Tíminn - 13.02.1955, Side 5
36. blað.
TÍMINN, sunnudaginn 13. februar 1955.
B.
Sunnud. 13. febr.
VerkföSI og
vinstri stjórn
Morgunblaðið hefir talsverð
ar áhyggjur út af umtali því
um svokallaða „vinstri
stjórn", sem sprottið hefir frá
nyársgrein Hermanns Jónas-
sonar. Seinast í gær er for-
ustugrein þess helguð þessu
efni.
,Mbl. spyr: Vilja Framsókn-
armenn vinstri stjórn til að
tryggj a j öfnuð á ríkisrekstrin-
um, réttlátt verð á landbúnað-'
arvörum, hæfileg framlög til
landbúnaðarins, raforkufram
kvæmdir o,g- víðskiptafrelsi ?
Geta þeir búizt við að fá ósk-
um sínum í þessum efnum
betur framgengt. í samstjórn
með verkamönnum en Sjálf-
stæðisf lokknum ?
Svarið við þessu er það, að
Framsóknarmenn telja sig
geta tryggt þessi atriöi eins
vel í samvinnu við verkamenn
og Sjálfstæðisflokkinn. Ef þeir
fengju það hins vegar ekki,
væri svokölluð vinstri stjórn
útilokuð að þeirra dómi. Sjálf
stæðismenn hafa orðið að
vinna það til stjórnarsam-
starfs við Framsóknarflokk-
inn, að hætt yrði tekjuhalla
rekstri ríkisins, sem viðgekkst
í stórum stíl meðan Sjálfstæð
isflokkurinn fór með fjármála
stjórniná, og Sjálfstæðisflokk
urinn hefir einnig orðið að
vinna það til stjórnarsam-
starfsins, að framlög til land-
búnaðarins og raforkumála
yrðu margfölduð frá því, sem
var i tíð nýsköpunarstjórnar-
innar, þegar Sjálfstæðisflokk
urinn réði mestu um þessi
mál.
Alveg sömu skilyrði myndi
Framsóknarflokkurinn setja
öðrum flokkum, sem hann
ynni með, varðandi þessi mál
og samvinna gæti því aðeins
tekizt, að á þau yrði fallizt.
En hvað annað og meira
telj a Framsóknarmenn sig
geta fengið í samstarfi til
vinstri, sem ekki er hægt að
koma fram í samstarfi við
Sjálfstæðisflokkinn ?
Því er fljótsvarað.
Framsóknarmenn vona, ef
slíkt samstarf næðist, að þá
yrði hægt að koma þeirri skip-
an á atvinnurekstur við sjáv-
arsíðuna,. að ekki þyrfti allt
aö loga þar í verkföllum á
hverju ári og annaðhvert ár,
eins og nú á sér stað til stór-
tjóns fyrir alla. Þetta telur
hann, að helzt myndi fást
fram með ábyrgri þátttöku
verkafólks í atvinnurekstrin-
um, t. d. í sambandi við verk-
un og sölu sjávarafurðanna,
og með margvíslegum ráðstöf-
unum til að draga úr milliliða-
gróða, en það yrði örugglegast
gert með úrræðum samvinn-
unnar. Á þennan hátt ætti að
mega útrýma tortryggninni,
sem nú er ein helzta orsök
hinna sífelldu kaupstyrjalda.
Reynslan frá nágrannalönd
úm okkar sýnir, að afkoman
er bezt og horfur blómlegastar
í þeim löndum, þar sem verka
lýðurinn tekur þátt í ábyrgu
stjórnarsamstarfi eða getur
búizt við því að bera slíka
ábyrgð öðru hvoru, samanber
Norðurlönd og Bretland. Hins
vegar ríkir ringulreið í þeim
löndum, þar sem hann er í
ábyrgðarlausri andstöðu, sbr.
Ítalíu og Frakkland.
íslendingabyggðin Lundar
HEILSUVERND
Winnipeg, 3. íebr. 1955.
