Tíminn - 19.01.1956, Qupperneq 6
TÍMINN, fimmtudaginn 19. janúar 1956.
£
15. blafc
PJÖDLEIKHOSID
’ Jónsmessudraumur
eftir W. Shakespeare
sýning í kvöld kl. 20,00 '
Næsta sýning laugard. kl. 20.00.
Ma$ur og kona
eftir Jón Thoroddsen
Emil Thoroddsen og
Indriði Waage
færðu í leikritsform
Leikstjóri: Indriði Waage
Frumsýning föstudag kl. 20.
Frumsýningarverð
1 Aðgöngumiðasala opin frá kl.
13,15 til 20. Tekið á móti pönt-
unum. Sími 8-2345, tvær línur.
Pantanir sækist daginn fyr-
Ir sýningardag, annars seldar
öðrum.
Á eyrinni
í kvöld er allra síðasta tæki-
færi að sjá þessa umtöluðu
verðlaunamynd með
Marlon Brando.
_______Sýnd kl, 9._______
Sægammurinn
Bráðskemmtileg og viöburðarík
litmynd með
Louis Hayward.
Sýnd aðeins í kvöld kl. 5 og 7.
BÆJARBf'é
— HAFNARFIRÐI -
Dœmdur sahlaus
Ensk úrvalsmynd. — Aðalhlut-
verkin leika:
Lille Palmer,
Rex Harrison.
Danskur texti.
Myndin hefir ekki verið sýnd
áður hér á landi.
Sýnd kl. 9.
Kona Sjóræningjans
Spennandi amerísk mynd í lit-
um. —
Sýnd kl. 7.
Sími 9184.
TJARNARBÍÖ
’ ' *íml (481.
SHANE
Ný, amerísk verðlaunamynd í
litum. Mynd þessi, sem er á-
kaflega spennandi sakamála-
mynd, hefir alls staðar fengið
mjög góða dóma og mikla að-
sókn. — Aðalhlutverk:
Alan Ladd,
Jean Arthur.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
♦♦».♦♦♦♦♦♦♦ m m < tMM
tripoli-bRS
Hún
(EUe)
Bráðskemmtileg, ný, þýzk-frönsk
•tórmynd, gerð eftir skáldsög-
unni „Celine“ eftir Gabor von
Vaszary.
Sýnd kl. 5, 7 og 0.
Bönnuð börnum tnnan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Danskur textl.
Allra siðasta sinn. i
Hafnarfjarð-
arbíó
9249.
Regina
(Regina Amstetten)
Ný, þýzk, úrvalskvikmynd.
Danskur texti.
Sýnd kl. 7 og 9.
NYJA
TITAHIC
Magnþrungin og tilkomumikil
ný, amerísk stórmynd, byggð
á sögulegum heimildum um
eitt metsa sjóslys veraldarsög-
unnar. — Aðalhlutverk:
Clifton Webb
Barbara Stanwyck
Robert Wagner.
Frásagnir um Titanic-slysið
birtast um þessar mundir í
tímaritinu Satt og vikublaðinu
Fálkinn.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
!
HAFNARBIO
Slml C444L
Bengal Herdeildin
(Bengal Brigade)
Ný amerisk stórmynd í litum, er
gerist á Indlandi, byggð á skáld-
sögu eftir Hal Hunter.
Bönnuð Innan 14 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
GAMLA BÍÖ
— 1475 —
Hraðar en hljóðið
(The Net)
Afar spennandi ný. ensk kvik-
mynd. — Aðalhlutverk:
James Donald,
Phyllis Calvert,
Robert Beatty,
Herbert Lom.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
AUSTURBÆJARBÍÖ
Rauði
sjórœninginn
(The Crimson Pirate)
Geysispennandi og skemmtileg,
ný amerísk sjóræningjamynd í
litum.
Aðalhlutverk leika hinir vin-
sælu leikarar:
Burt Lancaster og
Nick Cratvat,
en þeir léku einnig aðalhlutverk-
in í myndinni LOGINN OG ÖRIN.
eunfremur hin fagra:
Eva Bartok.
Bönnuð börnum innan 10 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
HILMAR GARÐARS
héraðsdómslögmaður
Málflutningsskrifstofa
Gamla bló, Ingólfsstræti.
Síml 1477.
OmP€D *
Raflagir — Viðgerðir
Rafteikningar
Þinp-holtsstræti 21
Sími 8 15 56
Bókmenntalista-
verk þýdd á heims-
málin
Árið 1948 hóf vísinda- og menn-
ingarstofnun Sameinuðu þjóðanna
(UNESCO) að beita sér fyrir því,
að ýmis listaverk bókmenntanna
væru þýdd á heimsmálin, aðal-
lega ensku og frönsku. Til þessa
hafa verið gefin út 30 listaverk,
sem ekki voru aðgengileg þeim,
er aðeins lesa ensku og frönsku.
