Tíminn - 12.02.1955, Qupperneq 5
35. blað.
TÍMINN, Iaugardaglnn 12. febrúar 1955,
B.
ERLENT YFIRLIT:
Eftir stjórnarskiptin í Moskvu
Erfiðlcikar laudbúiiaðarins flýttu fyrir
falli Malenkoffs, en með {iví cr þó valda-
strcitunni í Krcml engan veginn lokið
Laugard. 12. febr.
Beiting verkfalls-
réttarins
' AS sjálfsögðu er nú mikið
rsett um þau verkföll, sem
hafa staðið yfir undanfarið,
og eins um þau verkföll, sem
kunna að verða framundan.
Þctta er næsta eðlilegt, því
að þau skipta miklu um af-
komu þjóðarinnar.
Að þessu sinni verður hér
■ekki rætt um þéssi verkföll
almennt. Hins vegar þykir
rétt að vekja athygli á tveim
atriðum í sambandi við þau
verkföll, er staðið hafa yfir
undanfarið, þvi að þau benda
hiklaust til þess, að það sé
öllum aðilum til hagsbóta,
að nýrri skipan verði kom-
ið á þessi mál.
Þau tvö verkföll, sem hér
er um að ræða, eru mat-
sveinaverkfallið á kaupskip-
unum og sjómannaverkfallið
í Vestmannaeyjum.
Hér skal ekki Iagður dóm-
ur á kröfur matsveina. Um
þær geta vafalaust ’slerið
skiptar skoðanir. Hitt ættu
hins vegar allir að geta við-
urkennt, að það sé óheppi-
legt fyrirkomulag, að einn
lítill starfshópur skuli geta
stöðvað mikilvæg atvinnu-
og samgöngutæki. Slíku fyr-
irkomulagi getur t. d. hæg-
lega fylgt langvarandi stöðv
un kaupskipa. Þegar verk-
falli matsveina væri lokið,
gæti hafizt verkfall háseta,
að því loknu ^verkfall vél-
stjóra, síðan verkfall stýri-
manna, þar á eftir verkfall
loftskeytamanna og þannig
koll af kolli. Afleiðingin af
þessu yrði svo ekki aðeins
stöðvun skipanna, heldur
einnig stöðvun margvíslegra
atvinnugreina annarra, sem
eru háðar flutningum.
Þetta fyrirkomwlag er vit
anlega með öllu óhæft. Það,
sein þarf að komast á, er
að öll fagfélög semji sam-
tímis og komi sér saman
um samræmwgu innbyrðis.
Alþýðusambandið mync’i þá
verða oddviti þeirra í samn
ingum. Slík skipan er víða
komin á erlendis, t. d. á
Norffnrlöndwm. Hún tryggir
miklíi meiri vinnufrið en
ella, en veikir þó ekki neitt
verkfallsréttinn, nema síð-
ur sé.
Verkfallsrétturinn er laun
þegum dýrmæt nauðvörn.
■ Viðurkenning annarra stétta
á honum fer þó að sjálfsögðu
mikið eftir því, hve réttlát-
lega og hóflega honum er
beitt. Fátt aflar honum meiri
óyinsælda en stöðug smá-
skæruverkföll. Þess vegna er
þáð verkamönnum áreiðan-
léga til hags, að honum sé
ekki beitt í tíma og ótíma,
heldur sem samstilltu átaki,
þegar brýn nauðsyn krefur.
------ --
Hitt atriðið, sem hér verð
Ur vakin athygli á, snertir
sjómannaverkfallið i Vest-
mannaeyjum. Hér verður
ekki lagður dómur á kröfur
sjómanna. Um það verður
heldur ekki dæmt, hvort þeir
standa einhuga að baki
þeirra. Vel má vera að svo sé,
en samkvæmt upplýsingum,
eir birtar hafa verið í blöðum,
yar tilboði útgerðarmanna
Ráðherraskiptin í Moskvu eru enn
helztu umtalsefni heimsblaðanna og
kennir margra grasa í skýringum
blaðamanna á þeim. Enn eru líka
mörg atriði í sambandi við þau
svo mjög á huldu, að ýmsar álykt-
anir verður að byggja á getgátum
og líkum. Endanlega verður ekki
hægt að dæma um þessa atburði
fyrr en nokkur tími er iiðinn frá
þeim og stefna hinnar nýju stjórn-
ar hefir fullkomiega sýnt sig í verki.
Það virðist þó þegar mega álykta
tvennt af þvi, sem þegar er komið
fram. Annað er það, að veruleg
persónuleg átök hafa átt sér stað
bak við tjöldin í Kreml og að þeim
muni engan veginn lokið enn. Hitt
er það, að erfiðlega hefir gengið í
ýmsum efnahagsmálum innanlands
og hefir það flýtt fyrir manna-
skiptunum. Ef sæmilega hefði geng
ið í efnahagsmálunum, myndi að-
staða Malenkoffs hafa verið sterk-
ari og hann siður þurft að fara frá.
