Tíminn - 14.12.1955, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.12.1955, Blaðsíða 6
285. blaS. R, TÍiVIINN, migvikudaginn 14. desembef 1955- Nýjar bækur á jólamarkaði ÆFIAR | Miitiiiug'ar sr. Eiríks Albertssonar, dr theol Um bókaútgáfu Æskunnar Einhver fyrstu kynni mín af heimsmenningunni voru þau; að ég sá manri þeysa á stórum, tivítum hesti hmum megin í íialnum. Þá var glaða sólskm. Mér var sagt, að þar færi séra Eiríkur. Það var einhver dul- :inn hreimur í rödd fólksins, isem kom mér Þ1 að bera lotn- ingu fyrir þessum manni þeg ar að honum óséðum. Siðan hef ég aldrei getað hugsað mér gagnlegan kennimann öðru vísi en þeysandi á fann- hvítum, stórum hesti í glaða sólskini. Það kom vetur eftir allt sól skin þessa sumars. Og eitt kvöld í logndrífu á jólaföstu var allt í einu kominn storm ur í bæinn. Ég man að hjarta mitt tók mikið viðbragð- Séra Eiríkur var kominn. Á rúm- ‘nu mínu 1 lágri baðstofu- kytrunni lét hann mig lesa í Bernskumálum og hældi mér einhver ósköp fyrir frammi- stöðuna. Þar með fyllti hann mig þeim fítonsanda náms- ítöngunarinnar, sem því olli, ia.ð ég ekki varð búandmaður. OEnn minnist ég þess, að mér var leyft að fara tU Fitja fcirkju. Það guðshús var í þann fcíma öðrum merkara, því að þar sátu menn á langbekkjum meðfram báðum veggjum. Konur öðrum megm, en karlar gegnt þeim og horfðust í augu. Eg hef nú heyrt, að menn hafi komizt að þeirri niðurstööu, að bekkir skuli þversum snúa S þessu húsi guðs. Ekki hef ég irú á, að guði sé ekki sama Ihvort menn tiibiðja hann iangsum eða þversum. Það er og víst, að aldrei hef ég fyllzt augljómun guðstrúarinnar, síðan ég hlýddi á séra Eirík predika yfir sveitungum mín om á langbekkjunum í Fitja- kirkju- Enda þeysti hann jafn ■m á fannhvitum hesti og stormur stóð af för hans hvort rieldur var í veraldarmnar rieimi eða ríkjum andans. Þá hlýddi ég fyrst á háskóla ’yrirlestra og þá kynntist ég -’yrst andagift, er mér var leyft að vaka fram eftir, þegar séra Eiríkur gisti heimili foreldra ninna, og ég hlustaði á hann ;ala. Hann átti á slíkum stund um þá heiðríkju gáfnanna gos rivet- tilfmninganna og eld- :jall andríkisins, að mynd uans hlaut að brennast inn 1 hugskot hvers einasta manns ;em á annað borð hafði augu og eyru og eitthvert brotasilf- ur af sál. Það er tUefni þessara hug- ’ eiðinga minna, að minn gamli iálusorgari, séra Eiríkur Al- oertsson, dr. theol. hefir gefið it minningar sínar í bókinni Æfiár, sem nýlega kom út hjá orlagi ísafoldarprentsmiðju. Ekki er það ætlan mín að ,krifa ritdóm um þessa bók. 3ún er ævisaga höfundarins, uem hann hefir saman setta lú eftir að heilsa hans er luorrin eftir langan, strangan >g merkan starfsdag. Þetta er saga gáfaðs smala- joilts úr Skagafirði norður, sem úr sárri fátækt brýzt tU ;.nennta og verður fyrstur og einn íslenzkra guðfræðmga til að verja doktorsritgerð í fræð um sínum við Háskóla íslands- En þetta er ekki einasta ævi saga svipmikils kennimanns pg höfuðklerks, heldur er bók in um leið dæmisaga um það heljarátak, sem sú kynslóð, er séra Eiríki stendur samtiða, hefir tekið þjóðmálunum og þannig reist landið, bænda- býlin og þorpm, úr rústum. Það er emnig saga þess, hvern ig við á sama tima höfum unnið okkur sess meðal menn ingarþjóða á sviði menntunar og andlegra viðfangsefna. í þeirri fasmiklu