í desember síðastliðnuin var, á
vegum stofnunarinnar, haldinn
fundur í París, þar sem koninir
voru bókmenntafræðingar víða að.
Tilgangur fundarins var að gera
tillögur um þýðingar á fleiri sí-
gildum listaverkum heimsbók-
menntanna. Það var ákveðið á
fundinum, að láta þýða um 60 rit
á næstunni. Stofnunin hefir not-
ið aðstoðar bókmenntafræðinga
víða um heim í vali á listaverk-
um. Til dæmis hafa komið um
60 tillögur frá Suður-Ameríku. —
Parísarfundurinn ákvað, að láta
þýða „Una Excuricion a los Indios
Ranquales“ eftir Mansillas, en
það verk þykir lýsa einna bezt
daglegu lífi manna í Suður-
Ameríkulöndunum. Efst á lista
þeirra verka, sem þýdd verða á
næstunni á vegum stofnunarinn-
ar eru rit eftir Todi, Savanarola,
Michael Angelo, Vagari, Poscolo
Leopardi og Manzoni.
Eitt af fyrstu tungumálunum,
sem stofnunin lét þýða úr var
arabíska. Þá er í ráði að Iáta þýða
12 persnesk bókmenntalistaverk.
Einna erfiðast er að þýða úr ind-
verskum málum, en samþykkt var
að láta þýða um 30 indverskar
bækur úr hindu, urdu, sanskrit
og malyaísku. í kínverskum bók-
menntum er um auðugan garð að
kínverskra höfunda, skáldsögur,
leikrit, kvæði og heimspekirit. —
Þá er og í ráði að þýða úr japönsk
um bókmenntum.
(Frá upplýsingaskrifsttofu S. þ.)
Afmæíiskveðja
(Framhald af 5. síðu).
sem vanskilafólk og hóta að láta
sækja það af lögreglunni. —
Um þessa gjörsamlega tilgangs-
lausu innheimtu hjá bláfátæku
gömlu fólki, hefi ég átt tal við
marga af forstöðumönnum í þess-
um málum. — Allir hafa fallizt
á, að þetta sé óverjandi dg til
skammar — en samt er þessum
rukkunum haldið áfram og þess
vegna er þessi grein rituð. - Bless
aðir látið þið gamla fólkið í friði
— nóg er nú samt á það lagt —
ellin getur verið þungbær — sjúk-
dómar og erfiðleikar — haldið
ekki áfram að stimpla þctta sak-
lausa fólk fyrir vanskil. — Ef lög-
um þarf að breyta til þess að þess-
um eltingaleik sé hætt, þá ætti
Alþingi tafarlaust að gera slíkt,
annað hæfir ekki siðmenntuðum
mönnum.
2. jan. 1956.
Gísli Sigurbjörnsson.
111111111 •OCCtf'Htl millllllllillliillillliililiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
i Tómstundakvöld j
kvenna |
1 verður í kvöld í Café Höll i
{ kl. 8,30. |
| Skemmtiatriði:
í Upplestur: Guðmundur G. í
i Hagalín rithöfundur.
| Kvikmyndasýning.
| Kaffidrykkja.
I Handavinnukennsla.
I Allar konur velkomnar. i
Samtök kvenna. 1
llllillllllllllliiillllillllllllllllilllllllillllllllilllllllliillliiil
pRÁRÍrotJbns5CM
! LÖGGIlTUfe I.SUALAbTDAiSDI
• OCi t>OMTÚLK.Uft I fNSKU •
1 uummi - tw mss
1 HANS MARTIN:
DV
5*.
SOFFlA
BENINGA
ar? Jú, t'l þess að kynnast nýjum straumum í málaralistinni,
sagðir þú. En hefi-óg nokkurn tíma hitt listbræður mína hér?
— Það getur enn orðið, sagði hún.
— Já, ég þakka, en ég mundi aðeins gera mig hlægilegan í
sugum beirra.
— Jæja, hafðu ,|)að eins og þú vilt, sagði hún þreytulega.
En fceldur bú, að lii' þitt hefði orðið öðruvísi ef Andrée hefði
lifað?
— Æsing hans hjaðnaði og röddin varð rólegri. — Já,
Soffía, allt öðruyísi. Láfið hefði orðið einfaldara, kannske fá-
tækara en þó hæft betur málaralistinni, verið á æðrá sviði.
Það varð hljóft úm stund. Ein spurning var Soffíu efst í
huga. Á ég nú að segja honum, hvernig ég hefi verið, segja
honum frá því er ég fór á eftir honum til Parísar, segja
honum frá bréfinu og iðrun minni? Svo hristi hún höfuðið.
Það var of seint. 'Á síðustu vikum hafði hin veika brú, sem
milli þeirra hafði vé’rið, hrunið.
