Tíminn - 07.06.1955, Blaðsíða 6
6.
TÍMINN, þriðjudaginn 7. júní 1955.
125. blað.
«1
•H
ÞJÓÐLEIKHÖSID
| Fædd í yœr
Sýning í Hveragerði í kvöld kl. 20
30. sýning.
Næsta sýning í Ytri-Njarðvíkum
íimmtudag kl. 20.
La Bohéme
Sýning í kvöld kl. 20.
Er á tuiíöan er
Sýning miðvikudag kl. 20.
Aðeins þrjár sýningar eftir.
Aðgöngumiðasalan opin frá kl.
13,15—20,00. Tekið á móti pönt-
unum, sími: 8-2345, tvær línur.
Pantanir sækist daginn fyrir sýn
ingardag, annars seldar öðrum.
GAMLA BlÓ
IJndur
eyöimerhurinnur
Heimsfræg verðlaunakvikmynd,
er Walt Disney lét taka í litum
af hinu sérkennilega og fjöl-
breytta dýra- og jurtaríki eyði-
merkurinnar miklu í Norður-
Ameríku. — Þessi einstæða og
stórkostlega mynd, sem er jafnt
fyrir unga sem gamla, fer nú
sigurför um heiminn og er alls
staðar sýnd við gífurlega að-
sókn, enda fáar myndir hlotið
jafn einróma lof.
Sýnd annan í hvítasunnu
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Sæyammurinn
(Captain Pirate)
Geysi spennandi og viöburðarík,
ný, amerísk stórmynd í eðlileg-
um litum. Byggð á hinum al-
þekktu sögum um „Blóð skip-
stjóra" eftir Rafael Sabatinni,
sem komið hafa út í íslenzkri
þýðingu.
Louis Ilayward,
Patricia Medina.
Bönnuð börnum innan 12 ára.
Sala hefst kl. 4.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Síöasta sinn.
■ IMII
TIARNARBIÓ
Trompásinn
Bráðskemmtileg brezk gaman-
mynd, aðalhlutverk leikur snill-
.ingurinn
Alec Guiness.
Gíynis Johns,
Valerie Kobson,
Petulc. Olark.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Sala hefst kl. 4.
SLEIKFEIAG!
rREYKJAVÍKUld
Illll Og Út
uiu gluggaim
Skopleikur í 3 þáttum eftir
Walter ElUs
(höf.
Góðir eiginmenn sofa heima.)
Sýning annað kvöld kl. 8.
Aðgöngumiðasala opin í dag kl.
4—7 og á morgun eftir kl. 2.
Sími 3191. ,,
Mesti hlátursleikur árslns.
Meðal leikenda: Guðbjörg I>or-
bjarnardóttir, Sigríður Hagalín,
Árni Tryggvason og Haukur Ósk
arsson.
BÆJARBIO
KAHUSFKDI -
SÞœgurlaga-
skáldið
Bráðskemmtileg músík og gam-
anmynd,
Aðalhlutverk:
Louis Michele Renhard
Maria Garland.
Sýnd kl. 7 og 9.
HAFNARBÍÓ
BlmS MM
J»eir drýgöu dáðir
(Home of the Brave)
Hin stórbrotna og snilldarvel
gerða ameríska kvikmynd um
karlmennsku og hetjudáðir. Ein
af hinum sígildu listaverkum
framleiddum af Stanley Kramer
Douglas Dick,
Frank Lovejoy,
James Edwards.
Bönnuð börnum innan 12 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
AUSTURBÆJAE?BÍÖ
Freisting læknisins
(Die Grosse Versuchung)
Aðalhlutverk:
Dieter Borsche
(lék lækninn í „Holl lækni")
Ruth Leuwerik,
(einhver efnilegasta og vinsæl
asta leikkona Þýzkalands um
þessar mundir).
Sýnd kl. 7 og 9.
Don Juan
Hin sérstalega spennandi og við-
burðaríka, ameríska kvikmynd i
litum um hinn fræga Don Juan.
Aðalhlutverk.
Errol Flynn,
Viveca Lindfors.
Bönnuð börnum innan 14 ára.
Sýnd kl. 5.
TRIPOLI-BÍÓ
jViíóiiiimi
(Modern Times)
Þetta er talin skemmtilegasta
mynd, sem Charlie Chaplin hef-
ir framleitt og leikið í. í mynd
þessari gerir Chaplin gys að véla
menningunni. Mynd þessi mun
koma áhorfendum til að veltast'
um af hlátri frá upphafi til enda.
— Skrifuð, framleidd og stjórnúð
af Charlie Chaplin.
í mynd þessari er leikið hið
vinsæla dægurlag „Smile“ eftir
Chaplin.
Aðalhlutverk:
Cliarlie Chaplin,
Paulette Goddard.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Hækkað verð.
Aðgöngumiðasala hefst kl. 4.
«►«»♦«» «M»<»4»^«> <»«►♦♦<
Hafnarfjarð-
arbíó
Gullnir druumur
(Golden Girl)
Bráðskemmtileg og viðburðarík,
ný, amerísk músikmynd í litum.