Erfiðleikar landbúnaðarins.
Erfiðleikarnir í efnahagsmálun-
um hafa verið og eru mestir í sam-
bandi við landbúnaðinn. Bæði er
framleiðsla landbúnaðarvara enn
of lítil til að fullnægja eftirspurn-
inni og fólkið þó ofmargt, er vinn-
ur við landbúnaðinn. í Sovétríkj-
unum vinnur nú um það bil helming
ur vinnufærra manna við landbún-
aðinn á einn eða annan hátt, en í
Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu
tæpur þriðjungur. Af þessu leiðir,
að hinn vaxandi iðnaður Sovét-
ríkjanna býr við skort á verkafólki.
Eigi iðnaðurinn að geta eflzt ems
hratt í Sovétríkjunum og valdhaf-
arnir ætla sér, þarf að flytja mikið
vinnuafl frá landbúnaðinum til iðn
aðarins. Þetta er hins vegar ekki
mögulegt meðan framleiðsla land-
búnaðarvara er of lítil.
Stalin hafði reynt að leysa þetta
vandamál með eflingu stórra ríkis-
búa eða samyrkjubúa og koma land
búnaöinum sem mest í stóriðjuform.
Þetta bar nokkurn árangur í sam
bandi við kornyrkjuna, en hefir gef
izt verr við kvikfjárræktina. Heildar
niðurstaðan hefir orðið sú, að fram
farir í landbúnaðinum hafa orðið
rniklu minni í Sovétríkjunum en í
öðrum löndum á sama tíma, þar
sem byggt hefir verið á sjálfseign-
arrekstri frjálsrar bændastéttar.
Stefna Malenkoffs
í landbúnaðarmálum.
Rétt eftir að Malenkoff kom til
valda fyrir tæpum tveimur árum
síðan, varð sú meginbreyting á
stefnunni 1 landbúnaðarmálum, að
reynt var að örfa rekstur smábú-
anna, sem bændum er leyft að reka
jafnhliða því, sem þeir vinna á sam
yrkjubúunum. Breyting þessi var
í því fólgin, að þeim var veitt
skattalækkun og verðið á afurð-
um þeirra hækkað. Þetta var gert
hafnað á sjómannafundi
með 18:14 atkv., en 190
manns munu vera í sjó-
mannafélaginu, og síðan var
verkfall ákveðið af níu
manna fulltrúaráði félagsins,
en það ekki borið undir fé-
lagsfund. Samkvæmt gild-
andi vinnulöggjöf er þetta
löglegt, en þrátt fyrir það,
getur þetta ekki talizt heppi
legt. Þegar lagt er út í stór-
felld verkföll, eins og sjó-
mannadeilan í Vestmanna-
eyjum er, þarf að liggja fyrir
skýr vilji viðkomandi félags-
manna. Verkföll ætti helzt
ekki að fyrirskipa, nema það
í þeirri von, að þeir ykju framleiðsl
una. Enn sem komið er hefir þetta
ekki borið tilætlaðan árangur, og á
s. 1. ári bættist svo við uppskeru-
brestur. Ástandið í landbúnaðar-
málum hefir því sizt farið batnandi
síðan Malenkoff tók við.
Margt bendir til, að það séu þess-
ir erfiðleikar, sem átt hafa mestan
þátt í falli Malenkoffs. Afleiðing
þeirra er jafnframt sú, að horíið
ver.ður nú sennilega að þeirri stefnu
sem Krushseff hefir verið helzti
talsmaður fyrir, en hún er efling
stórra ríkisbúa og að ónumin lönd
í S.'beríu verði tekin til ræktunav í
stórum stíl. Slíku verður ekki kom-
ið í framkvæmd, nema vélvæðing
landbúnaðarins verði stóraukin, en
til þess að svo geti oröið þarf að
auka þungaiðnaðinn, svo að hann
geti framleitt meira af landbúnaðar
vélum. Að þessu leyti helzt efling
þungaiðnaðarins og landbúnaðarins
í hendur. Það gerir svo aukningu
I þungaiðnaðarins enn nauðsynlegri,
að ákveðið hefir verið að auka víg-
búnaðinn verulega eða um 12% á
næsta fjárhagsári, miðað við yfir-
standandi fjárhagsár.
Stefna Stalins tekin
uþp aftur.
