Tíminn - 23.10.1955, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.10.1955, Blaðsíða 7
241. blað. TÍMINN, sunnudaginn 23. október 1955. 7. Sunnud. 23. oht. Rannsókn nýrra heyverkunaraðferða Heyfengur landsmanna er undirstaða að framleiðslu landbúnaðarins. Oft ber það við, að meiri eða minni hluti heyjanna missir fóðurgildi sitt, sökum votviðra um hey- skapartímann. Af því leiðh stóraukinn rekstrarkostnað búanna, rýrari framleiðslu bænda og jafnvel skort á bú- vörum til neytenda. Bændur hafa reynt ýmsar aðferðir til að verjast áföll- um af þessu tagi og reyna að gera heyiö að nothæfu fóðri, þótt þurrkar bregðist. Hefir orðið að því mikill stuðning- ur, en samt ekki fullnægj- andi í miklum votviðrum. Nú hafa fimm þingmenn Pramsóknarflokksins flutt á Alþingi tillögu um að fela rík isstjórninni að skipa í sam- ráði við Búnaðarfélag ís- lands þriggja manna nefnd til þess að kynna sér nýjar heyverkunaraðferðir hér á landi og erlendis og árangur þeirra. í greinargerð með tillög- umii segir svo: „Óþurrkarnir sunnan lands og vestan s. 1. sumar liafa enn á ný vakið athygli alþjóðar á þeirri hættu, sem stöðugt vofir yfir landbúnað úium. meðan ekki eru fyrir hendi möguleikar til að koma í veg fyr*r almennar stórskemmdir á heyfeng þænda af völdum tíðarfars- ins. Ýmsar aðferðir hafa ver ið reyndar í bessu skyni. Má þar fyrst og fremst nefna votheysgerðina, sem tíðkast hef'r um nokkra áratugi og víða gefið ágæta raun. Nú síð ustu árin hafa margir bænd ur komið á hjá sér súgþurrk- un, sem oftast auðveldar mjög verkun heyjanna, en virðist hins vegar ekki vera einhlít í verstu sumrum, þeg ar sífelldar úrkomur eru og loftrakinn er mestur. Enn fremur þurfa að fara fram áthuganir á fóðurgildi heys- ins eftir hinum ýmsu hey- verkunaraðferðum. I>á hafa nú nýlega verið flutt hingað til lands súgþurrkunartæki með lofthHun. Hita þau loft >ð með hráolíubrennslu, um leið og því er blásiö. Erlendis hafa nú í seinni tíð verið teknir i notkun stórvirkir heyþurrkarar, þar sem blautt ey þornar á svipaðan hátt eg fiskúrgangur í beina mjölsverksmiðjum, cg v’rð- ist heyþurrkun af þessu tagi fara mjög vaxandi erlendis. En upplýsingar um heyþurrk un þessa eða heyþurrkunar- verksmiðjur eru enn af skornum skammti hér á landi. T. d. er nauðsynlegt að afla upplýsinga um stofn kostnað og rekstrarkostnað við þurrkunina og á hvern hátt siík verkunaraðíerð geti helzt orðið hinum dreifðu sveitabyggðum hér á landi að gagni, ef um það er að ræða. Viröist óhjá- kvæmilegt, að farið verð' ut an til þess aö kynna sér tækin og þurrkunaraöferð- ina, þar sem hún hefir verið reynd í framkvæmd, t. d. í Bretlandi og Kanada. EðUlegt væri, að nefnd sú, , sem sk'puð yrði saiLuVæmt Hlekkurinn við Miðjarðarhaf Varnarsáttmáli norðlægra Arabaríkja tcngir MTO og SEATO .......'