Tíminn - 29.01.1955, Blaðsíða 6
6.
TÍMINN, laugardaginn 29. janúar 1955.
23. blao.
eiis
ÞJÓDIEIKHÚSID
ÓPERURNAR
Pagliacei
OG
Cavalería
Huslictma
Sýning í kvöld kl. 20.00
Uppselt.
Þeir kmna í haust
Sýning sunnudag kl. 20.00
Bannað íyrir börn innan 14 ára.
Gullna htifíið
Sýningar þriðjudag kl. 20.00
og fimmtudag kl. 20.00
Aðgönguiniðasalan opin frá 1
13.15—20.00. Tekið á móti pönt-
unum. Sími: 8-2345, tvær línar.
Pantanir sækist daginn fyrir sýn
ingardag, annars seldar öðrum.
Pœiala
Afar áhrifamikil og óvenjuleg,
ný, amerísk mynd. Um örlaga-j
ríka atburði, sem nærri koll-
varpa lífshamingju ungrar og J
glæsilegrar konu. Mynd essi,
sem er afburðavel leikin, mun!
skilja eftir ógleymanleg áhrif áj
áhorfendur.
Loretta Young,
Kent Smith,
Alexander Knox.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
*NÝJA BÍÓ
Rómantík í
Heidelberg
(„Ich hab‘ mein Herz in Heidcl-
berg Verloren“)
Rómantísk og hugljúf þýzk
mynd um ástir og stúdentalíf í
Heidelberg, með nýjum og am-
alkunnum söngvum.
Aðalhlutverk:
Paul Ilörbigcr,
Adrian Hoven,
Eva Probst,
Danskir textar.
Aukamynd:
Frá Rínarbyggðum.
Fögur mynd og íræðandi í Agía-
itum.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
BÆJARBiO
— HAFNARFIRÐl -
5. sýningarvika.
Vanþakklátt
hjartu
ítölsk úrvalskvikmynd eftir am
nefndri skáldsögu, sem komið
hefir út á íslenzku.
Aðalhlutverk:
Carla del Poggio
(Hin fræga ítalska kvikmynda-
stjarna.)
Frank Latinore.
Myndin hefir ekki verið sýnd
áður hér á landi.
Sýnd kl. 7 og 9.
Blml 8444
Gullna nmn
(The Golden Horde)
Hin spennandi ameríska litmynd
um eina af herförum mesta ein-
valds sögunnar, Djengis Khan.
Ann Blyth,
Ðavid Farrar.
Sýnd kl. 7 og 9.
Að tjaldalsakl
Bönnuð innan 16 ára.
(Coming round the Mountain)
Sprenghlægileg, ný, amerísk
gamanmynd með
Bud Abbott,
Lou Costello.
Sýnd kl. 5.
LEIKFÉIAG,
REYKJAVÍKUR
Freenka Charleys
Gamanleikurinn góðkunni.
65. sýning.
í dag ki. 5.
Aðgöngumiðasala eftir kl. 2.
NÓI
Sjónleikur í 5 sýningum.
Brynjólfur Jóhannesson
í aðalhlutverkinu.
Sýning annað kvöld kl. 8.
J Aðgöngumðiasala kl. 4—7 í dag j
j og eftir kl. 2 á morgun. Sími 3191 j
AUSTURBÆJARBfÓ
Síríðsíiuiiiliur
tndíánaima
(Distant Drums)
j Óvenju spennandi og viðburða-1
Irík, ný, amerísk kvikmynd í ðlij
[legum litum.
Aðalhlutverk:
Gary Cooper,
Mari Aldon.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
GAMLA BÍÓ
Slml 1475.
H j artagosinn
(The Knave of Hearts)
[Bráðfyndin og vel leikin ensk-
jfrönsk úrvalsmynd, sem hlaut
jmetaðsókn í París á s. 1. ári. —
[ Á kvikmyndahátíðinni í Cann^s
! 1954 var RENE CLEMENT jör
jinn bezti kvikmyndastjórnand-
jinn fyrir myndina.
Aðalhlutverk:
Gerar,d Philipe
Valerie Hobson
Joan Greenwood
Natasha Parry.
jBönnuð börnum innan 14 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
*****
TRIPOLI-BÍÓ
Slmi 1182
JLimelight
(Leiksviðsljós)
Þessi einstæða mynd verðurl
nú sýnd aftur vegna mikillarj
eftirspurnar, en aðeins örfá i
skipti.
Aðalhlutverk:
Charles Chaplin,
Claire Bloom,
Sydney Chaplin,
Buster Keaton.
Sýnd kl. 5,30 og 9.
Sala hefst kl. 4.
Hækkað verð.
TJARNARBÍÓ
Óskars verðlaunamyndln
GlefSidagne’ í Róm
PRINSESSAN SKEMMTIR SÉRj
(Roman Hollday)
Sýnd kl. 9.
Síðasta sinn.
Golfmeistararnir
(The Caddy)
Sýnd kl. 5 og 7.
Síðasta sinn.
r1
X SERVUS GOLD X
—/ N---fL/'XJ]
In^u—--------LTX^U
0.10 HOLLOW GROUND 0.10
YEL10W BLADE
=L
Hugþekk keimsluh.
