Tíminn - 02.10.1955, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.10.1955, Blaðsíða 3
823. blaff. TÍMINN, sunnudaginn 2. október 1955. Ungur íslendingur í gullleit í óbyggðum Kanada Við höfðum farið fram hjá vegamótunum, þar sem Fraser áin beygir til vesturs og veg- irnir austur í ávaxtadalinn og upp í óbyggðir skiptast. Áin er lygn og breið í bugðunni, fellur litlu neðar í þrengsli og er þá ógnþrungin ásýnd- um, er hún byltist fram kol- mórauð. Bærinn Hope stendur við vegamótin. Hreinlegur bær og kyrrlátur alla vikuna, en um helgar bær öldrykkju og gleð- skapar og bær slagsmála. Skógarhöggsmenn og gull- grafarar koma þangað á laug- ardögum til að slökkva viku- legan þorsta, og þeir „mála bæinn rauðan.“ Þetta er á föstudagskvöldi og Johnnny vill stanza og fá sér snarl. Hann kom frá Skot- landi fyrir ári síðan og á von | á unnustunni að heiman bráð lega. Eddy, frá írlandi, vill j halda áfram, en við Guss er- um hlutlausir. Guss segist! samt skilja að faðir Johnnysj hafi orðið glaður, þegar son- urinn fór að heiman, því að þá hafi hann fyrst getað lagt peninga í bankann. Við héld- um áfram yfir Hopebrúna og nú tók við vegur, sem minnti á Giljareitina meðan þeir, voru og hétu, nema hvað þessi! vegur er malbikaður. Bíllinn j rann ljúflega og hallaðist í beygjunum, því að við gátum farið sæmilega greitt. Ákveð- ið var að komast í næturstað fyrir myrkur og ennþá var löng leið eftir. Þetta hafði allt byrjað í matartíma, í skipasmíðastöð- inni, þar sem við unnum. Orð- rómur gekk um fækkun og uppsögn í vinnunni, og menn voru kvíðnir og áhyggjufull- ir, en Guss sagðist vera sama. Hann mundi fara að leita að gulli. Síðan hafði undirbúningur- inn hafizt, og 'voru keyptir svefnpokar og gullpönnur og rifflar, eða fengið að láni, og nú vorum við komnir í sjálft ævintýrið. Æfintýraför og gullleit. Annars vegar gnæfðu fjöll- in, snarbrött og skógi vaxin svo langt, sem séð varð úr bílnum. Á hina hönd áin, móðan gráa komin langan veg um óbyggðir Bresku Col- umbiu. Handan hennar fjöll, einnig skógi vaxin hátt upp í hlíðar, en efst hamrabelti. Við lögðum bílnum hjá lítilli á, sem heitir Spuzzum Creek. Guss var sá eini okkar sem var innfæddur Kanadamaður og þaulkunnugur í skóginum og fjöllunum. Hann áminnti okkur um varkárni og að dragast ekki afturúr. Riffl- arnir, sem voru af sömu stærð og herinn notar, voru hlaðnir, bakpokar axlaðir og haldið af stað upp eftir ógreiðfæru árgljúfrinu. Víða urðum við að hjálpast að með farangurinn. Þá var einn látinn bíða með byssuna tilbúna ef óvinsamlegt bjarn- dýr eða fjallaljón skyldu birt- ast, en á þessum slóðum er mikið af þeim. Dýrin, sem lifa í skóginum, koma eftir smástígum niður að ánni til að drekka og baða sig. Birnir eru sjaldan grimmir ef þeir sjá mann á löngu færi og geta athugað hvað þarna er á ferð- inni. Þá eru þeir vísir til að hnusa í áttina, urra dálítið eins og til að gefa 1 skyn, að þeir séu hvergi hræddir, en lalla svo taurt i rólegheitum. Ilættui- skógarins — Yökunótt við varðeld — Falskt gull og' gróða vonir — Indíánar sóttir heim — Á slóðnm bjarndýranna. En ef björninn verður fyrir ó- næði eða komið er að honum sofandi, er engum blöðum um það að fletta, að hann rís upp á afturfæturna og vei þeim, sem þá er of skjálfhentur til að hitta, því hrammur bangsa er stór og sterkur og ekki þarf að binda um, ef hann nær að greiða höggið. Hættur skógarins. Við stönzuðum um stund og Guss sagði okkur sögu af þvi, er hann var fyrir nokkrum árum við gullleit uppi í ó- Sveinn Sæmundsson, rafvirki, er ung- ur Reykvíkingur, sem verið hefir í millilandasiglingum á íslenzkum skip- um að undanförnu. Hann dvaldi í fyrra alllengi vestan hafs og kynnti sér