Tíminn - 29.01.1955, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.01.1955, Blaðsíða 2
TÍMINN, laugardaginn 29. janúar 1955. 23. blað. 8. Ferð björgunarsveitarinnar var óvenjulegt þrekvirki „Ég hefi auövitað aldrei farið slíka ferð, en það er auð- vitað ekkert undarlegt, en ég vil segja það, að þótt stund um sé sagt', að við læknar björgum mannslífum, þá leggj- um við aldrei neitt líkt á okkur sem þessir menn í björgun arsveitinni til þess að bjarga mannslífum“. Þetta voru orð TJIf Gunnarssonar, læknis á ísafirði, er Guðmundur Sveins son, fréttaritari Tímans átti tal við hann í gær nýkominn úr hinum erfiða björgunarleiðangri. Þau segja sína fáorðu sögu tim þá þrekraun, sem þessir menn leyst af höndum. og Gísla Jónsson, sem var leið sögumaður hennar. Kemur í ljós af frásögn þeirra, að hér hefir verið um svo erfiða ferð að ræða, að erfitt er að gera sér það fyllilega í hugarlund. Það var missögn, að Guð- mundur Guðmundsson hefði verið með björgunarsveitinni, heldur var það Júlíus Helga- son. Fréttaritarinn ræddi einn- :ig við þá Ásgeir Guðbjartsson sem var í björgunarsveitinni Strandmcnu (Framhatd af 1. eiðu). sundur í miðju og fórust þá tveir menn er framhlutinn sökk. Tveir menn fórust í ganginum stjórnborðsmegin, er skipið lagðist á hliðina, en hinn fimmti fórst meðan björgunartilraunir stóðu yf- ir. — Skipið strandaði um 40—50 metra frá landi en færðist síðar nær. f gær voru um 10 metrar milli skipshlutanna og aðeins nolckrir metrar frá afturhlutanum að kletti, sem er í fjöru. Engin lík fundust á strandstaðnum og lítið brak var þar, en olíuflaumur mikill. Til Reykjavíkwr í diag. Varðskipið Ægir mun hafa haldið frá ísafirði með strand ra'ennina alla í gærkvöldi og er væntanlegt til Reykjavík- ur í dag, og fara sjópróf þar fram. — fJtflutnmgur (Framhald af 1. stSu). ingar þekkja úr gömlum sög- um, er landsmenn þar höfðu Önnur og óskyld kynni af ís- iendingum en nú gegnum á- burðinn, sem flytur frjómagn i franska mold, frjómagn, sem unnið er úr fallvötnum og tæru lofti norður við Dumbshaf. Líklega var því ekki spáð í Rúðuborg á dög- um víkinganna að sækja þyrfti til jöklalandsins, gróð ursmyrsl þau, er láta suð- rænar rósir opnast og vín- viðinn bera ávöxt. Útvarpið UJtvarpið í dag. Fastir liðir eins og venjulega. :13.45 Heimilisþáttur (Frú Elsa Guð- jónsson). 16.35 Endurtekið efni. :18.30 Tómstundaþáttur barna- og unglinga (Jón Pálsson). .8.50 Úr hljómleikasalnum: Ýmis tónverk (plötur). .10.30 Tónleikar: Þættir úr daglega lífinu, lagaflokkur eftir Willi- am Boyce. 10.55 Meistarinn sagði.... Sögur oz tónlist frá Kína: Sam felld dagskrá búin til flutnings af frú Signýju Sen og Jóni Júlíussyni fil. kand. 22.10 Danslög (plötur). — 24.00 Dagskrárlok. Árnað heilla rrúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun ;nna ungfrú Helga Jósepsdóttir, Breiðamýri. í Reykjadal, Og Snæ- ojörn Kristjánsson, húsgagnasmið- -jr, Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu. Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjóna- oand af séra Jóni Thorarensen ung frú Mary Milner áður flugfreyja og j rcseph William Gilligan, Tacoma, Washington. Heimili brúðhjón- anna er Eskihlíð 16a. Fóru í fjöruna. Björgunarsveitin fór ekki yfir fjallið frá Hesteyri að Sléttu eins og álitið var, held ur fjöruna. Veður var svo mik ið, að Gísli, sem er þaulkunn ugur þarna, taldi það ekki fært í öðru eins veðri. En fjar an er stórgrýtt og margir for vaðar þar, sem klöngrast varð yfir. Var öll þessi ferð því ó- skaplega erfið. Þó kom sveit in ásamt þeim átta mönnum af Ausífirðingi, sem með henni fóru, að Sléttu eftir fjórar klukkustundir. Þar tóku mepnirnir, sem voru orðnir mjög þreyttir, sér stutta hvíld, en brátt var lagt af stað aftur. Var þá enn ofsa rok og varla stætt og blind- bylur. Sóttist ferðin seint, því að fara varð ofan við berg, sem gengur í sjó fram. Þegar komið var hálfa leið var á- kveðið að senda fjóra menn á undan á strandstað til þess að aðgæta, hvort nokkrir menn væru enn í togaranum, en hinir biðu. Fóru þeir Ás- geir og Gisli og tveir menn af Austfirðing. Þegar þeir komu á strandstaðinn sáu þeir, að menn voru þar enn, og sneri þá Gísli og skipverjar af Austfiröingi aftur til að sækja björgunarsveitina og