Tíminn - 23.03.1954, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.03.1954, Blaðsíða 7
68. blað. TÍMINN, þriSjudaginn 23. marz 1954. Frá hafi til heiba Hvar eru skipin Sambandsskip. Hvassafell fór frá Norðfirði 18. þ. m. áleiðis til Bremen. Arnarfell fór frá Hafnarfirði 21. þ. m. áleiðis til Gdansk. Jökulfell kom til Reykja víkur í gær frá New York, fer vænt anlega til Vestmannaeyja í kvöld. Dísarfell fer frá Vestmannaeyjum í dag áleiðis til Bremen og Rott- erdam. Bláfell er í Aberdeen. Litla- fell fór frá Reykjavík 21. þ. m. vest ur um land í hringferð til Patreks- fjarðar, Súganc^afjarðar, Hóim:i- víkur, Hofsós og Akureyrar. Ríkisskip. Hekla fór frá Akureyri síðdegis í gær á austurleið. Esja kom til Reykjavíkur í gærkvöld að vestan úr hringferð. Herðubreið er á leið frá Austfjörðum til Reykjavikur. Skjaldbreið er í Reykjavík. Þyrill var á Skagafirði síðdegis í gær á austurleið. Baldur fór frá Reykja- vík í gærkvöld til Búðardals. Eimskip. Brúarfoss fer frá Reykjavík kl. 20., í kvöld 22.3. austur og norður um land. Dettifoss fór frá Reykja- vík 22.3. til Keflavíkur og Akraness. Fjallfoss fór frá Vestmannaeyjum 21.3. til Belfast og Hamborgar. Goðafoss fer írá Stykkishólmi í dag 22.3. til Akraness og Vestm,- eyja. Gullfoss fer frá Kaupmanna- höfn í dag 22.3. til Leith og Reykja víkur. Lagarfoss er í Ventspils, fer þaðan til Reykjavikur. Reykjafoss fer frá Antwerpen í kvöld 22.3. til Rotterdam, Hull og Reykjavíkur. Selfoss íór frá Reykjavík 17.3. til Graverna, Lysekil og Gautaborg- ar. Tröllafoss kom til New York 12.3., fer þaðan til Reykjavíkur. Tungufoss fór frá Santos 16.3. til Recife og Reykjavíkur. Hanne Skou fór frá Gautaborg 19.3. til Reykja- víkur. Katla fór frá Hamborg 19.3. til Reykjavikur. Drangajökull fór frá Hamborg 20.3. til Akureyrar. Ur ýmsum áttum 1065 kr. fyrir 11 rétta. Bezti árarigur í 11. leikviku var 11 réttir, sem komu fyrir á einfaldri röð. Var Vinningurinn fyrir hana 1065 kr. Næstu 2 vinningar voru 660 kr. og 724 kr. fyrir 10 rétta. Vinningar skiptust þannig. 1. vinningur 1032 kr. fyrir 11 rétta (1). 2. vinningur 532 kr. fyrir 10 rétta (2). 3. vinningur 32 kr. fyrir 9 rétta (33). Vinningar í getraununum. 1. vinningur 1065 kr. fyrir 11 rétta (1). 2. vinningur 532 kr. fyrir 10 rétta (2). 3. viningur 32 kr. fyrir 9 rétta (33). 1. vinningur: 2558. 2. vinningur: 1296 (1.10., 6.9.) 2508 (1.10., 4.9.) 3. vinningur: 66, 1002, 1299, 1448, 1452, 2302 (4.9.), 2741, 2746, 2855 (2.9.), 2944 (2.9.), 3249, 3328, 3331, 3552, 3555, 5107, 5273, 5688. Jarðarför Soffíu Skúladóttur, húsfreyju að Kiðjabergi í Grímsnesi fer fram í dag frá Stóru-Borg í Grímsnesi. Valur. Knattspyrnuæfing meistara- og 1. flokks að Hliðarenda í kvöld kl. 8. Fundur með knattspyrnunefnd- inni eftir æfinguna. Kurr. . . (Framhald al 8. síðu.) kafla um söfnun peningra í skálarnar, „um það leyti, sem ferðum er að ljúka“ fel ist nokkur aðdróttun í garð alirar stéttarinnar, og þykir hart að una því. Er töluverð- ur kurr meðal vagnstjóra af þessu og fleiri atriðum bréfs ins, og munu þeir ræða málið á fundi. Hefir jafnvel komið til orða meðal þeirra, að krefjast rannsóknar á atrið um þeim, sem bréfið getur, Erlendar fréttir í fánm orðum □ Brezka stjórnin hefir undan- farið látið framkvæma rann- sóknir á því, hvaða vörnum verði helzt beitt gegn sýklahern aði í styrjöld. Fara rannsóknir þessar fram á vesturströnd Skot lands. Ekkert er látið uppi um árangur. □ Yfirmenn flugflota Atlantshafs ríkjanna komu saman til fund- ar í París í gær. Upplýst var á fundinum, aö einungis her- flugvélar Breta og Bandaríkja- manna verði útbúnar með kjarnorkusprengjum og öðrum kjarnorkuvopnum. Bækistöðv- ar þessara flugvéla verða í N.