Eftir Jón Ki'istgcirsson, kcisiiara
Það er notaleg tilbreyting fyrir
íslending, sem ferðazt hefir víðs
vegar um meginland vesturálfu, þar
sem ísland er ekki til og viða minna
þekkt en himinhnettirnir Neptúnus
eða Plútó, að reka sig þá á alíslenzk
byggöarlög með mannvirkjum, sem
eru hugsuð af íslendingum og unn-
in aí íslenzkum höndum, á miðjum
sléttum Ameríku. Það er fyrir slík-
an ferðamann líkt og fyrir farfugl-
inn, sem flýgur langar leiðir yfir
úthöfin og er ef til vill farið að
daprast flugiö, en þá verður fyrir
honum iðgræn, skógivaxin eyja í
miðju hafinu. Þar getur hann hvílt
sig og safnað kröftum til áfram-
haldandi flugs. — En hér er engin
tilviljun að verki. Á bak við liggur
sífellt starf og atorka islenzku vest-
urfaranna, sem lögðu leið sina hing-
a.ö til fyrirheitna landsins í blá-
móðu óvissunnar — draumalands-
ins. Hér er að verki tryggð þeirra
við fósturjörðina, æskustöðvarnar,
sem ei verður frá þeim tekin. Peir
hafa gerzt góðir ættjarðarniðjar. Og
íslenzka Fjallkonan við norðurheim
skautsbaug er í mikilli þakkarskuld
við þá og afkomendur þeirra. Þeir
hafa borið merki hennar hátt með
sóma.
Það mun ekki hafa verið með-
mæii hér í sveit í upphafi að koma
frá eyjunni við yztu höf til land-
nemanna, sem áður höfðu flutzt
hingað frá stóru löndunum og höfðu
samið lögin og venjurnar. Það gat
ef til vill verið heppilegt að láta
ekki mikið á þjóðerninu bera. En
rönnn er sú taug, sem rekka dregur
föðurtúna til. íslenzku landnemarn-
ir báru í brjósti sér kynfylgju ætt-
feðranna, sannleiksást, trúmennsku
og freisisþrá. Það hlaut að fá útrás
og efla viðgang þeirra, er tímar liðu.
Ættjarðarástin og tryggðin við átt-
hagana var sönn og hrein. Það var
efniviðurinn í eins konar verndar-
grip eða verndarvætti, sem þeir
hafa búið til úr henni, svo að nú
er svo komið, að það eru vissulaga
meðmæli aS vera íslendingur hér í
landi. Á því hefi ég þreifað. Og
þarf ég ekki vitna við í því efni.
Nú verða mér skiljanlegri orð, sem
ég heyrði á Lundar frá einum landa
minna þar. Þau voru á þá leið, að
ættjarðarást væri sterkari hjá ís-
lendingum hér en innflytjendum
annarra þjóða. Það þurfti sterkari
átök til þess að halda uppi heiðri
og einkennum litlu þjóðarinnar en
þeirra stóru. Það reyndi þá meira
á hvern einstakling. Við íslendingar,
hvar sem við erum í sveit settir,
hljótum því að vera þakklátir fyrir
þann mikla skerf, sem Vestur-íslend
ingar hafa lagt að mörkum til við-
halds og framvindu alls, sem ís-
lenzkt er. Þó höfum við landarnir
heima veitt þeim harla iítinn styrk
í þessu verki þeirra. Nei, þeir hafa
orðið að heyja baráttu sína einir
og treysta algerlega á sjálfa sig,
óháðir og að mestu óstuddir frá
ættlandinu. Þetta atriði gerir það
enn óskiljanlegra, hversu þeim nef
ir orðið mikið ágengt, og hversu
hlýjan hug þeir bera til ísienzka
Það er af þessum ástæðum,
sem Framsóknarmenn hafa
jafnan talið það heppilegt, að
ríkisstjórnin byggðist á sam-
starfi hinna vinnandi stétta
til sveita og sjávar, er notuðu
sér úrræði samvinnunnar í sí-
vaxandi mæli til að bæta kjör
sín. Illu heilli h'efir hins vegar
sá klofningur komizt í raðir
verkalýðsins, m. a. vegna starf
semi Moskvukommúnista. að
slíkt samstarf hefir verið úti-
lokað um langa hríð. Þess
vegna hefir samstarf Fram-
sóknarmanna við Sjálfstæðis-
flokkinn verið óhjákvæmilegt.
