Tíminn - 16.04.1955, Síða 3

Tíminn - 16.04.1955, Síða 3
85. blaff. TÍMINN, laugardaginn 16. apríl 1955. htmdingajpættir Dánarminning: Kristín Jóhannsdóttir húsfreyja á Læk í Ölfusi Hún andaffist í Landsspítal anum ag k,vöXdi 6. þ. m. eftir þriggja mánaða vonlausa baráttu við hinn mikla vágest nútímáris” — krabbameinið. Þar lauk einum fögrum og eftirminniLegum -. kapítula í sögu liinnar- jsienzku alþýðu- konu þessári lreilögu hetju sögu, sem hefir verið að ger- ast: frá landnámstíð allt til vorra daga — sögu, sem sjald a.n er skráð, en kynslóð fram af kynslóð „rist inn í fáein þjörtu“« - -r. v >• *i - - Kristín var fædd 28. sept. 1883.iÆyvákoti á Eyrarbakka, i dóttir hjcnanna Elínar Magnj úsdóttur frá Baugstöðum og' Jóhanns Hannessonar frá' Tungu. Stóðu áð þeim merk-; ár ættú og alkunnar.Systkini Kristínar, sem enn lifa, eru Guðlaug húsfreyja í Reykja- vík, Stefán verkamaður á Selfossi, Elín .húsfreyja á Baugsstöðum og hálfsystir þeirra Viktoría húsfreyja á Aðalbóli í Vestmannaeyjum. En tvö systkinin önduðust í bernsku. Átta ára gömul nrissti Krist ín föður sinn og fór þá þegar að vinna fyrir sér. Bæði var aS þjóöfélagið hafði þá lítil Kjör að bjóða ekkjum og m u n a ðarj eysing j u m, enda var litla: Stúlkári 'óvenjulega lipur og lagmritii allra starfa áhugasöm og ósérhlífin. Þessi einkenni fylgdu henni alla æ.vi, og gilti einu hvort unn ið var úti eða. inni — á eig- ín heiimili að * árinárra. — Reynslunnar skóU varð henn- ar eini skóli og reyndist Krist ín þar trúr og falsæll nem- andi. Rúmlega tvítug að aldri giftist hún Siggéir Guðmunds syri, bónda á Baugsstöðum. Er mér í barnsminni glæsi- leiki bessara ungu hjóna, er gengu þarna á morgni ald- arinnar ótrauð út í barátt- una, íögandi áf lífsþrá og starfsgleði. — Störf kvenna í sveitum voru í þá daga marg þætt og erfið, ekki. sízt þar sem búið var, eins og á Baugs stöðum, bæði tri sjós og lands. Þær unnu ekki aðeins innan bæjar ag matargerð og fata, mjólkurvinnslu og ullariðju, þvotti óg ræstmgu — held- ur einnig utanbæjar að hirð ingu búfjár, garðyrkju, öfl- un eldsneytis, hirðingu sjáv- arafla og heyskap tU jafns við karlmenn. En þeir höfðu ærin starfa utan sláttar við jarðabsetur, byggingar og sjó mennsku, heima og heiman. Það vár vinnutækni öll í bernsku og vélakostur fá- breyttur mcti því sem nú tíðk ast. — Þetta ber þó ekki að skilja syp' áð áidrei hafi ver- ið litrð-upp frá erfiöinu. Þessi ringú'iíjÖn 'K’iirinu vel að gleðj ást í gögrá'Viná hópi, og með þeim þótfi böjnunum og ung lingUriuiri gott að vera. — riafria'vár stðr fjölskylda og gestkveérnt .mjög, alúff og glað vær'ð inn á við og atorka og framkvæmd út á við, en sam héldni í Öiliim hlutum. Þau Kristín og Siggeir eign uðust '5 börn, sem öll Þfa: Guðmundur, sjómaður á Eyr arbakka, Jóhann bílstjóri í Reykjavík, Ásmundur bóndi á Svanavatni, Sigurlaug hús- freyja á Syðra-SeÞ og Sigurð ur vinnumaður á Læk, sem aldrei hefir farð úr móður húsum, en unnið með dugn- aði og trúmennsku að vel- gengni hennar á allan hátt. Hann er ókvæntur, en hin systkmin öll gift og búsett. Siggeir andaðist af slys- förum 1. desember 1918. Næstu árin dvaldist Kristín með börn sín á Baugsstöð- um í hlýju skjóli Elínar syst- ur sinnar og manns hennar, Páls, bróður Siggeirs, sem þá tóku við búi og búa þar enn. Semni maður Kristínar var ísleifur Einarsson, bóndi á Læk ættaður úr Landeyj- um. Bjuggu þau á Læk farsælu búi í .28 ár og eignuðust tvær dætur, Krist- ínu og Aðalheiði, sem báðar eru giftar og búsettar í Reykjavík, þótt* Aöalheiður hafi í vetur stýrt heimili föð ur síns. Á Læk var umsvifaminni búskapur en á Baugsstöðum. En engu ag síður var