Tíminn - 13.08.1955, Blaðsíða 6
6
TÍMINN, laugardaginn 13. ágúst 1955.
180. blaö.
GAMLA BÍ6
Genevieve
Víðíræg cn.sk úrvalskvikmynd I
íögrum litum — talin vera ein
ágætasta skemmtikvikmynd, sem
gerð hefir verði í Bretlandi sið-
asta áratuginn, enda sló hún
öll met í aðsókn. Aðalhlutverk-
in eru bráðskemmtilega leikin
aí:
Dinah Sheridan,
John Gregson,
Kay Ivendall,
Kcnneth More.
Sýnd kl. 5, 7 og B.
Mynd, sem kemur öllum f sói-
skinsskap!
Kátt er í hoti
Sprenghlægileg, ný, sænsk gam
anmynd með karlinum honum
Ása Nisse (John Elfström, en
hann og Bakkabræðraháttur
sveitunga hans kemur áhorfend
um hvarvetna í bezta skap.
Sýnd fcl. 5, 7 og 9.
Norskur skýrlngartexti.
Sýnd ki. 3, 5, 7 og 9.
BÆJARBÍÓ
MA^NARFiRÐI -
Gieðikonan
Sterk og raunsæ ítölsk stórmynd
úr lífi gleðikonunnar.
Aðalhlutverk:
Alida Vaili,
Amedeo Nazzari.
Myndin hefir ekki verið sýnd
áður hér á landi.
Danskur skýringartextl.
Sýnd kl. 7 og 9.
Bönnuð börnum.
NÝJA BÍÓ
Með söng í hjuTta
(With a song in my Heart)
Hin undurfagra og ógleymanlega
músikmynd um ævi söngkonunn
ar JANE FROMAN, sem leikin
er af
Susan Hayward,
vérður vegna itrekaðra áskorana
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Síðasta sinn.
Hafnarfjar&-
arbíó
AUt í lagi Nero
(O. K. Nero)
Afbiu-ða skemmtileg, ný, itölsk
gamanmynd, er fjallar um ævin
týri tveggja bandarískra sjóliða
í Róm, er dreymir, að þeir séu
uppi á dögum Nerós. Sagt er,
að ítalir séu með þessari mynd
að hæðast að Quo Vadis og
fleiri stórimyndum, er eiga að
gerast á sömu slóðum.
Gino Cervi,
Silmna Pampanini,
Walther Chiari,
Cario Campanini o. fl.
Sýnd kl. 7 og 9.
AUSTURRÆIARBlO
Síðasta staupið
(Come Fill the Cup)
Mjög spennandi og viðburðarík,
ný, amerísk kvikmynd, gerð
etftir samnefndri skáldsögu eftir
Harlan Ware.
| Aðalhlutverk:
James Cagney,
Phyllis Thaxter,
Raymond Massey,
Gig Young.
Bönnuð börnum innan 14 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
♦♦
HAFNARBfð
i
99Seminole“
Feikispennandi, ný, amerísk lit-
mynd, um banáttu við indíána
í hinum hættulegu fenjaskóg-
um í Flórída.
Rock Hudson,
Anthony Quinn,
Barbara Hale.
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
TJARNARBÍÓ
Landráð
(High Treason)
Afar spennandi brezk akamála-
mynd um skemmdarverk og bar
áttu lögreglunnar við landráða-
fólk. Þetta er ein af hinum
brezku myndum, sem eru spenn
andi frá byrjun til enda.
Aðalhlutverk:
Patric Doonan,
Mary Morris.
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Næst síðasta sinn.
TRIPOLI-BIÓ
Fransmaður í frii
(Les Vacances de monsieur
Mulot)
Frábær, ný, *rönsk gamanmynd,
er hlaut fyrstu verðlaun á al-
þjóðakvikmyndalhátíðinni í
Cannes árið 1953. Mynd þessi
var af gagnrýnendum talin önn
ur bezta útienda myndin sýnd
í Bandaríkjunum árið 1954.
Dómar hm þessa mynd hafa
hvarvetna verið á þá leið, að
önnur eins gamanmynd hafi
ekki komið fram, síðan Chaplin
var upp á sitt bezta.
Kvikmyndahandrit, leikstjórn
og aðalhlutverk:
Jacques Tati.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
<s&m.
fáesbi
Kafflhiis . .
(Framhald af 4. síðu).
kemur núi og staldrar viö
mörg borð. Þetta er ísraels-
maður er mér sagt, gamall
málari, hafði verið þarna
með Picasso, stofnað með
honum Ecole de Paris og jafn
vel gert sér fleira til frægðar.
Mané-Katz heith hann.
Bros hans er mannlegt og
ljúft, kemur nærri ókunnug-
lega fyrir á þessari öld, minn
ir mig á gamlan kennara
minn frá Akureyri. Hann
sezt við næsta borð. Ég hall-
aði stólnum mínum að hon-
um og bað hann að tala vjð
mig andartak.