• Þáttur kirkjunnar MBWMmMKiiKiiiiiitiiiiiiiiiiMmiiimiiiiMuai Hinn 1. júni 1953 komst Foster Dulles utanríkisráðherra Bandg,- ríkjanna m. a. svo að orði í ræðu, er hann þá ílutti: — Mörg Arabaríkjanna eru svo bundin af deilum sínum við ísrael, Bretland eða Frakka, að þau gæta ekki þeirrar hættu, sem felst í hin- um rússneska kommúnisma. Ekki á þetta þó eins við þau lönd, sem liggja næst Sovétríkjunum, þar gera menn sér nokki'a grein fyrir hættunni, og þar er töluverður vilji fyrir sameiginlegu varnarbandalagi. Þá 28 mánuði, sem liðnir eru, síð- an Dulles flutti þessa ræðu sina, hafa fjölmargrr stjórnmálamenn og erindrekar þeirra unnið að því i að gera þetta varnarbandaiag að veruleik. Fyrsti árangurinn kom í ijós í febrúar, þegar Tyrkland og írak undirrituðu sameigmlega gagn kvæman varnarsáttmála í Bagdad. Þennan sáttmála undirrituðu svo Brétar fyrir hönd Kýpur, Pakistan skrifaði undir hann í júlí, og í sið- ustu viku undirritaði íran samning inn. Þar með var varnarbandalag ; hinna norðlægari Arabaríkja orðið að veruleika. Þar með erufjögur ríki, sem sam ! tals telja 123 milljónir íbúa og ná vestan frá Miðjarðarhafi og austur að Himalajsfjallgarðinum í gagn- kvæmu varnarbandalagi. Þing ír- ans á aðeins eftir að staðfesta sátt- málann. Samkvæmt þessum samn- ingi hafa þessi ríki skuldbundið sig til þess að koma hvert öðru til hjálp ar, ef eitt þeirra verður fyrir vopn- aðri ái'ás. Samtals ráða þessi ríki yfir 50 herdeildum, sem eru að vlsu misjafnlega þjálfaðar, en hafa all- ar yfir að ráða nýtízkulegum her- gögnum. Þessi varnarhringur er tengdur Atlantshafsbandalaginu að vestan með aðild Tyrklands, og Austur- Asíu-bandalaginu með aðild Pakist- ans að Manillasáttmálanum. Þannig ei' þetta bandalag Arabaríkjanna einn hlekkur í sameiginlegum vörn- um lýðræðisþjóðanna, og með full- gildingu þessa sáttmála ná banda- lög þeirra um heim allan, Gleggsta dæmið um mikilvægi þessa bandalags er hin harða and- staða Rússa gegn því, að íran gengi í það. Mánuðum saman unnu rúss- neskir stiórnarerindrekar leynt og ljóst "egn því, að varnarkeðja lýð- ræðisþjóðanna mætti lokast með aðild þess. Sem „góðir nágrannar" vöruðu rússneskir diplómatar írönsku stjórnina við. — Rússar eru reiðubúnir til að jafna öll ágreiningsatriði við ykkur á friðsamlegan hátt. En við vitum, að illviljuð öfl eru hér að verki og vilja fá ykkur í hendur vopn gegn okkur. Við vörum ykkur við að beita þeim gegn hhiu volduga rússneska ríki. Rússar buðu írönskum stjórnar- völdum tíðum í veizlur og veittu rík mannlega vín og vistir. Þeir buðu hlutlausum blöðum að hafa frjálsan fréttaflutning frá Rússlandi. Búlg- forsætisráðherra bauð shahinum 1 Xran, Reza Pahlevi, og drottningu BEN GURION hans til Moskvu. En hinn ungi og varkári shah frestaði för sinni, og í siðustu viku komst hann m. a. svo að orði: — Hlutleysi írönsku þjóðarinnar í tveimur síðustu heimsstyrjöldum kom ekki í veg fyrir, að okkur væri sýnd ágengni. Molotov utanríkisráðherra þrum aði á móti: — Þessi samningur er ósamrýmanlegur friði og öryggi fyr ir botni Miðjarðarhafsins, og hann er bein ögrun við vinsamlega sam- búð Sovétríkjanna við þessar þjóðir. En fyrsta alvarlega ögrunin við frið og örvggi þjóðanna fyrir aust- anverðu Miðjarðarhafi kom þó í ljós í síðustu viku, og það var ekkl í íran, heldur Egyptalandi. Fyrsti farmurinn af vopnum frá kommún istaríkjunum kom í höfn í Kairó frá Tékkóslóvakíu. Sendiherra Sovétríkjanna, Daníel Soldo, sagði fréttamönnum við þetta tækifæri, að kommúnistar geri sér nú vonir um, að bætt sambúö' megi takast milli Rússa og land- anna við Miðjarðarhaf. Hann kvaðst einnig vona, að nánari tengsl megi takast meö þessum þjóðum á sem flestum