Tíminn - 07.04.1955, Blaðsíða 10

Tíminn - 07.04.1955, Blaðsíða 10
10 TÍMIXX. fimmtudaginn 7- april 1955. r* ' '' • 81. blað. / siendi ngaþættLr 85 ára: Sigmundur Sveinsson Ég vil með fáum orðum minnast Sigmundar Sveins- sonar, er hann nú hefir hálfn að níunda tug æviára sinna. Mér finnst alltaf svo bjaLt um þenna ágæta mann, að það verður efst í huga mínum þetta: Undir heiðskírum himni og skínandi sól skund ar öldungur glaðúr með góð- látan anda. Ég þekki svo vel Sigmund, að ég veit, að hann leitar hins helga og háa við Ijós trúarinnar. Ég þekki fáa með jafn einlægan og kær- leiksríkan vilja til að láta gott af sér leiða. Það er þægileg nærvera slíkra manna, sem elska guð í einlægni og hafa þrá eftir því að öllum mönn um líði vel, og ég vil segja þetta, sjáið manninn gjlaðan sem barn með fjörmiklar hreyfingar sem ungur væri. Sigmundur ber ekki áhyggjur fyrir ókomnum tíma. Hann er sannfærður um, að allt sé í hendi hans, sem lífið gaf og treystir honum kvíðalaust. Það hefir verið viðburðarík ævi þessa mæta manns og því ekki hægt í stuttu máli að segja neina ævisögu. Sigmundur er fæddur 9. apríl 1870 að Gerðum í Garði í Gullbringusýslu. Foreldrar hans voru Sveinn Magnús son frá Grund undir Eyjafjöll um og Eyvör Snorradóttir, prests að Desjamýri í Borgar firði eystra, sonar Sæmundar prests að Útskálum í Garði. Það er eðlilegt að margir þekki' Sigmund Sveinsson, hann hefir víða við sögu kom ið. 16 ár bjó hann ásamt; fjöl skyldu sinni að Brúsastöðúm í Þingvallasveit. Þar var hann hreppsnefndarmaður og sýslu nefndarmaður í mörg ár. Hann var veitingamaður i Val höll á Þingvöllum eða hótel- stjóri i 16 ár og eftir að hann kom til Reykjavíkur var hann 1 sóknarnefnd dómkirkjusafn aðarins í 18 ár. Sigmundur starfaði sem umsjónarmaður Miðbæjarskólans í 21 ár og naut þar trausts og virðingar af þeim, sem raeð honum störf uðu. Það hefir verið skrifað um Sigmund i blöð og bækur, þar á meðal um dulræn fyrir brigði, er hann hefir orðið fyr ir, en merkust tel ég þau, er voru í sambandi við Voðmúla staðakapelluna og vil ég benda á það, sem sagt er um það í bókinni „Blárra tinda blessað land“ eftir Árna Óla blaðamann. Skemmtilegustu ár ævi sir.n ar býst ég við að Sigmundur hafi lifað á Brúsastöðum og Þingvöllum. Þar voru sporin mörg og viðburðarík. Glímt við hörð skammdegisveður, en hann naut einnig sumardýrð arinnar.Hann sá fjöllin klædd í geislamöttul morgunsólarinn ar og hann gat tekið undir með vorfuglunum og lofað Guð fyrir slíka fegurð. Hann hefir horft yfir Þingvöll af Ármannsfelli, hlaupið ytir gjár og sprungur, staðið hug fanginn við Þingvallavatn, séð umhverfið í tign sinni og fegurð speglast í því með him inn undir og yfir. Máske heíir honum þá dottið í hug: Þessi spegill ætti að kenna mér að láta ávallt hið fagra myndast í sál minni, og miðla þvi svo til góðs til annarra. Ég veit, að. Sigmundur á eftir að gleðja marga með gleði sinni og oinlægni. Hann telur ekki eftir sér sporin að heimsækja þá, er sjúkir eru, hvort heldur eru á sjúkrahús um eða heimahúsum, sitja hjá þeim og veita þeim ánægjustundir. Sigmundur mun dvelja hjá dóttur sinni á hælinu Sólheimum í Gríms nesi á afmælisdaginn sinn. Þangað munu margir hugsa með hlýhug og biðja honum blessunar. Lifðu heill, kæri vinur. Nói Kristjánsson. 