Hann segist varla hafa
þekkt Picasso. Segir það með
hógværð þess manns, sem
aldrei hefir í alfræðibækur
komizt og vinnur að hst sinni
uppi á fimmtu hæð í gömlu
húsi.
— Mikil ósköp, segir hann.
Montparnasse er ekki lengur
neitt -neitt. Það eru svona
tuttugu ár síðan það var tU.
Að vísu eru margir ungu mál
ararnir efnilegir, sérstaklega
þeir, sem mála abstrakt. En
góði ungi vinur.Montparnasse
það er ekki lengur neitt neitt.
Hann fær mér nafnspjaldið
sitt. — Líttu inn tU mín ef
þú mátt vera að á morgun.
Svo sá ég hann hverfa í marg
lítt mannhafig á Montparn-
asse, sem ekki var lengur
neitt neitt.
Og enn bætist . . .
(Framhald af 6. siðu.)
skipulag útgerðarúinar og fyr-
irheit framtíðarinar. Verða bú
reikningar einstakra útgerðar
manna og hlutafélaga undir-
staðan eftirleiðis, eða á að
breyta til? Það væri með ólík-
>ndum, ef hvergi mætÞ' gera
bragarbót á fyrirkomulagi og
rekstri síldveiða og síldarsölt
unar við Faxafióa og minnka
þar með fjárkröfurnar á hend
ur ríkissjóði. Fólkið í land’nu
telur það fullvíst að minnka
mætti mUliliðagróða sums stað
ar og kom á hagkvæmara
skipulagi, og efna þannig tU
heilbrigðari rekstrar en nú er.
En ekkert af þessu verður gert
nema með gagngerðri sk*pu-
lagsbreytingu á málefnum at-
v»nnurekstrarins við sjávarsíð
una. Meðan einstaklingarnir
og hlutafélög þeirra bítast um
ágóðann af hverjum e!nstök-
um þætti framleiðslu og verk-
Unar, s*tur allt í þessu fari. Hér
er ekk! nema ein lausn fyrir
hendi: Skipulag samvmnu-
rekstrar á þessum og öðrum
þáttum útgerðarinnar. Það
þarf að tengja saman í eina
heild hagsmuni sjómannsins á
hafinu og starfsmanns!'ns í
Iandi. Samvinnufélög sjó-
manna er hefðu á hendi verk-
un aflans ekki síður en veið-
arnar sjálfar, stæðu betur að
vígi að ræða v*ð almenning og
ríkisvald um fjárhæð!r
styrkja og raunhæfan rekstr-
argrundvöll en sundurleitur
einstaklingahópur í kapp-
hlaupi um gróða. Skipulag
samvinnurekstrarins á málefn
um útgerðar!'nnar er stefnu-
mál Framsóknarflokksms. Með
hverju ári sem líður, og með
hverju nýju áfalli, sem þjóð-
félagið í heild fær af núver-
andi ástandi, verður nauðsyn
endurbótanna augljósari. Hin
síðustu tíðíndi eru því áminn
ing og viðvörun.
(Dagur.)
Auíflvslð í Tímannin
■■
.■!.......
J. Já. Barrie:
13.
ESTURINN
©g tatarastúlkan
-M-
En hún tók fram í iytir honum: — Það er einmitt það,
sem ég er að reyna áðfesegja þér, en þú virö'ist ekki skilja.
Hvernig heldurðu, að íilaður fari að þvi að spá? Vig byrjum
að rausa eitthvað og sm.flskuni við með gætni upp úr mann
inum allt það sem vlð$jfifum not fyrir, án þess að hann hafi
hugmynd um það. SyöJ^gjum við honum frá nokkrum sönn-
um viðburðum og þá: ý<§íður hann svo undrandi að hann fellst
á allt, sem við segjuh#-
— Þú lokkaöir alls svo sanleikann út úr lénsmanninum?
— Já, hann reið leiðar sinnar, þegar ég hafði spáð fyrir
honum og skammaði mig fyrir að vera galdranorn.
— Ef hann ekki lætur þig lausa, þegar ég bið hann um
það, sagði höfuösmaðurinn himinlifandi yfir þessum fregn'-
um, þá skal hann áð ríiér heilum og lifandi heldur aidrei fá
að heyra endirinrr;á sögunni. Mig furðar annars ekki á því,
þótt hann kallaðivþig galdranorn. Ef ég ekki gæti mín, þá
gæti vel svo farið áð þú vélaðir um fyrh mér líka. En hvers-
vegna grætur þú?: - ■
— Þér eruð reiður við mig, sagði hún og fól andlitig í hönd-
um sér. — Ég vildi-ósfeá þess, að ég hefði aldrei séð yður.