raflagnir í skipum. Frá dvöl hans nPKjSpr þar er grein sú, sem hér birtist, þar mr ■ sem hann lýsir gullleit, sem hann tók rnmr þátt i ásamt starfsfélögum sínum í K Jtá óbyggðum Kanada. Hann hefir einnig ■ & tekið meðfylgjandi mynd. — Eftir Hf Ameríkudvölina fór Sveinn til Þýzka- lanus og Austurríkis, og kynnti hann sér í Þýzkalandi niðursetningu og viðgerðir á nýjustu siglingatækjum. Félagarnir i gullleitinni sitja við eldinn að kvöldi og segja sögur um furður skógarins. Talið frá vinstri: Johnny, Gu:s, Eddy og Sveinn. byggðum,, ásamt hundi sín- j er búizt um til næturinnar, um, sem vakti um nætur og axir teknar fram og höggvið varaði við hvers konar hætt- um. Árla morguns vöknuðu þeir félagar við, að ókunnur hundur gelti fyrir utan kof- ann, og hljóp ýmist norður eftir slóðinni eða heim að kofanum aftur. Guss tók riff- ilinn og hélt á eftir seppa, sem vísaði veginn. Að stundu lið- inni komu þeir að kofa og lá þar maður inni, að daúða kominn. Sá hafði orðið á vegi bjarndýrs, byssan hlaupið í baklás og maðurinn komizt með naumindum upp í tré. Síðan hófst hið óhugnanleg- asta umsátur. Björninn reyndi að komast upp í tréð en mað- urinn varðist eftir mætti og sparkaði á móti honum. En klær bjarnarins eru hvassar, og um síðir þegar hann loks sneri frá, voru kálfar manns- ins sundurtættir. Guss flutti þennan óheppna gullgrafara 60—80 mílur niður að járn- brautinni og á sjúkrahúsi voru fætur hans teknir af um hné. — Áin, sem við fórum upp með, var ekki vatnsmikil en mjög straumhörð. Hvítfyssandi en blá milli strengjanna. Berg- vatn, kalt og bragðgott í hit- anum. Fötin límdust við lík- amana og undan barðastóra hattinum komu lækir, saltir og andstyggilegir að fá í aug- un. — í tjaldstaðnum. En skuggarnir fara að lengjast, sólin komin í vestr- ið, og næturstaður er valinn. Fallegt rjóður örskammt frá ánni. Tré á alla vegu. Síðan í eldinn. Nokkrum steinum velt saman í hlóðir og kveikt upp og brátt skíðlogar, en við verðum að höggva meiri eldi- við, því að bálið má ekki dvína fyrr en birtir. Á einu tré í rjóðrinu er börkurinn rifinn af langt inn í viðinn. Þar hef- ur fjallaljón verið að verki nýlega. Þau fara að eins og kettir, þegar sagt er að þeir hvessi klærnar og þessi kisa hefir engar smáklær. Það fer hrollur um okkur nýliðana, en Guss hlær að okkur. Hann veit, að fjallaljón ráðast mjög sjaldan á marga menn sam- an, þótt einum manni sé bráð hætta búin. Siðan hefst eldamennsk- an og hver og einn eldar á sinni pönnu. Flesk, egg og brauð, ristað með trjágrein yfir opnum eldi, er ljúffengt og eftir erfiðan dag er matar- lystin í lagi. Vökunótt við varðeld. . Það er þögn, nema snarkið í eldinum og niður árinnar í fjarska. Nóttin er dottin á, og við Eddy sitjum við varðeld- inn með rifflana á hnjánum, sveipaðir teppum. Johnny og Guss sofa sinn hvorum meg- in við eldinn. Við eigum fyrstu vakt og verðum að treysta á skógarkunnáttu okkar í fyrsta skipti. Á þessum slóðum er gríðarstórt elgsdýr, moose heitir það á máli þarlendra og er mjög grimmt. Allt í einu sé ég augu inni á milli trjánna og við verðum stirðir af spenn ingi, en þau hverfa strax aft- ur. Bálið slær daufri birtu á næstu tré, skuggarnir flögra til og frá, en að baki er skóg- urinn dimmur og ógnandi. Við bætum á bálið, og það kveður við brestur til hægri. Við höf- um byssurnar tilbúnar, því að þar er einhver þungstígur á ferð. En ekkert skeður, og við erum eitt taugakerfi og augu og eyru og skynjun. Það er sjaldgæft, að dýr ráðist á menn við eld, en kemur fyrir ef þau eru særð eða móðir hefur týnt afkvæmi sínu. Falskt gull og gróðavonir. í óbyggðunum er sólin hið eina timamerki. Þegar skugg- arnir lengjast, búast menn til hvíldar, en