Tíminn - 05.06.1955, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.06.1955, Blaðsíða 8
8. TÍMINN, sunmidagmn 5. júní 1955. 124. blað, íslendingajpættir Dánarminning: Helga Halldórsdóftii Fyrsta maí, síðastliðinn, andaðist Helga Halldórsdótt- ir að Langholti í Flóa. Fædd var hún 30. október 1881, að Einholti í Biskups- tungum, dóttir Halldórs Jóns- sonar, bónda þar og Úlfhild- ar Snorradóttur, konu hans. Helga ólst upp í Einholti yfir fermingaraldur, en þá fluttust foreldrar hennar þaðan, fyrst að Haukadals- koti, en ári síðar suður í Flóa að Stokkseyrarseli. Helga gift ist rúmlega tvítug Guðjóni Einarssyni, sem þá var ekkju- | maður og átti þrjú börn. Dæt- i ur hans tvær höfðu þegar ver ið teknar í fóstur, en dreng- inn hafði hann með sér. Þau reistu þá bú, og bjuggu fá ár í Stokkseyrarseli, en fluttu svo að Nýjabæ i Sand- víkurhreppiý og bjuggu þar unz Guðjón: dó, eftir nálægt tuttugu ára sambúð þeirra hjóna. Þau eignúðust þrjú börn: Guðjón, sem nú býr á Bolla- stöðum, giftur Kristínu Guð- mundsdóttur ættaðri úr Bisk- upstungum, Eyrúnu húsfreyju í Langholtsparti, gift Sveini Jónssyni frá Hvammi í Mýr- dal, og Dagbjart, ógiftur í Reykjavík. Helga brá búi er hún missti mann sinn. Voru þá tvö börn hennar uppkomin og fóru í vinnumennsku, en Dagbjart- ur var á barnsaldri og hafði Helga hann með sér og sá fyr- ir honum ómagaárin. Vann á ýmsum heimilum, lengst í Hallanda í Hraungerðis- hreppi. Um það bil, sem Dag- bjartur fermdist, giftust hin börn hennar. Helga fluttist til þeirra þá þegar, og dvaldist hjá þeim síðan. Var hún mörg ár hjá dóttur sinni á sumrin en hjá syni sínum á veturna. Seinustu árin var hún að stað aldri hjá dóttur sinni. Ekki mun það héraðsbrest-» ur þó að kona á áttræðisaldri sé kölluð frá þessu lífi, og það kona, sem engin forráð hafði seinni hluta ævinnar, engrar menntunar hafði not- ið fram yfir það sem lög kváðu, til fermingar á henn- ar bernskutíð, og ekki hafði gefið sig að almennum mál- um. En svo merkileg kona var Helga um margt, að verðugt er að hennar sé minnst að leiðarlokum. Við Helga vorum nágrann- ar í bernsku. Þó Einholts- systkin væru nokkru eldri en við krakkarnir á Drumbodds- stöðum, sóttum við stundum hvert annað heim og lékum okkur saman. Vinátta var á milli heimilanna og greiða- semi gagnkvæm. Ekki veit ég samt hvort mömmu hefur fundist að hún nokkurn tíma launaði sem vert var þann stóra, áhættusama, greiða, sem Einholtshjón veittu henni, er þau tóku okkur, báð- ar telpurnar, um óákveðinn tíma, er bræður okkar veikt- ust samtímis af barnaveiki. Móðir mfn var þá orðin ekkja. Við systurnar vorum hálfan mánuð að heiman. Allt fór vel. Ég minnist þess hvað við okkur var leikið þessa daga. svo ekki skyldi okkur leiðast. Og leystar vorum við út með gjöfum. Þessi voru kynni mín af Helgu og hennar fóiki í bernsku. Eftir að fjölskyldan flutti í fjarlægð hurfu kynnin, og ég sá ekki Helgu í meira en þrjá áratugi. Er fundum bar aftur saman var hún ekkja og börnin uppkomin. Ég þekkti þessa konu því ekkert meðan hún bjó: réði hpsum, var húsmóöir og ól upp börn íin. En ég hygg þó, að allt hafi henni farið vel úr hendi. Þau hjón komust vel af, enda voru þau