Skemmtimynd, sem öllum mun
6kemmta.
Aðalhlutverk:
Mitzi Gaynor,
Dale Robertson,
Dennis Day.
Sýnd kl. 7 og 9.
NÝJA BÍÓ
Fær í flestun sjó
(You are in the Navy Now)
Bráðskemmtileg og fyndin, n:
amerísk gamanmynd um Bjó
mannalíf og sjómannaglettur.
Aðalhlutverk:
Gary Cooper,
Jane Greer.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Erlcnt yfirllt
(Framh. af 5. síðu.)
milli ríkjanna, en ekki milli flokk-
anna. Rússar héldu svo heimleiöis
3. þ. m. um Bulgaríu og Rúmeniu.
Af tilkynningunni veröa ekki
dregnar þær ályktanir, aö viðræð-
urnar hafi borið mikinn árangur.
Hún íjallar að mestu leyti um efni
og yfirlýsingar, sem fleslh- munu
geta skrifað undir. Einkum á þetta
viö um þann þátt hennar, sem
snertir alþjóðamál. Varðandi sam-
búð Rússa og Júgóslava segir hún
það eitt, að unnið skuli að því að
koma sambúð þeirra í eðlilegt horf
og efla samvinnu þeirra á sviði við-
skipta-, menningar- og félagsmála.
Hvergi er minnzt á samvinnu
kommúnistaflokkanna.
Þær ' yfirlýsingar cru yfh'leitt
dregnar af tilkynningunni, að Tító
•hafi haldið hlut sínum og hvergi
vikið frá áðurlýstri utamákisstefnu
sinni. Sambúð hans og vesturveld-
anna muni því haldast óbreytt
áfram og ekkert verða því til fyrir
stöðu, að hann fái þá 104 millj. doll-
ara aðstoð, sem Bandaríkin voru
búin að lofa honum á þessu ári.
Hafi Rússar boðið honum einhver
gylliboð, hafi hann ekki talið þau
tilvinnandi, þar sem það hefði að
líkindum bundið endi á viðskipti
hans og vesturveldanna, en þau
eru Júgóslövum þýðingarmeiri en
viöskiptin austur á bóginn. Auk þess
mun Tító hafa treyst slíkum boöum
varlega vegna fyrri reynslu.
Það þykir víst, að Rússum hafi
misheppnazt sá megintilgangur far-
arinnar að fá Júgóslava aftur inn
í bandalag kommúnista. Sama gildir,
ef þeir hafa ætlað þetta sem h'er-
bragð til að vekja tortryggni milli
Júgóslava og vesturveldanna.
En hefir förin þá alveg misheppn-
azt Rússum? Þeir hafa getað haft
það í bakhöndinni, að þótt aðaltil-
gangur hennar misheppnaðist, gæti
hún samt orðið þeim til ávinnings.
Sumir blaðamcnn telja, að það geti
orðið rússnesku stjórninni ávinning-
ur að hafa sýnt það, sem mörgum
muni finnast sáttfýsi og undanlats
semi í skiptum við Júgóslava, og þó
einkum ef það fylgdi á eftir, að þeir
slökuðu eitthvað á yfirráðum sínum
í leppríkjunum. Slíkt myndi mjög
vel henta í þeim áróðri, sem hún
virðist vera að líefja nú. Samnings-
lipurð Krutsheffs, þótt hún sé
máske mest á yfirboröinu, geti gef-
izt betur en ósveigjanleiki og harka
Stalins.
Ýmsir blaðamenn drega þá álykt
un af Belgradfundinum, að rúss-
neska stjórnin sé nú að taka upp
nýja „línu“, sem sé fólgin í vissri
tilhliðrunarsemi og muni hún m. a.
felast í þvi, að kommúnistaflokkun-
um verður veitt meira svigrúm en
ella. Belgradfundurinn sé eins kon-
ar prófsteinn þess, hvernig þessi
„lína“ muni gefast. Þ. Þ.
57.
Henrik Cavling:
KARLOTTA
kosti ekki að vera neitt hættulegt. Hann ætlaði að minnsta
kosti að reyna, en þá var bara ein spurning eftir: Var hún í
Holte? Því var ekki unnt að svara fyrr en hann kæmi til
Karlottuhæðar. Hann stóð á fætur með erfiðismunum,- en
hafði þó öðlazt nýja krafta og von.
John Graham skjögraði heim á hlað}ð hjá ökumanni
nokkrum í Álsgarði. Hann studdist við staf sinn, fer“ðin
hafði verið löng og erfið og hann var næstum algerlega ör-
magna. Hann hafði óþolandi verk í fætinum og kvaldist
af óstjórnlegum þorsta. Hann hringdi á næturbjöllu, en
varð að hringja lengi áður en nokkur svaraði. Loks stakk
maður með svefndrukkin augu höfðinu út um stofughigg-
ann og spurði:
— Hvað gengur á?
— Getið þér ekið með mig til Holte, spurði John Gra-
ham á sinni beztu dönsku.
Ökumaðurinn horfði rannsakandi á hann eitt augnablik.