- Afríku og Bretlandi. □ Eden sagði brezka þinginu í gær að tillögur Molotovs um varn- arbandalag Evrópu, sem hann lagði fram í Berlín, hefði þann eina tilgang að eyðileggja At- lantsafsbandalagið og sundra samvinnu Bandaríkjamanna og Vestur-Evrópuríkjanna. [] Réttarhöldum í hneykslismálinu út af dauða Maríu Montesi, var frestað í gær vegna þeirra nýju viðhorfa, sem skapazt hafa við ákæru Maríu Gaglio, þar sem hún ákærir Piero Picc- ione fyrir morðið á Montesi. □ Indonesia og Noregur hafa gert með sér viðskiptasamning. Indó nesiumenn kaupa af Norðmönn [ um fyrir 42 milljónir króna, en Norðmenn fá frá þeim vörur fyrir 20 milljónir norskra króna. □ Yfirmaður franska herforingja- ráðsins ræddi í gær við Eisen- hower um hið alvarlega ástand í Indó-Kína. Síðar var til- kynnt, að Bandaríkjamenn myndu fúsir að leggja Frökkum til fleiri flugvélar en þeir hafa hingað til falazt eftir. Stjómmáflayfirlýsing Eru samningar um Saar strandaðir ? París, 22. marz. ■— Fréttarit- arar hafa þaö eftir góðum heimildum í París, að samn- ingaviðræður Frakka og Vest ur-Þjóðverja um 'framtíð Saar-héraðsins hafi strand- að, en viðræður þessar hóf- ust fyrir hálfum mánuði síð- j an. Orsökin er sögð sú, að Þjóðverjar krefjast sömu réttinda á viðskipta- og fjár-j málasviðinu í Saar og Frakk ar njóta þar nú. En þetta' vilja Frakkar með engu móti fallast á. Er talið víst, að viðræður þessar verði ekki teknar upp á ný, fyrr en þeir 'Adenauer og Bidault hafa hitzt aftur, en viðræðurnar | hófust eftir fund þeirra í byrj un mánaðarins. iiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiniiii = * .2 I Olafur Jensson | 1 — Verkfræðiskrifstofa — | | Þinghólsbraut 47, | Kópavogi — Sími 82652 [ riiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiniiiiiiiiiH (Framhald af 5. síðu.) með því að vinna að þeim sjálfir, en frestað verði bygg- ingu húsa með stórum íbúðum, enda verði um það séð af hálfu stjórnarvaida ríkisins, að afskipti þess af hús- næðismálum miði aö sama marki. — Jafnframt lýsir miðstjórnin sig fylgjandi frumvarpi því til húsaleigu- laga, er nú liggur fyrir Alþingi. Verinhin sparifjárins. Miðstjórnin lítur svo á, að stöðugt verðlag og peninga- gildi innanlands sé annað frumskilyrði þess, að spari- fjársöfnun geti farið vaxandi og hægt sé að sinna á viðunandi hátt eftirspurn eftir lánsfé til framkvæmda og rekstrar atvinnuveganna. Telur hún, að réttmætt sé að gera tilraun til að verðtryggja sparifé í þessu skyni, enda sé það þá bundið hæfilegan tíma í einhverjum af lánsstofnunum þjóðarinnar. Er þá jafnframt mikið undir því komið, að tryggt sé sannvirði framleiðslu og vinnu. U tanr íkismálin. Miðstjórnin væntir þess, að forysta sú í utanríkis- málum, er Framsóknarflokkurinn hefir tekið í sínar hendur, greiði fyrir því, að koma fram breytingum á framkvæmd varnarsáttmálans til samræmis við ályktanir síðasta flokksþings. Það er skoðun miðstjórnarinnar, að hættulegt sé að hafa landið óvarið meðan ekki hefir tekizt að ráða bót á öryggisieysi því, er enn ríkir í al- þjóðamálum. Hins vegar leggur hún áherzlu á, að Alþingi og ríkisstjórn hafi jafnan hliðsjón af breytingum, er verða kunna í þessum málum, og sjái svo um, að erlent varnarlið dvelji ekki lengur hér á landi en nauðsyn ber til. Miðstjórnin vill brýna það fyrir þjóðinni, að sambúð við erlent varnarlið er eins og reynslan sýnir mjög vandasöm og að áhrif stórframkvæmda í varnármálum geta haft óheppileg áhrif á atvinnulíf landsmanna, nema aðgæzia sé viðhöfð. Þjóðin hefir hér af öryggisástæðum tekizt á hendur mikinn vanda, sem fyrirsjáanlegt var, að erfitt hlyti að verða að leysa, en þó fært, ef með festu er að því unnið og gagnkvæmur skilningur ríkir hjá þeim aðilum, er í hlut eiga. Telur miðstjórnin vel farið, enda óhjákvæmilegt, að teknir hafa verið upp nýir samningar við Bandaríkin um þessi mál, og telur, að það verði að sýna sig í þessum samningum, hvort