samhent um dugn- að og ráðdeild, Öllum gerði Helga gott, sem að garði bar. Ekki neitaði hún að gera greiða ef ann- ars var kostur, og ómælt og óvegið var það, sem hún rétti þeim sem hún náði til og erf- iðara áttu. Hún hafði alla ævi nautn af því að gefa og gaf stundum af litlu. Þegar Helga fluttist til barna sinna var hún orðin heilsuveil, og þó hún ynni mikið lengst af, fóru kraft- arnir heldur þverrandi með árum. Börn hennar voru svo lánsöm að geta þá þakkað henni umönnun fyrri ára með því að sýna henni nærgætni og umhyggju og láta henni líða svo vel sem unnt var, og voru tengdabörnin samtaka. Fór mjög vel á með henni og þeim. Einnig voru stjúpbörn- in hennar góðu vinir. Ég vissi heldur engan, sem kynni hafði af Helgu, að ekki væri vel til hennar, hvort heldur að barn var, vinnandi fólk eða gamal- menni. Öllum vildi hún vel og hógvjerð hennar var frábær. Hún öfundaði engan en fann til með þeim, sem erfitt áttu, ól engum nægtir, en gladdist af velgengni annarra, talaði vel til allra og mælti til bóta ef á einhvern var hallað. Hafi þessi kona borið óvilja í brjcsti eða óhug til annarra, þá hef’-r hún unnið þann sig- ur í lífinu, sem talið er að ihannkyni veiti erfiðast: að sigra hið illa í sjálfu sér, og mun þá sú áunna göfgi ekki síður fylgja yfir gröf og dauða. En vinir og kunning jar munu telja að til slíks hafi ekki komið. Hitt fannst öll- um, að henni tækist vel að varðveita barnshjartað og hugann, sína löngu ævi. Þó hún .gæfi sig ekki að almennum málum og væri aldrei félagsbundin, var hún félagslynd, hafði gaman af að koma á mannfundi og heimsækja kunningja. Hún trúði á hið góða í hverjum (Framnald al 8. slðu>. ■: : Tékkóslóvakía: Á vegum verzlunarráðs Tékkóslóvakíu sýna 11 útflutningsfyrirtæki. Sóvétríkin: Á vegum verzlunarráðs Sovétríkjanna sýna 15 útflutningsfyrirtæki. Svmíiiíí'íu verður i MiðliæjarskóIaMuin, tvcini sýn- ingarskáluin við skúlann og undir bcru lofti í grennd við skélann. Ennfremur lislamaimaskálamim og undir beru lofti í jírennd skálans. Á sýningunni verða þessar vörur meðal annars: Korn og kornvörur, grænmeti, ávextir og ýmsar aðrar matvörur. Feiti, olíur, fráe (úr jurtaríkmu), efnavörur ýmis konar. Trjávörur. Pappír og pappi. Skinn og margs konar leðurvörur, vefnaðarvörur úr ull, bómull, hör, silki og gerviefnum, teppi og dreglar, einnig tekniskar vefnaðarvörur, fatnaður, skófatnaður, eldsneyti, ýmis konar jarðefni og vörur úr þeim, gler og glervörur, leir- og postulínsvörur, alls konar vinnubúsáhöld, málmar og vörur úr ódýrum málmum, svo sem keðjur, verkfæri, miðstöðvar, saumur o. fl. — ýmsar smávörur úr málm- um. Alls konar vélar og áhöld, svo sem aflvélar, vélar til landbúnaðar, vélar til búsýslu. Skrifstofuvélar, rafmagns vélar og áhöld, rafgeymar, útvarps- og fjarsýnistæki, rafstrengir, mælitæki alls konar, læknatæki og verkfæri. Vagnar og flutningatæki, bifreiðar, dráttarvélar, reið- hjól, mótorhjól og sjóntæki, hljóöfæri, klukkur, skotfæri, kvikmyndatæki, íþróttavörur, listmunir, frímerki o. m. fl. VÖRUSÝNI I REYKJAVIK 2.—17. JULI 1955 Kaupstefnan—Reykiavík Pósthússtrœti 13. — Sími: 1576. to .v : ■■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.