Tíminn - 26.03.1955, Qupperneq 1

Tíminn - 26.03.1955, Qupperneq 1
Bkrifstofur 1 EddutiíUö Frétta-simar: 81302 og 81303 Afgreiðslusími 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda 39. árgangur. Reykjavík, laugardaginn 26. marz 1955. 71. blaff. Skýrsla ríkisstjórnarinnar um á- hrif kauphækkana á ríkisbúskapinn Forsaeíisráðliet*a*a gaf si AlSíingi í ga?r f. li. rílvisstjairnariimar eftirfarsmdi skýrslu. — í gær gaf Ólafur Thors, forsætlsráðhevra, svoliljóðandi skýrslu á Alþingi fyrir hönd ríki stjórnarinnar: Á Alþingi og í blöðum landsins hefir oftlega verið að því vlkð síðustu dag- ana að ríkisstjórn íslands bæri að leysa kaupdeilu þá, sem nú stendur yfir. Umræður þessar bera vott um að menn hafa ekki haft handbær gögn um áhrif kauphækkunar á ríkis- búskapinn. Þykir því ekki hjá því komizt, að ríkisstjórnin gefi upplýsingar, er mættu auðvelda mönnum réttan skiln- ing á þessum efnum.. Hefir því verið gerð áætl- un um áhrif kaupgjalds á ríkisbúskapinn. Er þá miðað við 7% hækkun grunnlauna annars vegar, en á hinn bóg- inn 26% hækkun grunn- kaups. Báðar þessar tölur hafa verið talsvert nefndar í sambandi við málið og það 1. Hækkun launa .......... 2. Hækkun tryggingarútgjalda vegaviðhalds, sjúkrakostn. utan ríkissjúkrahúsa, fæðis- kostn. á skipum og sjúkra- húsum og framræsluframl. gefur gleggri mynd að taka þannig dæmi. Áætlun um hækkun ríkisúgjald,a á næsta fjárhagsári, 1956, ef grunnkaup hækkaði um 7% eða 26%: 7% kauph. 26% kauph. ca. 12,0 millj. 42,2 millj. ca. 5,2 millj. 18,5 millj. Samtals Auk þessara liða hækka margii1 aðrir liðir, sem draga sig saman og mjög stórir framkvæmdaliðir, sem hljóta að hækka, þegar frá líður. Þá hækka ríkisútgjöldin til viðbótar þessu með hækk andi vísitölu, en vísitalan hlýtur að hækka, ef kaup- hækkanir verða. Hækka rik isútgjöldin um a. m. k. 1,2 millj. kr. við hvert vísitölu- stig. Gert er ráð fyrir, að verð- hækkun á landbúnaðarvör- Xim mundi valda 2,9 stiga hækkun á vísitölunni næsta haust, ef 7% kauphækkun yrði, og er þá miðað við nú- gildandi verðlagsgrundvöll landbúnaðarafurða, en 26% kauphækkun mundi valda ca. 17,2 millj. 60,7 millj. með sama reikningi 10,6 stiga hækkun næsta haust, vegna landbúnaðarafurðanna einna saman. Auk þess hlytu kauphækkanirnar að valda hækkun vísitölunnar í gegn- um fleiri liði en landbúnað- arafurðir, þótt staðið yrði gegn slíkum hækkunum, sem auðið væri, og yrði því hækk un vísitölunnar meiri en þetta. Það er þvi áætlað, að á- hrif 7% kauphækkunar til hækkunar á ríkisútgjöldum næsta f járhagsárs, yrðu ekki undir 22,0 millj. kr. og er þá gert ráð fyrir 4 stiga hækkun á vísitölunni á þessu ári og áhrif 26% kaup hækkunar ekki undir 78,7 (Framhald á 7. sI5u.) Tilraunir með þorsk- veiði í nót halda áfram Tilraunum með þorskveiðar í nót verður haldið áfram við Vestmannaeyjar strax og veður batnar. Þessar veiðar cr ekki hægt að stunda nema í góðri tíð. Helgi Benónýsson, fuiltrúi Fiskifélags íslands í Eyjum, lét blaðinu þær upp- lýsingar í té í gær, að þessar veiðitilraunir hefðu gefið góða raun og teldu sjómennirnir, sem við þær unnu, að hér væri um f^amtíðarveiðiaðferð að ræða. Fiskurinn, sem veiddist 1 nótina, reyndist mjög vel, og hafa margir útgerðarmenn 1 Eyjum hug á því að taka bess ar veiðiaðferðir upp þar. Það mun hafa verið Norðmaði.r, sem kom til Eyja í fyrravor, sem vakti athygli manna á nótinni, sem afkastamiklu veiðarfæri til þorskveiða Fiskimálasjóður styrrti þesr. ar veiðitilraunir, þar sem of mikil áhætta var í sambandi við þær til þess að nokkur em staklingur vildi óstuddiu leggja út í þessa veiðiferð. Net margra Eyjabáta eru illa komin eftir langvarandi óveður og brim og er fullvíst að margir verða fyrir mikiu tjóni af þessum sökum. Samningafundur boðaður i dag Sáttanefnd ríkisstjórnar- innar í vinnudeilunni hefir boðað fund með samninga nefndum í dag kl. 2. Hafa íamningaviðræður nú legið niðri síðan um siðustu helgi. Ekki er þó vitað, hvort nýj- ar tillögur liafa komið fram sem gera lausn deilunnar líklegri en þegar frá var horfið. Verkfall boðað á Akureyri Frá fréttaritara Tímans á Akureyri. Verkámannafélag Akureyr ar og verkakvennafélagið hafa boðað verkfall þar frá og með 1. apríl. Að undan- förnu hafa farið fram við- ræður milli samninganefnda en án árangurs. Verkfall hef ir verið boðað hjá Vinnu- veitendafélag Akureyrar, KEA og Akureyrarbæ. Badmintonmót