Tíminn - 01.06.1955, Blaðsíða 4
Farið að dæmi þeirra kröfuhörðu og veljið
LAND-ROVER,
Leiðbeiningar og fyrirmæli um varnir
gegn útbreiðslu kartöfluhnúðorms
A Útbreiðsla.
Kartöfluhnúðormur hefur
fundizt á þessum stöðum hér
á landi:
Reykjavík, Hafnarfirði,
Akranesi, Keflavík, Grinda-
vík, Eyrarbakka, Stokkseyri,
Vík' í Mýrdal, Vestmannaeyj-
um og Hrafnagili í Eyjafirði.
B. Leiðbeiningar.
Kartöfluhnúðormurinn lifir
á rótum kartöflugrasa, utan
á kartöflum og í moldinni
umhverfis, sumar og vetur.
Þegar ormurinn er kominn í
garðinn á annað borð, lifir
hann þar og eykur kyn sitt
ár frá ári, ef kartöflur eru
stöðugt ræktaðar og ekki
höfð sáðskipti.
Helztu vamarráðin gegn
hnúðormum eru þess vegna
þau, að hætta kartöflurækt í
ormasýktum görðum og nota
ekki kartöflur úr þeim til
útsæðis. Ætti ekki að rækta
kartöflur 1 sýktu görðunum
a. m. k. 5—6 næstu árin eftir
að hnúðormsins varð vart.
Öruggast er að breyta orma-
sýktu görðunum l tún.
Taka ber upp kartöflur, sem
lifa veturinn í sýktum görð-
pm.
Garðyrkjuverkfœri eru
hættulegir smitberar. Ef þau
hafa verið notuð í sýktum
görðum, verður að þvo þau
vandlega og sótthreinsa í
sjóðandi vatni eða formalíni.
Sömuleiðis kartöfluborð
(hörpur), sem notuö eru til
að flokka kartöflur o. s. frv.
Hnúðormarnir geta borizt
með fótum manna og dýra.
Varast skal að rækta kartöfl-
ur í plöntuuppeldisstöðvum á
hnúðormasvæðunum, því að
hnúðormarnir geta borizt
með mold og alls konar
plöntum úr smituðum görð-
um.
Kartöfluhnúðormar geta
smitað tómatjurtir. Ber þess
vegna að varast að láta mold
úr kartöflugörðum lenda í
tómatahúsin. Með sáðskipt-
um og heilbrigðu útsæði er
hægt að svelta hnúðormana
til útrýmingar.
Látið Atvinnudeild Háskól-
ans vita, ef vart verður við
hnúðorma í görðum. Ef
senda skal kartöflujurtir til
skoðunar, ber að grafa grösin
upp og senda ræturnar með
moldinni, sem fylgir. Þarf-
laust er að senda sýnishorn
fyrr en I ágúst.
• H J- ‘ a!‘ • J i i
LÁMa
Verð með málmhúsi kr. 33.000,00.
LbÚNAÐARBÍLLINN LAND-ROVER hefir staðist reynslu áranna hér á landi. Hann 1
ifer traustur, endingargóður og sparneytinn. Benzíneyðsla aðeins 11 ltr. á 1Ú0 km.
Allur viðhaldskostnaður mjög lágur vegna hinnar sterku byggingar bilsins. Land-
Rover ber, í þægilegum svampsætum, sex farþega, auk bllstjóra. Fer jafnt vegi sem |
' vegleysur. — Honum er ekki marka'ður bás.
Þeir bændur, sem enn hafa ekki fengið upplýsingar um Land-Rover, hafi sam |
band við oss sem fyrst.
TIMINN, miðvikudagmn 1. júní 1955.
120. blað.
Aðalfundur Búnaðarsam-
bands Vestfjarða
ttSÍS$SS3SSðSSSSS33S3SSS3S3S$SÍSÍSS3£SSSS53S3SðSSSSæ
Nýkomin sciifling' af Eiinum viiisælu
Aðalfundur Búnaðarsam-
bands Vestfjarða var haldinn
á ísafirði 7.—9. maí. Á fundin
um mættu fulltrúar frá 18 bún
aðarfélögum af 25, sem eru í
sambandinu.
Fundurinn samþykkti m. a.
þessar tillögur:
1. „Aðalfundur Búnaðarsam
bands Vestfjarða skorar á sam
bandsstjórnina að vinna að
því á næstu árum að stofnuð
verði sauðfjárræktar- og naut
griparæktarfélög í hverri sveit
á sambandssvæðinu, þar sem
þau eru ekki þegar fyrir“.
