Tíminn - 21.05.1954, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.05.1954, Blaðsíða 5
113. hlað. TÍMINN, föstudagimi 21. maj 1954. 5 Föstud. 21. nifflí Hvað táknar Jiögn Morgunblaðsins um Flugvallarblaðið? í fyrradag var bent á það hér í blaðinu, að forvígis- menn Sjálfstæðisflokksins stæðu nú raunverulega í sömu sporunum og forvígis- menn republikana í Banda- ríkjunum. Þeir ættu nú um það að velja, hvort þeir ættu að taka MacCarthyismann undir verndarvæng sinn eða hvort þeir ættu að afneita honum. Þessari spurningu komast forvígismenn sjálfstæðisfl., ekki hjá að svara, eins og málum er nú komi'ð. Þess vegna hlýtur það að vekja nndrun, að Mbl. skuli víkja sér undan því í gær að birta þetta svar tafarlaust, heldur, reyna að þegja sem vendi- j legast um þetta alvarlega mál. | Málavextir eru • í stuttu máli þessir: Á Keflavíkurflugvelli hefir um skeið verið gefið út sér- stakt blað að tilhlutan nokk- urra Heimdellinga, Flug- vallarblaðið. Það hefir stöð- ugt verið að færast meira og meira í það horf að túlka málin eftir kokkabókum Mac- Carthys. Árásum sínum hefir það beint gegn Framsókn- arflokknum og utanríkisráð- herranum, dr. Kristni Guð- mundssyni. Hámarki sínu náðu þessar árásir í seinasta tölublaðinu, er kom út á' mánudaginn var, en þá var það m. a. ótvírætt gefið í [ skyn, að dr. Kristinn væri þjónn rússneskra kommún-1 ista og greiddi fyrir því, að þeir gætu látið stunda njósn ir á Keflavíkurflugvelli. Þess ar furðulegu ásakanir eru í; fullu samræmi við þann málj flutning MacCarthys, að Tru man, Acheson og aðrir ráða-| menn demokrata hafi verið þjónar Rússa. í því sama tölublaði Flug- vallarblaðsins, sem birtir þessar sóðalegu ásakanir, er því svo berum orðum yfir- lýst, að blaðið fylgi stefnu Sjálfstæðisflckksins í varn- armálunum og túlki afstöðu hans. Til frekari áherzlu því er nýr ritstjóri skráður að blaðinu, Haraldur Hjálmars- son, sem er kunnur kosninga smali Sjálfstæðisflokksins hér úr bænum, en tekur laun sín hjá Sameinuðum verk- tökum á Keflavíkurvelli. Með þessu eru tengsli blaðs- ins við Sjálfstæðisflokkinn enn betur áréttuð en á með- an starfsmaður varnarliðs- ins, Hilmar Biering, var rit- stjóri þess. Þegar þögn Mbl. bætist svo við þetta allt, verður vissulega ekki hjá þeirri hugsuii komizt, áð einhverjir leyniþræðir liggi á milli for- [ kólfa Sjálfstæöisflokksins og' Fttugvallarblaðsins. Þó hafa forvígismenn Sjálfstæðis-1 flokksins enn tækifæri til að Jeiörétta það og afstýra öll- j um miskilningi í því sam- bandi.: Það er víst, að þjóðin usk-' ar nánari upplýsinga um' þessi mál en þegar liggja fvr- RRLENT YFIRLIT: Bylting í Paraguay Eitt sérstæðasta ríkt Suður-Aiiieríku, scm á orðið mjög viðbarðaríka sögu. Fyrstu viku þessa .mánaðar var gerð stjórnarbylting í einu af lýð- veldum Suður-Ameríku, Paraguay. Byltingin var eins og venja er þar í iandi, gerð af nokkrum hluta | hersins undir forustu þýzkættaðs hershöfðingja, Stroessner að nafni, j sem nú er talinn hinn raunverulegi einræðisherra landsins. Hann lét ^ þó annan mann hljóta forsetatitil- inn. Ósennilegt þykir, að byltingin breyti nokkru að ráði um stjórnar- , hætti landsins, því að sami flokkur , stendur að nýja forsetanum og fyrir rennara hans, svo að byltingin hef ir bersýnilega stafað af persónuleg : um ástæðum en ekki málefnaleg-1 um. Þessi flokkur er íhaldsflokkur i landsins, sem kallar sig Rauða! flokkinn, en frjálslyndi flokkurinn, sem er í stjórnarandstöðu og verð ur að mestu leyti að starfa leyni- lega, kallar sig Bláa flokkinn. Það þykir a. m. k. víst, að stjórn- arbyltingunni muni fylgja litlar breytingar í