— Eruð þér Þjóðverji, spurði hann svo.
— Nú er úrslitastundin komin hugsaði John. Hann hristi
höfuðið í neitunarskyni. Þá deplað maöurinn til hans -öðru
auga og sagði;
— Þá kem ég strax.
John var skemmt, þótt þreyttur væri. Danmörk er að
vísu hersetið land, hugsaði hann, en skyldu ekki Þjóðverj-
arnir komast að því fullkeyptu áður en þeir sigra þessa
litlu þjóð, sem elskar frelsið svo heitt. Það hélt John. Hann
slökkti þorstann við vatnsdælu í garðinum og síðan héldu
þeir af stað.
Klukkan var lítið eitt yfir 6, þegar John Graham ;kom
haltrandi upp stíginn heim að Karlottuhæð. ;
Ökumaðurinn reyndist hinn mesti áfgætismaðúr. john
hafði enga peninga til að borga honum ferðina, og þegar
hann bauð honum gullarmbandsúrið sitt, hafði hann neit-
að taka við því. Hann hafði fengiö honum nafnspjald
sitt og beðið John áð senda sér peningana seinna.
John Graham átti erfitt með að komast yfir múrvegg-
inn umhverfis Karlottuhæð, en í þriöju atrennu Iveppn-
aðist honum það þó.
Honum var strax ljóst, að búið var í húsinu, enda þótt
gluggatjöldin á efstu hæðinni væru dregin niður.
Danir hafa þá einnig fengið myrkvunargluggatjöld, hugs
að hann, en hvað svart er annars ömurlegur litur. .
Að sjálfsögðu þorði hann ekki að vekja íbúa hússins. Ef
til vill byggi Karlotta þar alls ekki lengur, en þýzkir liðs-
foringjar komnir í staðinn.
Hann horfði rannsakandi í kringum sig, kom auga á
bátaskýlið og staulaðist þangað. Það var við endann á litlu
bátabryggjunni. En hvað hann kannaðist vel við allt hér.
Það var aðeins eitt ár síðan hann hafði setið í kajak, sem
lá við þessa bryggjú.
John tók í dyrahandfangið og dyrnar lukust upp. Hrað
bátur Fontenais var skorðaöur upp við einn vegginn og
John hugsaði með sér, að það væri undarlegt, að hann
slcyldi ekki enn vera kominn á flot, en svo datt honum í
hug, að sennilega væri benzínskömmtun í Danmörku. Hann
settist þunglamalega á trékassa rétt utan við dyrnar, sem
hann lét falla ao stöfum. Sóhn var komin upp fyrir löngu
og útsýnið yfir Furuvatnið'* var dásamlegt um þetta leyti
morguns. Hann sá greinilega akrana og bændabýlin hin-
um megfn við vatnið. John langaði mest til að taka skó-
inn af brotna fætinum og fara úr sokknum, en vissi að
hann mundi i hvorugt geta komizt aftur. Hann var dauð-
þreyttur og hallaði sér upp að óhefluðum tréveggjum báta
skýlisins. Og svo skyldi Karlotta nú alls ekki búa hér eftir
allt saman. Hann lokaði augunum og neitaði að hugsa
um það, fyrr en þar að kæmi.
John hrökk upp af blundi með andfælum. Hvað var nú
á seyði. Hví í ósköpunum hafði hann líka sofnaö eins og
nú stóð á, en það var líka sannarlega líkt honum. Hann
leit á armbandsúrið sitt og sá, að klukkan var tíu mínútur
yfir átta.
Svo heyrði hann gelt í hundi á ný, en við það hafði hánn
vaknað. Hann stöð á fætur með erfiðismunum og bölvaði
í hljóði, því að hann hafði alveg gleymt særða fætinum.
Hann lyfti fætinvim og reyndi að hna þrautirnar með því
að strjúka hann ineð hendinni. Svo ýtti hann dyrunum bpn
um, og það var nærri lið'ið yfir hann við þa'ð, sem hann
sá. Hún stóð þarha, ekki lengra frá honum en svo sem
30 metra. Og þarna var líka Fidó og þaö var hann, sem
hafði gelt.
Hún ætlar að ;synda í vatninu, hugsaði hann. Karlotta
var í rauðri baðkápu og stanzaði við endann á litlu bryggj-
unni.
John opnaði dýrnar upp á gátt og ætlaði að fara að
kalla til hennar, en hljóðið kafnaði í hálsi hans.
Karlotta hafði kastað rauðu baökápunni á bekkinn og
var nú nakin. John varð hálf skelkaöur við og færði sig dá-
lítið til baka.
John Graham vissi að hann hagaði sér skammarlega, en
þótt líf hans hefði verið í veði, hefði hann ekki á þessu
augnabliki getað tekið augun af þeirri konu, sem hann
elskaði.
Svo fögur getur aðeins gyðja verið, hugsaði hann. Hann
naut ríkulega og í smáatriðum þeirrar fegurðar, sem hann
hafði fyrir augunum, meðan Karlotta, sem ekki uggði að