75 ára: Árni Erasmusson A morgun 8. apríl er Árni Erasmusson húsasmíðameist- ari sjötíu og fimm ára. Finnst öllum, sem þekkja hann, það í hæsta máta ótrúlegt. Hann ber engin merki þess að vera hálf-áttræður maður og hefir Elli kerling sýnilega gengið illa að setja mörk sín á hann. Árni er mesti sómamaður og hefir unnið sér traust og vinsemd samstarísmanna sinna. Hjálpsemi hans er við brugðið og hlýleik hans og tryggð við kunningjana. Allir grannar Árna vita þetta og hafa ekki farið varhluta af því. Og á morgun getur hann litið yfir liðnar stundir og glaðzt yfir unnum dagsverk- um, sem eru orðin æði mörg. Menn með fortíð Árna geta litið björtum augum til kom andi daga. Mér finnst að þessi merkis- dagur i lifi Árna megi ekki líða svo, að har.s sé ekki minnst, þóttí el:ki sé nema með fáum og fátæklegum orð um, og þótt ég viti ennfremur að það er ekki Árna að skapi að dagsins sé minnzt. Kynni okkar Arna hafa ekki staðið nema fimm ár, og þótt það sé ekki langur tími, þá mun Árni seint gleymast mér og fjölskyldu minni vegna hjálpsemi hans, hlýleika og tryggðar. Árni er ástúðlegur í kynnum og konungur alls fagnaðar. Árið 1939 kom út bók með snjöllum kveðlingum eftir Árna. Þar segir hann á einum stað: Það kemur sér vel, ég er gálaus og gleyminn og gleð mig af litlu, þótt veröld sé köld. Með annarri lúkunni held ég í heiminn, með hinni .ég reikna mitt síðasta kvöld. Glettni Árna finnst bezt í bessu ljóði, en hann er ekki farinn að reikna sitt síðasta kvöld enn þá. Að lokum vil ég þakka þér, Árni og þinni fjölskyldu, fyrir allt og bið þér blessunar um alla framtíð. Þ. K. Vimiið ötuUega uð útbreiðslu T t M A 1% S Styrkir til vísinda- og íræðimanna Menntamálaráð íslands hef ir nýlega úthlutað styrkjum til vísinda- og fræöimanna, sbr. fjárlög 1955, 15. gr. XXVII. Úthlutunin er .svo sem hér segir: Árni Böðvarsson, cand. mag 3000 Árni G. Eyiands, stjórnarrrftr. 2000 Ásgeir Hjartarson, cand. mag. 1500 Ásgeir Jónsson, fræðimaður .000 Ásgeir. Bl. Magnúss. cand. m. 2000 Baldur Bjarnason, mag. art. 2000 Baiði Guðmundsson, þjóðskjv. 3000 Benjamín Sijv.son, fræðim. 1500 Bergsteinn Kristjánss. fræðim 1000 Bjarni Einarsson, fræðim. 1000 Bjarni Vilhjáimsson, cand. m. 3000 Björn R. Árnason, fræðim. 1000 Björn Th. Björnss. listfr. 3000 Björn K- Þórólfss., bókavörður 3000 Björn Þorsteinsson, cand. mag. 3000 Einar Ól. Sveinsson, próf. 3000 Eiríkur H. Finnbogas. cand. m. 1500 Finnur Sigmundsson, lands- bókavörður 3000 Flosi Björnsson, fræðim. 1000 Geir Jónasson, bókavörður 1500 Gils Guðmundsson, alþingism 3000 Guðni Jónsson, skólastj. 3000 Guðrún P. Helgadóttir, kenn. 1500 Gunnar Benediktss., rithöf. 1500 Gunnl. Þórðarson, dr. juris 1500 Haraldur Sigurðsson, bókav. 1500 Hróðmar Sigurðsson, kenr.ari 1500 Indriði Indriðason, fræðim. 