íslenzku þjóðarinnar öld eftir öld og þó ævinlega í lok kvöldvökunnar og með þeim var oft líka lesin góð hugvekja um svip- að efni, — en ekki „Salka Valka“ með því orðbragði, sem henni fylg- ir, — sem mér finnst, og mörgum öðrum góðum og gegnum mönnum hér um slóðir, að ætti að banna að lesa á eftir Passiusálmunum. Enda ættu Passíusálmarnir ævinlega að vera seinasti liöur dagskrárinnar þann tíma, sem þeir eru lesnir, en útvarpssagan alla jafnan fyrr að kvöldinu. Hvað viðkemur lestri „Sölku Völku“ þá finnst mér ég tæplega skilja samræmi það, sem að sjálf- sögðu ætti að vera hjá ríkisútvarp- inu og menntamálaráðuneytinu um málvöndun og varðveizlu tungunn- ar, þar sem fyrrv. menntamálaráð- herra, Björn Ólafsson, fyrirskipaöi á s. 1. hausti að í öllum barnaskól- um landsins skyldi á yfirstandandi skólaári vera hafðir 3 sérstakir móðurmálsdagar. Þá daga skal móð urmálinu algerlega vera helguð öji kennsla. Þessi fyrirskipun menntá málaráðherra á náttúrulega að vera gerð til þess að reyna að hlaða upp í þau skörð, er vera kunna í kennslu móðurmálsins og einnig til þess að verjast utanaðkomandi skaðræðis- áhriíum á tunguna. Þetta má nú vera allt gottog blegs að hjá menntamálaráðherra. En hvað er þá um hlut útvarpsins 1 verndun íslenzkunnar? Er það lest- ur „Sölku Völku“? Fáfróður spyr. — Ég heyri ekki betur en höfundur safni þar saman ýnisu þvi, sem mér finnst lítið erindi eiga til upp vaxandi æsku þjóðarinnar hvað mál fegrun viðkemur, þar sem hrúgað er saman örgustu blótsyrðum, sóða- legu klámi og alls konar latmælum. Kiljan er sem kunnugt er, það þekkt ur rithöfundur og dáður af mörg- um, að búast má við því, að börn og unglingar, sem hlýða á sögulest ur hans, telji, að hér sé á ferðinni svo eftirbreytnilegur frásagnarstíll, talshættir og orðaval, að önnur fyr irmynd sé vart betri. Útvarpið, sem af mörgum er talin ein veglegasta menntastofnun þjóð- arinnar, sem hún og líka gæti verið, ef vel væri á haldið í öllu, — flytur nú þetta jafnhliða því, sem mennta málaráöherra gefur út skipun um aukna móðurmálskennslu í öllum barnaskólum landsins. Mér finnst nú þetta hjá útvarpinu ekki vera sá andi, sem ætti að ríkja í því að kenna æsku þjóðarinnar að bera viröingu fyrir sínu stílhreina og hreimfagra máli. Þakka ég þér svo, Starkaður minn, fyrir, að fá að leggja hér orð í belg og vertu blessaður og sæll“. Alexander Guðbjartsson hefir lok ið máli sínu. Starkaður. Aðstoðarlæknisstaða Staða II. aðstoðarlæknis við lyflæknisdeild Land- spítalans er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launa- lögum eru á ári kr. 31.050,00 auk verölagsuppbótar. Umsóknir um stöðuna sendist fyrir 15. apríl næst- komandi til stjórnarnefndar rikisspítalanna, Ingólfs- stræti 12. Skrifstofa ríJklsspítalaima. wwwwwftwyvwwwwwvwwwwwww í Ollum þeim mörgu, sem glöddu mig á sjötugsafmæli mínu með hlýjum vinarkveðjum, blómum og gjöfum, ^ bið ég nú blaðið að færa mínar hjartans beztu þakkir. Ásdís Sigurðardóttir frá Miklaholti. VAVA'.V.V.VAVA,.V.V,V.VVAV.VA%'AV^%W.V.,.W AW.'.V.V.V.'.V.V.V.V.V.'.V.V.V.V.VV.V.V.VV.V.V.V.* j: , Í ;1 tbúar ReyUhólulœknishéra&s í í Kæru vinir. Við viljum með fátæklegum orðum færa ^ ykkur hjartans þakklæti fyrir hina rausnarlegu og í* kærkomnu gjöf, er okkur barst nýlega. — Megi andi I; höfðingslundar ykkar vera snar þáttur í fari íbúa byggðanna fögru við Breiðafjörð um alla framtíð. Wi innincfarópfö Selma Kaldalóns, Jón Gunnlaugsson. Bezt að auglýsa í TÍMANUM iwiBHiiiiiiiwiroiiiiiiiiiiiiiiiiiiroiiiiBiiiiiiiiiiamiiiiiiiOTinffltiiC

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.