Tíminn - 07.06.1955, Page 4

Tíminn - 07.06.1955, Page 4
4. TÍMINN, þr'fijudaginn 7. júní 1955. 125. blað. Yénlistarfélagilf Félag íslcnzkra emsömgvara Úperan La Sviðsmynd úr öðrum þætti. 5$5$í5S5S5$í53S5$5S5$$5$5$$55$$$5S5$$5SíÓ5$5$í^ó$55S5$5«5ðíÓ5$$5S5S^ Uppboð Sá sögulegi atburður gerð- ist í tónlistarlífi okkar að Tónlistarfélagið og Félag ís- lenzkra einsöngvara hélt frumsýningu á óperunni La Boheme eftir Puccini í Þjóð- leikhúsinu á fimmtudags- kvöldið var. Hjnn frægi í- talski hlj ómsveitarstj óri Rino Castagnino stjórnaði sinfón- íuhljómsveitinni og söngfólk inu, en leikstjóri var Lárus Pálsson. Hafa þeir unnið hér mikið þrekvirki og stórsigur og skapað heilsteypt og lýta- laust listaverk. Frá höfund- arins hendi er mikið í óper- una borið, Ijóoræn yndisfög- ur lög, áhrifamikil samstill- ing kórsins með einsöngvara og hljómsveit, stórmerkax raddsetningar og hljóðfæra- ekipan, hugðnæm yrkisefni og ágætur leikur og leiksvið. Það er þvi sannarlega ekki lítið færst í fang, með því að halda þessu öllu til haga og skila þvi þannig að vel fari. Þetta tókst alveg prýðúega, og atburðarásin, söngurinn og hljómhstin streymdi á- fram í elfu tímans án nokk- urrar misfellu. Þeir samlandarnir Primo Montanari og Rino Castagn- íno hafa blásið sterklega í þá suðrænu glóð, sem logar und ir niðri í brjóstum íslend- inga, enda vermdi hún á- heyrendum um hjartaræt- urnar með yl sínum. Stjórn Castagnmo var sterk, fáguð, hnitmiðuð og Ustræn og hann var hið sam- einandi afl sem bar aðalhita og þunga dagsins, enda var honum fagnað ákaft og hjart anlega af áheyrendum að leikslokum. Leikstjórnin hafði Lárusi Pálssyni farið mæta vel úr hendi eins og vænta mátti, og varð allur leikurinn eðU- legur og áhrifaríkur meira að segja einnig hjá þeim, sem ýmislegt hefir verið verið bet ur tú lista lagt fram að þessu annað en það að geta leikið. Primo Montanari hefir annast um söngkennslu og æfmgu margra aðalsöngvar- anna og kórfélaganna á þess um vetri. Hafa þeir tekíð á- gætum framförum und'r ör- uggri handleiðslu hans og kom nú árangur starfs hans berlega í Ijós. Guðrún Á. Símonar syng- ur hlutverk Minni, laglegu berklaveiku stúlkunnar aí m'k ílli snilld. Raddfegurð henn- ar og scngur er dásamlegur, og hinn töfrandi tvísöngur hennar og Rodolfo „Ástin ein“ í fyrsta þætti mun lengi verða m.innisstæður, enda bar i scngur hennar að mcrgu | leyti af. Magnús Jónsson syngur hlutverk skáldsins Rodolfo á- gætlega og tókust sumir tví- söngvar og emsöngvar hans skínandi vel einkum í fyrsta og síðasta þætti. Leik hans hefir einnig stórfarið fram og tðkst honum mjög vel upp í síðasta þætti, en þar reynir mjög á þann hæfúeika. Guðmuntíi Jónssyni bregst ekki orðið söngleikni og leik- ur hans er emnig ágætur. Hann fer með hlutverk Mar- cello listmálara á heilsteypt- an og glæsilegan hátt, og hrífur söngur hans áheyrend ur ávallt mjög sterkt. | Þuriður Pálsdóttár hefir með hlutverki Musettu stigið stórt skref fram á við á hinni' listrænu þroskabraut sinni ogj bæði leikur hennar og söng-' ur var yndislegur. Allir vita nú orðið að Krist ir.n Hallsson er afburðagóð- ur söngvari, en fyrir suma mun það hafa verið óvænt að hann er eúinig prýðilegur leikari og kemur hin með- fædda skæra kímnigáfa honum að góðu haldi í hlut- verki inns sérkennilega tón- listarmanns Schaunard. Jcn Sigurbjörnsson fór á- gætlega með