Kristín bar hamingjusöm í ástvina- hópnum, með sína árvökru umhyggju fyrir mönnum og máileysingjum. Þegar ég hugleiffi æviferil Kristínar Jóhannsdóttur, strit hcnnar og störf, sorgri og sigra, fyllist hugur minn að- dáun. — Með sín sjötíu ár á herðum, mætti hún manni, til skamms tíma, fríð og prúð, teinrétt og grönn, hugrökk og starfsglöð, hvar sem var og hvenær sem var. Það er mikill arfur, sem slík ar konutr eftiirláta börnum sínum og komandi kynslóðum. Arfur, sem hlýtur að bera með sér blessun og farsæld. Aldurhnignum, syrgjandi eiginmanni, börnunum öllum og öðrum ástvinum sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning henn- ar. 16. apríl 1955. Jarþrúður Einarsdóttir. i = Gæfa fylgir I trúlofunarhringunum frá i i Sigurþór, Hafnarstræti. - | | Sendir gegn póstkröfu | 1 Sendið nákvæmt mál i riiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiinii. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiitiaaBiiiiiitvBiinKiiiima I Ragnar Jónsson j = hæstaréttarlögmaffur f | Laugavegi 8 — Sími 7752 i Lögfræðistörf og eignaumsýsla iiiiiiitiimiiiiiiiiiiuimimiiiimiiiiiiiiimiiiiimmiiiiiii 3 Jónas Þorbergsson: Afmæliskveðja til Sig. Þórðarsonar _____ i. Kvöld eitt í janúar önd- verðum árig 1931 sat ég einn við störf í skrifstofukitru minni á 3. hæð í Hafnarstræti 12 í Reykjavík. Viff vorum að hefja starf Ríkisútvarpsins og reglubundnar útsendingar. Húsakynnin voru sem hér segir: Allstór stofa, sem vissi út að húsagrirði. Vár hún notuð fyrir útvarpssal, en þulurinn, Sigrún Ögmunds- dóttir, tjölduð af í einu horni stofunnar. Inn af útvarpssal var lítil kompa, sem notuð var fyrir senditækin, (magn- arasalur). Þar hófu þeri starf sitt við Ríkisútvarpið, Dagfinnur Sveinbjörnsson og Davíð Árnason. — Götumegin á hæðmni voru tvær mjög litl ar stofur, þar sem stjórn Rík isútvarpsins skyldi hafa að- setur svo og bókhald þess, skrásetning útvarpsnota og undirbúningur innheimtu, gjaldkerastörf og bréfagerð- ir allar, en þær urðu mjög miklar begar í öndverðu. Hafði ég sjálfur aðra stofuna til umráða, og Guðrún Reykholt hina, en Guðkúnu réði ég fyrsta allra starfsmanna við Ríkisútvarpið. — í skrifstofu útvarpsstjóra voru og haldn- ir fundir útvarpsráðs, en dagskráin að öðru leyti unn- in á hlaupum og í heimahús um útvarpsráðsmanna. — Út- varpsnotendur á skrá Lands símans töldust í upphafi um 450. Þetta umrædda kvöld kom á fund minn, án þess að gera boð á undan sér, maður að n.afni Sigurður Þórðarson. Hann hafði þá um skeið ver ið starfsmaður hjá Copland & Co., vel lærffur og æfður í bókhaldi og öðrum skrif- stofustörfum. Ekki hafði fundum okkar borið saman fyrr, en ég bar kenzl á mann inn; hafði séð hann stýra Karlakór Reykjavíkur. — Sigurður færði það í tal, hvort útvarpinu myndi ekki verða þörf á skrifstofumanni, sem gæti tekið að sér bókhald og önnur störf. Mér leizt mað- urinn drengilegur og líkleg- ur til þess að verða útvarp- inu þarfur og hollur Uðsmað ur í vaxandi byrjunarstörf- um, enda voru störfin þá þeg ar vaxinn okkur Guðrúnu Reykholt langt yfri höfuð. Kom þar niður tal okkar Sig urðar Þórðarsonar, að hann hæfi þegar störf fyrri Ríkis- útvarpið og tæki að sér bók- hald og önnur verk. En vegna húsnæðisþrengslana varð hann að vinna annars stað- ar en í þessu bráðabirgðar- húsnæði og skiptu þau Guð- rún með sér verkum eftir því sem þeim þótti henta. Þessi urðu fyrstu kynni okkar Sigurðar Þórðarsonar og jafnframt upphaf þess, að hann gerðist æðsti starfs maður Ríkisútvarpsins, næst útvarpsstjóra, og hefir verið það alla stund síðan eða um rösklega 24 ára skeið. Eg hefi ávallt verið trú- gjarn á æðri handleiðslu. Og þegar ég læt hugann