Tíminn - 01.12.1954, Qupperneq 5

Tíminn - 01.12.1954, Qupperneq 5
212. blað. TÍMINN, miffvikudaginn 1. desember 1954. 5 WTIP Nýjar bækur á bókamarkaðinum Kvæðið ui Magnús Ásgeirsson hefir löngu unnið • sér viöurkenn- ingu landa sinna sem einn af snjöllustu ljóðaþýðurum þeirra fyrr og síðar. Þýðing hans á kvæðinu „The Ballad of Reading Goal“ eftir enska skáldið Oscar Wilde er nýlega komin út í endurskoðaðri gerð og gefið út í lítilli bók, mjög vandáðri að gerð, í tilefni af aldaraímæli skáldsins 15. október síðastliðinn. Nefnist verk þetta í þýðingu Magnús- ar: Kvæðið um fangann. Oscar Wilde var mjög um- deildur maður á sinni tíð bæði sem þjóðfélagsborgari og skáld. Hann var hið mesta glæsimenni og fagurkeri, flug gáfaður, ijóðaskáld og rithöf- undur; barst mikið á í sam- kvæmum og á gleðimótum, dýrkandi öfganna í orðræðum og hneykslunum; barn sinnar tíðar um ofdýrkun nautn- anna, ranglegá dæmdur að okkar tíðar mati, þrúgaður í Reading-fangelsi um tveggja ára skeið, þar sém hin hræmu lega anci(hverfa mannlegrar tignar varð honum ofraun. Eftir dauða Oscars Wilde náðu verk hans miklum vin- sældum og • hann eignaðist marga aðdáendur víða um lönd. Nokkur verk hans hafa verið þýdd á íslenzku, þar á meðal „Úr undirdjúpunum“ og „Myndin aí Dorian Gray“. — „Kvæðíð um fangann“ mun þó vera talið eitt af fremstu verkum hans, mótað af þján- ingum hans í fangelsinu, stórt í sniðum og mjög átakanlegt. Það er ort um ungan fanga, sem bíður dauða síns, fyrir að hafa myrt konuna sína. Ljóðaþýðingar er mikil íþrótt og áraun, enda ekki á færi annarra manna en þeirra, sem sjálfir eru mikil skáld, ef vel á að takast. Kröf- ur hins íslenzka ljóðforms eru miklar; hrynjandi þess svo tónræn og háættuð. Fyrir því tekst svo til jafnan, er snill- ingar íslenzkir þýða erlend ljóð, a.ð okkur vjrðast þau stíga fram af hinni erlendu gerð í vaxinni tign og fegurð. Og þótt hér megi virðast fast að orði kveðið, þá er ekki of- mælt, a'ö þýðing Magnúsar Ásgeirssonar á „Kvæðinu um fangann" tekur langt fram frumgerð þess á enska tungu. Rúmlítil dagblöð, sem neyð- ast til að þjóna ofmælgi nú- timans, - ieyfa ekki langan rökstuðhing né upptöku margra .'áýnisgerða. En um þessa bðk 'Magnúsar verður ekki af viti ritað né til hlítar tjáð álit og umsögn, nema kostur gefist upptöku nokk- urra erinda til sýnis og sam- anbtfrðar. — í upphafserindi kvæðisins hefst þegar reisn þessa mikla harmleiks. Það hljómar eins og líkhringing úr dimmu fangelsi: Hann bar ei skarlatsbúnað sinn, því blóð er rautt og vín, og blóð þg vín um hendur hans og hennar rekkjulín, sem myrlqa nótt hann myrti : v " af ást, að morgni kom í sýn. Og áíram: Á ferli í varðhaldsflokki bar hann föfin velkt og grá og fangahúfu á höfði sér, var hress í spori að sjá, en ei til dagsins annar neinn hóf augu af slíkrf þrá. fangann Magnús Ásgeirsson Á þjáðra sálna sveimi í hring ég sjálfur gekk þar hjá með hug við mannsins mis- gerð — var hún mikil eða smá? — er hljóðskraf mér að baki barst: Ö, Guð! í skyndiskelfing fannst mér skjögra steinmúr hver, og eins og heitur hjálmur stáls brann himinninn yfir mér, og þó að væri þjáð mín sál, mín þjáning gleymdi sér. Athugulum mönnum og vandfýsnum til sannreyndar um snilli Magnúsar skal ég ieyfa mér að taka hér upp örfá erindi kvæðisins á frum- málinu ásamt þýðingum hans: And I and all the sonls in pain who tramped the other ring Forgot if we ourselves had done A great or little thing. And watched with gaze of dull amaze The man who had to swing. Og mér og hópnum þjáða, er þar í þögn gekk hjá sitt skeið, hver smá og mikil misgerð vor úr minni og hugsun leið, — svo full vor sveit af furðu leit þann fanga, er gálgans beið. Lesendur munu veita því eftirtekt, að jafnvel rím- siætti í næst síðasta vísuorði hjá Wilde, sem allvíða kemur fyrir í kvæðinu, heldur Magn- ús samvizkusamlega til haga. Yeat. each man kills thing he loves, By each let this be heard. Some do it with á bitter