Tíminn - 07.06.1955, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.06.1955, Blaðsíða 3
125. blað. TÍMINN, þriðiudaginn 7. júní 1955. Fyrsti barnaskóli í sveit á Suðurlandi í hinni ágætu og fróðlegu grein séra SigurSar Ólafsson- ar frá Ytri-Hól í Tímanum laugardaginn 28. maí síðastl. Endurminningar um Hábæj- arskóla í Þykkvabæ, er eitt atriði, sem vel má valda mis- skilningi. Það er það, að Hábæjarskólinn hafi verið „fyrsti fasti skóli fyrir börn og ungmenni, sem stofnaður var til sveita á íslandi, .... að minnsta kosti á Suður- landi.“ Það er alveg rétt, aö þegar Hábæjarskólinn tók til starfa 1892, var enginn annar barna skóli til í sveitum Suðurlands- undirlendis og hafði ekki ver- ið um nokkur ár. Eins var Há- bæjarskólinn eini fasti skól- inn á þeim slóðum fram undir eða fram yfir aldamót. En tveir barnaskólar höfðu áður starfað í sveit á Suður- landi. Þeir tóku báðir til starfa um haustið eða fyrri hluta vetrar 1881. Annar var í Gaulverjabæ í Flóa, en hinn á Kröggólfsstöðum í Ölfusi. Um Kröggólfsstaðaskólann er það vitað, að hann tók til starfa 1. desember 1881. Hann starfaði sem fastur skóli til 1887. Kennari við hann var öll árin Guðni Símonarson frá Hallstúni í Holtum. Hann var lengi bóndi á Kröggólfsstöð- um, en síðar í Breiðholti í Seltjarnarneshreppi. Hann hafði búið sig undir kennslu- starfið með nokkurri náms- dvöl hjá tveim prestum. Sum- arið 1881 hélt hann „sunnu- dagaskóla“ austur í Rangár- vallasýslu, þ. e. hann sagði unglingum til eftir messu á sunnudögum. Eftir að Krögg- ólfsstaðaskóli hætti sem fast- ur skóli 1886, hélt Guöni á- fram barnakennslu og fékk styrk til hennar sem „sveita- kennari“ veturna 1890—91 og 1891—92. Skólinn í Gaulverjabæ starf aöi frá 1881 til 1890 (þó óvíst um starfsemi hans veturinn 1884—85). Mun mega fullyrða, að hann hafi verið stofnaöur fyrir atbeina séra Páls Sig- urðssonar í Gaulverjabæ, en hann varð prestur þar 1880 og dó 23. júlí 1887. Fyrsta vet- urinn kenndi við Gaulverja- bæjarskóla Jón Jónsson yngri frá Loftsstöðum. Þá kenndi ívar Sigurðsson frá Gegnis- hólaparti veturna 1882—83 og 1883— 84, en ekki er mér kunnugt um kennara þar 1884— 85. Veturinn 1885—86 kenndi Sigríður dóttir Þórðar sýslumanns Guðmundssonar, mágkona srYa Páls og síðar seinni kona séra Jóhanns Þor steinssonar í Stafholti. Vet- urna 1886—87 og 1887—88 kenndi Jóhanna Andrea, dótt ir séra Páls, við skólann, en næsta vetur Jón Jónsson yngri á Loítstöðum. Síðasta veturinn, sem skólinn starf- aði sem fastur skóli, 1889—90, var kennari við hann Jón Sig- urðsson frá Gegnlshólaparti, bróðir fvars. — Þess má enn geta, að séra Jens Pálsson beitti sér mjög fyrir að koma upp slðóla á Þingvöllum, og starfaði skóli þar a. m. k. vet- urinn 1885—86. Væri vel, ef einhver vildi rita sögu þess- ara gömlu skóla eða segja eitthvað frá stofnun þeirra og starfsemi. Hafnarfirði, 2. júní 1955. Ólafur Þ. Kristjánsson. Þing Ungmennasam- bands Kjalarness- þings