hlutverk heim- spekmgsins Colline. Hann er mjög athyglisverður söngvari og hefir dásamlega raddfeg- urð og þá miklu hljómfyll- 'ngu sem óperusöngvurum er nauðsynleg. Ólafur Magnússon og Gunn ar Kristinsson syngja vel tvö smærri hlutverk og kórmn fór skínand1 vel með hið mjög svo erf'ða og vanda- sama en skemmtilega hlut*1 verk sitt. Mönnum finnst ef til vill að oflofi sé hlaðið á söngfólk okkar, en sannleikurinn er sá, að það á allt.gott skúið í þess um efnum, því að það er sjálft svo framúrskarandi gott. Þó getur það tek'ð, á að taka og mun taka framför- um, því að engin sjást þess merki að Það ofmetnist. Leikur sinfóníuhljómsveit- ar'nnar var aíbrágðsgóður, og veitti söngíóikinu trausta undirstöðu og stuðning. Hefir hljómsveitinni stöð- ugt farið fram að undan íörnu, og má með sanni segja að hún hafi eflst við hverja raun. Lothar Grund sa um íeik- tjöld'n á mjög svo raunhæf- an og listrænan hátt svo sem endranær. Fritz We'sshappel og Ragn ar Björnsson unnu nnkið og gott starf við undirbúning og þjálíun söngfólks og hljóm- sve'tar. Hallgrími Bachmann ljósame'stara tókst sérlega vel upp að sýna snædrífuna Guðrún A. Símonar og Jénsson. Magnús við tollbúðarhlið'ð í þriðja þætt'. Búningaxnir voru frá Ole Teglers í Kaupmanna- höfn, og gerðu þe'r sitt ttl þess að auka g'ld' óperunnar. Tvímælalaust er þetta e'nn stærsti sigurinn, sem unnist beÞr í íslenzku tónlistarlífi fram að þessu. Hrifn'ng á- heyrenda var fádæma núkil og fagnaoarlæt'n og lófatak- ið hjartanleg og langvinn. EP Pill Siguijónsson á Ingveldarstöð um í Hjaltadal hefir sent hugvekju, sem er dagsett 6. apríl, en hefir orðið að bíða nokkuð vegna þrengsla hér í baðstofunni. Bíða nú margir eftir því að fá orðið hér og bið ég þá að vera þolinmóða. Gef ég svo Páli crðið: „Oddviti Hólahrepps sendir mér kveðju s:na í baðstofuhjali Tímans 25. marz í t.ilefni af grein, er þar haíði áður birzt eftir mig. Ekki get ég sagt, að mér kæmi kveðjan á óvart. Hitt kom mér mjög á ó- vart, að hann skyidi þurfa sex vik- ur til að koma þeirri skipan á skapsmuni sína, að hann mætti vopni halda. — Oddviti virðist telja það mjög ámælisvert, að grein min skyldi birtast undir dulnefni, og skal hann ekki þurfa að kvarta undan því að þessu sinni. Ég get gjarnan verið honum sammála um, að réttara sé að menn skrifi undir fullu nafni, en þar sem allir þeir, er áður hcfðu skrifað um þetta niðurskurðarmál, höfðu notað dul- nefni, sá ég ekki ástæðu til að breyta þar um. Greinarhöfundur er mjög hneyksl aður yfir því, að ég hafi, að hans sögn, dróttað að honum og fleir- um, að hafa borið ljúgvitni í þessu máli. Mér kemur ofsi hans mjög á óvart og ráðlegg ég honum að lesa grein mína betur. Auðvitað er það með öllu tilhæfulaust, að ég hafi dróttað slíku að honum sérstak- lega, ég sagði aðeins frá grun manna um, að einhverjum kynni að hafa orðið það á. Vanstillingu oddvita út af þessum ummælum get ég með engu .móti skilið, ef samvizka hans er eins góð og hann vill vera láta. Síðan skrifar cddviti tárum döggv að siðferðisvottorð, sjálfum sér til handa. Ég skal að þessu sinni eng an dóm á sannleiksgildi þess vott orðs leggja, vil aðeins í fullri vin- semd benda honum á, að ekki hefði verið illa viðeigandi, að Guð- mundur Gíslason hefði skrifað á vottorðið sem ábekingur, og sauð- ijársjúkdómanefnd sem vottur. Ég mun nú geta. um eitt dæmi, sem styður