look Some with á flattering word. The coward does with a kiss The brave man with a sword. Því allir myrða yndi sitt, þess engin dyljizt sál: Vopn eins er napurt augnaráð en annars blíðumál; til verksins heigull velur koss, en vaskur maður stál. That night the empty corri- doro. Were full of forms of Fear, And up and down the iron town Stole feet we should not hear. And through the bars that hide the stars White faces seemed to peer. Þá nótt um öll hin auðu göng fór ógnin mörg á kreik: Um stálborg vora strukust spor og stunuhvískur veik. í múrsins skugga á grindar- glugga oss glottu andlit bleik. And with tears of blood he cleansed the hand The hand that held the steel. For only blood can wipe out blood And only tears can heal And the crimson stain that was of Cain Became Chrits’s snow — white seal Við blóðug tár varð hrein sú hönd, sem hélt um banans flein, því aðeins máir blóð út blóð og böl vort tárin ein, unz Kainsmerki morðingjans sem mjöll við Kristi skein. He lay as one who lies and dreams In á plesant meádow-land. The watchers watched him as he slept And could not understand How one could sleep so sweet a sleep With a hangman close at hand. Hann lá sem ætti hann yndis- draum á engi um sumardag. Hans varðménn stóðu og horfðu á hann með hljóðum furðubrag — hve gat hann fest þann friðarblund með feigð við höfðalag! Ég hefi gripið þessar sýnis- gerðir úr kvæðinu á víð og dreif og verð því miður að láta staðar numið. — Á kápu- blaði í bók þessari stendur, að hún sé gefin út i 350 eintök- um. Þessi perla meðal ís- lenzkra ljóðabóka mun vissu lega verða fágæt, verái hún ekki gefin út í stærra upp- lagi. — Bókin er hin vandað- asta að öllum frágangi og hefir Ásgeir Hjartarson ritað formála. — í bókinni eru nokkrar heilsíðumyndir, — ekki afskræmisklessur, held- ur raunverulegar myndir sem falla við efnið. Bókin er prent uð í prentsmiðju Guðmundar Jóhannssonar. Jónas Þorbergsson. íslenzkir sagna- þættir í haust kom í bókabúðir ný bók, „íslenzkir sagnaþættir og þjóðsögur" eftir Guðna Jóns- son, og er þetta hefti það tí- unda i safni hans. í þessu hefti eru margar merkilegar og fróðlegar frásagnir, svo sem i hinum fyrri heftum dr. Guðna. Svo virðist sem þar sé ótæmandi fróðleiksforði, en Guðni á marga hjálparmenn víðs vegar, er miðla honum af fróðleik sínum. í þessu nýútkomna hefti eru fullar fimmtíu sögur og kennir þar margra grasa. Flestar þeirra eru fróðlegar og vel sagðar, svo sem Þáttur af Barna-Arndísi eftir dr. Guðna Jónsson. Er þar lýst réttarfarinu í landinu á átj- ándu öld. Sögur Jóhanns á Kjóastöðum. Hvarf Odds í Arn arholti eftir Þórð Kárason á Litla-Fljóti, Þættir af Ólafi í Selsundi og Ófeigi í Næfur holti eftir Jón Pálsson á Stóru völlum, Sjóhrakningur 1890 eftir Ólaf Daníelsson á Hurð Framh. á 9. síöu. að ekki bæri á því skið að einhver væri drottinn til“ TRÚARBRÖGÐ MANN- KYNSINS eftir Sigurbjörn Einarsson, prófessor. Útgef andi ísafoldarprentsmiðja. Vísu Bjarna Jónssonar, skálda úr Amóratisrímum gerir höfundurinn að ein- kunnarorðum bókar sinnar og á vel við: Aldrei var svo heiðið hold hér eða þar á jarðarmold, að ekki bæri á því skil, að einhver væri drottinn til. Það hefir alllengi verið á vitorði, að séra Sigurbjörn Einarsson, prófessor, væri lærðastur maður í almennri trúarbragðasögu á landi hér, enda er það kennslugrein hans í guðfræðideild háskól- ans. Frá hans hendi mátti því fyrr eða síðar vænta bók ar um þau efni, og mátti þar við góðu búast, þar sem mað urinn er afbragðsvel ritfær, trúr vísinda- og fræðimaður og drjúgur til góðra starfa, Nú er bókin komin — Trd6 arbrögð mannkyns — gefin út af ísafoldarprentsmiðju, stór bók og vönduð eins og vænta mátti, ætluð guðfræði stúdentum sem handbók en eigi að síður girnilegt fræðslu rit hverjum skyni bornum manni, skýr í frásögn og skemmtileg lestrar. í inngangsorðum segir höf undur nokkur deili á bók- inni, getur þéss, að þar sé rakin trúarsaga mannkyns að