Tíminn - 29.01.1955, Blaðsíða 4
i.
TÍMINN, Iaugardagmn 29. janúar 1955.
23. blað.
75 ÁRA I DAG:
JÓN EIRÍKSSON
Fyrrum hreppstjjóri í Voíaseli
í dag hefir Jón Eiríksson,
sem bezt er þekktur undir
nafninu Jón í Volaseli, eða
Jón frá Volaseli, lifað þrjá
fjórðu úr öld meðal okkar,
hér á þessari jörð.
Allir, sem þekkja Jón hafa
sömu sögu að segja. Með
toetri félaga hafa þeir ekki
verið. Jafn hollráðann mann
hafa þeir ekki þekkt. Eng-
ann, sem betra er að biðja
um greiða, og vandvirknin
og samvizkusemin, skildu-
ræknin og trúmennskan er
eins og bezt verður á kosið.
Kunnastur er Jón Austur-
Skaftfellingum ,enda er hann
fæddur meðal þeirra, og hef
ir alið þar aldur sinn, og unn
ið sitt ævistarf. Árin 1904—
1906 stundaði hann nám við
búnaðarskólann á Hvanneyri
og varð þá nokkuð kunnugur
í Borgarfirði. Síðan minnast
margir eldri Borgfirðingar
hans með sömu hlýjunni og
Skaftfellingar.
Venjulega mætti hann á
aðalfundi Búnaðarsambands
Austurlands. Menn minnast
hans frá þeim fundum, sem
hins gætna tillögugóða
manns, sem ætíð lagði gott
til mála, og ætíð studdi góð
mál. Hans drengilega fram-
koma, prúðmennska og létta
lund, gerðu það að verkum
að meðal fundarmanna eign
aðist hann marga vini, sem
sakna hans nú, eftir að
Austur-Skaftafellssýsla varð
sérstakt búnaðarsamband.
Þetta kom m. a. ljóslega fram
á fimmtíu ára afmæli Bún-
aðarsambandsins í sumar,
en þar var Jón boðsgestur
sambandsstjórnarinnar, og
fagnað af öllum fundarmönn
um.
Jón bjó í Volaseli allan sinn
búskap. Mörgum fylgdi hann
þá yfir Jökulsá, sem rennur
við túngarðinn og oft var
ygld á brún fyrir ókunnan
ferðamann. Eg hefi þurft að
fara yfir hana slíka, og sund
riöið hana með Jóni, sem ekki
hikaði við að koma mér yf-
ir, svo að ég gæti haldið
minni áætlun — gert mína
skyldu — þó áin væri kölluð
ófær. En nú er Jón farinn
frá Volaseli og áin brúuð,
svo Volaselsbóndinn þarf
ekki oftar að fylgja yfir hana.
Tímarnir breytast, og lífs-
þægindin aukast. Á meðan
Jón bjó í Volaseli var hann
hreppstjóri Bæjarhrepps, og
hafa sýslumenn Skaftfell
inga mjög rómað hrepp-
stjórastarf hans í mín eyru.
Hann var og sýslunefndar-
maður Bæjarhrepps um þrjá
tugi ára og enn lengur í yfir
kjörstjórn sýslunnar við al-
þingiskosningar.
Síðan jarðræktarlögin öðl-
uðust gildi, 1923, hefir Jón
veris trúnaðarmaður Búnað
arfélags íslands í Austur-
Skaftafellssýslu, og mælt út
og tekið út jarðabætur í
sýslunni og stundum líka í
syðstu hreppum Suður-Múla
sýslu. Oft er hann því búinn
að koma á allar jarðir sýsl-
unnar, og leggja holl ráð á,
um umbætur og framkvæmd
ir á jörðunum.
Búnaðafélag íslands þakk
ar honum þetta starf, þakk-
ar honum vel gerðar, réttar
og samviskusamlega færðar
skýrslur, sem ávallt hafa
komið frá honum snemma
vetrar. Eg vil líka leyfa mér
að þakka honum fyrir hönd
allra bænda í sýslunni, fyrir
holl ráð og skemmtilegar
samverustundir, sem hann
hefir veitt beim með þrjátíu
ára komum sínum til þeirra.