sveit stendur séra Eiríkur framarlega. Ég gat áðan um doktorsrit hans í guðfræði, og hann var um skeið skólastjóri fyrsta alþýðu skóla Borgfirðinga og átti þannig ríkan þátt í að glæða með æsku héraðsins mennta- löngun og menningarlegt lífs- viðhoxri á sama hátt og hann kveikti í hjörtum sóknar- barna sinna áhuga á æðri við fan’gsefnum en brauðstritmu einu saman. Séra Eiríkur er senn sjötug- ur, en þrátt fyrri þann háa aldur og langvarandi van- heUsu, er bókin öll skrifuð með því hamhleypufjöri, að ætla mætti, að höfundurinn væri enn reiðubúinn að binda stórt hundrað heyhesta á Miklabæj arengj um. Enn þeysri þessi höfuðklerk ur Borgfirðinga á hvítum hesti, og víða fer fákur hans á kostum stíls og máls. Ég skal færa hér tvö dæmi; Æskuminnmgu sinni um Hvammsá i Skagafirði lýsri hann svo: „Ég heyrði árniðinn heim til mín, þegar ég var að le'ka mér fyrir sunnan bæinn, á hólnum, þar sem ég átti legg ina mína og hornm mín. Ár- niðurmn barst inn í búskapar drauma mína og aðra leiðslu- drauma. Hann rauf þögnma heima, draumleiðsluþögnina í sál mmni- Þessi niður átti sér seiðandi ofurmagn. Þessi óþreytandi elja vakti athygji mína. Og em hver einkennilegur hreimur var í þessum nið. Og var það ekki hann, sem vakti athygli mína öðru fremur? Túlkaði þessi hreimur harmstunur ár- innar? Eða bar þessi ómþungi hreimur mér boð frá sál nátt- úrunnar, er hún væri að bylta af sér ofurþunga harma sinna. Eða var árniðurinn dulrænt lag, sungið af ólmri ákefð og titrandi ofsa, er seiddi menn burt frá sjálfum þeim? Ég hugsaði að vísu ekki al- veg á þennan hátt um árnið- inn þá. En árniðurinn barst inn í sál mína og settist þar að. Hann varð að ákveðnum einkennum og eiginleikum í vitund minni. Ég veit þetta af því, að ævmlega þegar ég fer að skrifa um það, er dreif á dagana á æskuárum mínum, heyri ég aftur árniðinn .... Og enn veit ég að hún rennur, blessuð áin mín. Og enn veit ég að hún mundi töfra mig eins og forðum. Ég sé hana teygjast áfram sem hvítt band á gljúfrabotninum, sé þetta band lengjast niður allar eyr ar, hverfa síðan í farveg djúpra stokka niðri á eylend inu og falla að lokum í straum þung „Vötnin“, er líða nið- laust í hafsdjúpið, djúpið, djúp ið mitt bláa“. Og vel tel ég Borgarfjörð mega una þessum prósaiska Haugaeldi prests síns: Vinsæl útvarpssaga komin út Bókaútgáfan Fróði hefir gefið út hina vhisælu út_ varpssögu, Ástz'r piparsveins- ins eftir William J. Locke, sem séra Sveinn Víkingur þýddi og las í útvarpið í sum ar. Þetta er skemmtileg ást- arsaga, sögð af léttri kímni og lífsskilningi. í formálsorð um segir þýðandinn: „Ég hefi nokkra ástæðu til að ætla, að einnig hér á landi muni þau Markús og Karlotta njóta hylli þeirra, er þeim kynnast, og að sú kynning geti orðið lesandanum að nokkurri ánægju og gagni. Þess vegna er bókin út gef- in.