En strax og hinn lýðræðislegi
þjóðernisins. Allslausir af verald-
legum gæðum lögðu þeir flestir leið
sína hingað yfir sléttuna miklu. Fóst
urjörðin gæddi þá harla litlu vegar
nesti, nema kynfylgjunni og trú á
lífið. Hún hafði þá ekki getað veitt
þeim þau tækifæri, sem þeir verð-
skuiduðu og óskuðu til að búa sér
og niðjum sínum mannsæmandi líf.
Þess vegna var það oft tápmesta
fólkið, sem leitaði í vesturveg. En
það eru ekki aöeins landnemarnir
sjálfir, sem hafa veitt þjóðerni okk
ar brautargengi í vesturálfu. Hitt
er í raun og veru me'rkllegra, hversu
margir afkomendur þeirra hafa gert
garðinn frægan i því efni, og orð'ið
jafnvel enn betri íslendingar en
þeir heimabornu. AÖ þessu hafa
ekki aðeins unnið þeir, sem hæst
hafa borið og mest er talað' úm,
heldur eru það ekki siður hinir,
sem vinna í kyrrþey, óþekkti her-
maðurinn á þessum vígvelli. Það er
nú einmitt oft óþekkti hermaður-
inn, sem mest ber hitann og þung-
ann.
Lundar er eitt af þeim byggðar-
lögum, sem íslendingar reistu upp-
haflega að mestu. Og enn er þar
fjöldi alíslenzkra heimila, en yngsta
kynslóðin er treg til að mæla á
tungu feðra sinna. Lundar er þorp
með um 700 íbúum. Ég hefi langa
lengi haft kynni af Lundar. Þar
hefir Sveinn Jónsson, hálfbróðir
minn búið háa tíð. Meðan móður
okkar naut við, las hún mér oft
fyrir bréf til hans, þegar hún hafði
annir og mátti ekki vera að því að
skrifa. Síðar höfum við Sveinn
skrifazt á, en höfðum ekki sézt
fyrr en ég heimsótti hann nú um
jólin. Á heimili hans og konu ans,
Júlíönu Jónsdóttur, dvaldi ég nú
um skeið. Var mér þar tekiö eins
og ég væri kr.minn heim til föður-
húsanna. Lifði ég þar i vellysting-
um praktuglega. En ekki hafði ég
dvaiið þar lengi, er mér fóru að
berast heimboð frá löndum mínum.
sem ég áður hafði engin kynni haft
af. Hafði ég næg verkefni að sinna
heimboöum, og gat ekki lokið þeim
öllum. Það var líkast og ég ætti
bræður og systur í hverju húsi, og
þannig hefir það verið, hvar sem
ég hefi farið um byggðir Kanada.
Þetta er einmitt táknrænt fyrir
framkomu Vestur-íslendinganna
við okkur, sem komum heiman að.
Þeir vilja greiða götu okkar í hví-
vetna. Hygg ég að gestrisni þeirra
við nkkur eigi sér hvergi líka í þess-
um heimi. Er hætt við, að við séum
miklir eftirbátar þeirra í því efni.
þegar þeir koma að heimsækja okk-
ur, og að við megum bera kinnroða
hvað það snertir.
Um síðustu hclgi fór ég til Lundar
til að kveðja. Varð mér þá eins
og áður, að mér fannst að ég væri
korninn heim í átthaga mína. Á
sunnudaginn var ég við íslenzka
messu hjá prestinum þar, Braga
Friðrikssyni. Hann er ungur maður,
nýkominn heimanað frá Fróni. Er
hann áhugamaður í starfi sínu.
hluti verkalýðsins, sem er
áreiðanlega yfirgnæfandi
meirihluti hans, getur sam-
einazt, mun ekki standa á
Framsóknarflokknum til sam
starfs á ábyrgum umbóta-
grundvelli.