— Hvíþað? >,
— Skiljið þér það ekki? Hún grét enn meira.
Hann starði efablandinn á hana. Var stúlkan orðin svona
bálskotin í honum svóna umsvifalaust? Hánn tuggði íhug-
andi annan endartn á yfirvararskeggi sínu. Hann treysti
henni ekki rétt vel.
En hann var hégómlegur eins og flestir karlmenn. Þegar
hún hélt áfram að gráta, varð hann hrærður, trúöi þvl, sem
hann vildi helzt áð sátt væri og gekk til hennar.
— Veslings unga ...... Hann stóð fast við hlið hennar
og starði inn í fögur augu hennar. Eg er eldri en lénsmað-
urinn, en samt hafa augu þín líka töfrað mig.
Hún smeygði hendi sinni inn í hans, og hann skalf við
snertinguna. Hann vissi fullvel, að hún reyndi að blekkja
hann, en samt sem áður gat hann ekk! haft augun áíhenni.
Hann var enn ruglaöri en ung stúlka, sem fær fyrstá bón-
orðið. Hún gekk nokkur skref til baka, en hann var jafn
töfraður og áður. Hún smáfærði sig að dyrunum og var
komin alveg að þeim án þess að sleppa nokkurn tíma af
honum augunum. Hann stóð kyrr eins og dáleiddur.
En svo kom hann til sjálfs sín á síðasta augnabÞki. Hún
var með hendina á handfanginu, þegar hann hremmdi
hana eins og fálki hænuunga.
— Seztu þarna, sagði hann byrztur og benti á stólinn, þar
sem yfirhöfnin háns lá. Hún þorði ekki annað en hlýða.
Hann opnaði dyrnar ög kallaði á hermanninn, sem var á
verði.
— Davidson! kallaðu á lénsmanninn. Eg verð að íála við
hann. Og læstu dyrunum að utan.
— Davidson leit doífallinn á höfuðsmanninn, en hlýddi
fyrirskipuninni. Tatarastúlkan var aftur alein með Halli-
well.
— Hræddur við eina konu, sagði hún háðslega. Kjarkur
hennar vár næstum þrotinn, þegar hún heyrði lyklinum
snúið i skránni að utanverðu.
— Jú, ég játa það, svaraði hann rólega. Þessi saga um
lénsmanninn var auðvitað ekki sönn?
— Nei, sagði tatarastúlkan rólega. En nú skal ég segja
yður, hvað þér hugsið á þessu augnabliki, höfuðsmaður.
Þér óskið þess, að saga mín hefði verið sönn, svo að þér
hefðuð getað náð yðúrí niður á lénsmanninum.
Þau heyrðu þpngt fötatak fyrir utan og lénsfríaðurinn
þrumaði;
— Hvers vegna-í fjandanum eru dyrnar læstar?
— Lykillinn er ýðar megin, hrópaði Halliwell á móti.
í sama vetfangi þþéif hún lampann á borðinu og kastaði
honum í gólfið, svo að á honum slokknaði. Þreifandi myrk-
ur varð inni. Höfuösmaöurinn hljóp í áttina til hennar og
náði taki í pilsfald-i héhnar og hélt í hann af öllum kröftum.
Hann heyrði stuttári, hraðan andardrátt hennar, en svo
heyrðist hann ekki heldur.
—" Hvers vegna .sifurðu í myrkrinu- sagði lénsmaðurinn
forvitinn, þegar hann kom inn.
— Lokaðu dyrunum! hrópaði Halliwell. Liggðu svo á dyr-
unum. '■'
— Þú segir þó ekki, að kvenmaðurinn sé .sloppinn?
— Eg hangi hérna i henni. Hún henti um lampanum,
stelpuskrattinn. Lokaðu dyrunum.
Jafnframt þvi, sem hann enn sem fyrr héit dauðahaldi í
pilsfald stúlkunnar; beygði hann sig, náði í lampann og
setti hann á borðið. Svo kveikti hann á honum með þeirri
hendinni, sem var láús. Það var einkennUeg sjón, sem við
blasti, þegar kviknaði á lampanum. Lénsmaöurinn :]á ;með
öxUna upp að hurðinni, en Halliwell stóð vígalegur og ríg-
hélt i einn hornið á áklæðinu yfir dómarasætinu. En tat-
arastúlkan sást hvergi.
Það leið nokkuí: stund áður en mennirnir gátu stunið
upp nokkru orði. Þegáf þeir ætluðu að veita henni eftirför
komust þeir að raum'um, að dyrnar voru læztar að utan.
Tatarastúlkan hafði til frekara öryggis læst þá inni um.
leið og hún flúði. y-
Fyrst um þrjú J^yfið um nóttina snéri Gavin heim á
leið. Hann var dauðuppgefinn. Hann hafði komið í næstum