sviðum. Utanríkis- stefna Rússa sagði hann, markast af því að hafa sem nánust og bezt tengsl við þessar þjóðir, jafnt stjórn málalega, efnahagslega og menn- ingarlega. Þá staðfesti Soldo, að Rússar hefðu boðizt til að reisa hin miklu raforkustöð, sem er fyrsti lið- urinn í viðreisnarstarfi Nassers. Hann bætti því einnig við, að þeg ar væru vísindamenn, fornfræðing- ar og landbúnaðarsérfræðingar á leiðinni frá Rússlandi til Egypta- lands. Kommúnistar höfðu varla getað búizt við skjótari árangri. Egyptar hópuðust á strætum borganna ölv- aðir af fögnuði yfir ræðum íoringj- anna um ágæti hinna austrænu vopna. Samskot voru þegar hafin til þess, að Nasser forsætisráðherra mætti takast að standa í skilum með greiðslur fyrir vopnin. Eftir fyrstu vikuna höfðu þegar safnazt meira en ein milljón dollara. Leið- togar Arababandalagsins, sem um þessar mundir voru í Kairó til þess að leggja síðustu hönd á samninga við bandaríska sendiherrann um' virkjun Jórdánsárinnar, komu fram með kröfu um, að arabiskum flótta mönnum, sem fariö hafa frá ísrael, yrði gert kleift að fá vatn frá þess- ari virkjun. — Vopnafeaupasamningurinn hef ir verið eins og eldur í olíu í mál- efnum Arabarikjanna, sagði einn af stjómarerindrekum Vesturveld- anna. Hann hefir orðið til þess að nú hugsa Arabar ekki iengur um uppbyggingu, heldur hafa á prjón- unum áform urn niðurrif. ísraelsmenn voru sýnilega áhyggjufullir. Ben Gurion forsætis ráðherra benti á þá staðreynd, að Egyptar verðu nú þrisvar sinnum meiri fjái'munum til hernaðarút- gjalda en ísraelsmenn. Hann kvað ísraelsmenn að vísu eiga betri her, en hergögn þeirra stæðu langt að baki vopnum Arabartkjanna. Það éina, sem við höfum umfram ná- granna okkar í þeim sökum eru betri hermenn, sagði hann að lok- um. Þi-ð var að vísu ósennilegt, að kommúnistar myndu voga sér að bjóða ísraelsmönnum vopn til kaups, ef þeir hugsuðu sér að ná vinfengi Arabarikjanna, en engu að síður bárust um það fréttir, að þeir hefðu i huga að gera ísraelsmönn- um slíkt tilboð. Þetta gaf fulltrúa ísraels, Abba Eban, íæri á að lýsa því yfir, að ísraelsmenn myndu neita slíkum vopnakaupasamningi. í stað þess stungu ísraelsmenn upp á því, að Bandaríkin skyldu ábyrgjast landamæri ísraels og Arabaríkjanna. Sendiherra Sýr- lands, Farid Zeineddine, komst svo að orði, að slík afskipti Bandaríkja- manna af málefnum þessara landa væri ekki til annars en auka enn á ólguna. Spennan var sýnilega komin á svo hátt stig, að Banda- ríkin og Bretland sáu ekki annað fært en vara ísraelsmenn við öll- um aðgerðum í bili. þessari tillögu, ef samþykkt verður, gerði áætlun um sam ræmdar framkvæmdír tU að tryggja landbúnaðinn gegn stóráföílum af völdum óþurrka. þegar þá ber að höndum. Kæmi þá til mála, að þær framkvæmdir m'ð- uðu jöfnum liöndum að því að auka þá heyverkun t'l öryggis, sem reynd hefir ver ið hér á landi (votheysgerð, súgþurrkun), og að taka upp nýjar cg stórvirkari aðferðir. Yrði þá að taka t*llit t*l mis- munandi staðhátta og fjár- hagslegra möguleika". Heyfengur landsmanna mun nú vera allt að þremur milljónum hesta í sæmilegu árferði. Lauslega áætlað er það um 300 millj. kr. virði ef miðað er við verðlag, þegar hey er selt. Er hér um að ræða stóran lið í þjóðarþú- skap íslendinga. Minning