Tíminn - 19.01.1955, Síða 6
6.
TÍMINN, miðvikudaginn 19. janúar 1955.
14. blaS,
WÓDLEIKHÚSID
Operurnar
PttgKacci
ogr
Cavalería
Rusticuna
Sj'ning í kvöld kl. 20.00.
Gullna hltöið
eftir
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi
Sýning föstudag kl. 20.00,
í tilefni af 60 ára afmæli hans.
UPSELT
Þeir homa í haust
Sýning laugardag kl. 20.
Bannað fyrir börn innan 14 ára.
Aðgöngumiðasalan opin frá kl.
13,15—20.00. Tekið á móti pönt-
unum, sími: 8-2345, tvær línur.
Pantanir sækist daginn fyrir sýn
ingardag, annars seldar öðrum.
1. apríl áríð 2000
Afburða skemmtileg, ný aust-
urrísk stórmynd, sem látin er
eiga sér stað árið 2000. Mynd
þessi, sem er talin véra einhver
snjallasta „satíra“, sem kvik-
mynduð hefir verið, er ívafin
mörgum hinna fegurstu Vínar-
stórverka. Myndin hefir ahs
staðar vakið geysiathygli. Til
dæmis segir Aftonblaðið í Stokk
hólmi: „Maður verður að standa
skil á ví fyrir sjálfum sér hvort
maður sleppir af skemmtileg-
ustu og frumlegustu mynd árs-
ins“. Og hafa ummæli annarra
Norðurlandablaða verið á sömu
lund. í myndinni leika „estir
snjöllustu leikarar
Sýnd kl. 7 og 9.
Þjófuriim
frá Damaskus
Geysispennandi ævintýramynd f
litum með hinum vinsæla leik-
ara
Paul Henreid.
Sýnd kl. 5.
NÝJA BÍÓ
— 1544 —
Ný Abbott og Costello-mynd
Að fjaUabahi
(Comin ’round the Mountain)
Sprenghlægileg og fjörug amer- ]
ísk gamanmynd um ný ævintýrij
hinna dáðu skopleikara
Bud Abbott
Lou Costello
ásamt hinni vinsælu dægurlagaj
söngkonu
Dorothy Shay.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
BÆJARBÍÓ
— HAFNARFÍRDl -
Vanþahhláta
hfarta
Caria del Poggio
hin fræga nýja ítalska kvik-
myndastjarna.
Frank Latimore.
Danskur skýringartexti.
Sýnd kl. 7 og 9.
Slmi 9184.
♦♦♦♦♦♦
Vandaðtr tnilohmarhringir
JonDaímannsson
tS ■ - QMlUvÍWiÍO’y i'\
. SK'ÓLÁV®é!;SÍ.ÍS#'r s![wi JA4.C
LEDCFÉIAG
reykjavíkur'
NOI
Sjónleikur í 5 sýningum.
Brynjólfur Jóliannesson
í aðalhlutverkinu.
Sýning í kvöld kl. 8.
Aðgöngumiðasala eftir kl. 2. —
Sími 3191.
AUSTURBÆJARBÍÓ
Frænka Charleys
Afburða fyndin og fjörug, ný,
ensk-amerísk gamanmynd lit-
um, byggð á hinum sérstaklega
vinsæla skopleik, sem Leikfélag
Reykjavíkur hefir leikið að und
anförnu við metaðsókn.
Inn í myndina er fléttað mjög
fallegum söngva- og dansatrið-
um, sem gefa myndinni ennþá
meira gildi, sem góðri skemmti-
mynd, enda má fullvíst telja
að hún verði ekki siður vinsæl
en eikritið.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Sala hefst kl. 2 e. h.
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<
GAMLA BÍÓ
Sími 1475.
Macao
Ný, bandarísk kvikmynd,
spennandi og dularfull.
Aðalhlutverkin leika hin
sælu:
Robert Mitchum,
Jane Russel.
Bönnuð börnum innan 14
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
afar
vin-
ára.