(Framhald af 3. síðu).
högum Jesú og bernsku, og
einnig, í gagnorgum frásögn
um, brugðið upp skýrum
myndum af örlagaríkum at-
burðum í sögu Gyðingaþjóð-
arinnar.
Þriðji hluti bókarinnar
nefnist „Jesú, meistarinn
mikli“, og ræðir, eins og nafn
iö bendir til, um Krist og
kenningar hans, lærisveina
hans og dæmisögur.
„Jesús vinur mannanna"
er efni fjórða þáttar, og seg
ír þar frá nokkrum helztu
kraftaverkum Krists, mann-
ást hans og guðsmætti.
í fimmta og síðasta kafla
bókai'innar eru hinar al-
kunnu „Heilræðavísur“ séra
Hallgríms Péturssonar Ung-
um er það allra bezt, sem
ætlast er til, að kennarinn
útskýri og nemendur læri
síðan. Dregur hið ódauðlega
trúarskáld vort þar saman í
einn stað og túlkar eftir-
minnilega sígild sannindi
kristinnar lífsskoðunar.
Það gerir bók þessa að-
gengilegri hinum ungu nem
endum, að inn í frásagnirn-
ar og aftan við hvern megin
þátt bókarinnar fléttir höf.
viðeigandi sálmavers og stund
um heila sálma. Þá eykur
það eigi að síður á aðgengi-
leik bókarinnar í augum
hinna ungu lesenda, að hún
er prýdd fjölda ágætra mynda
mörgum þeirra í litum, að
öðrum ytra frágangi er bók-
in öll hin vandaöasta og
snyrtileeasta.
Hún ber því órækan vott,
as þar heldur á pennanum
æfður kennari, sem skilur
hvað er við hæfi barnanna
í þessum efnum, og tengir
fráscgn sína umhverfi þeirra
og daglegu lífi, heimili þeirra
landi. og þjóð. Og ekki gleym
ir hann að minna sína ungu
lesendur á það, að vestan
hafsins búa íslenzkir menn,
er unna „gamla íslandi“.
En um annað fram ber bók
in íagurt vitni hjartaheitri
guðstrú og viðsýni höfundar-
ins, djúpri lotningu fyrir
Meistaranum mikla og leið-
sögn hans einstaklingum og
þjcðum til varanlegrar gæfu
og gengis.
Richard Beck.
Þriðja liæsta . . .
(Framhald af 5. síðu).
hefir ekkl þurft að skipta um einn
einasta nagla.
Árið 1894 dró Eifíel sig út úr við-
skiptalífinu. Hann keypti þá eina
fyrstu bifreiðina, sem ók eftir göt-
um Parísar og skelkaði með henni
vegfarendur, sem voru óvanir slík-
um farartækjum. „Maður er ekki
ungur nema einu sinni", sagði hinn
áttræði öldungur.
Ritaði bækur.
Þegar Eiffel var 89 ára gamall
tilkynnti hann, að eftir það myndi
hann einbeita sér að því að rita
bækur, og á næstu tveim árum
ritaöi hann þrjár. Þann 15. des-
ember 1923 var hann í hófi, sem
haldið var í tilefni 91 árs afmælis
hans. Snemma kvöldsins seig yfir
hann þreyta og kvaddi hann þá
fjölskyidu sína og tók á sig náðir.
Hann reis aldrei úr rekkju eftir
það.
Tólf dögum síðar var hann Iát-
inn. En minning hans mun lifa, og
það er ekki aðeins Eiffelturninn,
sem heidur henni á lofti, heldur og
fjölmargar aðrar byggingar víða
um heim, som bera vitni um hin-
ar einstöku gáfur hans og hug-
myndaflug.
Pearl S, Back:
HJONABAND
upp. Rúmið var óbælt. Rut þreif opna hurðina að fataskápn-
um, þar sem Hall geymdi föt sín. Skápurinn var tómur.
— Hann getur ekki verið svo heimskur, hrópaði hún. En
andiit hennar var orðið náfölt og varirnar öskugráar.
— Ég ætla að hyggja aö því, hvort reiðhjóíið hans er farið,
sagði Jill og hljóp niður stigann. Þau biðu, og hún kom þegar
aftur. — Það er horfið, sagði hún.
— Ó, þessi vanþakkláti drengur, stundi Rut. Hún leit
umhverfis sig í herberginu, leitandi að einhverjum skila-
boðum frá Hall, en þar var ekkei't slíkt að sjá. Þau gengu
hægt niður stigann og William reyndi að átta sig á því, hvað
nú væri bezt að taka til bragðs.
— Við verðum að leita til lögreglunnar, sagði hann við
Rut.
En í brjósti hennar bjó ótti bændafólksins við lögreglu og
athygli almennings, Þar að auki magnaðist nú reiði hennar
í garð Halls, er hún áttaði sig betur á því, sem hann hafði gerfc,
— Hann kemur heim aftur með kvöldinu, sagði hún,
Þegar hungrið sækir að honum, kemur hann aftur heim.