Hannesar Hafstein heiðrnð í tilefni af 50 ára afmæli höfundalaga hér á landi 20. október, lagði stjórn Banda- lags íslenzkra hstamanna á afmælisdeginum blómsveig við styttu Hannesar Hafstein á stj órnarráðsblettinum, en Hannes var frumkvöðull beirra laga. Við sveiginn eru fest bönd með íslenzku fána litunum og þar áletrað: Til heiðurs Hannesi Haf- stein á 50 ára afmæli ís- lenzkra höfundalaga 20. októ ber 1955. Með þakklæti frá Bandalagi íslenzkra lista- manna. Að athöfninni lokinni bauð stjórnin til hádegisverðar með hinum nýja heiðursforseta Bandalagsins, Gúnnari Gunn arssyni skáldi, og dvöldu menn saman fram eftir degi í fagnaði og viðræðum. Vetur — vor Guðsríkis íslenzkur vetur hefir áreið anlega oft verið sáningar- tími kristins dóms á íslandi. Á skammdegiskvöldum var lesið og sungið Guði til dýrð- ar, mönnum til ununar og aukinnar þekkingar. í rökkr unum lærð vers og fluttar bænir, heitar af þrá eftir ljósi og sól. Þessi þrá var og varð vaxt- arbroddur trúar og listsköp- unar, sem gat dafnað og þroskast í þröngri baðstofu, afdalakotsins ekki síður en rúmgóðum skála höfuðbóls- ins. Það var þessi ljósþrá í vetr armyrkum íslands, sem skóp og mótaði hetjusögurnar ís- lenzku og nærði andagift Snorra Sturlusonar til inn- sýni og átaka og gaf höfund- um Völuspár, Hávamála og Sólarljóða efni og form ó- dauðlegra söngva. Vorið ijómaði í myrkrum hríðarinnar, sem gnauðaði um Ijóra og voðaveldi frost- stormsins, sem ýlfraði í strá- um á gaddaðri baðstofuþekju. Við yl þessa vors greru ilm andi rósir í snjónum, blikuðu yfir hjarninu og buðu dauð- anum byrginn. Slíkar rósir eru Passíusálm ar Hallgríms, Lilja Eysteins, Ljómur Jóns Arasonar. Allt þetta hefir verið hugsað og sagt, skrifað og sungið, með- an beðið var sumars og sunn an golu, sem signdi landið ljósstöfum himins til lífs og starfs. Kraftur anda og handar efldist við baráttuna, sem vet urinn krafðist af hverju lifs- hæfu barni íslands. Fátt gat fegra til að benda upp yfir allt, sem er lítið og lágt í heimi stundarbarnsins, en bjart bros stjörnunnar frá heiðrikjunni yfir Hádegis- hnjúik og silfurglit þessara himinbarna í hjarni og svell um yfir Breiðubungu Fanna fells. Þannig færði veturinn dýrð himins niður á jörðina. Ekkert gat fremur eflt fórn fýsi, nærgætni og nákvæmni hjartans en g'egningarnar, þar sem hver kind, hvert lamb og folald átti sína aðild, sinn rétt og sína kröfu til þess að vera einstaklmgur, sem hirðirinn unni og þjón- aði og lagði lif sitt að veði fyrir í áhlaupsveðrum þorra dagsins eða geigvænu rökkri og svikaslyttum gormánaða- kvöldsins. Þannig var alls staðar rúm fyrir gróðurmátt guðsrikisins, hins fegursta vors í faðmi hins islenzka vetrar. Og þrátt fyrir öll þau myrk ur, sem rafljós hafa burtu bægt, þrátt fyrir öll þau frost, sem ylgjafar vísindanna með hverabeizlun og mið'stöðvar- kyndingu, hafa sigrazt á, þá er það ósk — heit ósk og kröft ug bæn, að íslenzka bíóðin glati aldrei þessu vori, þess- um vexti andans í veðrum nokkurs vetrar. Sú ósk, að hver vetur verði nýr áfangi til sigurs í leit að meiri full- komnun, ljúfari list yndis- legri útsýn — en umfram allt — nýr og gifturíkur áfangi á braut kærleiksþjónustu (Framhald á 10. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.