Tíminn - 03.05.1955, Page 5

Tíminn - 03.05.1955, Page 5
98. blaff. TÍMINN, þriffjudaginn 3. maí 1955. 5. f»ríSjud. 3. maí . Ný fiskiinið? í flestum sjóþorpum austan lands og norðan hefir verið komið Upp dágóðri aðstöðu til fiskverkunar, þó að sums stað ar kunni sitthvað að standa til bóta. Vandi þessara byggð- arlaga er að fá hráefni til fisk vinnslustöðvanna. Afli vélbáta er mjög bundinn árstíðum. Á sumum stöðum er fiskur ekki á nærliggjandi miðum, nema nokkra mánuði ársins, og smærri bátar eru þann tíma mjög háðir straumum og veðri. Starfstími fiskiðjuveranna verður of stuttur, eigi þau að búa við bátafisk einvörðungu. Halli verður á rekstri þeirra. Og atvinna verkafólks verður stopul og afkoman léleg. Allmargir togarar eru gerðir út austan lands og norðan. Hafa útgerðirnar leitazt við að leggja upp afla skipanna á heimahöfn. En aðalveiðisvæði togaranna er svo fjarri þess- um landshlutum, að fiskland anir þar eru miklum erfiðleik um bundnar. Togari, sem veið ir fyrir vestan og sunnan land, eða t. d. við Grænland, eyðir meira en tveim sólarhringum umfram í siglingu, ef landa skal eystra. Því fylgir þá einn ig styttri veiðitími, þar sem togari getur ekki, vegna geymslu fiskjarins, verið úti nema takmarkaðan tíma. En er nú ekki hugsanlegt, að finna megi nálægari miff fyrir austfirzku og norff- lenzku togarana? Fyrir austan og norðan land eru stórir flákar, sem nýtízku togarar geta fiskað á dýpis vegna. Skipuleg leit hefir ekki farið fram. En einstakir togar ar hafa reynt fyrir sér hér og þar. Þórður Sigurðsson, skip- stjóri á Austfirðingi, hefir öðru hvoru eytt einu til tveim dægrum í þessu augnamiði, og ekki án árangurs. S. 1. sum ar fann hann fiskimið austur af Kolbeinsey. Entist þetta mið, ásamt fleiri smáglöggv- um, svo vel, að Austfirðingur hefir ekki aflað betur annaö sumar. Fátt skipa var á þess um slóöum. Og miðiö er lítið og mun þola illa mörg veiðiskip I lengri tíma. Þaff er skoffun Þórffar, aff ekkert verffi betra gert fyrir fiskiffjuverin og togaraút- gerðirnar en láta fara fram skipulega leit aff nýjum og nærtækari miffum á norð- austur svæffinu. Hér er um mikiff flæmi að ræða, sem liggur frá Kolbeins ey norður og austur fyrir Jan Mayen og þaðan suður undir Færeyjar. í suðurjaðri þess, þ. e. í kfika á neðansjávargarðinum milli Færeyja og íslands, er al þekkt karfamið, sem Þjóðverj ar sækja mikið á, „Rósagarð- urinn“, og á brún landgrunns ins ekki langt þaðan er Þórs- banki, Fyrir vestan hið um talaða leitarsvæði hefir nýlega fundizt Jónsmið. Og austur af léitarsvæðinu eru þorskveiði- miðin við Bjarnarey og Bar- entshaf, þar sem Rússar eru sagðir hafa sópað upp karfa að undanförnu. Það var altítt að stór karfi fengist á línu vélbáta á Aust- fjörðum, þegar róið var á Finna þarf leiðir í kaupgjalds- málum, sem afstýra verkföllum Ávarjj Steingrínis §tcÍ3i}iúrssonar, félags- inálaráðherra, Hicti í Ríkisátvarpið 1. maí Góðir áheyrendur! Þegar ég fór að hugleiða hvað ég skyldi segja að þessu sinni þann dag er verkalýðs- félög víðast um heim hafa helgað sér sem baráttu- og liátíðisdag, kom mér í hug eftirfarandi atburður úr sögu vor íslendinga, sem á þann veg er skýrt frá í fornum rit- um: „Sagði (hann), að honum þótti þá koma lag manna á ónýtt efni, ef menn skyldi eigi hafa allir lög em á landi hér, og taldi fyr mönnum á marga vega, að það skyldi eigi láta verða, og sagði, að það mundi að því ósætti verða, er vísa von var, að þær barsmíðir gerðist á milli manna, er landið eyddist af. Hann sagði frá því, að kon- ungar úr Noregi og úr Dan- mörku höíðu haft ófrið og orustur á miili sín langa tíð, til þess unz landsmenn gerðu frið á milli þeirra, þótt þeir vildi ei'gi. En þaö ráð gerðist svo, að af stundu sendust þeir gersemar á milli, enda hélt friður sá, meðan þeir Ufðu. „En nú þykir mér það ráð (kvað hann), að vér látim og eigi þá ráða, er hér gang- ast með mestu kappi á móti og miðlum svo mál á millim þeirra, að hvárir tveggja hafi nokkut til síns máls, og höf- um allir ein lög og einn sið. Það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn.“ Hvar og livenær var þetta talað og af hverjum Fávís- lega mun þykja spurt? — Enda ætti hver íslendingur að geta svarað því, sem náð hefir 12 ára aldri. Þetta er úr Kristnitökuræðu Þorgeirs goða Þorkelssonar á Ljósa- vatni, er hann hélt að Þing- völlum Kristnitökuárið eitt þúsund. Þá höfðu kristnir menn og heiönir sagt sig úr lögum hvorir við aðra. Borg- arastyrjöld var raunverulega skolhn á. — Vitrir menn og góðgjarnir gengu þá milli of- beldisseggja og stríðsæsinga- manna og miðluðu málum — og forðuðu þjóðinni frá þeim hörmungum sem ávallt fylgja innanlandsstyrjöldum. Þessi atburður — þegar heiðnir menn og kristnir sömdu frið sín í milli á Þingvöllum er lvsandi dæmi til eftirbreytni fyrir þjóð vora. — Var þó þá barist um viðkvæmasta til- finningamál flestra — trú þeirra og helgustu mannrétt indi. Hvers vegfla nefni ég nú 1. haustin á dýpstu mið, 130—140 faðma. Karfamið eru að jafn aði um 200 faðma og þaðan af dýpri. Og hin stærri veiðiskip geta togað á. allt að 350 faðma dýpi. Allt þetta gefur bendingu um, aff ófundin geti veriff mikil fiskimiff fyrir norðan og austan land. Togaraútgerð hefir staðið höllum fæti um sinn. Hver veiðiferð er dýrt og umfangs mikið fyrirtæki í sjálfu sér og krefst fýílstu afkasta og hraða í vinnubrögðum. Það er þess vegna-enginn grundvöll- ur fyrir því, að einstakir togar maí þetta dæmi úr meira en eitt þúsund ára sögu okkar? Því er fljótsvarað. Um 6 vikna skeið að undanförnu hefir harðvítugt verkfall verið háð í Reykjavík og víðar um land. — En hvað eru verk- bönn og verkföll? Það sem þá gerist er í raun og veru nákvæmlega sama eðhs og var að verða á Þingvöllum, ef ekki hefðu náðst sættir. Harðvítug stéttasamtök segja sig úr lögum hvort við annað. Hagsmunasamtök verka- manna og vinnuveitenda víg- búast. Öll verstu öfl losna úr læðingi, ems og eðUlegt er að verði í slíkum átökum. Yf irtroðslur og valdbeiting ut- an laga og réttar vaða uppi. Óvild, tortrvggni og allt aö því fullur fjandskapur mynd ast milli deiluaðila. Hverjir vinna svo á og græða á slíkri styrjöld? Því er fljótsvarað. Ef um löng verkföll er að ræða, eins og það sem nú er nýafstaðiö, þá hljóta allir aðilar að tapa — og það tap, fyrir alla, verður því stórfelldara, sem verkfall stendur lengur. Verkamenn, sem þó oftast er talið að verk falhð sé gert