Styrkir veittir tiE náttúrurann- sókna 3. héraðsþing Ungmenna- sambands Kjalarnessþúigs var haldíð í Barnaskólanum 1 Kópavogshreppi þann 9. ap- ríl s. 1. Á þinginu mættu 23 fulltrúar há 5 sambandsfé- lögum. Þingið tók fyrir mörg mál og voru umræður fjörugar. Meðal annars var samþykkt ályktun gegn herliði í land- inu, framkomu Breta í garð íslendinga með löndunar- banninu o. s. frv. Um endur- heimt íslenzku handritanna, sem geymd eru í Danmörku. Þá var samþykkt áskorun til fræðslumálastj órnarinnar þess efnis, að hún hlutist tU um að aukin verði hæðsla í skólum landsins um skað- semi áfengis. Sambandiö er nú aö hefja Undirbúning fyrir þátttöku i landsmótinu, sem háð verð- ur á Akureyri í sumar. Hyggst sambandið senda þangað hóp íþróttamanna og heitir á alla félagsmenn að gera sitt ýtrasta tU þess, að .væntanleg ferð geti tekizt vel og giftusamlega. Auk þess mun sambandið leitast við að halda uppi fjörugu íþrótta- lifi innan héraðsins i sumar og keppa við önnur héraða- sambönd eins og undanfarin ár. Stjórn sambandsms skipa nú: Axel Jónsson, form., Ár- mann PétiU'sson, varaíorm., Páll Ölafsson, gjaldkeri, Gest Menntamálaráð íslands hefir lok ið úthlutun styrkja úr Náttúru- fræðideild Menningarsjóðs, til rann sókna á árinu 1955. — Úthlutunin er svo sem hér segir: Aðalst. Sigurðsson, fiskifr. kr. 2000 Ey.þór Einarss., stud. mag. — 2000 Finnur Guðm.ss. fuglafr. — 10000 Geir Gígja, skordýrafr. — 1500 Guðbr. Magnúss., kennari — 1500 Guðm. Einarss. frá Miðd. — 1500 Guðm. Kjartanss., jarðfr. — 4000 Guðm. Þorlákss., kennari — 2500 Hálfd. Björnss. frá Kvísk. — 1000 Herm. Einarsson, dr. phil. — 2500 Högni Böðvarss. cand.mag. — 2500 Ingim. Óskarss. grasafr. — 2500 Ingólfur Davíðss. grasafr. — 2500 Ingvar Hallgrímss. fiskifr. — 2000 Jakob Magnúss., cand.mag.— 2000 Jóhannes Áskelss., jarðfr. — 4000 Jón Eyþórsson, veðurfr. — 3500 Jón Jónsson, fiskifr. — 2500 Jón Jónsson, jarðfr. — 2500 Jónas Jakobsson, veðurfr. — 2000 Jöklarannsóknafél. íslands — 4000 Kristj. Geirm.ss., taxiderm. — 1500 Ólafur Jónsson, ráðun. — 1500 Rannsóknaráð ríkisins — 8000 Sigurður Pétursson gerlafr. — 2000 Sig. Þórarinsson, jarðfr. — 4000 Steind. Steindórss., m.sk.k. — 5000 Unnst. Stefánss. efnafr. — 1500 Þór Guðjónss. veiðimjstj. — 1500 Þorl. Einarss. stud. geol. — 1500 Þorst. Einarss., íþróttafltr. — 1500 Samtals kr. 86500 ur Guðmundsson, ritari og Biguröur Gunnar Sigurðsson, meðstjórnandi. Vorþing umdæmis- stúkunnar nr. 1 Vorþing umdæmisstúkunn- ar nr. 1 var haldig í Reykja- vík dagana 7. og 8. maí 1955. Þingið sátu 86 fulltrúar úr umdæminu. Miklar umræður urðu á þinginu um það ástand, sem nú ríldr hér á landi hvað snerúr áfengisneyzlu og vín- veifingar. Meðal þeirra samþykkta, sem þingig gerði, var áskor- un til framkvæmtíanefndar umdæmisstúkunnar um að hefja í Ríkisútvarpinu og víð ar öfluga áróðursstarfsemi gegn áfengisbölinu og að leita samstarfs vsð stórstúku íslands og áfengisvarnaráð um auknar áfengisvarnir og boðun bindindis. Einnig voru samþykktar svohljóðandi tillögur: „Vor- þing umdæmisstúkunnar ger ir þá kröfu tú hlutaðeigand1 aðila, að framfylgt sé tú fulln ustu því lagaákvæði, að ungl ingum innan 21 árs aldurs sé ekki veitt vin í veitingahús- um. Tehir þingi'ð nauðsyn- Iegt að ailh’, sem vín er veht á slíkum stöðum hafi í hönd- um aldursvottorð í vegabréfs- formi.