Því afturhvarfi, sem hér er um
að ræöa til stefnu Stalins, þ. e. að
leggja megináherzlu á þungaiðnað-
inn, fylgja áreiðanlega versnandi
lífskjör og aukið ófrelsi fyrir rúss-
neska alþýðu, a. m. k. í bili. Senni-
lega 'verður nú minni rækt lögð við
smábúin, sem bændur hafa, og frjáls
ræði bændastéttarinnar skert ~)reg
ið verður úr framleiðslu ýmsra
neyzluvara og kjör borgarbúa þann
ig þrengd. Þá hefir verið tilkynnt,
að ríkið bjóði út mun meira af
skyldulúnum en áður og verður
kaupgetan þrengd á þann hátt.
Líkur þykja benda til, að út á við
verði stefna Sovétríkjanna harðari
og óvægnari en áður eða svipuð
því og hún var á dögum Stalins.
Þó þykir það ekki vel að marka,
þótt Rússar láti ófriðlega meðan
þeir eru að reyna að hindra stað-
festingu Parísarsáttmálans. Við
því hafði alltaf verið búizt og þarf
það því ekki að tákna stefnubreyt-
ingu til hins verra. Sumir. gera sér
og vonir um, að fyrirætlanirnar um
aukinn vígbúnað séu líka birtar í
sama tilgangi og sé þær ekki heldur
vel að marka. Ýmsir blaðamenn
telja, að enn sé of snemmt að segja
endanlega um það, hver áhrif stjórn
arskiptin kunni að hafa á utan-
ríkismálastefnu Sovétstjórnarinnar.
Kom Krushseff afsögn
Malenkoffs á óvart?
Enn er einnig margt á huldu j
sambandi við hinar persónulegu
deilur, sem átt hafa sér stað meðal
valdamannanna í Kreml að tjalda-
baki. Ljóst virðist þó, að átök hafi
hefði verig samþykkt við
skriflega atkvæðagreiðslu og
nægilegur frestur veittur til
þess að tryggja sem mesta
þátttöku.
Verkalýðssamtökin ættu
vissulega að geta fallist á
þetta. Afstaða þeirra er því
sterkari í verkfalli, sem hinn
almenni vilji er augljósari á
bak við það. Eins og áður
segir, má vel vera að sjó-
menn í Vestmannaeyjum séu
einhuga í deilunni. Aðstaða
þeirra væri þó sterkari, ef
fyrir lægi, að þeir hefðu ver-
ið einhuga um að efna til
verkfallsins.
Molotoff, sem hefir staðið af
sé>* allar ,.hreinsanir“ og
stjórnarbreyti7zgar í Moskvu
verið milli þeirra Malenkoffs og
Krushseíf og hafi sá fyrrnefndi
beðið ósigur í bili. Ýmsir blaöa-
menn telja, að Krushseff hafi ætl-
að sér að fall Malenkoffs yrði meira,
en Malenkoff hafi orðið fyrri til
og afsalað sér völdum. Krushseff
hafi ekki verið undir það búinn að
taka stjórnarforustuna nú þegar og
Bulganin því orðið fyrir valinu.
Með þessu hafi Malenkoff bæði
bjargað sjálfum sér og komið í veg
fyrir valdatöku Krushseffs. Eins og
nú standi dæmið, sé Krushseff
valdamestur, en hins vegar engan
veginn enn eins valdamikill og Stal-
ín var. Völdin séu enn í höndum
ráðs eða nefndar og séu þeir þar
valdamestir Krushseff, Molotoff
og Bulganin. Aðstaða Krushseffs sé
enn það ótrygg, að honum geti orð
ið steypt þá og þegar, ef honum
tekst ekki að losa sig við keppi-
nauta sina. Valdabaráttan í Kreml
haldi því enn áfram og sé næsta
tvísýnt, hvernig henni lyktar. Meö-
an svo hátti til, sé einnig erfitt
að segja fyrir um, hvert Sovétríkin
muni st-efna næstu misserin og ár-
in. í þeim efnum ríki nú óvissa og
geri það allt ástand heimsmálanna
tvísýnt og óráðið.
Eru Bulganin og Zukoff
hófsamari en Krushseff?
Plestum kemur saman um, að
það sé herinn, sem hafi grætt mest
á stjórnarbreytingunni. Vel geti
því svo farið, að það verði hann,
sem taki alveg völdin við næstu
breytingu á stjórninni.
Þá er talið, að Molotoff hafi styrkt
aöstööu sina. Eftir fráfall Stalíns,
voru þeir Bería, Malenkoff og Molo
toff valdamestir. Nú er Molotoff
einn eftir í fremstu röð af þessum
mönnum. Hann virðist enn kunna
vel þá list að vera með þeim, sem
ofan á eru hverju sinni.
Allmikið er rætt um hinn aukna
framá þeirra Bulganins og Zukoffs.
Þeir eru báðir viðurkenndir miklir
hæfileikamenn. Athygli vekur, að
báðir hafa í seinni tíð talað heldur
friðsamlega um Bandaríkin. Yfir-
leitt virðist álitið, að heppilegra
væri, að þeir hrepptu völdin að iok
um heldur en Krushseff.