reika til þessara gömlu daga, við upp haf Ríkisútvarpsins, virðist mér, að koma Sigurðar, ’ af sjálfs hans hvötum, til mín þetta kvöld, hafi verið eitt af duldum hamingjubrögðum mér til handa. — Eg var kom inn inn í þetta starf bemt frá pólitískri ritstjórn, úr opinskáum viffskiptum við marga andstæðinga, harkaleg um á stundum og inn í verka hring, þar sem vinna skyldi starf friðar og réttlætis fyrir alla menn í landinu. Það fór því mjög að líkum, að ég í upphafi sætti bæði tortryggni og óvrid margra manna. Vildi lengi búa að þeirri fyrstu gerð, eins og vel er kunnugt. Mér var því ekki á meiru þörf, en að hljóta mér við hÞð starfsfélaga, sem tæki að sér reikningshald og fjár- vörzlu á þann hátt, að um hvorugt gæri orkað tvímælis. II. Eg hefi rifjað upp þessar minningar vegna þess, að Sigurður Þórðarson, skrifstofu stjóri Ríkisútvarpsins ya.rð sexfugur föstudaginn 8. þ. m. Sigurður er fæddur á Gerð hömrum i Dýrafirði 8. apríl 1895. Foreldrar hans voru Þórður G. Ólafsson prestur, síðar á Söndum í Dýrafirði, prófastur í Dýrafjarðarþing- um og kona hans María ísaks dóttir. — Sigurður útskrifað ist úr Verzlunarskóla íslands árið 1915, tvítugur að aldri og hélt síðan til Leipzig í Þýzkalandi og lagði stund á tónlistarnám um tveggja ára skeið. — Hann fór árið 1927 aðra för til Þýzkalands og Ansturríkis, til þess að kynna sér karlakórssöng og læra söngstjórn. Að þeriri för lok inni gerðist hann söngstjóri karlakórsins Þrestir í Hafn- arfírði, en stofnaði Karlakór Reykjavíkur árið 1926 og hef ir stýrt honum alla stund síð an. Sigurður er frábær söng- stjóri, bæði ötull og smekk- vís. Hann hefir farið með kór simn fjórar söngfarir ril út- landa, þrjár til Evrópulanda og eina til Bandaríkjanna og Kanada. Þá er það og vel kunnugt, að Sigurður Þórðar son er eitt af fremstu og vm sælustu tónskáldum íslend- inga. — Aðrir menn mér fær ari, munu nú við þetta leið- armark í ævi Sigurðar rita um tónlistargáfur Sigurðar og tónlistarstarf. Kvæntur er Sigurður Ás- laugu Sveinsdóttur búfræð- ings Árnasonar í Hvúft í Ön undarfirði. Þeim hjónum varð auðið tveggja barna, Gunn- ars og Ernu, er bæði létust í bernsku. III. Sextugsafmæli Sigurðar Þórðarsonar veldur mér hug leiðinga um samstarf okkar um tuttugu og tveggja ára skeið. — Fyrsti áratugurmn í ævi og uppbyggingarstarfi Ríkisútvarpsins var næsta örðugur vegna fjárskorts og fjárkreppu í landmu. Emk- (Frambald & 0. biou.) Noröurlandasiglingar m.s. Heklu sumarið 1955 1 2 3 4 5 6 7 Frá Reykjavík laugardag 11/6 25/6 9/7 23/7 6/8 20/8 3/9 Til/frá Thorshavn mánudag 13/6 27/6 11/7 25/7 8/8 22/8 5/9 Til/frá Bergen þriðjudag 14/6 28/6 12/7 26/7 9/8 23/8 6/9 Til/frá Kaupmannahöfn fimmtudag 16/6 30/6 14/7 28/7 11/8 25/8 8/9 Til/frá Gautaborg föstudag 17/6 1/7 15/7 29/7 12/8 26/8 9/9 Til/frá Kristiansand laugardag 18/6 2/7 16/7 30/7 13/8 27/8 10/9 Til/frá Thorshavn mánudag 20/6 4/7 18/7 1/8 15/8 29/8 12/9 Til Reykjavíkur miðvikudag 22/6 6/7 20/7 3/8 17/8 31/8 14/9 Farþegar, sem koma með skipinu erlendis frá, geta fengiff að nota skipiö sem hótel meðan það stendur við í Reykjavík, frá miðvikudagsmorgni til laugardags- | kvölds. — Tökum nú þegar á móti farpöntunum fyrir allar ofangreindar ferðir. ]> Nánari upplýsmgar á aðalskrifstofu vorri. Skipaútgerð ríkísins ÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍSÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍSÍÍÍÍÍÍÍISSSSÍÍÍÍÍÍSKÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍSÍÍÍSÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍSÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍSÍÍÍÍÍÍÍÍÍSI

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.