2. „Aðalfundur Búnaðarsam
bands Vestfjarða skorar á
stjórn Búnaðarfélags íslands,
að það undirbúi löggjöf um
viðskilnað eyðibýla í samráði
við fulltrúa sambandsins á
búnaðarþingi, þar sem:
a. Skylda sé lögð á eigendur
eyðijarðanna að skilja við
jarðir sínar, hús, girðingar og
önnur mannvirki, svo að
tjón geti ekki af hlotizt fyr
ir nærliggjandi jarðir.
b. Sett séu skýr ákvæði um
skyldur jarðeigenda um
greiðslur á sköttum, sem á
sveitafélögin eru lögð þeirra
vegna.
c. Að eigendur slíkra jarða
taki eðlilegan þátt í fjall-
skilum“.
3. „Fundurinn mælir með
að bændadagur verði haldinn
og leggur til að dagurinn verði
valinn Jónsmessudagur 24.
júní“.
Ennfremur samþykkti fund
urinn að mæla ekki að svo
komnu með innflutningi
holdanauta vegna sjúkdóms-
hættu. Einnig lýsti hann sig
mótfallinn því, að tillag til
búnaðarmálasjóðs verði hækk
að að svo stöddu.
Skorað var á sambands-
stjórnina að beita sér fyrir
því, að skurðgrafa kæmi til
framræslu í Inndjúpið á þessu
sumri.
Síðan lög um jarðræktar-
samþýkktir voru sett hefir
Búnaðarsamband Vestfjarða
greitt % hluta af kaupverði
þeirra véla og verkfæra, sem
keypt hafa verið samkvæmt
þeim. Þessi aðalfundur sam-
þykkti áætlun um þau véla-
kaup, sem styrkja bæri hér eft
ir. Var þar gert ráð fyrir 5
beltavélum og komi ein í Norð
ur-ísafjarðarsýslu, önnur í
Vestur-ísafjarðarsýslu, tvær í
Vestur-Barðastrandarsýslu og
ein í Austur-Barðastranda-
sýslu. Voru einnig á fundinum
samþykktar stofnfjárhækkan
ir vegna sumra þessara véla.
Jafnframt þessu var hækk-
að árstillag búnaðarfélaganna
til sambandsins og skulu þau
nú greiða 50 kr. af hverjum
félagsmanni, sem hefir ábúð,
en af hinum greiðist 20 kr.
Tekjur sambandsins eru
áætlaðar rúmlega 81 þús. kr. á
þessu ári, auk eftirstöðva frá
fyrra ári. Af gjöldum sam-
bandsins eru 57800 kr. áætlað-
ar greiðslur vegna vélakaupa
ræktunarsambandanna.
Samkvæmt jarðabótaskýrsl-
um voru mældar nýræktar-
sléttur á sambandssvæðinu
árið 1954 108.5 ha. en túna-
sléttur 144.5 ha. Vélgrafnir
skurðir voru 179 þús„ rúmm.
og var grafið í þremur hrepp
um, Rauðasandshreppi, Mýra-
hreppi og Hólshreppi. Vann
sín grafan í hverjum hreppi
og munu þær vinna á sain-
bandssvæðinu í sumar, en ó-
víst er um fleiri, þó að víða
sé beðið eftir framræslu.
Sambandið beitti sér 'fyrir
hrútasýningum á sambands-
svæðinu á s. 1. hausti. Voru
þær haldnar í 20 hreppum.
Búnaðarfélag íslands útvegaöi
ráðunaut sem aðaldómara á
sýningunum og greiddi laun
hans. En sveitarstjórnir tóku
að sér að greiða ferðakostnað
hans úr sveitarsjóðum.
Á þessum aöalfundi átti
einn maður að ganga úr
stjórn 'búnaðarsambandsins.
Var það Jóhannes Davíðsson,
bóndi í Neðri-Hjarðardal og
var hann éndurkosinn.
Sambandið efnir til bænda-
farar á þessu vori. Hefst'ferð-
in 9. júní og verður farið um
Vesturland og Suðurland aust
úr í Skaftafellssýslu.
G. I. K.
ANS klukkum
JUNGHANS klukkur hafa verið seldir á íslandi í meira en 60 ár.
JUNGHANS klukkur hafa ávailt verið viðurkenndar af úrsmiðum sem 1.
flokks klukkur.
Margar JUNGHANS klukkur, sem gengið hafa í 60 ár, og ganga enn, eru
nú orðnar ættargripir.
Eftirtaldar tegundir af JUNGHANS klukkum
eru venjulega fyrirliggjandi:
JUNGHANS stofuklukkur
JUNGHANS veggklukkur
JUNGHANS vekjaraklukkur
JUNGHANS ferðavekjarar • ':i
JUNGHANS eldhúsklukkur með og án thnastillis
Reynið JUNGHANS og þér sannfærist um gæðin.
rf i r» i -O i ,.i í .
, •. i • * >- - '--i-L *
Einkaumboðsmenn: G. HELGASON & MELSTED
Hafnarstrœti 19. — Sími 1644. .i-:r • , J
íssssssssssísssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssísssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssí