Tíminn - 01.06.1955, Blaðsíða 7
120. blaff.
TÍMINN, miðvikudagmn 1. júní 1955.
7.
Dli&vifoutl. 1. júttí
Skæruverkföllin
Þegar þetta er ritaö, er þaff
óvíst, þvort samkomulag muni
nást í kaupdeiiu prentara og
prentsmiffjueigenda, án verk-
falls. Vel getur svo fariö, aff
þetta verði seinasta blað Tím-
ans um nokkurt skeiff.
Þaff er víðar en í prentiffn-
affinum, er verkfall vofir nú
yfir. Verkfall hjá rafvirkjum
vofir yfir nú um mánaffamót-
in og verkfall hjá hásetum á
kaupskipunum vofir yfir inn-
an rúmrar viku. Ef til verk-
falls hásetanna lcæmi, yrffi
þaö þriðja verkfalliff, sem næði
til kaupskipaflotans á þessu
ári.
Hér skal ekki rætt sérstak-
lega um kröfur þær, sem eru
orsakir þessara yfirvofandi
verkfalla, enda eru þær tals-
vert mismunandi og því
meipa og minna flóknar frá
sjónarmiði leikmanna. Sumar
eiga vafalaust rétt á sér og
aðrar ekki. Það gerir og þessi
mál eltki ljósari effa auöveld-
ari vifffangs, að ýmsar kröfur
eru settar fram í þeim til-
gangi einum, aö hægt sé aff
draga þær til baka síöar „til
sámkomulags", eins og það er
orffaff.
Þaff, sem er tilefni bessarar
greinar, er aff vekja athygli
manna á því, sem raun-
ar er oft búið að benfla á
héi' í blaffinu, aff óhjákvæmi
legt er crðið að koma á
þeirri tilhögun, sem útilokar
hin tíðu verkföll einstakra
stétta effa starfshópa', sem
þó grípá meira og minna
inn í starfsemi alls atvipnu-
lífsins til margvíslegs tjóns.
Þaff fyrirkomulag verffur að
finna, að samið sé samtímis
fyrír öll verkalýðsfélögm.
Það er betra, aff allt atvinnu-
lífjff lamist um stund vegna
heildarsamninga, ef sam-
komulag næst ekki meff öðr
um hætti, en aff atvinnulífið
og efnáhagsstarfsemin sæti
stöffugum truflunum vegna
smáskæruverkfalla.
Þetta er málefni, sem engan
veginn varffar atvinnuvegina
eingöngu eða þjóffarheildina.
Þetta mál varffar ekki sízt
verkalýðsstéttirnar og samtök
þeirra. Smáskæruverkföllin
valda verkalýffnum oft mestu
tjóni. Þannig töpuðu t. d.
Dagsbrúnarmenn verulega á
matsveinaverkfalhnu í vetur
og munu eins tapa á háseta-
verkfalli nú, ef til þess kemur.
Hinsvegar hefðu þeir engu
tapað, ef samið hefði veriff við
matsveina og háseta á sama
tíma og unnið var að samning
um Dagsbrúnar og þeirra fé-
laga, er hpfðu samfylgd viff
íiana.
Þetta mál væri langbezt að
leysa þannig, að verkalýðs-
hreyfingin kæmi á þeim regl-
um þjá sér, að öll þau félög,
sem tilheyra henni og hafa
verkfallsrétt, hefffu uppsögn
samninga á sama tíma og Al-
þýðusambandið færi meö um-
boff þeirra við samningaborð-
ið. Meff því móti væri hægt að
komast hjá smáskæruverkföll
unum og tryggja jafnframt
meira samræmi í samningum
en nú á sér stað.
Þaff er áreiðanlegt, aff hin
stöffugu smáskæruverkföll eru
að gera verkfallsréttinn óvin-
sælan að óþörfu. Fyrir verka-
.-lýðshreyfinguna er ekki sízt
Urslit ensku kosninganna
Léleg kosHÍngalíátttaka, sem hifna^! elnkum á Vcrkamanna-
flokknum, trysSgði íkaldsmöiinum sigor
Úrslit ensku þingkosninganna
veröa ekki talin neinn stórsigur íyrir
íhaldsmenn, þótt þeir styrktu þing-
meiriþluta sinn talsvert. Þetta sést
bezt á því, að þeir íengu 400—500
þús. fœrri atkvæði nú en í seinustu
þingkosningum, sem fóru fram
haustið 1651. Það tryggði þeim hins
vegar sigurinn, að atkvæðum Verka
mannaflokksins fækkaði enn meira
eða um 1,5 millj. íhaldsmenn eiga
þvi ekki sigur sinn auknu fylgi að
fagna, heldur óánægju og úhuggleysi
kjósenda, sem áður hafa.kosið með
Verkamannaflokknum.
Mörgum skýringum er haldið
frajn um þetta áhugaleysi eða óá-
nægju kjósendanna. Sumir telja
þetta stafa af því, að þessir kjósend
ur séu ekki óánægðir nieð stjórn
íhaldsmanna. Þcir hafi hiris vegar
ekki viijað veita henni beint traust
og hafi því kosið að sitja heima.
Aðrir telja, að aðalástæðan sé van-
trú á Verkamannaflokknum. Klofn
ingurinn í flokknum hafi einkum
valdið því, að menn vantreystu hon
um til forustu. Stefna hans í innan
landsmálum hafi heldur ekki unnið
hug óháðra kjósenda, sem trúa ekki
á þjóðnýtingu og mikil afskipti rík-
isins.
IH5 nýkjörna þing verður þannig
skipað, að íhaldsflokkurinn hefir
þar 345 sæti og hefir því bætt 23
við sig, Verkamannaflokkurinn hef
ir 277 sæti og hefir tapað 17, Frjáls
iyndir hafa 6 eða sömu tölu og áð-
ur og írskir þjóöernissinnar hafa 2.
Þingmenn eru nú 630 í stað 625
áður. Þrjú kjördæmi voru þing-
mannslaus, þegari’kosningar fóru
fram.
íhaldsflokkurinn fékk nú um 13,3
miUj. atkvæða í stað 13,7 millj.
1951, Verkamannaflokkurinn fékk
12,4 millj. atkv. í stað 13,9 millj.
1951 og Frjálslyndir fengu rösk 700
þús. eða sömu tölu og 1951. Alls
kusu nú 26,6 millj. kjósendur og
var kosningaþátttakan um 76,8%.
Haustið 1951 kusu 28,6 mUlj. kjós-
enda og var kosningaþátttakan þá
82,3%.
IhaVlsfiokkurinn fékk nú 49,8% af
grpiddum athVEP‘ðúm., „The Man-
chester Guardian" segir, að þaö
hljóti að vera stjórn hans áminning,
að þrátt fyrir þingmeirihlutann,
hafi hún rúman helming þjóðarinn
ar á móti sér.
íhaldsmenn eru að sjálfsögðu
ánægðir yfir sigrinum, en af blöð-
um þeirra má samt ráða, að þeim
er ljóst, að þeir þurfa að halda vel
á spilunum, ef þeir eiga að halda
velli j næstu kosningum. Flokkurinn
hefir aldrei unnið eins mörg kjör-
dæmi með naumum meirihluta og
nú.
Sum blöðin halda því fram, að
þetta muni hafa þau áhrif á stjórn
ina, að stefna hennar verði frjáis-
lyndari en ella. íhaldsöflin hefðu
eflzt meira í flokknum, ef sigur
flokksins hefði veriö stórfelldari.
nauffsynlegt aff gera sér grein
fyrir þessari staðreynd. Afleið
ingarnar birtast að sjálfsögðu
fyrst og fremst þannig, aff þeir
flokkar, sem eru nátengdast-
ir verkalýðshreyfingunni, tapa
í kosningum. Smáskæruverk-
föliin eru skrifuð réttilega effa
ranglega á kostnað þeirra.
Þetta gerðist t. d. í Bretlandi í
sambandi við þingkosningarn-
ar á dögunum, en verkföllin
þar eru talin háfa átt veruleg-
an þátt í ósigri Verkamanna-
flokksins.
Þaff er því á allan hátt í
þágu verkalýðshreyfingarinn-
ar sjálfrar, að nýrri skipan og
betri verffi kömið á þessi mál.
EDEN
forsætzsráðherra
Frjáls’yndi flokkurinn lætur vel
af úrslitunum, enda gekk honum
betur en búizt var við. Hann bætti
að vísu ekki við sig þin^sætum, en
var hins vegar eini flokkurinn, rem
hélt atkvæðatöiu .sinni, þrátt fyrir
minni kosning aþátttöku. Athyglis-
vert var, að fiokkurinn bætti veru-
lega við sig fylgi í Suður- og Mið-
Fnglandi. Spádómar eru nú flokkn
um nokkuð hagstæðari en áður.
Ýmsir telja, að flokkurinn geti haft
talsverða möguleika í næstu kosn-
ingum, ef stjórn íhaldsmanna tekst
misjafnleya og Verkamannaflokkur-
inn verður ekki búinn að endur-
heimta traust miðstéttanna.
Kosningaúrsliíin eru verulegt
áfall fyrir Verkamannaflokkinn,
þótt flokkurinn sé samt enn sterkur
á þinginu og hjá þjóðinni. Hin lé-
lega kosningaþátttaka, er gekk fyrst
og fremst út yfir hann,' er vísbend-
ing um, að hann mep gæta að sér
og endurskipu’eggja stefnu sína og
vinnubrögð, ef hann ú að ná for-
ustunni aftur.