nokkru, grein gerð fyrir trú og trúarathöfnum ólík- ustu þjóða. Sú saga nær yf- ir óratíma og margháttuð menningarstig. Efni bókar- innar er í stuttu máli það, að fyrst er sagt frá átrúnaði frumstæðra þjóða, siðan vik ið sögu að þeim fornþjóðum, er lagt hafa grundvöll vest- rænnar nútimamenningar, og að lokum allýtarleg trú- arbragðasaga Asíuþjóða. En bókin hættir þar sem kemur að gildasta þætti trú- arsögunnar, þætti ísraels og kristninnar. Segii höfundur, að ætlun sín hafi verið að kynna það. sem sízt væri kunnugt hér á landi og tor- veldast hefir verið að afla sér fræðslu um. Hins vegar hefir margt um kristni ver- ið ritað hér á landi sem kunn ugt er og hvers konar fróð- leikur þeirra fræða almenn- ingi handgenginn. Fyrsti kafli bókarinnar fjallár um frumstæð trúar- brögð, drepið á ýmsar mynd- ir þeirra, svo sem andatrú, kraft og kynngi, bönn (tabú), töfra, tótem, dýrkun og vígsl ur. Er kafli þessi ritaður af skemmtilegum skýrleik og fjöri. Þá er komið að svo- nefndum menningarþjóðum fornaldar, og verða þar Egypt ar efstir á blaði. Er þar af nógu að taka, en höfundur bregður upp í stuttum kafla ljósri mynd af heimsmynd Fom-Egypta og trúarhug- myndum, þar sem sólguðinn ók um himinsæinn að degi en steig I náttfar sitt í vestri að kvöldi og sigldi undirdjúp in með skímu handa nýjum degi í austri, og framliðnir fengu betri vegabréf og vega nesti inn í eilífðina en ann- ars staðar þekktist. Þá víkur sögunni austur til Kaldea í Fljótatungu, þar sem ræktun jarðar mótaði trúarlífið og guðir frjósem- innar voru óteljandi, 3000 goð hafa fundizt nafngreind í fleygrúnum auk andamergð ar. Þá kemur þáttur írana og Zaraþústra og að honum slepptum er gengið í garð Hellena og Rómverja. Þegar þeirri miklu heimsókn er lok ið er haldið til hinná fjar- lægari Austurlanda, og eru kaflar Indverja og Kínverja kannske girnilegustu þættir bókarinnar, enda eru hof Brahma, Búddha og kín- verskra guða tófraheimar í augum vesturlandabúa. Síðasti kafli bókarinnar fjallar um Múhameð og ís- lam. Er þar rakin saga Mú- hameðs og síðan útbreiðsla trúar hans og lýst kenningu hans með stoðum sínum fimm, trúnni, bæninni, ölm- usunni, föstunni og píla- grímsförinni. í bókarlok eru svo skrár um nöfn, atriði og heimildir eins og hæfir svo góðu fræði riti. Margar myndir eru í bók inni til skýringar og fjöl- breytni. í þessari bók hefir Sigur- björn Einarsson gert að ein- um sjóði almenningsfræðslu og vísindalega guðfræði- kennslu. Hann hefir máð út þau mörk, sem svo oft verð- ur vart milli svonefndrar æðri menntunar og léegri fræðslu. Hann hefir skrifað skemmtilega bók og lifandi frásögn, sem flestir íslend- ingar geta lesið sér til óbland innar gleði og þekkingar- auka. Auk þess fjallar bókin um efni, sem á forvitni manna á öllum öldum ó- skipta. Þess verður oft vart, að lærðir menn í vísindum hyll- ist helzt til að skrifa svo lærð ar bækur í greinum sínum, að fari fyrir ofan garð og neðan hjá öllum almenningi. Aðrir menn, sem minni hafa þekkinguna en kunna betri skil á frásagnarhætti, er öll- um almenningi fellur, verða þá til þess að bæta úr, en það verður þá kannske á kostnað fræðanna. Þegar fræðimað- urinn hefir á valdi sinu lyk- ilinn að athygli almennings, er mikils að vænta. Mér virð ist, að bók þessi sé af þeim. toga spunnin, trúverðugt fræðirit, í senn handbók há- skólamanna og kjörbók hvers fróðleiksfúss Íslendings. A.K. • lUIIIIIIIUIMMmilllllllllllUllllllllltUMIIfllMIIIIUIIIIIIKV | Frímerkja- safnarar | Hefi til sölu og get útveg- i i að allar fáanlegar frí- I I merkjavörur og frímerki. | I Sendið mér kr. 11,50 og | { verður þá hinn 300 bls. | i prentaði og myndskreytti | I verðlisti sendur þér ásamt | i prentuöu frímerkjablaði, | 1 sem kemur út 4 sinnum á 1 I ári. | 1 Eysteinn Hallgrímsson | í Grímshúsum pr. Staðarhóli 1 I Suður-Þingeyjarsýslu i mi«u>*iiiiiiiiui«tuiuiiuimiMiMuiiii»miinMimimuil

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.