innanlandsmálum, en útilokað er ekki, að hún kunni að hafa einhverja breytingu í för með , sér út á við. Fráfarandi forseti var . mjög hliðhollur Argentínu, en Per- ' on forseti hefir mjög reynt að treysta yfirráð Argentínumanna í Paraguay. Óvíst er enn, hvort af- 1 staða hinnar nýju stjórnar er hin sama og fyrirrennara liennar í'þess um efnum. Ríki Jesúíta í meira en öld. Paraguay er það land í Suður- Ameríku, þar sem menning og at- vinnuhættir eru enn einna mest á miðaldastigi og á lega þess vafa- laust mikinn þátt í því. Það hefir hvergi aðgang að sjó og er um- kringt afskekktustu héruðum Argen tínu, Bolivíu og Brazilíu á alla vegu. Paraguay á hins vegar að baki sér öllu lengri og ævintýralegri sögu en flest önnur ríki Suður-Ameríku. j Strax eftir 1500 byrjuðu Spán- verjar að sigla upp eftir fljótunum Paraná og Paraguay, sem enn í dag eru eins og helztu tengiliðir landsins við umheiminn. Árið 1536 grund- völluðu Spánverjar Asuncion, er síð an hefir verið höfuðborg Paraguay. Skömmu síðar var skipaður þar spánskur landstjóri. Um aldamótin 1600 byrjuðu Jesúítar að koma til Paraguay og unnu þeir sér brátt hylli hinna innfæddu íbúa. Þetta ieiddi til átaka milli spánskra stjórn arvalda og Jesúíta og báru þeir síð arnefndu sigur úr býtum. Niður- staðan varð sú, að Paraguay varð sjálfstæit ríki, er að nafninu til heyrði undir spönsku krúnuna, en Jesúítar eða kirkjuyfirvöldin fóru raunverulega með stjórnina. Stjórn Jesúíta varð að ýmsu til fyrir- j myndar og bjó öllu betur að þeim [ innfæddu en annars staðar við ' gekkst í Suður-Ameríku um þessar mundir. Svo kom líka, að Spán- vei'jar töldu þessa stjórn Jesúíta! sér óhagstæða og hófu því að of- j sækja þá. Árið 1768 gerðu Spán-1 verjar Jesúíta útlæga frá öllum þeim löndum Suður-Ameríku, sem þeir réðu yfir. Jesúitar voru þá búnir að stjórna Paraguay í meira en öid. Helmingur þjóöarinnar féll. Spánverjum tókst aldrei fullkom lega að ná völdum í Paraguay aft- ur. Árið 1814 tókst einum af hers- höfðingjum Paraguay-manna, Fran cia, að hrekja spönsku stjórnarvöld in til fulls úr landinu og stofnaði hann s.ðan lýðveldið Paraguay, sem á því 140 ára afmæli á þessu ári. Francia var harðstjóri mikill og stjórn hans persónulegt einræöi. Til þess að treysta aðstöðu sína, lagði hann klaustrin niður og bannaði nær öll afskipti við önnur iönd. Paraguay mátti heita lokað land í stjórnartíð hans. Þegar hann fétl frá 1840, varð einn frændi hans, Antonio Lopez, forseti landsins, og stjórnaði því til dauðadags 1862. Hann var framsýnn stjórnandi, sem kom fram ýmsum umbótum, en hlúði jafnframt að eigin lrag. M. a. annaðist hann sjálfur alla. utan- ríkisverzlun landsins. Sonur hans, Salomo Lopez, varð forseti eítir hann. Hann átti írska ástmey, Ellu Lynch, sem lét sig dreyma stóra drauma unr stórt keisaradæmi í Suður-Ameríku undir forustu Para- guay. Af því hlauzt það, að Para- guay lenti í styrjöld samtímis við Braziliú, Argentínu og Uraguay. Þótt ótrúlegt sé, stóð Paragauay sig oftast betur en andstæðingarnir í þessari viðureign, unz Lopez- féll í einum bardaganum 1870. Þá var styrjöldin búin að standa í sex ár. Næsta ár gafst Paraguay upp, missti nokkuð af landi til Brazilíu og var hersetið í fimm ár. Svo dýrkeypt varð þessi styrjöld þjóðinni, að á sjö árum lækkaði íbúatalan úr einni milljón niður fyrir hálfa milljón og sumar heimildir herma, að ekki hafi verið eftir nema 28 þús. vinnu- færir karlmenn í landinu, þegar styrjöldinni lauk. Enn er líka talað um þessa styrjöld í Paraguay, eins og henni sé alvég njlokið. Styrjöldin um „græna helvítið“. Eftir þessa styrjöld fékk Paraguay