tækin, en Ásgeir varð eftir þarna á strandstaðnum. Svo hvasst var þarna í hlíðinni, að varla var stætt. Þegar þeir komu þar, sem aðalsveitin átti -að biða, var hún horfin. Höfðu mennirnir ekki haldizt við og voru snúrf ir aftur heim að Sléttu. Voru nú góð ráð dýr. Gísli tók það til bragðs, að hann fór úr stíg vélum og hljóp á sokkunum á eftir mönnunum og náði þeim, er þeir áttu nokkuð ó- farið að Sléttu. Var þá þegar snúið við og farið á strand- staðinn með tækin og tókst í þriðja skoti að koma línu í Egil rauða, og tókst björgun eins og fyrr hefir verið frá sagt. (Framliald S 7. sI5u). Þj ónaverkf allið (Framhald af 8 sf5u). að 2 yfirmatreiðslumenn hjá Skipaútgerð ríkisins höfðu s. 1. ár í árstekjur, annar kr. 58.004,88 en hinn kr. 62.165, 09, 2 búrmenn hjá sama fyr- irtæki höfðu s. 1. ár í kaup, annar kr. 48.988,33 fyrir 10 mánaða vinnu en hinn kr. 49.154,09 fyrir 10 y2 mánaðar vinnu. Samkv. síðustu tilboðum verkfallsmanna myndi kaup fyrrgreindra matreiðslu- manna hækka í ca. kr. 78.000 og kr. 84.000 á ári, miðað við sama vinnutíma. Framreiðslumenn hafa haft í grunnkaup auk 15% af seldu fæði og veitingum kr. 900,00 á mánuði á farþega- skipum en kr. 1200,00 á mán- uði á öðrum skipum þar sem þjónar eru. Nú krefjast þeir kauptryggingar kr. 2800,00 á mánuði auk verðlagsuppbót- ar, síðasta tilboð þeirra var kr. 2700,00 á mánuði. Trygg- ingin skuli miðast við hvern mánuð út af fyrir sig svo ekki má jafna á milli mánaða og mánaðarkaup skuli haldast. Yfirvinnukaup skuli vera kr. 16.00 auk verðlagsuppbót- ar í stað 11,40 áður. Á kaupskipaílotanum öll- um munu nú vera ca. 20 fag- lærðir matreiðslu- og fram- reiðslumenn og á meirihluta skipanna er enginn slíkur. Sést á þessu hversu sárafáir menn það eru, sem nú stöðva kaupskipaflotann og valda meö því miklu fjárhagstjóni og margvíslegum óþægindum auk þess atvinnuleysis, sem þeir valda meðal t. d. hafn- arverkamanna hér í Reykja- vík. — Gisting (Framhald af 1. bIBu). umst við klukkan tíu um kvöldið að Sléttu. Björgunarmenn og skip- brotsmenn voru þá komnir þangað fyrir rúmum fjórum klukkustundum og höfðu settst að í öðru íbúðarhúsinu og kynnt vel upp. Leið þeim sæmilega eftir atvikum. Nokkru síðar komu allmarg ir skipverjar af ísólfi að Sléttu. Höfðu þeir fylgt sím anum yfir fjallið og gengið allvel. Bjuggum við nú um okkur í öðru húsi og leið vel um nóttina. Munu alls hafa verið um 80 manns þarna Um nóttina lægði veðrið og var komið nær logn í morgun og brimið hafði gengið mjög niður. Þá voru staddir framan við Sléttuból varðskipið Ægir og vélbátarnir Andvari og Sæ björn og togararnir ekki langt undan. Um klukkan níu lenti bátur frá Ægi og voru allir síðan selfluttir út í vél- bátana og þaðan út í Ægi, og var því lokið klukkan hálf- ellefu. Hélt Ægir síðan til ísa fjarðar og komum við þangað um klukkan tvö. góðir og vandaðir. Karlmannalakkskór Skóverzlun Péturs Andréssonar Laugavegi 17. — Sími 7345. S$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$í$$$$$$$4«$$í$$5$$ Tilkynning um aivinnuleysisskráningu Atvinnuleysisskráning samkvæmt ákvörðun laga nr. ^ 57 frá 7. maí 1928, fer fram á Ráðningarskrifstofu Reykjavíkurbæjar, Hafnarstræti 20, dagana 1., 2. og 3. febrúar þ. á. og eiga hlutaðeigendur, er óska að skrá sig samkvæmt lögunum, að gefa sig fram kl. 10—12 f. h. og kl. 1—5 e.h. hina tilteknu daga. Óskað er eftir að þeir, sem skrá sig, séu viðbúnir að svara meðal ann ars spurningunum: 1. Um atvinnudaga og tekjur síðustu þrjá mánuði. 2. Um eignir og skuldir. Reykjavík, 28. des. 1954. Borgarstjórmn í Reykjavík Staða yfirlæknis (handlæknis) við Slysavarðstofu Reykjavíkur er laus til umsóknar. Laun samkvæmt 5. launaflokki. Umsóknarfrestur til 28. febrúar 1955. Staðan veitist frá 1. apríl n. k. Nánari upplýsingar um ráðningarkjör gefur borgarlæknir. Reykjavík, 28. jan. 1955, Síjórn Heilsuvermlarstöðvai* Reykjavíkus*. $$SSS$$SS$$$Í$$$5SSSSSS$$SSSÍ$$SSS$SS$SSSÍS$$ÍSSS$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$S ALÚÐAR ÞAKKIR fyrir auðsýnda samúð við and- lát og jarðarför INGVARS INGVARSSONAR Neðra-Dal F.h. aðstandenda Ingólfur Ingvarsson. ÍVAR HLÚJÁRN. Saga eftir Walter Scotl. Myndir eftir Peter Jackson 122

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.