TRIPOLI-BÍÓ
Siml 1182
Xald örluganna
(La Forza Del Destino)
Frábær, ný óperumynd. Þessi
ópera er talin ein af allra beztu
óperum VERDIS. Hún nýtur sín
sérstaklega vel sem kvikmynd,
enda mjög erfið uppfærsla á eik
sviði.
Leikstjóri:
C. Gallone.
Aðalhlutverk:
Nelly Corrady, Tito Gobbi, Gino
Siniberghi.. HIjómsveit og kór
óperunnar í Róm undir stjórn
Gabriele Santinni.
Myndin er sýnd á stóru breið-
tjaldi. Einnig hafa tóntæki verið
endurbætt mikið, þannig að
söngvamynd sem þessi nýtur sín
nú sérlega vel.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð börnum yngri en 14 ára
Sala hefst kl. 4.
>♦♦♦♦
♦♦♦♦♦
[TJARNARBIO
Óskars verðlaunamyndin
Gleðidagnr i Róm
jPRINSESSAN SKEMMTIR SÉR
(Roman Holiday)
Sýnd kl. 9.
Golfmeistararnir
(The Caddy)
Aðalhlutverk:
Dean Martin
Jerry Lewis.
Sýnd kl. 5 og 7.
>♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦4
HAFNARBÍÓ
Síml 8444
Eyja leyndar- J
dómanna
(East of Sumatra)
[ Geysispennandi ný amerísk kvik
Imynd í litum, um flokk manna,
jsem lendir í furðulegum ævin-
jtýrum á dularfullri eyju í Suð-
S urhöfum.
Jeff Chandler,
Marilyn MaxwcII,
Anthony Quinn.
Bönnuð innan 12 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Nýjar leiðir. .
(Framhald af 3. síðu).
TogaraauðMrinn skóp Reykja
vík það forskot, sem tryggt
liefir bænum forustw og al-
gjöra yfirbwrði í efnahagslífi
þjóðarinnar.
Þetta er dálítið kátbroslegt
nú, þegar togaraútgerðin er
orðin að styrkþega en verzlun
og iðnaður blómgast, sem til
veru sína eiga mest að þakka
þeirrl aðstöðu, sem útgerðar
auðurinn skóp. Þannig er öf-
ugþróun síðustu ára í reynd.
Á fyrstu áratugum þessar-
ar aldar færðist mikið fjör í
útgerðina í dreifbýlinu, jafnt
því sem þéttbýlið efldist.
Smærri útgerð dafnaði vegna
aflasældar og góðra mark-
aðsmöguleika. Sjávarþorpin
þutu upp og fólkið þyrptist
úr sveitinni í þau. Síldveið-
arnar skópu mikla velmegun
í stórum landshlutum við
sjávarsíðuna. Allt í heimi er
fallvallt, smærri útgerðin
drógst saman og fólkið flúði
sjávarþorpin, flutti til bæj-
anna við Faxaflóa. Ástæð-
urnar eru margar t. d. mark
aðshrun, aflabrestur, svo þær
séu nefndar í höfuðdráttum.
Sjávarútvegurinn hefir brost
ið sem hin trausta undir-
stöðuatvinnugrein, sem réði
hlutföllum í byggð landsins.
Margvíslegar ráðstafanir hafa
þegar verið gerðar til að efla
útveginn í dreifbýlinu t. d.
stækkun landhelginnar, bygg
i]lig fiskiðjuvera og skipa-
kaup. f þessum efnum hefir
máske stundum gætt meira
kapps en forsjár t. d. er gagns
laust að reisa fiskiðj uvter,
sem fyrirsj áanlega mun búa
við hráefnaskort, aðeins til
að halda lífinu í fólkinu á
meðan verið er að reisa þau.
Útgerffiin hlýtut jíafnan að
blómgast næst beztw fiskimið
nnum. Þetta Iögmál er gagns
lanst að sniðganga, vegna
þess að það stendur óhaggað
þrátt fyrir það.
