Tíminn - 05.11.1954, Page 2

Tíminn - 05.11.1954, Page 2
TIMINN, föstudaginn ö. nóvember 1954. 250. blað. Ríkasti maður í heimi ekur í ódýrum vagni og spilar póker IlaiiBt er óframfærism í fraiitkomn ©g vlll Iielzt ckkl lála taka af sér Ijósmyitdli* — Þeir tímar eru nú liðnir, þegar furstinn af Hyderabad var rikasti maður heimsins, enda þótt ekki sé beinlínis hægt að segia að hann berjist í bökkum með 50 millj. árstekjur og eignir sem nema S a.m.k. 15 milljörðum. Auðaefi furstans liafa samt farið minnkandi S síðan indverska stjórnin afnam forréttindi hans og Indiand varð j sjálfstætt, en sá sem nú skipar sess ríkasta manns veraldarinnar | er fyrrverandi skógarhöggsmaður frá Texas, cr hóf feril sinn sem olíuleitarmaður með fimmtíu doilara, er hann hafði fengið að iáni, í vasanum. Þessi maður, sem nú slær furstan af Hyderabad alveg út hvað auðæfi snertir, heitir Har- oldson Hunt, og á hverjum degi bætast 200 þúsundir dollara við hina tvo milljarða, sem fyrir eru í bankabókinni. Fremur óframfærinn. Hunt heyrir til þeirri mann- tegund, sem við köllum ófram- færna. Honum er mjög illa við alla auglýsingastarfsemi á verk- um hans, líður ekki vel í við- tölum við blaðamenn og vill helzt ekki láta taka af sér mynd- ir. Hann ekur bifreið sinni sjálf- ur, er meðlimur presbyteríönsku kirkjunnar og óvenju góður pókerspilari. í stjórnmálum er hann á bandi demókrata og álítur að stefna repúblikana sé of róttæk og hættuleg amerískum stjórn- málum. Þrátt fyrir það studdi hann Eisenhower við síðasta forsetakjör og segist muni gera það aftur næst, enda þótt hann sé honum ekki að öllu leyti sammála. í kaupmennsku og skógarhöggi. Hunt fæddist í fylkinu Illino- is 1889. Faðir hans var uppgjafa- hermaður úr Suðurríkjahernum og móðir hans dóttir herprests, sem var á vígvöllunum með Norðurríkjahernum í amerísku borgarastyrjöldinni. Hunt gekk Útvarpið Útvarpið í dag: Fastir liðir eins og venjulega. 20.30 Tónleikar. 21.10 Upplestur: Saga úr bókinni „Dagar mannsins" eftir Thor Vilhjálmsson (Höfundur les). 21.45 Hæstaréttarmál (Hákon Guð- mundsson hæstaréttarritari). • 22.10 Útvarpssagan: „Gull' eftir E. H. Kvaran; X. (Helgi Hjörv- ar.) 22.35 Dans- og dægurlög (plötur). 23.10 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: Fastir liðir eins og venjulega. 13.45 Heimilisþáttur (Frú Elsa Guð- jónsson). 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Foss inn“ eftir Þórunni Elfu Magn- úsdóttur; II. (Höfundur les). 18.30 Tómstundaþáttur barna- og unglinga (Jón Páisson). 18.50 Úr óperu- og hljómleikasal (plötur). 20.30 Samfelld dagskrá um þjóð- sögur. — Einar Ól. Sveinsson prófessor og Bjarni Vilhjálms son cand. mag. taka saman efnið og búa til útvarps. — Útvarpshljómsveitin leikur einnig íslenzk þjóðlög í útsetn ingu Karls Ó. Runóifssonar. 22.10 Dansiög (plötur). 24.00 Dagskrárlok. Arnað heilta Trúlofun. Síðast liðinn laugardag opinber- uðu trúlofun sina ungfrú Þorbjörg Jóhannesdóttir frá Gunnarsstöð- um, Þistilfirði, og Kristinn Skær- ingsson, Drangshlíð, Eyjafjöllum. _U í skóla í fimm og háift ár en vann síðan í kaupavinnu á bú- görðum og við skógarhögg víðs- vegar um Bandaríkin og Kan- ada. Þegar hann var 22 ára hafði hann sparað sér saman nægilegt fé til að festa kaup á bómullarplantekru í Arkansas. Fjórum árum síðar kvæntist hann og flutti búferlum til Tex- as. Hugur hans beindist fyrst að olíunni skömmu eftir fyrra stríð, og þá fékk hann lánaða peninga til þess að leita að olíu- lindum. Nú í dag á hann eitt