Tíminn - 28.11.1954, Page 8

Tíminn - 28.11.1954, Page 8
8 TÍMINN, sunniiflaginn 28. uóvember 1954. 270. blað, Frá Bandaríkjunum . . (Framhald af 9. síðu). þetta hratt fyrir sig, og með miklum „húmcj|r“. Þeir sem stjórna þessum þáttum eru glaðir og kátir og oft mjög fyndnir. Þá er oft keppt í ýms um listgreinum, aðallega söng hljóðfæraslætti og dansi, — og undantekningarlítið eru verðlaun veitt þeim, er skara fram úr. Þátturinn: Ævisaga mín. Sjónvarpað er frá ýmsum kappleikjum, veðreiðum o. fl. — Mér fannst einn vikulegur þáttur þarna athyglisverður, mig minnir að hann héti Ævi saga mín. — Ég ætla i fám orðum að lýsa einum þeirra. Maður sér fyrst inn í sal, þar sem nokkrir menn standa, er stjórna þættinum. Á legubekk þar inni situr kona, ásamt 2 drengjum sínum 4—6 ára. Á bak við sviðið allt eru tjöld. Nú sér maður hvar framund an einu tjaldinu kemur frek ar ungur maður á tveim hækj um. Það er maður konunnar. Og nú hefst þátturinn, ævi- saga hans er sögð, en nokkuð á sérkennilegan hátt. Inn á sviðið koma í röð þeir, sem hafa þekkt hann. Móðir, faðir og éldri bróðir hans, þá leik félagi hans í bernsku, þá bekkjarbróðir hans úr barna skóla, piltur sem verið hafði með honum á háskólanum, hermaður sem hafði kynnzt honum í hernum, því hann var uppgjafahermaður, og hafði þar hlotið ævilöng ör- kuml. Alltaf kemur einn og einn inn á sviðið í einu, heils ar manninum, alltaf verða miklir fagnaðarfundir. Svo fara þeir að talast við og rekja minningarnar. Þannig er lífs saga mannsins sögð, rakin ár frá ári, stig af stigi. Allt er þetta svo raunverulegt og alveg tekið úr daglega lífinu, og þess vegna hefir það enn meira gildi fyrir þann, er á horfir. Áhrifamest fannst mér, þegar maðurinn gekk til konunnar sinnar og sagði, að hann ætti henni mest að þakka. Hann hafði ekki kynnzt henni fyrr en hann kom úr hernum sem örkumla maður. Konan og börnin sögðu síðasta þáttinn, ekki með orðum beint, — en augna ráð og svipur gátu fullkom- lega skýrt frá líðaninni síð asta áfangann. í lok þáttarins fékk öll fjölskyldan gjafir. í einum sjónvarpsþætti kom fram okkar góðkunni leikari, Gunnar Eyjólfsson. Ég gat ekki annað séð en að hann stæði meðleikurum sínum fyllilega á sporði. Sennilega er sjónvarpið mjög dýrt, því rekstur þess hlýtur að vera ákaflega kostn aðarsamur. Heyrði ég sagt, að stórfyrirtæki sæju að miklu leyti um hann, enda eru aug lýsingarnar stór þáttur sjón varpsins, jafnvel fléttaðar inn í söng og dans og alltaf inn á milli allra dagskárliða. .— Ég hefi aðallega talað um það í sjónvarpsflutningnum eem mér þótti gaman að, en svo eru þættir sem ég álít ekki neinum hollt að horfa á, svo sem hasarmyndir, glæpa- myndir og morðmyndir, auð vitað þarf enginn að horfa á þessa dagskrárliéíi frekar en hann vill, en það vill nú oft brenna við, að maðurinn sé sólgnastur í það, sem sízt skyldi, og helzt ætti að forð- ast. Fólkið — þjóðin. Ég hef drepið hér á nokkuð af því, sem fyrir augun bar, og mér þótti nýstáuegt, en enn hef ég ekkert minnzt á þjóðina sjálfa, eða það sem ég sá af henni. Eins og- allir vita, samanstendur þjóðin af svo mörgum þjóöabrotum, að erf itt er að mynda sér heildar- mynd af henni. Yfirleitt sýnd ist mér fólkið vera blátt áfram og hispurslaust, og ekkert sér staklega mikið borið í klæðn að þess. Ég hygg og að hús- mæður hugsi meira um að afla sér heimilisvéla, heldur en silfur og kristalsmuna. Börn sýindist mér tæplega eins vel klædd þar og hér heima. Annars er illt að dæma um þetta, borgarhverfin eru svo ólík, það má segja að í öðru sé suðrið en í hinu norðr ið. Það er ekki hægt að koma svo á samkomustað hvorki úti né inni, að maður verði ekki var við, hversu