um leið og birtir, lifnar í skóginum. Og í dag átti gullleitin að hefjast. Gullpannan er lík venjulegri þvottaskál af gamla laginu, með sléttum börmum og flöt- um botni. Við fórum eftir ár- farveginum og leituðum fyrir okkur, og þar sem sandur hafði skolazt saman var byrj- að. Sandurinn var tekinn í pönnuna ásamt vatni og síð- an hófst skolunuin, og þegar sandurinn-er allur kominn út úr pönnunni, situr málmur- inn dýri eftir, ef heppnin er með. Árfarvegurinn glampaði í morgunsólinni, og við við- vaningarnir sáum í anda milljónir dollara, en þetta var hið svonefnda falska gull eða glimmer öðru nafni. Dýrmætt efni til rafmagnseinangrun- ar, en það var nú annar hand leggur, eins og góði dátinn Sveijk sagði forðum. En það er skolað og grafið, fært nokkra metra og reynt ann- ars staðar. Bjarndýr kom labbandi niður að ánni hinum megin til að fá sér að drekka, en það virtist ekki hafa áhuga fyrir okkur eða gullleitinni og hvarf inn í skógarþykknið sömu leið. Það voru nokkrar gullörður í pönnubotninum og þessar örður héldu áhug- anum sannarlega vakandi. Eitthvað þessu líkt var gull- æðið, sem dró þúsundir og aft- ur þúsundir fólks um óravegu í leit að hamingjunni. — Sú saga verður aldrei til fulln- ustu sögð. Saga baráttu, fá- tæktar og erfiðleika — saga lífsins sjálfs. Indíánar sóttir heim. Við höfðum veitt gæsir og ákváðum að halda veizlu, eftir að komið var í næturstað! Bálið var látið brenna þar til glóðin var ein eftir. Síðan voru gæsirnar steiktar á teini. Það tók langan tíma og við vorum mjög svangir. Á eftir lágum við kringum eldinn og leið vel. Um nóttina gerði skúr og það var erfitt að . halda eldinum lifandi, en með morgninum stytti upp, og sólin skein í heiði. Upp úr há- deginu skildum við. Johnny ;og Eddy fóru með farangur- inn niður með ánni, en við Guss styttri leið niður að bílnum, gegn um skóginn. | Upp úr árgljúfrinu var mjög ! ógreiðfært vegna þess aö lauf !af trjánum hafði safnazt.þar ■ fyrir árum saman. Nýtt lag hvert haust, og þessi lauf- skriða var rotin undir og hál. Við þræddum skógarstíg og fórum varlega vegna dýr- anna, sem einnig eru þarna á ferð. Guss sagðist finna reykj- arlykt, en ég fann ekkert. Til öryggis fórum við út af slóð- inni, til hægri. Að lítilli stundu liðinni komum við að rjóðri. Þar höfðu Indíánar tjöld sín, og í útjaðri þess sat gamall Indíáni við eld og reykti lax. Hann sneri baki að okkur, svo við fórum kring um rjóðrið til að koma fram- an að þeim gamla. Við heils- uðum að þeirra sið, lyftum hægri hendi, og sögðum „How“. Hann svaraði í sömu mynt án þess að rísa á fæt- ur. Þessir skógarbúar eru orð- fáir, en nota bendingar og svipbrigði þess í stað. í rjóðr- inu voru nokkur tjöld og alls konar drasl, en ekki gat ég komið auga á fleira fólk. Fé- lagi minn spurði einhvers, og hinn svaraði. Þessi Indíáni virtist mjög gamall. Hárið mikið og strítt og svipurinn hörkulegur. Eftir skamma viðdvöl héldum við áfram eftir vísbendingum, sem gamli Indíáninn hafði gefið okkur. Af mörgum trjám höfðu Indí- ánarnir flett berkinum. Úr honum búa þeir til báta, sem eru hinir mestu kjörgripir og svo léttir, að einn maður get- ur auðveldlega borið. Annað slagið brá fyrir hreindýrum, en þau voru stygg. Þar sem landið lækkar niður að fljót- inu og skógurinn gisnar, voru spor eftir dýrahjarðir. Sólin brýst þarna gegn um lauf- þykknið, sem annars staðar er eins og þak, hátt yfir höfð- um okkar, og þar er skugg- sýnt, enda þótt ofan við sé sterkjusólskin. Um kvöldið hittumst við allir við ána, þar sem berg- vatnsáin blandast jökulfljót- inu. Allir vorum við í rauðum jökkum, en það er eina örygg- (Framhald á 7. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.