stærsta olíufyrirtæki heimsins, olíulindir í 13 ríkjum Banda- ríkjanna og einnig í Kanada. Hunt á f jóra syni og tvær dæt- ur, og elsti sonur hans, Hassie, er nú af fullum krafti að koma sér á fót sínu eigin olíufyrirtæki og ætlar að keppa við föðurinn. Ræður aðeins reglufóik. Hunt er ekki bindindismaöur sjálfur en hefir þá ófrávíkjan- legu regíu að ráða ekki óreglu- samt fólk til vinnu við fyrir- tæki sitt. „Ég hefi ekkert á móti því að fólk fái sér glas af víni, en ég vil bara ekki hafa slíkt fólk í minni þjónustu. Ég vil ekki eiga það á hættu að starfs- fólk mitt ljósti upp um leyndar- mál fyrirtækisins í ölvímu“. Mikill fjármálamaður. Það þarf varla að taka það fram að Hunt hefir óvenjulega hæfileika á fjármálasviðinu, enda er það mönnum hulin ráð- gáta hvernig honum hefir tek- izt, með litið fé handa á milli í byrjun, að verða ríkasti maður heimsins. Sjálfur vill hann alls ekki skýra frá ástæðunni fyrir H Harcldson Hunt lét tilleiðast að láta mynda sig þessu, og þegar hann endrum og eins er spurður um það í blaðaviðtölum, hvort hann sé í rauninni ríkasti maður í heimi, brosir hann hógværlega og svarar: „Fólk segir að svo sé — þá hlýtur það víst að vera satt“. Annars kemur hann þannig fyrir sjónir að hafa engan áhuga fyrir hinum miklu auðæfum sínum, aðeins ef hann hefir nóg fyrir sig og sína. Texasbiiar stoltir. Hunt býr í geysistóru húsi í Dallas. í bílskúrnum er fjöldinn allur af bílum, m.a. nokkrir Katiljákar, en Hunt kýs heldur að aka í litlum og látlausum vagni, þegar hann fer í ökuferð um bæinn. Þótt hann vilji ekki láta mikiö á sér bera, en fólk á þessum slóðum aftur á móti sé mikið fyrir íburð og auglýsingu, þá eru Texasbúar stoltir af því að hann hefir nú gefið fylkinu ríkasta mann jarðar, sem var eiginlega hið eina, er hina sjálf- öruggu íbúa slcorti til að vera fullkomlega ánægðir með fylkið sitt, sem er að þeirra áliti ekki einungis fegursta og fullkomn- asta fylkið í Bandaríkjunum, heldur glæsilegasti blettur á jörðlnni. Heimili Hunt í Dallas. OTEL BORG Dansleikur £ kvöld til kl. 1 e. k. Aðgöngumiðar við suðurdyr frá kl. 8. Borðpantanir í síma 1440 eða hjá yfirþj óninum. Óskuin eftir að kaupa skrifstofuhúsnæði fullgert eða í smíðum. Til greina kemur einnig lóð eða gamalt hús, sem hægt væri að breyta, á góðum stað í bænum. Vmnuveitendasamband Islands Átthagaf éiag Strandamanna heldur skemmtifund í Skátaheimilinu í kvöld kl. 8,30. Kvikmyndasýning. Gamanvísur: Hjálmar Gíslason. Dans. Prof-ex þakið? Með PROTEX má stoppa á augabragði allan leka, á steini, járni, timbri, gleri og pappa. Tryggið hús yðar gegn leka með PROTEX. — MALNING & JÁRNVÖRUR Sími 2876 — Laugavegi 23 HJARTANLEGUSTU ÞAKKIR færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför mannsins míns, föður okkar og fóstur- föður SIGURBERGS DAGFINNSSONAR Haukanesi. Einnig pökkum við öllum þeim, er glöddu hann með heimsóknum og veittu honum aðhlynningu í sj úkrahússdvöl hans. Valgerður Pálsdóttir Páll Sigurbergsson Jóhanna G. Sigurbergsdóttir Gwðríður Björnscöttir ÍVAR HLÚJÁRN. Saga efiirWalter Scott. Myndir eftir Peter Jackson93 1 J: Hcrmcnn scm mútnð Iigfði vcriöuil nfig var vitni að því, að í þcssi galdranorn lífgaðl við I i mann, scm var Uauðasærð- 7 I „Allt, scm þessir mcnn hafa sagt ér upþ- spuni cinn. Hiö eina, scm ég*Hcfi gcrf. cr að hjúkra sjúkum og særðum. cn án allrar sciðkyngi. fig skora á Brján ridþ ara írá Bósagiljum að lýsa þessar ásak- anir rangar.“ •

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.