fólkið er sundurleitt. — Eiginlega fannst mér gæta nsestum hirðuleysis í klæðaburði hjá sumum, en ég hygg að það hafi stafað að einhverju leyti af hitanum, að fólkið reyndi að vera létt klætt, en það er frjálslegt, hefir íallegt göngu lag og ber sig vel. Um afkomu fólks veit ég ekki, kaupgjald er að vísu hátt, en vöruverð er líka hátt, ekki sízt matar, sem er yfir leitt mjög dýr. Skattar og op inber gjöid eru þar víst ekki lægri en annars staðar. og alls staðar, ekki síður þar en hér mun baráttan fyrir lífinu vera hörð og krefjast dugnað ar og atorku, ef vel á að íara. Að vísu munu möguleikar þar vera fleiri, en samkeppnin er líka enn meiri þar en hér. í Bandaríkjunum eru ýmsir siðir sem ekki tíðkast hér á Norðurlöndum. í kvikmynda húsum tíðkast t. d. ekki að konur séu með hatta, en í kirkju má kona ekki koma hattlaus, a. m. k. ekki til að hlýða á messu. Á götum sést mjög sjaldan maður á hjþli, og barnavagn gat ég tæpléga sagt að ég sæi, yfirleitt fánnst mér ekkert til um götuum- ferðina. En svo getur maður aftur séð fólk sitja á tröppun um hjá sér, eða standa saman í smáhópum á götuhornum, og skrafa saman, iðnaðarmað urinn með svuntuna sína, og húsmóðirin beint úr eldhús- inu. Þar er rætt um nýjustu Svertmgjar . . . (Framhald af 5. síðu). að vísu bókstaf laganna, en kæra sig kollótt um anda þeirra, sem stundum leiðir til skringilegrar niðurstöðu. T. d. var eitt fyrirtæki, sem framleiddi landbúnaðarvélar og hafði setzt að í Suðurríkj unum með starfsemi sína, fréttir og yfirleitt um daginn og veginn. Með því sérkennj legasta er ég sá, var hunda- mergðin í borginni, einkum í Brooklyn. Ekki svo að skiija, að þeir væru að rölta um í hirðuleysi á götunum, nei hver og einn teymdi sinn hund. Fari maður út um 10 leytið að kvöldinu, mætir maður tæplega öðru en fólki með hund í bandi. Og fólk sem ekk ert þekktist • áður, stöðvar hvað annað og fer að spjalla saman, og aðalumræðuefnið er auðvitað hundurinn eða hundarnir. Já, sinn er siður í landi hverju, hér lítur mað ur inn fyrir tjöldin á barna- vagni kunningja síns, til að sjá þar rjótt og ferskt barns andlit, en þarna eru það hund arnir. neytt samkv. þarlendum lög um til þess að hafa aðskilda matskála hvítra inanna og svartra, er ynnu hjá fyrir-' tækinu. Það eina, sem ráða- menn fyrirtækisins gerðu, var það, að þeir settu fjög- urra þumlunga skilrúm í þa.ih eina matskála, er þeir létu reisa, og þar við sat. Auk sinna þjóðfélagslegU og efnahagslegu breytinga, hafa beinar aðgerðir af hálfu stjórnarvaldanna orðið til að skapa svetingjunum aðra að stöðu en þeir áður urðu að sæta. Ef til vill er það merk- ast og áhrifamest, er Roose- velt gaf út sína sögulegu til- skipun 25. júní 1941, þar sem kynþátta’-aðgreinjngu er létt innan hergagnaiðnaðarins. En tilskipunin átti, sér víðart takmörk. Hún markaði tíma' mót að því leyti, að hér eftir verður stjórnin ekki afskiptá laus um það, sem gerist f svertingjamálinu. Skýrt dæmt þessa er sú stefna, sem tek- in hefir verið upp í banda- ríska hernum, en það er ntS ákveðið, að um mitt ár 1955 skuli allur kynþáttami* munur útlægur gerr úr hern- um. f NYR BÍLL YZT SEM INNST Kidrnu! ★ Afturbýggð framrúða ★ Opið drifskaft ★ Slöngulausir hjólbarðar ★ Meiri þjöppun í hreyíli ★ V8 vé! 180 hestafla Á þessu hausti senda General Motors verksmiðjurnar í Bandaríkjunum frá sér 14 gerðir af hinni vinsælu Chevrolet fólksbifreið. Bifreiðinni hefur ver- ið gjörbreytt og meðal annars er hægt að velja um þrjár mismunandi vélar í hverja bifreið. Ndnari upplýsingar fúslega veittar. Samband ísl. samvinnufélaga VÉLAOEILO — Kaupfélögin um land allt

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.