fyrir, tapa á- vallt — og því meir sem það er lengra. Þótt nokkur kaup- hækkun og aðrar kjarabæt- ur fáist, er með öllu vonlaust að hið mikla vinnutap vinn- ist upp. Atvinnurekendur tapa. — Já, þjóðfélagið allt tapar stórkostlega. Það tap- ar efnahagslega, en um leiff glatast andleg verðmæti og þaö er ef til vill það hörmu- legasta. Það myndast meira og minna af því andrúmslofti er einkennir styrjaldir og blóðsúthellingar. Nú v*I ég til þess að úti- loka misskilning taka það fram að í lýðræðisþjóðfélög- um eiga stéttasamtökin full- an rétt á sér, og er einn mesti hornsteinn í því þjóðskipu- lagi. ‘ Stéttasamtök verka- manna hafa unnið stórkost- legt gagn með því að sam- ema verkamenn til þess að vinna að bættum kjörum þeirra og hefja þá til meiri manndóms og þroska. — Þeir urðu iðulega, en þó einkum í öndverðu að beita verkfalls vopninu til þess að ná viðun- andi kjarabótum í baráttu við skammsýna og skiínings- sljóa atvinnurekendur. Þess minnumst við og þökkum í dag, hinn mikla árangur sem náðst hefir. — En það er vandfaUð með verkfallg- vopnið — og má ekki beita ar anníst nauðsynlega leitar- starfsemi á eigin spýtur. Á síðustu fjárlögum voru veittar 250 þús. kr. til leitar að nýjum fiskimiðum. Fiskimála sjóður mun og leggja nokkuð af mörkum. Þess er aff vænta, aff for- ráffamenn láti ekki undir höf uff leggjast aff sinna af mýnd arskap þeim bætti leitarinn- ar, sem hér er gerður aff um talsefni. Þaff gæti, ef vel tekst til, reynzt drjúgur skcrfur til efl ingar því jafnvægi í byggff landsins, sem allir tclja nú svo æskilegt. <r Steingrímur Steinþórsson félagsmálaráðherra því nema í ýtrustu neyð. Að sjálfsögðu ber vinnandi fólki hvers þjóðfélags, hvort sem eru verkamenn eða annað launafólk, að fá svo hátt kaup og góff kjör að öðru léyti, sem atvinnuvegir þjóð arinnar frekast leyfa. Það sæmir vart frjálshuga þjóð, sem frá öndverðu hefir viljað búa við rétt og frið, að ágreiningur sé jafnaður með hnefarétti, leitað sé úrskurð- ar vopnadóms. Þaff verður að finnast önnur leið, sem tryggt geti báðum aðilum réttláta lausn hins mikla vandamáls. Voði er fyrir dyr- um hverju sinni, er friðslit verða um atvmnuvegi vora. Voði fyrir verkamenn, voði fyrir atvinnurekendur og voði fyrir þjóðina í hedd. Tilraunir hafa verið gerðar til þess að afstýra þessum voða, en hafa til þessa, því miffur, ekki boriff nægilega góðan árangur. Til slíkra til- rauna má telja vinnulöggjöf ina, sem lögtekin var 1938. Löggjöf þessi setur reglur um það hvemig farið skuli með deilur er upp koma milli vinnuveitenda og stéttarsam taka verkamanna. Á löggjöf þessari hefir ekki orðiff veru leg breyting síðan. Er það fá- títt eða jafnvel einsdæmi að þegar algjör nýmæli, vanda- söm og viðkvæm, hafa verið lögfest, að slík löggjöf hafi staðiff óbreytt svo iangan tíma. Jafnvel hversu mikUr snillingar sem í upphafi hafa um lagasmíð þessa fjallað, gat ekki annars verið að vænta, en það þyrfti að breyta henni í ýmsum atrið- um þegar nokkur reynsla hefði fengist. Enda er það viðurkennt af mjög mörgum stéttarsamtökum bæði verka manna og vinnuveitenda, að ýmissa breytinga sé þörf, sem gætu orðið til mikilla bóta fyrir báða aðila, í því skyni að auðvelda