vörn landsins reynist framkvæmanleg á þann hátt, sem til hefir verið stofnað. ; ampep w BafUffiHr — Tí8f«r*w Raftelknlnfas Þingholtwtrætl II Blmi 81556 til þess að hreinsa sig af að- dróttunum þessum. Bæjaryfirvöldin smeyk. Þá munu bæjaryfirvöldin vera orði nallsmeyk um þró- un þessa máls og telja, að forstjórinn hafi gengið feti of langt í bréfi sínu, og eru farin að reyna að finna ráð til að miðla málum. Vagn- stjórarnir munu hafa fullan hug á að fyigja málinu eftir. ísl. stúdentar í Höfn hlynntir dönsku tillögunum Félag íslenzkra stúdenta í Kaupmannaliöfn hélt fund miðvikudaginn 17. marz 1954 um tillögur dönsku stjórnarinnar í handritamál- inu. Á þeim fundi báru þeir Stefán Karlsson, stud. mag., og Ólafur Halldórsson cand. mag., fram eftirfarandi til- lögu til ályktunar: „Fundur haldinn í Félagi íslenzkra stúdent.a í Kaup- mannahöfn miðvikudaginn 17. marz 1954, lýsir undrun sinni á því, að Alþingi íslend inga og ríkisstjórn skyldu vísa tillögum dönsku stjórn- arinnar um lausn handrita- málsins svo skjótlega á bug að lítt rannsökuðu máli. Fundurinn telur að hlut- skipti íslenzkra fræða og Há- skóla íslands hefði batnað til svo stórra muna ef tillög- urnar hefðu náð fram að ganga að á það hefði borið að líta. Fundurinn fær ekki betur séð en að þessi afstaða stjórn arvaldanna hafi komið mál- inu í það öngþveiti, sem ó- víst er hvernig ráðið verður fram úr. Jafnframt telur fundurinn mikla nauðsyn að Alþingi og ríkisstjórn undirbúi næsta stig málsins með því að veita nú þegar fé til að koma upp stofnun til rannsókna og út- IVýr bíll (Framhald af 8. BfSu.) Vélin er á milli fram- og aft urhjólla undir gólfinu. Há- marksþungi vagnsins er fjór tán smálestir fullhlaðinn. VÖTiduð yfirbygging. Bílasmiðjan hefir byggt yf ir þennan vagn. Er yfirbygg- ingin mjög vönduð. Uppistöð ur eru járnslegin trégrind, sem kla:dd er aluminium. — Bifreiðastjóri er lokaður frá farþegum með skilrúmi úr plexigleri. Aftast í vagninum eru stæði fyrir farþega. Tvær útgöngudyr eru á vagninum og þar sem bifreiðarstj órinn er lokaður af, þá er hátalari í vagninum, en farþegar hringja bjöllu, ef þeir vilja fara út. Plexigler er í öllum gluggum og einnig í skilrúm um inni í vagninum. Blikksmiðjan GLÓFÁXI [hRAUNTEIG 14. S/MI 7236.1 > ( Kyndiíl ( Smíðum okkar viður-1 Ikenndu sjálftrekks-mið-1 | stöðvarkatla, einnig katla | | tyrir sjálfvirk kynditæki. | Sími 82778. : Suðurlandsbraut 110. § ___________________________________1 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiHUia Togariim (Framhald af 1. sítiu.) Hélt sig kominn að hafnarmynninu. Togarinn, sem heitir Brun- ham frá Hull hefir einkenn- isstafina H39, byggður 1934. Mun skipstjóri hafa álitið, að hann væri kominn að hafn- armynninu í Reykjavík. gáfu á íslenzkum handritum og tryggi henni nægileg fjár ráð þegar fram líða stundir..“ Tillaga þessi var samþykkt með 29. atkvæðum gegn 2. (Frétt frá ríkisstjórninni). SKiPAUTGeRD RIKISINS „Herðubreiö" austur um land til Bakka- fjarðar hinn 27. þ. m. Tekið á móti flutningi til Horna- fjarðar, Djúpavogs, Breiðdals- víkur, Stöðvarfjarðar, Fá- skrúðsf j arðar, Mjóafjarðar, Borgarfjarðar, Vopnafjarðar og Bakkafjarðar í dag og á' morgun. Farseðlar seldir á föstudag. „HEKLA" vestur um land í hringferð hinn 29. þ. m. Tekið á móti flutningi til áætlunarhafna vestan Þórshafnar í dag og á morgun. Farseðlar seldir ár- degis á laugardag. •iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiniiiitHi 3 I Unglingsstúlka I óskast til léttra skrifstofu- Istarfa frá 1. apríl. — Um- I sókn er tilgreini aldur, | heimilisfang og síma send- I ist afgreiðslu blaðsins fyrir | föstudag merkt 16. iiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiniiiiiiiiiiHintiiiiiiitniniHiiiniiMi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.