1000 Jakob Benediktsson, magister 3000 Jens Pálsson, mannfræðingur 1500 Jochum M. Eggertss., fræðim. 1000 Jóhann Hjaltason, skólastj. 1500 Jóhann Sveinsson, cand. mag. 1500 Jóhannes Ö. Jónsson, fræðim. 1000 Jón Gíslason, skólastjóri 2000 Jón Gíslason, fræðim. 1000 Jón Guðnason, skjalavörður 3000 Jón Sigurðsson, bóndi 2000 Jónas Kristjánsson. cand. mag 1500 Jónas Pálsson, uppeldisfr. 1500 Konráð Erlendsson, fræðim. 1000 Konráð Vilhjá’msson. fræðiin. 2000 Kristján Eldjárn, þjóðm.vörðuv 3000 Kristjan Jónsson, fræðim. 1000 Lárus Blönda!, bókavörður 1500 Magnús Bjöimsson, bóndi 2000 Marnús Finnbogason, mennta- skólakennari 1500 Marta V. Jónsdóttir, ættfr. 1500 Ólafur B. Björnsson, fræðim. 1500 Ólafur Jónsson, fræðim. 3000 Ólafur Þorvaldsson, þingvörð. 1000 Óskar Magnússon, sagnfr. 1j00 Sigurður Ólafsson, fræðim. 2000 Skúli Þórðarson, mag art 1500 Stefán Jónsson, bóndi 2000 Sveinbjörn Beinteinss. bragfr. 2000 Sverrir Kristjánsson, sagnfr. 3000 Sören Sörensson, fulltrúi 1000 Trvggvi J. Oleson, prófessor 3000 Virfús Kristjánsson, fræðim. 1000 Þórður Tómasson, fræðim. 200Q. Þórhallur Þorgilsson, bókav. 1500 Þorkell Jóhannesson, háskólar. 3000 Þorvaldur Kolbeins, prentari 1500 Samtals kr. 120.000 ,ýS$S35S«í5SSSSSSSÍ5SSSSSSS5S$SSS5$55S5$5$SSS5$í5S5555S3«SSS5SSSS555S53íl Zy Bezta leSðín tíl að kaupa beztu hlöðin Gillette málmhylkt 10 BLA GILLETTE BLÖÐ Páskavaka kirkju- kórs Langholts- safnaðar Páskavaka kirkjukórs Lang holtssafnaðar verður í Laug srnesskirkju á skírdagskvöld kl. 9. Sóknarpresturinn, séra Árelíus Níelsson setur sam- komuna en séra Sigurbjörn Einarsson prófessor flytur ræðu. Þá leikur frú Guðrún Sveinsdóttir á langspil, en fáir munu r.ú orðið þekkja það hljóðfæri. Kirkjukórinn syngur 9 lög á vökunni, þar á meða-1 eru nokkur litt þekkt lög við alkunna sálma. Kirkjukór Langholtssafn- aðar er nú réttra tveggja ára garnall. Þér borgið aðeins fyrir blöðin. Málmhylkin kosta ekkert..... Nýtt blað tilbúið til notkunar án fyrirhafnar. Bláu blöðin með heimsins beittustu egg eru al- gjörlega varin gegn skemmdum og ryði. Sér- stakt hólf fyrir notuð blöð. Þér fáið fleirl rakstra og betri með því að nota .... Bláu Gillette Blöðin V fer frá Reykjavík þriðjudaginn 12. þ. m. kl. 8 síðdegis tii Leith og Kaupmannahafnar. s. „Gullfoss” $ Farþegar komi til skips eigi sjðar en kl. 7.30. Þar sem farmskírteini heimila, að skipið sigli með farminn, skal eigendum hans bent á að gæta þess, að vátrygging vörunnar sé í lagi. H.f. Eimskipafélag íslands. ■tsgassssgssaasaasassssgssgssssgsgasasaagssassggssssssssssssssssgssssaaai Bæjarstjórn Reykjavíkur hefur ákveðið að ráðinn skuli til skrifstofu minnar einn verkfræðingur, er vinni eingöngu að umferðarmálum. Er það starf hérmeð aug- lýst til umsóknar með fresti til 1. maí n. k. Nánari upplýsingar um starf og kjör eru veittar i viðtalstíma mínum kl. 11—12 daglega. Reykjavík, 6. apríl 1955. Bæjarverkfræðingurinn í Reykjavík. ssísssssa Frystivéla-viögeröir Annast uppsetningu og viðgerðir á frysti og kæli- kerfum. Þorsteinii Erlingsson stmi 6950

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.