samninga. ^ Ég beitti mér fyrir því sem félagsmálaráðherra, fyrir um það bil þremur árum síðan, og hafði til þess fullan stuðn ing þáverandi ríkisstjórnar, að óskað yrði eftir því við Al- þýðusamband íslands og Vinnuveitendasamband ís- lands, að þau tækju þátt í endurskoðun vinnulöggjafar- innar með fulltrúum rjkiS- valdsins. — En ríkisstjórnin leit svo á, aö æskilegt væri og langlíklegast tU árangurs að þessi voldugu stéttarsam- tök 1ækju þátt í slíkri end- urskoðun. Því miður fengust ekki báðir þessri aðilar til þess að hafa fulltrúa í slíkri endurskoðunarneínd. Var málið þá lagt á hilluna í bdi. En reynsla síðustu ára hefir ekki dregið úr nauðsyn þess að taka vinnulöggjöfina til gagngerffrar endurskoðunar. Núverandi ríkisstjórn mun því nú innan skamms taka þetta mál upp að nýju og óska eftir að stéttasamtökin taki þátt í þessari endurskoð un. Vil ég fastlega vona að samkomulag geti náðst um þetta, mun bað öllum aðilum og þjóðíélaginu í heíld geta orð'ið td góðs. - í ávarpi því, er ég flutti 1. maí í íyrra bemdi ég áskor- un til samtaka verkamanna og vinnuveitenda um það, að þessi samtök beittu sér af al- hug sameiginlega fyrir því, að koma í veg fyrir stórfelld ar vinnustöðvanir. Ég vakti atnygli á því, að lausn máls- ins hlyti að byggjast á gagn- kvæmu samkomulagi verka- rnanna og vinnuveitenda, og benti á aðgerðir Breta í þessu efni. Nú fyrir skemmstu tók Al- þingi i sama streng. Sam- þykkt var þingsályktunartri- laga um sérstaka samstarfs- nefnd skipaða fulltrúum verkamanna og atvmnurek- enda. Hlutverk nefndarinn- ar er, „að afla árlega hverra þeirra upplýsmga, sem hún telur sig þurfa, um afkomu atvinnuvega landsins og hag almennmgs, tri þess að leita megi rökstudds áhts nefnd- arinnar, þegar ágremingur verffur um kaup og kjör, eða ætla má, að til slíks ágrein- ings komi.“ Ef fulltrúar beggja aðila ganga með emlægni, heilum og góðum heg til þessa nefnd arstarís, má vissulega vænta góðs árangurs. Sannar og ó- véíengdar upplýsingar um þjóðarhag eru vissulega mik- ilsverður grundvöllur fyrir þá, sem semja eiga um kaup og_ kjör. Ég vh að lokum óska sam- tökum verkamanna gæfu og gengis á ókomnum árum. Ég óska þess að barátta samtak anna íyrir bættum kjörum verði jafnan háð með rétt- sýni og drengskap, að þau megi jafnan mæta velvildar og samúðar gagnaðilans. Síð ast en ekki sízt er það ósk mín og von að samtökunum megi takast í framtíðmni að gæta hagsmuna verkamanna án þess að þurfa að beita verkföllum. Heill og gæfa fylgi öllu starfandi fólki til sjávar og sveita. Rotary-klnbbur í Ólafsfirði Frá fréttaritara Tímans í Ólafsfirði. Rotary-klúbbur Ólafsfjarð ar var stofnaður sunnudag- inn 17. apríl. Stofnfundur hófst laugardaginn 16. aprll, og var þar mættur Þorvald- ur Árnason umdæmisstjóri og Pétur Björnsson, kaup.- maður, forseti Rotary-klúbbs Siglufjarðar. Höfðu þeir á- samt sóknarprestinum kynnt sér möguleika á stofnun klúibbs. Stofnendur eru 20. Fjn-sta stjórn var skipuð séra Ingólfur Þorvaldsson, forseti, Magnús Gamalíelsson, vara- forseti, Jóhann Kristjánsson ritari, Randver Sæmundsson, stallari og Guðmundur Sig. Guöjónsson, gjaldkeri. BS.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.