“ Þetta er alllöng saga og er vandað til útgáfunnar. Saga myíidhöggvar- ans - ágæt barnabók Bókaútgáfan Fróði hefir gefið út ágæta barnabók eft ir Eirík Sigurðsson, yfirkenn ara á Akureyri, og nefnist liún Saga myndhöggvarans. í henni eru teikningar eftir Elísa’oetu Geirmundsdóttur. í sögu þessari er lýst æsku og baráttu fátæks drengs, sem verður að leggja sig a'dan fram til bjargar heimili sínu eftir ctauða föður síns. Þar er lýst rnörgum ævintýrarík- um atburðum og jafníramt listaþrá drengsins, sem brýzt til náms með hjálp góðra manna. Sagan ei í senn spennandi og lærdóms- ríb. „En byggðin sefur. Ég get enn hugsað mér, að ég sé ungur guðfræðingur á leið upp í Borgarfjörð. Farið beygi af Faxasjó og stefni jnn fjörðinn; og það sé morgunn. Yfir héraðmu drottnar hmn eilífi friður, engin hræring né hljóð frá hæstu jöklum að flæðarsöndum. En byggðin, sem svaf, er að vakna. Og morgunljóminn slcrýðir haf og hauður, sker og granda glitskikkju; og á þeriri skrúðmiklu skikkju er sem ótal skrautsteinar glitri á segulbandi. Og enn er siglt. „Til landsins er stefnt inn í ljósflóðsins skart“- Ásýnd héraðsins er hrein og mild og frónskan hljómar enn í munni bóndans „gullhrein eins og goðans vé“. Farið stefnir inn fjörðinn og landið færist nær. Er þetta héraðið, sem ég þekkti um tæpa þrjá áratugi? Og enn stefnir farið inn fjörðinn að landi. „Nýir þegnar, önnur völd“ En er það allt, sem koma skal? Háloftin glitra og loga í purpuralitum glóðum. Og flóð Hvítáróssins opnar sig eins og ljósport að sjálfri Hliðskjálf guðanna, að landi morgunbj armans“. Þannig kynnti séra Eiríkur sóknarbörnum sínum fegurð góðra bókmennta, og svo létt um fótum stígur enn hinn hvíti fákur. S. S- Þegar blöðin flytja nú dag- lega fregnir um nýjar bækur, má ekki gleyma útgáfubókum Æskunnar, sem er alltaf trú sínu hlutverki, að gefa út góðar bækur fyrir. börn og ungUnga- Nýlega hefir hún sent frá sér 4 bækur eftir ís- lenzka höfunda, seim hafa áður getið sér gott orð á rit- vellinum, m. a. fyrir barna- bækur sínar. Bókum þessum er það öllum sámeiginlegt, að þær eru bæði gott og skemmti legt lesefni fyrir börn og ung linga. Skal nú minnzt á þær nánar með nokkrum orðum. 1. Bjallan hringir er barna- saga eftir Jennu og Hreiðar Stefánsson kennara á Akur- eyri, höfunda Öddubókanna, sem komu út fyrir nokkru síð an og seldust upp á skömm- um tíma. Þessi nýja saga er fjörlega og skemmtilega skrif uð og efnið mjög við hæfi barna. Hún gerist bæði í sveit, og við sjó og er full æv- intýra, sem aðalsöguhetjan, Ásta litla, er þátttakandi í. Ásta er aðlaðandi og greind telpa, sem lesandanum þykri strax vænt um og fylgir með áhuga öllu, sem gerist í sög- unni og langar til að heyra meira, þegar lestrinum lýkur. Jenna og I-Ireiðar segja mjög vel frá og sumar mannlýsing- ar þeirra eru ágætar. Vil ég þar fyrst og fremst nefna að- alpersónuna, Ástu, því næst afa og ömmu á Graseyri, að ógleymdíum ; fjörkálfinu'm Kubb, sem er góður fulltrúi hraustra drengja — þótt hann sé reyndar dálítið hrekkjótt- ur! — Mér kæmi ekki á ó- vart, þó að höfundar yrðu að skrifa fle‘ri bækur um þess- ar sömu persónur- Það hefir mér skdizt á þeim börnum, sem þegar hafa heyrt og les- ið þessa nýju bók. En víst er, að næstu barnabókar Jennu og Hreiðars verður beðið með óþreyju. 2. Todda í tveim löndum heitir ný saga eftir Margréti Jónsdóttur skáldkonu. Það er fjórða sagan um Toddu og ber hin sömu einkenni og þær fyrri. Margrét Jónsdóttir er löngu þjóðkunn, m. a. fyrir barnasögur sínar, sem allar eru hugþekkar að efni, skrif- aðar á ágætu máli og prýdd- ar fögrum Ijóðum. Þessi nýja saga segir frá ýmsum nýjum athyglisverð- um persónum og lýsir fjar- lægum löndum. Höf. bregður upp skýrum myndum frá Dan mörku — þar sem Todda dvaldi allmörg ár — bæði úr sögu landsins og