“ „Þar sem reynslan liefir sýnt, að vínveitingar við hina svonefndu bari, leiða til sí- aukinnar áfengisneyzlu, skor ar vorþing umdæmisstúkunn ar á framkvæmclanefnd stór- stúkunnar og áfengisvarna- ráð að beita sér eináregi'ð fyr ir banni gegn slikum veiting- um.“ Framkvæmdanefnd urn- dæmisstúkunnar skipa nú: Þorsteinn J. Sigurösson, um- dæmistemplar, Þórður Stem- dórsson, umdæmiskanzlari, Svanlaug Einarsdóttir, um- tíæmisvaratemplar, Maríus Ólafsson, umdæmisritari, Páll Kolbeins, umdæmisgj ald keri, Jón Kn Jóhannesson, umdæmisgæzlumaður ungl- ingastarfs, Karl Karlsson, umdæmisgæzlumaður löggjaf arstarfs, Bjarni Halldórsson, umdæmisfræðslustjóri, Krist- jana Ó. Benediktsdóttir, um- dæmiskapellán, Jón Hjörtur Jónsson, umdæmisfregnritari, Sigurður Guðmundsson, fyrr- verandi umdæmistemplar. * Umboðsmaður stórtempl- ars var kjörinn Gísli Sigur- geirsson, verkstjóri í Hafnar- fírði. Þorsteinn J. Sigurðsson, nmdæmistemplar. Maríus Ólafsson, umdæmisritari. VOLVO vörubifreið 4—5 tonna | seld með tækifærisverði og góðum greiðsluskilmál-1 um. Símar 3570 og 4373. Frá Kaupfélagi Árnesinga Frá og með miðvikudeginum 8. júsní verða burtfar- artímar sérleyfisbifreiða vorra frá Reykjavík kl. 8.45 f. h. í stað 9 og 6 e. h. í staö 6,30. Ferðir tU Reykjavíkur á sunnudagskvöldum verður eftirleiðis: Frá Stokkseyri — Eyrarbakka — Selfossi — Hveragerði kl. 8,45 kl. 9,00 kl. 9,30 kl. 10,00 Aðrir tímar óbreyttir. Kauirfélag Árnesinga. 8 f tefSc naglafoyssur Tvær gerðir. Verð kr. 1100 og kr. 1700. Sýnishorn fyrirliggjandi. élmeftha S^ih^apla^ii b^, Borgartúni 7, sími 7490. ÚTBOÐ Tilboð óskast í ema setuliðsskemmu (stærð 12y2X 30 m) í götustæði Skipasunds til niðurrifs. Tilboð veröa opnuð í skrifstofu minni, Ingólfsstræti 5, þann 10. þ. m. kl. 10 f. h. og gefur hún nánari upp- lýsingar. Eæjarvcrkfræðingiiriiui í Reykjavík ISSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSCSSW esssssas»sssss»sssssssssss5&ssss»sssssss»ssss»s»»s»ssss»»s»ssss»ss»sss» Ef þér aðeins hugsið um það, þá er ^ það yður í hag að kaupa bláu Gillette blöðin í handhægu málmhylkjunum. Og þrátt fyrir þessar hentugu um- búðir hækka blöðin ekkert í verði. Þessir eru kostirnir: Bláu Gillette blöðin með heims- ins beittustu egg, eru tilbú- in til rakstursins, án papp- írsumbúða, án fyrirhafnar. Blöðin eru oliuvarin og halda því fullkomlega bit- inu. Á málmhylkjunum er hólf fyrir notuð blöð. — Þessar umbúðir hækka ekki verð blaðanna. 10 Blá Bilette Blöð i málm- hylkjum kr. 13,25. láu Gillette blöðin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.