Sjálfstæðisflokkurinn, sem
er fyrst og fremst flokkur
hinna stóru milliliöa, virðist
hins vegar ekki geta til þessa
hugsað, að verkalýöurinn eigi
eftir að fá þann sess í stjórn
landsins, er milliliðirnir hafa
nú. Á þvi má vel marka, hvort
Sjálfstæðisílokkurinn er slík-
ur „allra stétta flokkur“ og
hann vill vera láta.
Messar hann oft að jafnaði 14 sinn-
um á mánuöi — ýmist á íslenzku
eða ensku — og ekur oft óravegu
til kirkna sinna. Hann er þrek-
maður og telur ekki eftir sér krók-
inn .Þessi messa hans var nokkuö
ströng, en var fiutt af hógværð og
lítillæti hjartans, sem presti vel
sæmir. Yfir henni livíldi heiðskír
hreinleiki, drengskapur og einurð.
Er ætíð £ott að eiga skipti við slíka
menn, enda n. tur hann óskipts
trausts og vináttu safnaða sinna. Að
lokinni messu var öllum kirkjugest-
um boðið í kaffisamsæti, er Þjóð-
ræknisdcildin þar í þorpi gekkst
fyrir. Þar var minnzt voraldar eyj-
unnar við íshafið. Og mér voru
fluttar veglegri velfarnaðar- og
heiilaóskir en ég hefi áður hlctið'.
Voru þær bæði frambornar af lífs-
reyndum öldungum og presti safn-
aöarins. Fann ég, að mér tókst ekki
að þakka þær sem vert var. Mig
skorti orð. Beztu gjafirnar verða
heldur aldrei fullþakkaðar né endur
goidnar, enda ekki til þess ætlazt.
Að lokum var ég leystur út .neð
bókagjöfum.
Lundarbúar eru 1 mörgu menn-
ingarfólk. T. d. hafa þeir oft staöið
framarlega íþróttum. Þar voru
urn eitt skeið góðir glímumenn á
íslenzka vísu. Og nú liafa þeir ný-
lega gert merkilegt átak í íþrótta-
málum. Þeir hafa byggt tvo veglega
skála til að geta iökað þar þjóðar-
íþróttir Kanada að vetri til, hocxey
og körling. Er stærri skálinn yfir
70 metrar á lengd og 35 metra breið
ur, hinn er álíka langur en mjórri.
Öll vinna við byggingu skála þessara
er leyst af hendi í þegnskaparvinnu,
og var ekkert greitt fyrir vinnuna.
Að því unnu allir þorpsbúar meira
og minna, háir sem lágir. Og efnið
í skálana fékkst fyrir frjálst sam-
skot. Mér varð hugsað til Reykja-
víkur. Þar liggur fyrir dyrum að
reisa skautahöll. Það verður gaman
að vita, hvort hún verður reist á
sama hátt.
Á meöan ég dvaldi að Lundar fór
ég í nokkrar heimsóknir til bænda-
býla í sveitinni þar í grennd. Voru
þar nautgripir af holdakyni aöal-
bústofninn. Þótti mér einkennilegt
að sjá hjarðir af þeim á útigangi í
snjónum og frosthörkunum, í 25
stiga frosti á Celsius eð'a meira.
Þarna sá ég hjörð gripa á annað
hundmð, mest ungar kýr og uxar.
Og virtist ekkert hús vera til yfir
það. En kuldinn virðist ekkert pjá
það, því að gripirnir voru feitir og
digrir og kafloðnir. Þeim er gefið
hey á jörðina, og það er látið vera
svo rnikiö, að gripirnir geti legið á
því, og þeir þurfi ekki að liggja
á snjónum og klakanum. Kýrnar
eru látnar bera í apríl og eru kálf-
ar látnir sjúga mæður sínar. Mér
brá í brún að sjá meðferðina á
heyinu. Það er í göltum á enginu
og er ekkert breitt yfir þá. Því er
svo ekið heim jafnóðum og það er
notað. Og er oft allt útflennt heima
við. Það er auðséð, að ekki þarf
að óttast regn, og að auðveldara
er að afla heyja hér en á íslandi.
Þarna sá ég nokkuð af sauðfé.
Var það allt svart í framan, blakkt
á lagð og toglaust. Var mér sagt,
að þetta fjárkyn væri heppilegt
þarna. Meðal annars af því að bað
er fljótt að hlaupa undan úlfinum.