Hann var og er þeim ávallt
aufúsugestur
Um langt skeið var Jón í
fulltrúaráði Kaupfélags Skaft
fellinga, og vann þar með
öðrum að eflingu þeirra sam
taka, sem mest og bezt hafa
hjálpað sýslubúum til fjár-
hagslegs sjálfstæðis. Hann
var einn af stofnendum Menn
ingarfélags Austur-Skaftfell-
inga, en það félag hefir haf
ið máls á, og undirbúið mörg
mál, sem síðar hafa komið
til framkvæmda og aukið
hagsæld og menningu sýslu
búa.
Þegar sláturhús var reist í
Höfn tókst Jón á hendur for
stöðu þess og annaðist hana
fyrst hjá Þórhalli Daníels-
syni kaupmanni og síðar hjá
Kaupfélagi Austur-Skaftfell-
inga um áratugi. Nú eftir að
Jón hætti búskap og fluttist
á Höfn, hefir hann umsjón
með ýmsu hjá Kaupfélaginu,
því alls staðar er hann sami
reglusami og samvizkusami
starfsmaðurinn, sem allir
sækjast eftir vegna trú-
mennsku, árvekni í starfi og
natni og hirðusemi, svo af
ber.
Jón er ern og hress og sótti
í desember síðastliðnum nám
skeið er Búnaðarfélag ís-
lands hélt fyrir héraðsráðu-
nauta sína og trúnaðarmenn.
Þar kom í Ijós, að Jón, sem
þar var aldursforseti, hafði
enn sama áhugann á fram-
faramálum landbúnaðarins
og hann hafði 1923, þegar
fyrsta námskeiðið var hald-
ið fyrir þá menn, sem þá
tóku að sér að verða trún-
aðarmenn Búnaðarfélags ís-
lands, jafnframt þvi, sem
þeir leiðbeindu bændum um
allt er laut að umbótum á
jörðum þeirra.
Þökk fyrir okkar góðu
kynni Jón, þökk fyrir starf
þitt fyrir íslenzkan landbún-
að, cg þökk fyrir þá lífsgleði
og starfsgleði, sem þú heíir
ávallt glætt í kringum þig.
Páll Zóphóníasson.
Jón Eiríksson frá Volaseli,
fyrrum hreppstjóri Bæjar-
hrepps í Austur-Skaftafells-
sýslu, á 75 ára afmæli í dag.
Þrátt fyrir þennan háa ald-
ur er hann enn svo unglegur
að margir, sem ekki vita um
Heimsmeistarakeppnin
aldur hans, mundu telja
hann einum áratug yngri, og
ir viðræðum og hugsun, verð
ur hver sá, er honum kynnist
þess fljótt var aö hann á enn
samleið með miklu yngri
mönnum, þeim er hugsa djarf
lega og sækja fram.
Jón er fæddur á Viðborði á
Mýrum, en þar biuggu þá for
eldrar hans, Guðný Siguðar
dóttir og Eiríkur Jónsson.
Er Jón af merkum skaft-
fellskum bændaættum kom-
inn og alinn upp við hvers
konar sveitastörf eins og
flestir íslendingar á hans
aldri. Á uppvaxtarárum sín-
um og fram yfir tvítugsald.-
ur var hann vinnumaður á
góðum heimilum austur þar,
meðal annars hjá Þorleifi
bónda og síðar alþingismanni
í Hólum og séra Jóni pró-
fasti Jónssyni, hinum fróða
á Stafafelli.
Þegar Jón var fullþroska
maður árið 1904 fór hann í
Hvanneyrarskólann til Hjart
ar Snorrasonar, og stundaði
þar nám næstu tvö árin.
Hann er því meðal seinustu
lærisveina Hjartar, en hann
lét af skólastjórn vorið 1907.