í bloðum íhaldsmanna er því tals
vert haldið fram, að ósigur Verka-
mannaflokksins verði vatn á myllu
Bevanista. Sennilega stafar þetta
eitthvað af því, að slík þróun yrði
DAVIES,
foringi Frjálslyndra
Það myndi vafalaust verffa til
þess að auka veg hennar og
tiltrú, ef hún beitti sér sjálf
fyrir því, aff sú tilhögun yrði
tekin upp, að þjóöfélagið
þyrfti eklci að búa viff sífellt
öryggisleysi og óvissu vegna
smáskæruverkfalla. Meö því
þarf ekki aff skerffa verkfalls-
réttinn neitt, heldur yrði hon-
um þá aðeins beitt þannig,
sem bezt hentaði verkalýffnum
sjálfum og þjóffarheildinni. í
staff smáskæruverkfallanna
kæmu þá hópsamningar, eins
og nú er algengt á Norðurlönd
um, þar sem verkalýðssamtök-
in hafa náð mestum styrk og
þroska.
íhaldsflokknum hagstæðust. „The
Manchester Guardian", sem er frjáls
lynt og óháð blað, dregur hins vegar
þá ályktun af úrslitunum, að Verka
mannaflokkurinn geti kennt Bevan
um ósigurinn og Vilji flokkurinn
draga rétta lærdóma af úrslitun-
um, séu þeir á þann veg, að hann
eigi að losa sig við Bevanista og
sós.'alistiskar kreddur, sem ekki eigi
lengur hijómgrunn hjá þjóðinni.
Lundúnablaðið „The Star“, sem er
frjálslynt og studdi Verkamanna-
flokkinn nú, tekur í. sama streng.
Bæði leggja blöðin áherzlu á, að
forustan í flokknum þurfi að yngj-
ast.
Sú spá íhaldsblaðanna að kosn-
ingaúrslitin hefji Bevan til valda í
flokknum er ekki sennileg, a. m. k.
ekki eins og nú standa sakir og að
óbreyttri stefnu hans. Sjálfur tap-
aði hann fylgi í kosningunum og
sama gilti um fiesta helztu liðs-
menn hans. Tveir þeirra féllu,
Geoffrey Bing og Michael Foot, en
sá síðarnefndi er ritstjóri „Tribune".
Ian Micardo, Barbara Castle og
Crossmann urðu fyrir miklu at-
kvæðatapi. Þessi úrslit benda ótví-
rætt til þess, að ekki sé heppilegt
fyrir flokkinn að berjast undir
merki Bevans.
Kosningaúrslitin verða hins vegar
ekki til þess að treysta völd Attlees
og nánustu fylgismanna. Attlee tap
aði fylgi í kjördæmi sínu og yíir-
leitt eru úrslitin talin persónulegur
ósigur fyrir hann. Flestir af eldri
foringjunum töpuð einnig fylgi, en
Morrison slapp þó einna bezt. Yfir-
leitt er nú talið, að Attlee gegni ekki
formennsku í flokknum til næstu
kosninga, en hann verður þá orð-
inn 77 ára gamall, ef um fullt kjör-
tímabil verður að ræða. Margir
flokksmenn hans munu telja heppi-
legast að Attlee láti af formennsk-
unni sem fyrst.
Miklar getgátur eru nú um hugs-
anlegan eftirmann Attlees. Morrison
kemur vart til greina, því að hann
er aðeins 5 árum yngri. Margra augu
munu nú beinast að þeim Hugh
Gaitskell og Hatley Shawcross, en
þeir voru hinir einu af foringjum
flokksins, sem juku fylgi sitt í kjör-
dæmum sínum. Það getur gert að-
stöðu Shawcross betri, að Bevan er
ekki eins illa við hann og Gaitskell.
Shawcross hefir að vísu gagnrýnt
•Bevan harðlega, en var þó andvígur
brottrekstri hans i vetur.
Margt bendir til, að Verkamanna-
flokkurinn muni draga þá ályktun
af kosningunum, að hann yngi fljót-
lega forustu sína og marki sér
ákveðnari stefnu, þótt því kunni að
fylgja einhver klofningur í bili.
Flokksstjórnin mun þá treysta því,
að hann verði kominn yfir þennan
ágreining, þegar kosið verður eftir
firnrn ár.