Ýmsar spár eru um þá framtíð,
sem Malenkoff eigi fyrir höndum.
Líklegt þykir að hann hafi bjargað
sér í bili. Hann hefir fengið þýö-
ingarmikið embætti, þar sem er
stjórn raforkumálanna og ef t.il
vill verða kjarnorkumálin líka látin
heyra undir ráðuneyti hans. Víst
þykir þó, að Krushseff ætli hon-
um þetta starf ekki til lengdar. En
fari hins vegar svo, að Krushseff
steypist úr stóli, getur vegur Mal-
enkoffs átt eftir að vaxa að nýju.
Einstaka ágizkanir hafa lieyrzt á
þá leið, að Malenkoff kunni að
verða teflt fram á ný, ef ráðamenn
irnir 1 Kreml telja hyggilegt að taka
upp friðsamlegri stefnu.
En eins og áður segir, ríkir enn
svo mikil óvissa um það, hvernig
valdabaráttunni í Kreml lýkur, að
ekkert verður endanlega fullyrt um,
hvernig þau mál snúast. Þessi ó-
CFramhald á 6. síðu).
Erlent verka-
fólk
í ræðu þeirri, sem Þorsteinn
Sigurðsson, formaður Búnað
arfélags íslands, flutti í út-
varpinu í tilefni af setningu
Búnaðarþings, drap hann á
verkafólksskortinn í sveitun-
um, sem mun víða vera orð-
inn ískyggilega mikill.
Var að heyra á formann-
inum, að eingöngu stæðu
hugir manna til Norðurlanda
ef um innflutning erlends
verkafólks væri að ræða.
En ég er einn þeirra, sem
tel að ekki væri úr vegi að
renna huganum víðar í þeim
efnum.
Að Norðurlandafólki alveg
ólöstuðu, þá er víðar um gott
verkafólk að ræða, heldur en
það, og það í nánum ná-
grannalöndum.
Hvergi í norðanverðri álf-
unni mun vera eins mikill
útflutningur verkafólks eins
og frá Hollandi og írlandi. í
báðum þessum löndum er
mjög duglegt verkafólk. Og
a. m. k. í Hollandi er fólk ó-
venjulega nýtiff og annálað
um heim allan fyrir þrifnað
og hirðusemi.
Mér hefir fundist í fjarlæg
um löndum, þar sem mikill
innflutningur fólks er frá
fjölda landa, þá væru Hol-
lendingar þar taldir í fremstu
röð verkafólks.
Og frá Hollandi neyðist
fjöldi fólks að fara í atvinnu
leit til fjarlægra landa. —
Þrengslin í litlu landi knýja
fólk í þúsunda tali á ári
hverju, að yfirgefa land sitt.
Hví ekki að reyna að fá
verkafólk frá Hollandi eða
írlandi?
Auðvitað er aðalatriðið að
nýta vel það vinnuafl, sem
til er nú i landinu, og láta
verkafólkið hafa góö kjör og
sérstaklega með því fyrir-
komulagi, að þaff geti haft
þau verulega góð, ef það
vinnur vel og afkastar miklu.
Þótt eitthvað af erlendu
fólki settist hér að, þá gæti
það oft alveg eins orðið til
bóta eins og á hinn veginn.
Þó að mál okkar og þjóð-
erni sé okkur dýrmætt og
eigi að vera það áfram, þá
er það kotungsháttur og
þröngsýni, aö vera alltaf sí-
hræddir við alla erlenda
menn — og vera sígeltandi
að þeim, jafnvel þótt þeir
húki aðeins á óbyggilegustu
útskögum okkar lands.
Það er nær að efla þjóð-
rækni og íslendingstilfinn-
ingu okkar sj álfra, svo að við
sjálfir séum það góðir ís-
lendingar, að erlent fólk, er
lcynni að vilja vera hér, berl
virðingu fyrir okkur sem ís-
lendingum og verði ánægt
að staðnæmast í okkar hópi.
Andúð og mótþrói gegn
þvi að erlent fólk staðnem-
ist hér, minnir talsvert á
ýmsa yfirgangssama og þröng
sýna stórbændur, sem ef til
vill af hreinni tilviljun hafa
komist yfir að „eiga“ stór
landflæmi, sem þeir þó nytja
ekki nema að örlitlu leyti.
En þeir varna öðru fólki að
byggja sér úr því nýbýli eða
að fá einhvern skika, máske
sinumýrar eða hálfgerða
grjóturð, til þess að mynda
sér þar heimili.
Hefir þannig margur ung-
ur maðurinn hrökklast al-
farinn burt úr sveitinni á
mölina og margir af landi
burt, vegna þröngsýni eða
(Framhald & 6. siou.)