Tíminn - 29.01.1955, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.01.1955, Blaðsíða 3
TÍMINN, laugardaginn 29. janúar 1955. 23. blaff. ftÍlH— II íslendingaþættir Dánarminning: Guðlaug Þorsteinsdóttir í dag verður jarðsungin frá 1 þjóðkirkjunni í Hafnarfirði, Guðlaug Þorsteinsdóttir frá Qlfusvatni í Grafningi. Hún ándaðist að heimili sínu Herj ólfsgötu 12, 20. þ. m. Guðlaug var fædd að Brennu á Eyrarbakka 5. nóv. 1864, og var því fullra 90 ára, er hún lézt. Foreldrar hennar voru Þor steinn Þorsteinsson frá Tungu í Grafningi og Sig- ríður Þorgilsdóttir frá Stóru Borg í Grímsnesi. Ung að ár um fluttist hún að Ölfus- vatni til Gísla Þórðarsonar bónda þar. Eignuðust þau tvo syni, Sæmund, er seinna varð bóndi þar, og Guðmund, skólastjöra Reykjaskóla í Hrútafirði. Árið 1904, er Gísli hætti búskap, fluttist Guðlaug að Bygggarði á Seltjarnarnesi, sem bústýra hjá Ólafi bónda Ingimundarsyni og litlu síð- ar Guðmundur sonur hennar, er þá var 5 ára að aldri. Það var þar, sem ég, er þessar lín ur rita, kynntist hinni látnu ágætiskonu. Guölaug var góð um gáfum gædd og myndar- leg til allra verka. Hún var rnjög barngóð og mátti ekk- ert aumt sjá. Fljótt mun hún hafa kom ið auga á það, að ég, sem þá var nýlega búinn að missa fóstru mína, myndi þarfnast einhverrar hlýju og umönn- unar, enda tók hún fljótt ástfóstri við mig, sem væri ég einn af sonum hennar. Hið létta og góða skap henn- ar yljaði öllum, sem voru í návist hennar og gott auga hafði hún fyrir ýmissi góð- látlegri kýmni. Guðlaugu létu mjög vel húsmóöurstörfin. Hún var dugleg og hagsýn kona, enda þurfti á því að halda, þar sem oft var margt fólk, bæði við sjósókn og önnur störf. Félagslynd var hún og tók jafnan virkan þátt í félags- lífi hreppsbúa eftir að hún fluttist á Nesið. Þegar Ólafur heitinn dó, fluttist Guðlaug frá Bygg- garði að Ölfusvatni til Sæ- mundar sonar síns, er þá var tekinn við búskap þar, og dvaldist hún þar að mestu þar til Sæmundur brá búi og þau fluttu til Hafnarfjarðar. Fyrir mörgum árum varð hún fyrir alvalegu slysi. Varð hún fyrir bíl og beið þess aldrei að fullu bætur. Síð- ustu 7 árin lá hún rúmföst, aöallega vegna ellihrumleika og fékk að lokum hægt og rólegt andlát. Vil ég svo þakka þessari látnu vinkonu minni fyrir allt vinarþel til mín ogl'’óska henni góðrar heimkomu í land eilífðarinnar. B. A. Verð „Hlísiar" Ef ég man rétt, var það 9. janúar, að Tíminn birti grein arstúf eftir mig um ársritið Hlín. Þar játaði ég, að mér væri ómögulegt að skilja hvernig unnt væri að selja rit ið svo lágu verði, sem gert er. í tilefni af þessu hefir mér borizt bréf frá þjóðkunnri merkiskonu, sem telur sig geta skýrt þetta atriði sæmi- lega, og ég held að skýringar hennar ættu að koma fyrir almenningssjónir. í fyrsta lagi er það, að upplag ritsins er stærra en flestra annarra tímarita íslenzkra. í öðru lagi annast konur víðs vegar um land útsöluna, talið að þær muni jafnvel ekki’vera færri en 400, er svo gera, og þær taka engin ómakslaun, nema hvað útsölukona mun að jafn aði fá eintak af ritinu fyrir ómak sitt. í þriðja lagi eru rit stjóranum, frk. Halldóru Bjarnadóttur, ekki greidd laun. Kún hefir árlega ofur- lítinn styrk úr ríkissjóði sem viðurkenningu fyrir það marg breytta menningarstarf, sem hún vinnur, og þar undir er Hlín látin falla. Ekki minnist kona þessi á það, hvort ritlaun séu greidd fyrir greinar í rit- inu, en telja má víst, að svo sé ekki, heldur sé dyggðin lát in þar fela í sér sín eigin laun — greinarnar séu ritaðar af áhuga og eingöngu hans vegna. Grunur er mér á því, að sleppt hafi verið einum liðn um. Ég þekki að vísu ekkf Sig urð O. Biörnsson mikið, en trúað gæti ég því, að hann ætlaði sér ekki mikinn hagnað af prentun Hiínar. Það er öðru nær en að^þetta haggi þeirri niðurstöðu minni, að ritið sé gefið út í því einu augnamiöi að manna þjóðina; skýringar konunnar staðfesta betta. Sn. J. iHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiimiiimmiiiiiiimiiiiiiiiii* Hugþekk kennslubók í kristnum fræðum 5$$$S555$$55$$$5$S55$SS555á5555S5555S555S5S Yörubílstjórafélagið S*róttMr Aðalfundyr Vörubílstj órafélagsins ÞROTTUR verður haldinn í húsi félagsins, sunnudaginn 30. þ. m. kl. 1,30 e. h. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Félagsmenn sýni skírteini við innganginn. STJÓRNIN. S«$$S$$$$S$$$S$$SS55$$$$$5$$55$55$$5555S$$$$$$S5$$555$5$$$$$S$$$$$55SS5Í Valdimar V. Snævarr fyrr- um skólastjóri, sem löngu er þjóökunnur fyrir brennandi áhuga á kristindómsmálum, sýndi þann djúpstæða áhuga sinn fagurlega í verki með hinu prýðilega kveri sínu handa fermingarbörnum, Líf og ját?iing, er út kom fyrir ári síöan. En hann hefir eigi látið þar við lenda. Nú hefir hann sent frá sér aðra kennslubók í kristindóms- fræðum, GuS leiö'ir þig. (Krist in fræði handa ungum börn- um), sem einnig er gefin út á vegum Bókaforlags Odds Björnssonar á Akureyri, og kom út nýliðið huust. Er barnabók þe/',si í kristn- um fræðum tileinkuð íslenzk um mæðrum, og sæmir það ágætlega, þvi að þær hafa, eins og höfundur segir rétti- lega í tileinkun sinni, „svo öldum skiptir, verið fyrstu kennarar barna sinna í kristn um fræðum.“ Um grundvall- andi hlutdeild ísl. mæðra í mótun trúar- og lífsskoðunar þjóðarinnar fer höf. ennfrem ur þessum réttmætu orðum í formála sínum til foreldra og kennara: „Kristnum fræðum kynn- ast flest börn fyrst af vörum foreldra sinna, ekki sízt mæðranna. Þær kenna þeim bænir og vers, segja þeim sögur úr Biblíunni og tala við þau um ýmislegt út frá því. Vafalaust er, að með þessu hafa þær lagt grund- völlinn undir trú og lífsskoð un kynslóðanna. Hefir sá grundvöllur oft verið svo að- dáanlega traustur, að hvorki harmar né hretviöri lífsins hafa megnað að hreyfa við honum. Þetta er dásamlegt, þegar þess er gætt aö hing- að til hafa mæðurnar orðið að vinna þetta vandasama verk hjálpargagnalítið. Fátt hefir verið um leiðbeiningar og hjálparbækur. Þó skulu tvær nefndar og báðar ágæt- ar, og á ég þá við Heimilis- guðrækni og Við móðurkné, sem margar mæður munu þekkja.“ Valdimar skólastjóri hefir þá einnig samið þessa nýju bók sína sérstaklega með það fyrir augum, að hún geti orð ið íslenzkum mæðrum að gagni í kristindómsfræðslu þeirra, og einnig verið notuö við kennslu yngstu nemenda í barnaskólum í þeim fræð- um. Virðist mér bókin þann ig úr garði gerð, um efnis- vai og meðferð þess, að hún nái vel tilgangi sínum, jafn framt gefur höf. í formála sínum góðar bendingar um notkun bókarinnar. Hún er í fimm aðalþáttum sem síðan er skipt í smærrí kaíla, en öll er niðurröðun efnisins glögg og greinagóð, og setningaskipun og málfar