náttúru þess og fléttar það á látlausan og eðlilegan hátt efni sögunnar. Höf. lætur lesandann jafnvel skyggnast nokkuð til suð- rænna landa, sem eru enn fjarlægari og heilla hugann mjög. — En þrátt fyi’ir góða vist erlendis og skemmtilega félaga, langar Toddu alltaf heim. Þeirri þrá hennar lýsir höfundur prýðilega og einnig hvernig úr rætist — að þránni verður fullnægt. — En hér skal ekki rakið efni sögunnar. Menn verða að lesa sjálfir. Það andar hlýju frá persón- um sögunnar — menn verða betri af að kynnast þeim- Þannig þurfa barnabækur að vera. — Að lokum vU ég vekja athygli á tveim Ijóðum I bók- inni; Vorþulu, sem er afbragða góð, og mun verða sett á bekk: með beztu barnaþulum í bók- menntum okkar og erindi, sem .byrjar á þessa leið: Það eitt er fagurt og einhvers verö að elska hið fagra og sanna, að gefa það bezta, er þú átö til annarra samferðarmanna. Mundi ekki veröldin lítá öðruvísi út í dag, ef tekizt hefði að innræta æskulýðn- um hin dýrmætu sannindi, sem felast í þessum orðum skáldkonunar? 3. Gott er í glaðhehnum eftir Ragnheiði Jónsdóttur, skáldkonu, er framhald af sögunni um Hörð og Helgu, ep kom út 1950. Sú saga er ein- hver bezta og skemmtilegastá unglingasaga, sem ég hefi le3 ið seinni árin. persónurnar skýrar og fastmótaðar, frá- sögnin sönn og látlaus, en þð spennandi og eðlileg atburða- röð. Gott er í glaðheimum segif frá nýjúm ævintýrum Harðar og Helgu, sem eru jafnvel ennþá fjölbreyttari og skemmtilegri en þau, er fyrr segir frá. Ný börn koma til sögu og ný vandræði, sem sögu persónurnar leysa úr, þótt erf iðlega líti út á stundum. Brugð ið er upp skýrum myndum af foreldrum vandræðabarná og annarra barna, er sagan gremir frá- Sumar . persónur sögunnar verða lesandanum ógleymanlegar — emkum af* gamli á Eyrí, kennarinn, sem skilur börnin svo vel og leysir vandræði þeirra með góðvild og göfugmennsku, vitur mað- ur, með hjartað á réttum stað. Þessi bók er í fám orðum sagt, heillandi fyrir eldri og ynjgri lesendur. Ég mínnist ekki að hafa í seinni tíð kynnzt næmari skilningi, eðá gleggri lýsingu á högum þeirra barna, sem teljast ttt vandræðabarna. Ég hygg, að bækur, sem þessi, þoki málum þeirra í rétta átt, um leið og þær eru ágætur skemmtilesb ur. Slíkar bækur teljast tví- mælalaust ttt góðra bóka. ' Hörður á Grund eftú Skúlá Þorsteinsson skólastj. á Eski- firði, er ólík hinum fyrrnefndu að því leyti, að sagan er bund in viö þrengra svið, en þó all- stórt. Sagan segir frá Herði htla á Grund og viðskiptum hans við húsdýnn — einkum sauðféð- Það eru í raun og veru margar góðar dýrasögur, sem eru þó um leið glögg sveitálifslýsing frá tímum afa og ömmu þeirra manna, sem nú eru fulltftða. Höfundur bregður upp ágætum lýsing- um af sambandi drengsins við húsdýrin og lýsir dýrunum af nærfærni og skilningi á kjarn yrtu máli. Hann gengur ekki framhjá erfiðleikum þeim, er verða á vegi bænda og búa- liðs í baráttunni við lúna ó- blíðu veðráttu á landi hér og hvernig menn og dýr verða að lúta í lægra haldi I þeirrl baráttu. Frá því er skýrt m. a. í sögunni af Herði og Kjömmu, sem ég hygg að les endur gleymi seint. En höf. segir einnig margar sögur af Herði og vinum hans — dýr- unum — þegar allt leikur I lyndi og allt gengur eins og Framhald á 10. síðu ,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.