þennan áður umrædda grun, þótt fleira komi þar reyndar til greina. í þingfréttum Tímans þann 29. október síðast liðinn, segir orðrétt, þar sem rætt er um skýrslu sauð- fjársjúkdómanefndar til Alþingis: „Komið hefir til álita, hvort slátra ætti fé á nágrannabæjum Hlíðar, en samgangur er á fé Hlíðar og tveggja annarra bæja í Hjaítadal“. Morgunblaðið birtir nær samhljóða útdrátt úr scmu skýrslu. Þar er jafnvel kveðið enn skýrar að um, rð ekki sé um samgang að ræða, nema við tvo bæi. Ekki er kunnugt, að sauðfjársjúkdómanefnd hafi gert neinar athugasemdir við þenn an fréttaílutning, og verður því að álíta, að blöðin hafi farið rétt með. Sannanlcgt cr, að þessar upplýs- ingar í skýrslunni eru tilhæfulaus- ar með öúu, og ólíklegt má telja, að nefndin hafi ekki haft að þeim einhvern heimildarmann, því að varla verður því trúað, að nefndin sjálf eða sérfræðingur hennar, hafi slíka skáldsagnargerð fyrir tóm stundaiðju. Samkvæmt framan- sögðu bendir allt til, að þarna hafi einhver cjjekkituþ Skugga-Sveinn. borið alvarlegt ljúgvitni um höf- uð atriði málsins. Ég lét snemma í vetur spyrjast fyrir um það hjá framkvæmda- stjóra sauöfjársjúkdómanefndar, hvaða heimildir hefðu ráðið úrslit- um í þessu máli, og hverjir heim- ildarmenn hefðu orðið. Fram- kvæmdastjórinn færðist undan að svara, en gaf þó í skyn, að ein- hverjir úr hreppsnefndinni hefðu komið þar við sögu. Ég hefi ekki aðstöðu til að fullyrða neitt um, af hverju þögn hans stafar, en varla getur talizt goðgá að geta þess til, að framkvæmdastjórann, sem almælt er að sé maður frið samur cg hógvær, hafi þá þegar verið farið að gruna, að ekki væri hreint mjöl í pokanum, og því vilj að, úr því sem komið var, láta þögnina hylja aðdraganda máls- ‘ins. Nú er það vitað, að enginn hrepps nefndarfundur var haldinn um málið, og fullvíst, að sumir nefnd- armenn hafa þar hvergi nærri komið. Hins vegar er vitað, að odd- viti hafði þar mikil afskipti, bæði gagnvart sauðfjársjúkdómanefnd og þá ekki síður heima í héraði. Gæti hann áreiðanlega með góðri sam vizku, gert að sínum orðum crð Víga-Glúms, er hann sór fyrir víg Þorvaldar Króks, eftir orrustuna á Hrísateigi: „Ek vark at þar, ok vák at þar, ok rauðk at þar odd ok egg, er Þorvaldr Krókr fékk bana“. Oddviti mótmælir þeim ummælum, sem ég sagði, að eftir honum væru höfð, varðandi samgang fjár á Hlíð og Hólum, en sér þó ekki ástæðu til að hafa þau rétt eftir. Sjáanlega veit hann, aJS hægt er að mótmæla ummælum, sem falla í einkaviðræðum og ætlar að nota sér það. Ég læt lesendur dæma, hvort það sé í samræmi við þá „drenglund" og „karlmennsku" sem hann telur, sjálfsagt með réttu, að mig skcrti svo tilfinnanlega. Um þetta atriði hefi ég það eitt að segja, að ekki hefir oádviti sagt þetta í minni áheyrn, en ég hefi það eftir heimildarmanni, sem ég veit, að oddviti Hólahrepps mun hugsa sig tvisvar um, áður en hann lýsir hann lygara. Af sérstökum ástæðum nafngreini ég ekki heimildarmanninn að þessu sinni, læt nægja að minna oddvita (Framhald á 7 siðuj. veröur hald'ö vig Hjörtskot á Hvaleyri v'ð Hafnar- fjörð mánudaginn 13. júní n. k. og hefst kl. 4 e. h. — Þar verða seld'r 70—80 hestburðir af heyi, rakstrar- vél, hestvagn, aktýgi og önnur landbúnaðarverkfæri o.fl Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógetiiin í Hafnarfirði.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.