lýðræðislega stjórnarskrá og írið- samlegir tímar ríktu í landinu í háífa öld. Að vísu urðu einar 8 stjórnarbyltingar í landinu á þess- um tíma, en þær fóru flestar fram án teljandi blóðsúthellinga. Á.ið 1932 hófst svo landamæraþrætan við Bolivíu um Gran Chaco, sem stundum hefir gengiö undir n’afn- | inu „græna helvítið". Hér er nánast sagt um óbyggilegt landsvæði að ræða, sem er að miklu leyti flóar og fen, en kann að hafa einhver ( námuauðæfi að geyma, en óvíst er þó um það, þar sem land- | svæði þetta má heita órannsakað ' með öllu. Boliviumenn hugðust að leysa þessa deilu með vopnavaldi, enda höfðu þeir talsverðan her, en Paraguaymenn nær engan. Þeir STROSSNER brugðust hins vegar fljótt við og segja má, að raunverulega hafi þeir orðið sigurvegararnir. Þeir þoldu miklu betur þann eyðimerkurhern- að, sem hér var um að ræða. Styrj- ö’din stóð í þrjú ár og er mannfall- ið talið um 135 þús., svo að þetta er ein mesta styrjöldin í sögu Suður Ameríku. Árið 1935 fengu Banda- ríkin og ýms ríki Suður-Ameríku því til vegar komið, að reynt yrði að ná sáttum og vopnahlé látið haldast á meöan. Samningar tóku þrjú ár. Gerð voru ekki færri en 65 samningsuppköst. Að lokum tókst samkomulag á þeim grundvelli, að Paraguay fékk næstum allt Gran Chaco-svæðið eða um 240 þús. fer- km. lands, en Bolivía fékk í stað- inn landræmu, sem liggur að Para- göay-fljótinu, en áður hafði Bolivía ' ekkí aðgang að neinni siglingaleið, | er náði til sjávar. Á Gran Chaco svæðinu eru nú talöir um 50 þús. íbúar og má vel ráða aí því, hve óbyggilegt þaö er. Þjóð og land. Þegar Gran Chacc-svæðið er frá- talið, er flatarmál Paraguay talið um 1S0 þús. ferkm. og íbúatalan 1,2 milli. íbúarnir eru einkunr af . spönskum og indíönskum ættum. I Indíánar þeir, sem bjuggu í Para- | guay, þegar Spánverjar komu þang ] að, nefndust Guaranis. Sennilega! mest- fyrir tilverknað Jesúita var hvorki máli þeirra né menningu út- rýmt, eins og annars staðar átti sér stað í Suður-Ameríku, og eru því enn í dag töluð jöfnum hönd- um tvö tungumál í landinu, gur- anska og spánska, og hefir það fyrr- nefnda heldur unnið á í seinni tíð. Skólamenntun og bókaútgáfa hefir j aukizt verulega í Paraguay í seinni. tíð, en þó er mikill hluti ibúanna enn ólæs og óskrifandi. Menningin ! er enn að ýmsu leyti gamaldags og ] meginþorri almennings býr viö lé- (Framhald á 7. siöu). ir opinberlega. Það þarf t. d. að fá upplýst, hvort þeir starfsmenn varnarliðsins, er hafa verið við blaðið riðnir, hafa gert það í samráði við yfirmenn sína og jafnvel fyr- ir hvatningu þeirra. Ef um slíkt væri að ræða, væri það brot á því loforði, að herinn hefði ekki afskipti af sér- málum íslendinga. Hér skal ekkert fullyrt um þetta, unz nánari vitneskja er fengin, en það eitt sagt, að litið yrði á það sem hin alvarlegustu samningsbrot, ef nokkur slík afskipti sönnuðust á varnar l’ðið eða einstaka yfirmenn þess. Á sama hátt mun líka verða iitið á það hinum alvarleg- ustu augum, ef það sannast í sambandi við fækkun öryggisvarða hjá Hamilton- félagrnu, sem nú er að koma til framkvæmda, að hún sé framkvæmd eftir pólitískum litarhætti. Reynist það rétt, væri hér um óviðunandi póli tíska ihlutun hins erlenda verktaka að ræða og væri eina svarið við því að gjalda iíkum líkt og svipta þá er- lenda starfsmenn Hamilton- félUgsins, sem að slíku stæðu, atvinnuleyfi hér á landi. Að lokum skal svo aftur vikið að því, sem var upphaf þessa máls. Hvað ætla for- vígismenn Sjálfstæðisflokks- ins að gera í tilefni af Mac- Carthyismanum, sem er að skjóta rótum í flokknum og heffir Flugvariarbiaðið fyrir málgagn sitt? Ætla