Minnist Jón ætíð með mikilli
virðingu Hvanneyrarskólans
og sérstaklega hins stjórn-
sama atorku- og dugnaðar-
manns Hjartar Snorrasonar
og þó engu síður húsfreyjan
ar, konu hans, frú Ragnheið
ar Torfadóttur, en hún var
af öllum viðurkennd, dreng-
skapar- og sæmdarkona. Var
heimilisstjórn öll á Hvann-
eyri til mikillar fvrirmynadr.
Að loknu búfræðinámi,
gerðist Jón um hríð kennari
í Lóninu að vetrinum en
stundaði jarðabótavinnu hjá
ýmsum bændum að sumrinu.
Vorið 1915 tekur Jón við bús
forráðum í Volaseli og kvænt
ist Þorbjörgu Gísladóttur, er
þá hafði misst mann sinn
Ólaf Sveinsson eftir fárra ára
samveru. í Volaseli reka þau
síðan búskap á fjórða tug
ára með miklum myndarbrag
hvcrt sem var innanhúss eða
utan. Á þessum búskapar-
tíma þeirra tók jörðin mikl-
um umbótum, tún voru
stækkuð,- sléttuð og girt. Á
engjar var veitt vatni með
miklum og góðum árangri.
Fénaðarhús voru reist að
nýju og bæjarhús aukin og
bætt.
Heimili þeirra i Volaseli
var í þjóðbraut og því mikil
gestakoma og frábær gest-
risni. Þar var öllum tekið af
hlýju og velvild og veittur
bezti beini, enda varð heim-
ilið alkunnugt fyrir hvers-
konar greiðvikni og hjálp-
semi. Húsbóndinn var ræðinn
og skemmtinn og hrókur alls
fagnaðar, þar sem við átti
og húsfreyjan hugulsöm og
við því búin að inna af hendi
þær veitingar og fyrirgreiðslu
sem bezt hentaði og þörf var
fyrir hverju sinni. Eftir 32
ára búskap í Volaseli brugðu
þau búi og fluttu sig á Höfn,
en þar hefir heimili þeirra
verið siðan og rekið af sama
myndarbrag og áður, þó að
minna sé umleikis. Þeim, er
á Höfn koma, sem eru marg-
ir, þykir gott að eiga athvarf
á heimili Jóns og Þorbjargar,
á sama hátt og fyrr, er þau
(/'ramtoakl & 5. síðu.)
Eftir margra ára dvöl í
Ameríku er heimsmeistaratit
illinn aftur kominn til Evr-
ópu. Englendingar sigruðu
sem kunugt er i heimsmeist-
arakeppninni í New York í
þessum mánuði. í liði þeirra
voru Dodds, Konstam, Mere-
dith, Pavlides, Reese og Shap
iro, en Wm. Corvan var „non-
playing" fyrirliði. Sigur Eng-
lendinga var ekki eins mikill
og margir höfðu búizt við,
ekki af því að mismunurinn í
stigum væri ekki nógu mikill
— um 5000 stig — heldur
vegna þess, að Bandaríkja-
mönnum tókst, eftir slæma
byrjun að vinna mest allt tap
ið upp og þegar 56 spil voru
eftir, höfðu Englendingar að-
eins 780 stig yfir.
Einnig verður að taka tvö
þýðingarmikil atriði til at-
hugunar. Þegar Bandaríkjam.
— næstum sama sveit og spil
aði nú — unnu heimsmeistara
keppnina i Monte Carlo í fyrra
eftir ekki allt of glæsilega
spilamennsku, tóku þeir þátt
í nokkrum öðrum leikjum viö
þekkta, evrópiska spilara. Þeir
spiluðu í París, Róm, London
og Amsterdam, og töpuðu alls
staðar. í einum þessara leikja,
nefnilega í London, gegn
sama liöi og nú spilaði fyrir
Englendinga í New York, biðu
þeir algerlega lægri hlut.
Það var þvi ekki þægileg
aðstaða fyrir Bandarikja-
menn i keppninni í New York
að mæta liði, sem spilað hafði
þá sundúr og saman, og ofan
á það bættist, að Englending-
ar byrjuðu leikinn mjög vel.