með sama brag. Fyrsti hluti bókarinnar, er inngangur og ætlaður til samtals við börnin, fjallar um skoðanir kristinna manna á tilveru Guðs, almætti hans og helgi.og um afstöðu þeirra til hans og boðorða hans. í öðrum þætti bókarinnar, sem ætlaöur er til endursagn ar og sjálfsnáms, er lýst átt (Framhald á 6. síðu) ÞAKJÁ fyrirliggjaiicSS nýjar gerðir ! Stvrlækkað verð | i Nýjar sendingar mánaðar I | lega. Allir beztu harmón- | 1 íkuleikarar landsins nota i I harmóníkur frá okkur. — | | Kynnið yður verð og gæði i f áður en þér festið kaup I 1 annars staðar. | Póstsendum. 1 Verzlmiin ffiíN | i Njálsgötu 23 Sími 7692 i | iitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiii} iiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimmiiimmiiiiiiiiiiiiiiiuiiii* | Ragnar Jónsson | i hæstaréttarlögmaður | 1 Laugavegi 8 — Sími 7752 | Lögfræðistörf og eignaumsýsla miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiii Þrír Mývetningar döpsn sam an í eftirleit á Austurfjöllum Fimdu þrjár kitnlnr, tvær clýrbStnar ; og' stó'ð tófan yflr fieisu, er a«S var kouiið í síðustu viku voru þrír Mývetningar fimm daga í eftir- leit á Mývatnsfjöllnm, þótt frosthörknr væru miklar og h?íðarveðnr. Fundu þeir þrjár kindnr og voru tvær þeirrct dýrbitnar og stóð tófan yfir þeim, er að var komzð. SÍMI 8 24 22 S$$$$$$Í$«5WSSSSSSSSSS5SSSSSÍSÍSSS«4S$SSSSSSSS«4SSS$5SSSSSSSSSSSSSSSSSS; Menn þeir, sem fóru í eftir- leitina, voru Sverrir Tryggva son í Reynihlíð, Helgi Vatnar Helgason á Grímsstöðum og Sigurgeir Aðalsteinsson í Belg. Lögðu þeir félagar af stað úr byggð þriðjudaginn 18. janúar á skíðum og fóru aust ur í leitarmannakofa Mývetn inga, Péturskirkju við Nýja- hraun. Á leiðinni þangað, í Grænuborgum, rétt vestan Nýjahrauns fundu þeir eina kind. Gistu þeir síöan í Pét urskirkju. Frost og snjókoma. Næsta dag hinn 19 var veöur leiðinlegt, frost 12—15 stig og renningur, enda veö ur hvasst. Þó leituðu þeir nokk uð í nágrenni en fundu ekk ert og gistu enn í Péturs- kirkju. Hinn 20. var enn illt veður og héldu þeir kyrru fyrir. Hinn 21. var veður held ur betra og héldu þeir nú í leit norður yfir Veggi allt norð ur undir Dettifoss en fundu ekkert. Tvær kindur dýrbitnar. Hinn 22. bjuggust þeir heim á. leið en Icituöu þó um leið og komu þá að tveim- ur kindum, sem báðar voru lítils háttar dýþbitnar og’ stóð tófan yfir þeim, og mun hafa ætlað að vinna alveg á þeim, ef mannaferðir hefðu ekki hindrað það., Héldu þeir svo heim meö þessar þrjár kindur. Vantar enn 17 kindur. Bændur frá Reykjahlíð og: nokkrum öðrum bæjum aust an og norðan vatns höfðu fé sitt um 800 talsins á Austur fjöllum að venju fram undii hátíðar. Vantar enn 17 kind- ur af því fé. Telja menn lít: legt, að þeirra þurfi nú varl& að leita lifandi úr þessu, þvl að tófan situr um þær, þegai svo fátt er orðið þar eystrs. og að sverfur. Grímsstaða- menn, sem fóru í hrossaleii vestur fyrir Jökulsá á dögur.. um og sáu þá slóð eftir kinc ur, en einnig er mikið un. refaslóðir þarna. Nokkur snjór er á fjöllui. um, gott skiðafæri var og ekk; j arðbönn með öllu. Þó mun nt hafa skipt um, því að 'fyrii nokkrum dögum kom hláki. bloti, en frysti síðan aftur o( bræddi þá yfir allt, svo aö ni er mjög illt til jarðar í Mý-> vatnssveit. j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.