Meðal þcirra frambjóðenda, sem
unnu einna mestan persónulegan
sigur, var frú Braddock, sem verið
hefir einn ákveðnasti andstæðingur
Bevans í flokknum. Bcvanistar náðu
rheirihlutanum í flokksfélaginu í
kjördæmi hennar og neituðu að
fallast á framboð hennar. Miðstjórn
flokksins skarst þá í leikinn. Bevan
istar buou þá fram gegn henni. Úr-
slitin urðu þau, að frambjóðandi
þeirra fékk svo lítið fylgi, að hann
mlssti kjörfé sitt, en Braddock var
kosin með öflugri meirihluta en
1951.
Acland, sem sagði sig úr þing-
flokki jafnaðarmanna til þess að
geta barizt sem óháður fyrir banni
gegn kjarnorkusprengjum, beið mik
inn ósigur, fékk 6500 atkv., en fram
bjóðandi Verkamannaflokksins
(Framhald á 10. síðu)
Er það ekki lýgi ?
Morgunblaðiff heldur áfram
að kvarta undan því, að Tím-
inn skuli nota orð eins cg lyg
ar, lygakenningar og lygastarf
semi í sambandi við vinnu-
brögð Sjálfstæðisflokksins.
Mbl. segir að þctta séu stór
orð og ljót.
Það, sem máli skiptir í
þessu sambandi, er þó ekk’
það, hvort orð þéssi séu stór
eða ljót. Meginatriðið er,
hvort þau hafi átt við um
þann verknað, sem þau hafa
verið notuð til að lýsa.
Tím*nn hefir notað þessi
orð um þá viðlcitni Sjálfstæð
zsflokksins að reyna að eigna
sér verk annarra til þess að
villa á sér heimild*r.
Til þess að gera þetta mál
ekki of flókið, skal aðeins
einn málaflokkur tekinn sem
dæmi, raforkumáPn, og varp
að fram eftirtöldum spurn-
ingum:
Er það ekki lygi, að núv.
framkvæmdir í raforkumálun
um reki rætur til alvörulauss
málamyndarfrumvarps, sem
Jón Þorláksson flutti fyrir 26
árum, og dæmt var þá ótíma-
bært af sérfræffingum og
flokksbræður Jóns höfðu svo
Iítinn áhuga fyrir, að þeir skil
uðu ekki um það nefndaráliti
og reyndu ekkert til að fram
kvæma það, eftir að þeir voru
komnír til valda?
Er það ekki Iygi, að þáv.
formaður Framsóknarflokks-
ins, Tryggvi Þórhallsson hafi
tekið frumvarpi Jóns illa, þar
sem hann fól sérstakri sér-
fræðinganefnd að athuga mál
iff og bauðst til að vera með
fjárframlögum til þessara
framkvæmda, ef Sjálfstæðis-
menn vildu benda á tekjuöfl-
unarleiðir?
Er það ekki lygi, að Sjálf-
stæðismenn hafi haft áhuga
fyrir þessum málum, þar sem
þeir gerðu ekkert til þess með
an verið var að eyða stríðs-
gróðanum, að honum yrði var
ið til þessara framkvæmda?
Er það ekki lygi, að ný-
sköpunarstjórnin hafi átt
frumkvæðið að raforkulögun-
um, þar sem þau voru til í
frumvarpsformi, þegar hún
kom til valda, samin af milli-
þinganefnd, sem var skipuð
samkvæmt tillögu Framsókn-
arflokksins , — og hún hafði
lítil önnur afskipti af málinu
en að fella sum mikilvægustu
ákvæðin úr frumvarpinu?
Er það ekki lygi, að Sjálf-
stæðisflokkurinn hafi knújð
Framsóknarmenn til að fall-
ast á rafvæðingu dreifbýlis-
ins við seinustu stjórnarmynd
un, þar scm fyrir liggja skrif
legar heimildir um það, að
miklu skemmra var gengið í
uppkasti Sjálfstæðisflokksins
að málefnasamningnum en
gert var í hinum endanlega
samningi?
Jú, vissulega er öll viðleitni
Sjálfstæðismanna til að eigna
sér rafvæðingu dreifbýlisms
byggð á lygi — alveg eins og
viðleitni hans til að eigna
sér mörg önnur umbótamál,
er hann lxefir ýmist barizt á
móti eða sýnt algert tómlæti
fram á seinustu stundu. Vissu
lega er hcr um skipulagða lygi
að ræða til að reyna að telja
fólki trú um, að Sjálfstæðis-
flokkurinn sé víðsýnn umbóta
flokkur, enda þótt hann sé
fyrst og fremst klíka fárra
gróðamanna og þjóni hags-
munum þeirra í hvívetna.
Þessi vinnubrögð mun Tím-
inn halda áfram að nefna
sínu rétta nafni og vara þjóð
ina við að láta blekkjast af
þeim, hvað mikið sem kveinað
er undan því í Mbl.