Leita þarf nýrra úrræða til
þess að tryggja atvinnujafn
vægi í þeim landshlutum, er
slæma aðstöðu hafa til út-
gerðar. Efling útflutnings-
iðnaðar í sambandi við nýt
ingu fossorku landsins verð-
ur að haga þannig, að komi
þeim landshlutum að notum
sem afskiptastir eru um út-
gerð.
Staðsetning útflutningsiðn-
aðar sé þannig að jafnvægi
skapist.
Sú þjóð sem á meginhluta
fossorku sinnar ónotaðan
þarf ekki að örvænta eða
horfa með dimmum augum á
framtíðina.
Þó er þjóðinni bezt að halda
fullri vöku. Nú mun láta
nærri að um 2500 verkfærir
menn séu við ýmis störf
hjá varnarliðinu. Þessi tala
lætur nærri að vera um það
bil einn árgangur verkfærra
manna í landinu. Augljóst er
ef varnarliðsvinnan hyrfi
mundu núverandi atvinnu-
vegir ekki geta mett allt það
Vinnuafl, sem þyrfti ný verk
efni. Hugsanlegt er að sjá
þyrfti 500—1000 verkfærum
mönnum fyrir verkefnum, er
gæfu þ j óðinni útflutnings-
tekjur í aðra hönd. Væri ekki
rétt að vísa þessu umfram-
vinnuafli á ný til dreifbýlis-
ins og efla það til mótvægis
viö Faxaflóabyggðirnar?
Þetta er nauösynlegt vegna
þess meðfram af því, að við
Faxaflóa eru ekki atvinnu-
skilyrði fyrir lausa vinnuafl
ið. Uppi eru raddir um að
HJONABAND
augum. Hann varð gagntekinn ástríðu við það eítt að
koma í návist hennar, jafnvel um miðjan dag. Og hún
gafst honum öll, hvenær sem hugur hans kaus í skjald-
borg heimilis þeirra, gaf honum allt með kvenlegri gleði
og hikleysi. Það var sem hjónaband þeirra hæfist að nýju,
begar húsið varð fyrst og fremst heimili þeirra. Honum
fannst hann nú fyrst skynja dýpt ástar hennar. Og þá
kom fyrsta barnið þeirra til sögunnar.
Þetta var að vori á öðru ári samvista þeirra. Án þess
að nokkuð væri til orða tekið um það, hvort þau ættu að
vera hér áfram eða fara, vissi hann að þau mundu hvergi
fara, þótt ekki váeri vegna annars en þess, að hér var
heímili ástar þeirra. Hann mundi aldrei geta farið með
hana burt frá þessum bæ eða þessum dal. Hér nærðist
hún til fulls þroská. Við störfin, sem hún unni, greri feg
urð hennar og kvenlégur þroski til svo mikillar fullkomn
unar, að hann mundi ekki dirfast að rjúfa það samband
eða eyðileggja þá grósku.
Hann tók að veita nánari athygli landslaginu og fólk-
inu, sem bjó í dalnum og leita þar nýrra myndarefna.
Hann málaði Harnsbarger tvisvar, öðru sinni í gamla
armstólnum hans, sem faðir hans hafði líka setið í, og
hitt sinnið utan dyra á björtum sumardegi, þegar and-
varinn lék að gráu hári gamla mannsins. Hann sendi þess
ar myndir til New York og fékk þann dóm, að myndir ,
þessar bentu til, að hann væri að leggja inn á nýtt þróun-
arstig á listabraut sinni. — Það er mildi í þessum mynd-
um, og það er alveg nýtt í myndum Williams Bartons, las
h.ann eftir listgagnrýnendurna. Hann reiddist þessu.
— Ég er of alinn, hugsaði hann. Hann velti þessu fyrir
sér nokkurn tíma en lagði það síðan alveg á hilluna. Það
var gömul skoðun, að engin list gæti þróazt í ríkidæmi
og kyrrð allsnægtanna. En þó varð því heldur ekki á móti
mælt, að listin þróaðist bezt, þegar listamennirnir voru
frjálsir undan oki ótta um afkomu komandi dags.
Hann ákvað með sjálfum sér að hætta að mála eftir.
m.ennlegum fyrirmyndum en snúa sér að landinu, fegurð þess
og fjölbreytni, grósku og auðlegð. Honum fannst, að hann
fyndi enga hvöt til mynda í sveitabæjunum eða þorpun
um, þau voru sem samvaxin landslaginu. Hann sneri sér
að fjarlægum fjöllum og himni eða hvítum hlyni, sem.
vindurinn ýfði blöðin á, eða æðistormur hafði brotið í ofsa
bræffi. Hann málaði rauðan sandstein eða einstæðan klett1
á hæð. Eina myndin, sem hann sendi til New York næsta
ár, var Rauðisteinn.
Hann beið fæðingar fyrsta barns þeirra með enn meiri
eftirvæntingu en Rut sjálf. í hennar augum var ekkert
sjálfsagðara en vígjast móðurhlutverkinu, og henni virt
i?t ekkert nýtt í þessum efnum.
— Það er sjötti ættliðurinn, sagði Harnsbarger gamli.
— Það verður auðvitað drengur. Við höfum það alltaf
drengi fyrst.
Og það varð drengur. William horfði undrandi á þetta
litla, rjóða andlit og reyndi að átta sig á þeirri staðreynd,-
að þetta var sonur hans. En hann sá enga líkingu við sig,
þetta var aðeins afsprengur allra þeirra ættliða, sem höfðu
átt heima í þessum bæ.
tiltækilegt sé að fá erl. fjár
magn til stóriðju hérlendis.
Eitt er víst, ekki verður kom-
ist hjá því að þessi leið sé
reynd. Þess ber að gæta að
rasa í engu um ráð fram í
þessu efni. Nauðsyhlegt er að
hagsmuna dreifbýlisins sé
vendileg agætt um alla stað-
setningu orkuveranna. Tök-
um dæmi. Sláum föstu að
reisa eigi hér aluminiumverk
smiðju og til mála komi aö
virkja í því sambandi annaö
hvort vatnsfall sunnanlan’ds
eða austanlands. Þá er nauð
sj'nlegt að gera sér fyllilega
grein fyrir frá efnahagslegu
sjónarmiði, hvernig það muni
verka á byggð landsins, hvort
vatnsfallið væri valið. Ef
huganum er rennt lauslega
yfir afstöðuna er ljóst, að
staðsetning aluminiumverk-
smiðju austanlands mundi
auka verulega á jafnvægi í
hyggð landsins, með öðrum
orðum dreifa þéttbýlinu.
Hins vegar, ef slík verk-
smiðja væri staösett sunnan
lands væri síðustu leifum
jafnvægismyndarinnar í
toyggð landsins raskað, nema
jafnoka fyrirtæki væri stað-
sett annars staðar á landinu.
Af þessu er awgljóst að það
cr þjóðhagsleg nauðsyn að
slík fyrirtæki sem þessi sei:
staðsett í Iandshlutwm, sem
eru afskiptir atvinnulcga og
hafa ekki sérlega góða að-
stöðu til stórfelldrar útgeí ð-
ar. -[
Stóriðjan verður því á ný
að skapa jafnvægi í byggð
landsins. Iðnaðalauðurinn hef
ir því sama hlutverki aö
gegna og útgerðarauðurinn
áður. í kjölfar undirstöðuiðn
aðar til útflutnings mun
verzlunin og neyzluiðnaður-
inn hverfa út á hinar dreifðu
byggðir. Að athuguðu máli
er þetta stórvirkasta leiðin
til að skapa jafnvægi í byggð
landsins.
Þjóðfélagið verður að nýta
orkulindir sínar til þess að
halda velli í eingin landi.
Veita veröur raforku út uni
byggðir landsins og í kjölfar
ið komi stóriðja til útflatn-
ings, aukin léttaiðnaður.
Jafnvægi í byggð landsins
næst ekki með því að auka
dreifbýlið, heldwr með því að
lreifa þéttbýlinu í hæfdega
stóra bæi í hlatfalli við dreif-
býlð wm hinar strjálu byggð-
i r. t