þeir að leggja yfir hann blessun sína með þögninni eða afneita honum? Þetta eru spurning- ar, sem þeir geta ekki komizt hjá að svara. * Armenningar í sýningarferðum Um seinustu helgi fóru fim- leikaflokkar Ármanns, karla og kvenna, í sýningarferð upp í Borgarfjörð í boði Umf. ís- lendings. Sýndu þeir á félags heimilinu Brún á laugardags kvöldið við mikla hrifningu áhorfenda. Form. ungmenna- félagsins, Haraldur Sigurjóns son, veitti flokknum hinar beztu móttökur, og kunna Ár- menningar honum og ung- mennafélaginu hinar beztu þakkir fyrir boðið. Um nótt- ina var gist á Hvanneyri og dvalizt framyfir hádegi á sunnudag í boði skólans. Róm uðu Ármenningar mjög mót- tökur þar. Frá Hvanneyri var haldið til Akraness og sýnt þar í Bíó höllinni, við góðar undirtekt- ir. Var Ármenningum boðið í sundhöilina á eftir sýning- unni, en síðan var haldið heim og þótti ferðin takast mjög vel. Um sömu helgi fór flokkur hnefaleika- og glímumanna úr félaginu austur að Selfossi og sýndi þar við ágætar und- irtektir. STÓRT OG SMATT: Arngrímur íærði og handritin Þegar tillögur dönsku stjórnarinnar í handritamál inu voru mest ræddar s. 1. vetur, var á það minnzt hér í blaðinu, að íslenzkur mað- ur hefði orðið til þess á önd- verðri 17. öld, að vekja at- hygli útlendra fræðimanna á handritunum og þannig orðið brautryðj andi þeirrar vísindastarfsemi, sem á þeim hefir verið byggð á seinni öldum. Sá maður var Arngrímur lærði. Nú nýlega hefir Jakob Benediktsson fræðimaður flutt tvö merki- leg erindi um Arngrím í út- varpinu. Var í erindum þess- um gerð grein fyrir ritum Arngríms, sem hann samdi á latínu um ísland og sögu ís- lendinga og bókmenntir, en þessi rit vöktu athygli lærðra útlendinga á landinu og þá alveg sérstaklega á hinum fornu handritum ís- lendinga og gildi þeirra. Eft ir þetta fóru erlendir menn og þá einkum Danir að sækj - ast eftir handritunum, hefst þá hing þunga „herleiðing“ þeirra úr landi, sem enn er eigi lokið. En íslendingar hafa stundum talið sér trú um, að þeir stæðu í þakkar- skuld fyrir þá herleiðingu, og að útlendingar hafi „upp- götvað“ handritin og forðað þeim frá glötun. f Fjölgun sveitasíma Um 1930 beitti Framsókn arflokkurinn sér fyrir því á Alþingi, að sett voru lög um einkasíma í sveitum. Hefir flokkurinn síðan látið síma- mál sveitanna mjög til sín taka. Flokksþingið 1950 ákvað að flokkurinn beitti sér fyrir því, „að hvert býli fái síma“, og á síðasta flokks þingi (1953) var - samþykkt svohljóðandi ályktun: „Flokksþingið leggur áherzlu á, að símalagning- um í sveitum verði hraðað svo sem unnt er, svo að öll byggð býli geti fengið síma sem allra fyrst“. — í seinni tíð hefir þróun þessara mála orðið sú, að landsíminn ann ast sjálfur lagningu og við- hald einkasímanna, en hver sá, er síma fær, greiöir að jafnaði 1000 kr. stofngjald, nema um mjög langa síma sé að ræða. Árlegt notkunar gjald fyrir hvern sveitasíma er nú 220—480 krónur, og fer upphæð gjaldsins eftir því hve lengi simstöðin er opin dag hvern. Nú er taliö, að sveitarsími sé á ca. 3850 jörðum, og munu símstöðvar í sveitum vera í þeirri tölu. Þess er að vænta, að allar þær jarðir, sem eftir eru, fái síma á næsta áratug, þar sem ekki eru sérstakar hindr anir af völdum náttúrunnar. Endurskoðiin tryggingalaganna Félagsmálaráðherrann, Steingrímur Steinþórsson, hefir nú ákveðið, að frarn skuli fara endurskoðun laga um almannatryggingar, og mun sú endurskoðun í þann veginn að hefjast. Hefir ráð- herrann mælt svo fyrir, að leitað verði umsagnar og til lagna hreppsnefnda og bæj- (Framhald ú 7. síðu>.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.