En hann er oft reglulegur vargur
í sauðahjörð á sléttunni. Þetta voru
auðsjáanlega hinar myndarlegustu
skepnur, en mér fannst þær skorta
fríðleika, tign og bliðu íslenzku
sauðkindanna.
Þá heimsótti ég bændaöldunginn
Skúla Sigfússon. Hann hefir nú að
baki sér hálfan níunda tug ára,
en er ern og glaður. Hann situr
(Fiamhald á 6. síðu).
Mataræðið
Bændur hafa á hinum síð
ari árum kynnst nytsemi
fóðurbætis til handá skepn-
um sínum. Grasætum er gef
iö fiskimjöl, síld, kornmatur
og jafnvel slátur, kjötmeti og
mjólkurmatur til viðbótar við
grasið og heyið. Hefir þetta
stóraukið nyt, afurðir og
hreysti búpeningsins, þó að
þaö komi ef til vill illa heim
við kenningar- náttúrulækn-
inganna.
Sama máli gegnir um menn
ina. Nær öllum nútíma nær-
ingarfræðingum ber saman
um það að nauðsynlegt sé að
hafa eggjahvítuinnihald fæð
unnar all hátt, ef fólk á a'ð
hafa þrek og dugnað til
þess að standast árásir sýkla
og annarra sjúkdómsvalda.
í haust leitaðist dr. Dubos
sem starfar við Rockefeller
stofnunina í New York við
það, að svara spurningu, er
oft hefir skotið upp kollin-
um fyrr og síðar: Hvernig
stend.ur á.því að maður get-
ur haft afar mikið af skað-
legum sýklum í hálsi og nef
koki árum saman án þess að
veikjast, og svo verður hann
allt ? einu fárveikur einn góð
an veðurdag, og leggst þungt
haldinn í hálsbólgu.
Dr. Dubos álítur að svarið
sé fólgið í efnalegu og líf-
eðlislegu jafnvægi mannsins.
Á einhvern hátt verður lík-
ami hans betri jarðvegur og
gróðrarstía fyrir sýklana.
Hér er ekki um Það að ræða
að ónæmi mannsins gegn
sýklunum hafi minnkað, né
heldur það að sýklarnir hafi
magnast. Hvað veldur þá
þeirri umbreytingu?
Dr. Dubos stingur upp á
því að skammvinnur nær-
ingarskortur eða hungur, þó
að það standi aðeins í fá-
einar klukkustundir geti hér
haft töluvert að segja. Dr.
Dubos hefir tekið vel aldar
mýs og svelt þær í þrjátíu
klst. Ef þær eru þá smittað-
aðar með sóttkveikjum sýn-
ir það sig að þær eru svo
næmar orðnar gegn sjúkdóm
unum, að þeir reynast jafnvel
banvænir á skammri stur.du.
Fasta, eða annar skyndileg
ur sultur hjá mönnum gerir
þá einnig næmari fyrir sjúk-
dómum og graftarígerðum.
Sama máli gegnir um sykur
sýkla. Flestir sjúklingar sem
veikjast þannig Þegar lífs-
þróttur þeirra er lár, ná sér
aftur þegar búið er að bæta
mataræði þeirra eða efna-
skipti.
Það kann að vera að hæfi
leikinn til þess að verjast
sjúkdómum sé breytilegur frá
aegi til dags, jafnvel hjá vel
öldum og hraustum einstak-
lingum. Mikilla rannsókna er
þörf til þess að finna það
hvaða breytingar í mannleg-
um líkama gera hann næm-
ari eða ónæmari gegn sjúk
dómum. Ef til vill þarf þá
margra ára rannsóknir til
•<dðbótar, til þess að finna
það hvernig unnt er að fyrir
byggja þær breytingar.
Mótstöðuafl mannslíkam-
ans er sennilega hægt að
auka svo mjög, segir Dr. Du-
bos að myglulyf og nákvæm
ar lækningaaöferöir verði ó
þarfar.
Kjötmeti, fiskur og mjólk
(Framhald á ti. síðu).