En enginn gat fengið sig til þess að fara til kirkiu þennan
dag, þegar svona var ástatt. Rut gekk aftur upp á loftið og
klæddist gamla hversdagskjólnum 'sínum, og þegar telpurnar
búðu um aö fá að vera heima, leyfði hún það.
Þau héldu sig öll heima þennan dag og dútluðu við eitt og
annað. William haföi ekki eirð í sér til að mála, en þar sem
hanu varð að hafa eitthvað fyrir stafni, fór hann að hreinsa
pensia sína og litasþjald. Hann færði líttð borð út að gluggan
um í stofunni undir því yfirskini, að hann þyrfti að hafa góða
birtu, en raunverulega ástæðan var sú, að þaðan sá hann út
á veginn og yfir heimtröðina.
— Drengir hlaupa oft að heiman, sagði hann við Rut.
En hann minntist þess jafnframt með sjálfum sér, að á
drengsárunum hafði það aldrei hvarflað að honum að hlaup-
ast að heiman. Hánn hafði gengið um stilltur og prúður
og hlýtt öllum fyrirmælum móður sinnnar. Svo varð honum
það Ijóst, að í raun og veru hafði hann hlaupiö að heiman,
begar hann ákvað að kvænast Rut. Þótt hann hefði ekki-
verið ungur drengur þá, mundu foreldrar hans lita þannig
á málið. Þann dag og jafnvel síðar höföu þau vafalaust sagt
hvort við annað: William kemur heim aftur.
Hann minntist ekki á þessar hugsanir sínar við Rut.
— Hali hafði enga ástæðu til þess að hlaupa brott frá.
hinu góða heimili sínu, sagði hún. Hún var að þurrka af hús-
gögnunum, en svo gekk hún upp á loftiö og þóttist ætla að
þurrka þar af, en þaö var bara vegna þess, aö úr lofts-
gluggunum sást svo vel út yfir veginn og umhverfið. William
gekk á eftir henni og þóttist vera að leita að gömlum tíma-
ritum .Hann álasaði henni ekki, því að hann sá, hve sjálfs-
ásökun hennar var mikil.
Þessi sjálfsásökun var að beygja hana, og hún brotnaði
alveg um það leyti, sem rökkur féll á. Reiöi hennar hjaönaöi
fyrir þessari sjálfsásökun, og um kvöldið var hún titrandi
af skelfingu. Hann hafði aldrei séð hana slíka eins og þegar.
myrkrið huldi loks að fullu veginn og heimtröðina, og dreng-.
urinn var ekki enn kominnn heim. Hún sneri sér að honum
í örvæntingu og fól andlitið við brjóst hans.
— Ég er vond kona, hvíslaði hún. -— Það var ekki satt, að
ég hegndi honum í gær til þess að gera honum gott. Ég barði
hann af því, að ég var svo reið við hann, og nú hefir guð
tekið hann frá mér til þess að hegna mér.
Hjarta hans hrærðist, og hann fann aðeins til löngunar
til að hugga hana og vernda, og ást hans á þessari hrjáðu
fconu, sem þrýsti sér að brjósti hans, var mikil.
— Hvaða vitleysa, vina mín, sagði hann. Hann reyndi að
sefa hana, strauk hár hennar og lagði kinn sína við enni
hennar. — Við erum ekki einu sinni farin að leita að honum
Það var þarflaust að rökræða við hana um guð og hans
hlutdeild. Allt raunsæi Williams í trúarefnum hafði ekki
megnað að breyta í nokkru staöfastri barnatrú Rutar um
réttlæti guðs. — Nú leitum við til lögreglunnar, sagði hann.
Hún hefir alls konar ráð til að finna týnt fólk.
Hann leiddi hana niður stigann og skildi við hana í stól
í dagstofunni. — Bíddu andartak hérna, sagði hann. Þú hefir
erfiðað í allan dag og ekkert borðað, og þar að auki verið
áhyggjufull. Svo gekk hann brott til að hringia til lögregl-
unnar.
Honum varð allhverft við, er hann fór að segja lögreglunni,
hvernig Kall væri útlits. Hann hafði aldrei gert sér eins
lióst sjálfur, hvernig sonur hans var i raun og veru útlits —■
„hár eftir aldri, með rauðbrúnt hár og brún augu, freknóttur
við nefið, rjóður í kinnum og allstóran munn“. Líkur móður
sinni var hann nærri búinn að bæta við í ógáti en gáði að
sér á síðustu stundu. Svo gekk hann aftur inn til Rutar. Hún
sat með heimilisbiblíuna á hnjánum og starði á hgna opnq.
— William; hrópaði hún. Hann hefir skrifað hér. í biblíuná-
Hann laut yfir haná, og þarna sá hann nokkúr' o'rö rituð
á spássíuna með barnslegri rithönd I-Ialls. Þar stóð: Fór m
lieiman 13. júlí 1913.
— Ég tók biblíuna og fletti upp í henni af handahófi til
þess að leita þar einhverrar huggunar, sagði Rút með ekka,
— og þá opnaðist bókin hér.
Hin þunga bók rann niöur á gólfið, og Rut grét hátt.
Wilíiam kraup við hlið hennar og reyndi að hugga hana