Rvíkur hefst í dag í dag kl. 5,40 hefst Meist- aramót Reykjavíkur í bad- minton, og fer keppnin fram i íþróttahúsi KR. Þátttak- endur eru 40 frá TBR og ÍR, og er það meiri þátttaka en nokkru sinni áður í badmin tonmóti hér. Keppt verður í einliðaleik karla og kvenna, tvíliðaleik karla og kvenna og tvenndarkeppni, og verða leiknir 31 leikur áður en úr- slitaleikirnir verða. Meðal þátttakenda eru margir þekkt ir íþróttamenn eins og Al- bert Guðmundsson, Finn- björn Þorvaldsson og Jóel Sigurðsson og Wagner Wal- bom. Frumvarp um kaup staðarréttindi fyrir Kópavogshrepp í gær var lagt fram á Al- þingi frumvarp til laga þess efnis, að Kópavogshreppur skuli öðlast kaupstaðarrétt- indi. Flutningsmenn frum- varpsins eru Ólafur Thors, Steingrímur Steinþórsson og Emil Jónsson. Annað olíuskipið farið með farminn vegna aðgerða ASÍ Hltt skipið lig'gur enn í Hvalfirði en er meinað að fá vatn — Olíuleysi fer nú að sverfa að á ýmsum stöðum úti á landi — Eftir þeim fregnum, sem blaðið fékk í gærkveldi lítur ekki líklega út fyrir, að bætist úr þeim olíuskorti, sem fyrir dyr um er, og orðinn er mjög tilfinnanlegur á nokkrum stöð- um á landinu. í gær fór annað beirra olíuskipa, sem hér hafa legið með farm, brott með eftirstöðvar farmsins fyrir tilverknað Alþýðusambands íslands. Þetta var rússneska olíu- skipið Leningrad. í fyr.rakvóld fóru fulltrúar frá verkfalls- stjórninni um borð í skipið og gengu á fund skipstjórans með bréf frá forseta Alþýðu sambands íslands í bráfi þessu er skipstjóranum til- kynnt, að Alþýðusambandið muni biðja verkalýðssambör.d annarra landa að setja Len- ingrad í bann og neita þvi um afgreiðslu, ef skipið af- greiði nú meiri olíu til I.itla fells og Skeljungs. Er þetta rökstutt með þvi. cð Litlafell og Skeljungur séu verkfallsbrjótar. Ennfremur var rússneski skipstjórinn bcð inn að tilkynna íslenzku olíu félögunum að hann hafi feng ið þessa aðvörun og geti því ekki leyft frekari afgreiðslu á olíu til nefndra skipa. Skipið farið. Skipstjórinn vildi að sjálf sögðu ekki eiga á hættu að lcnda í vandræðum í öðr- um löndum með skip sitt, og hafði bréf Alþýðusambands ins þær afleiðingar, að hann óskaði að fá að fara héðan þegar í stað með eftirstöðv ar farmsins, og töldu olíufé- lögin sig verða að fallast á þá ósk hans, o.g er skipið því farið. Olíufélögin munu h:ns veg ar líta svo á, að Litlafell og Skeljungur séu alls ekki verk fallsbrjótar, þó að þau skin hafi tekið olíu úr rússneska skipinu og flutt til hafna, þar sem alger vandræði eru að skapast vegna olíuleysis. SliKt hefir þráfaldlega verið gert. að olía væri tekin þannig beint úr stóru olíuskipi í litlu flutningaskipin og vio það hafa aldrei unnið menn ur landi. Hér sé því aðeins haldið venju. Fer Smeralda líka? ítalska olíuskipið Smer- alda liggur enn í Hvalfirði, og mun vera óráðið enn, hvað verður um þær 8 þús. lestir af olíu, sem í því eru. Er eins líklegt, að það verði einnig að fara með farm sinn, því að skipið er aff verða vatnslaust með öllu, (Framhalcl á 7. siðu) Vatn komið í öll hús í Borgarnesi Frá fréttaritara Tímans í Borgarnesi. Eins og skýrt var frá hér í blaðinu fyrir nokkru, þá varð vatnslaust í Borgarnesi í frostunum, sem gengu yfir fyrir um það bil mánuði. Var vatn sótt á bilum, meðan leiðslurnar voru í ólagi. Nú hefir þessu verið komið í lag og kom vatn í síðasta húsið í fyrradag. Kom vatn síðast í hús á Brákarey. 69 Ferguson-drátt- arvélar til Akur- eyrar Frá fréttaritara Tímans á Akureyri. Unnið er hér að uppskipun vara úr Dísarfelli og Reykja fossi. Arnarfell liggur hins vegar úti á höfn, og hefir ekki náðst samkomulag um uppskipun úr því. Með Reykja fossi komu hingað 69 Fergu- son-dráttarvélar, sem skipað er hér upp og eiga að fara til bænda í Eyjafirði og ná- grannahéruðum. Almenn samkoma Framsókn- arfél. í Árnessýslu að Selfossi Framsóknarfélögin í Árnessýslu halda almenna sam komu í Selfossbíói næst kemandi miðvikudag og hefst hún kl. 9 síðdegis. — Formaður Framsóknarfélags Ár nessýslu, Bjarni Bjarnasen, skólastjóri, setur sam- komuna o.g stjérnar henni. Meðal ræðumanna vcrður Jörundur Brynjólfsson, forseti sameinaðs þings. Val- ur Gíslason og Klemenz Jónsson, leikarar skemmta. og Guðmundur Jónsson, óperusöngvari syngur einsöng með aðstoð Weisshappels. Að lokum verður dansaff. Árnesingar munu fjölmenna á þessa samkomu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.