Auk þess sem þeir voru heppn
ir, spiluðu þeir ágætlega. Eftir
fyrstu lotuna bjuggust því
flestir við, að Bandaríkja-
menn myndu tapa með mikl-
um mun. Það kom nefnilega i
Ijós eftir fyrstu 32 spilin, að
3200 stiga munur var Englend
ingum í hag.
Það er því mjög athyglis-
vert, að Bandaríkjamönnum
skyldi takast að vinna upp tap
ið, og stuttan tíma eftir hálf
leik höfðu þeir yfir. En Eng-
lendingar unnu tvær síðustu
loturnar með yfirburðum, og
voru vel að sigrinum komnir,
þótt það skyggi hins vegar
ekki á dugnað og baráttu-
kjark Bandaríkjamanna.
Spil frá keppninni.
Frá hinni skemmtilegu
fyrstu umferð er eftirfarandi
spil, sem ef til vill hefir haft
úrslitaáhrif á leikinn.
A 4 2
V 7
A K 10 9 8 5 4 3
4. D 8 6
A Ekkert A Á K D 9 5
V Á G 8 4 2 VKD 10 6
♦ Á 7 4 2
*G95432 4, K 10 7
4» G 10 8 7 6 3
y 953
♦ D G 6
4!» Á
Norður gaf. Austur og Vest
ur á hættu.
Þar sem Englendingarnir
sátu austur og vestur, opnaði
austur í aðra hendi á einum
spaða, suður sagði pass, vestur
tvö hjörtu, norður pass, aust
ur fiögur hjörtu, og Meredith,
sem vestur sagði sex hjörtu,
sem var passaö. Þar sem lauf
ið Iá vel, vannst sögnin.
Við hitt borðið opnaði
Schapiro sem norður á þrem
ur tíglum (veik sögn), austur
doblaði, og suður (Reese)
sagði fjóra tígla til þess að
gera spilið enn erfiðara fyrir
mótherjana. Vestur sagði nú
beint sex lauf, sem var passað
hringinn. Hjarta var látið út
hjá norður og sagnhafinn gat
ekki hindrað norður í að
trompa hjarta, þegar suður
síðar komst inn á laufa ásinn.
Árangurinn varð einn niður,
og Englendingar fengu 1530
stig á spilinu.
Osló vann Stokkhólm.
Um síðustu helgi fór fram
keppni í bridge milli Stokk-
hólms og Osló, og var keppnin
háð í Stokkhólmi. Norðmönn
um heppnaðist í síöustu um
ferðinni að tryggja sér sigur-
inn en munur var sáralítill.
Þessi úrslit komu nokkuð á
óvart, þar sem Svíar höfðu 41
stig yfir, þegar 16 spil voru
eftir. Spilað var á tveimur
borðum. Fyrir Stokkhólm spil
uðu níu „pör“, og var það gert
til þess að gefa sem flestum
spilurum kost á að öðlast æf-
ingu í millilandakeppni. Var
skipt oft um, en hinn fasti
kjarni liösins var Wohlin &
Co, sá, er spilaði í keppninni
rnilli Reykjavíkur og Stokk-
hólms.
Eftir keppnina sagði fyrir-
liði norska liðsins, Halle rit-
stjóri, að sagnkerfi Svía væru
næsturn or'ðin eins óskiljanleg
og þau ítölsku.
sssss5s5ssss5ssssss5sssss55ss5ss53sss5ssssss5ssi3s5ss5ss55sss5i5sss5s553
Trásmiðafélag Reykjavíkur
Fundur verður haldinn í Alþýðuhúsinu við Hverf-
isgötu, mánudaginn 31. janúar kl. 8,30 síðdegis.
Fundarefni: SAMNINGARNIR
Stjórnin.
3SSS4ÖS5S5SSSSSSSSSSSS55SSSS5SS353SSSS55SS35S5SS5SSS5SSSSSSSSSS5S53SSSSÍ
33S5SS53SS55355SS5555555S53533555555533553555535555ÍS535S353S5S53Í53
S.K.T. Gömlu dansarnir
í G. T.-húsinu í kvöld klukkan 9.
Hljómsveit Carl Billich.
Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Sími 3355.
555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555554