— Þá væri líklega bezt, að ég stæði ekki lengur í vegi fyrir
þér, sagöi hún og lagöi áherzlu á hvert orð. — En það er Marí
anna...
— Já, og þessi náungi í símanum. Að mínu leyti er ekki
urn neina aðra að ræða. Ég fór til Rómar og heimsótti vin
minn myndhöggvarann Tito Torati og dvaldi hjá honum
hálfan mánuð. Hann áleit, að ég ætti að fara aftur heim til
þín og Maríönnu. Bernard þagnaði andartak en færðist svo
í aukana. — En þaö er ómögulegt. Við verðum að skilja. Ég
verð að yfirgefa þetta allt saman, allt sem ég elskaði, þig og
Maríönnu. Ég heíi elskað þig svo heitt, en nú vil ég ekkert
framar, ekkert.
Hann virtist örmagna.
— Þú ert varla með réttu ráði, sagði Soffía. — Þú ert í
uppnámi eins og þsgar þú fórst í geðsjúkrahúsið.
— Auðvitað er ég það. Hélztu, að ég gæti yfirgefið allt og
kastað frá mér öllú, sem ég ann, án þess að á mér sæist. Ég
er búinn að brjóta heilann um þetta mánuðum saman, en nú
er mér ljóst, að ég verð að varpa öllu frá mér.
— Hvers vegna? Henni fannst það sjúklegur veikleiki að
gefast þannig upp.
— Vegna þess að ég get ekki látið mér nægja helftina, ég
verð aö fá allt eöa ekkert. Drottinn minn dýri. í Brussel kom
ég inn í eitthvert málverkasafn með nútímalist, og þar sá ég
sjálfan mig hanga meðal fúskaranna. Það var hræðilegt, ég
fann á samri stundu, að ég var einskis virði. Þess vegna er
öllu lokið, og við skulum ekki vera með neina viðkvæmni,
engar kveðjur, ég kveð ekki einu sinni Mariönnu. Ég fer,
vertu sæl Soffía, og líði þér vel.
Soffia fól andlitið i höndum sér. Hún heyrði hurðina falla
að stöfum, og myrkrið laukst um hana.
Læknirinn sat við rúm hennar, þegar hún kom til meðvit-
undar aftur. Hún heyrði Maríönnu gráta og sefandi rödd
Mörthu.
— Hann er farinn, læknir, hvíslaði Soffía.
— Mér skildist það á vinnukonunni, frú.
— Og í þetta sinn kemur hann ekki aftur.
— Einn taugasjúklingur er líka meira en nóg á sama heim-
ili, frú. Nú þurfið þér á öllum kröftum yðar að halda til þess
að hjálpa litlu dóttur yðar. Þetta var mikið áfall fyrir hana,
er hún fann yður liggjandi á gólfinu. Líður yður nú ekki
betur?
Hún kinkaði máttfarin kolli.
í andvökunni næstu nótt hugsaði hún um bernsku sína.
Þjónustufólkið hafði trúað því, að í sumum kimum hússins
byggju illir andar. Henni fannst einnig nú, sem illir andar
liefðu búið í þessu húsi síðustu vikurnar, haldið til í herbergi
Bernards. Nú virtust þeir reknir burt, og það var þeim báðum
léttir.
Soffía lá nokkra daga í rúminu og reyndi að hvílast. Martha
sá alveg um húshaldið, og Maríanna lék sér oft við rúmstokk
hennar. Soffía drakk oft te, en þess á milli lá hún sem í móki,
og það var sem ekkert snerti hug hennar til eftirtektar eða
áhuga.
Svo fékk hún bréf frá málafærslumanni í Haag. ÁhugjL
hennar vaknaði og hún svaraði spurningum hans. Hún skrif-
aði móður sinni og sagði henni, hvað skeð hefði, bað hana
að koma, og síðan fór hún að svipast um eftir annarri og
hentugri íbúð .
Frú Willings kom og sinnti Maríönnu meðan ’Söffía leit
eftir að búið væri um húsgögn, listmuni og málverk til
geymslu.. Svo kom röðin að málverkinu áf henni -1 rauða
samkvæmiskjólnuttf. Hún benti mönnunum að taka pað, en
sneri sér undan o| gat ekki tára bundizt. Hún vildi láta þá
mynd fara til Bernards, því að hún vildi að hann minntist
hennar eins og hún var á þeirri mynd. Hún flýtti sér inn í
herbergið og grét sáran. Litlu síðar skrifaði hún þó rólegri
hendi heimilisfang það, sem lögfræðingurinn hafði sagt
henni að senda muni Bernards til.
— Var annar karlmaður í spilinu? spurði frú Willings
einn daginn.
— Nei, en það hefði vel getað farið svo, og það hefði
Bernard líka átt skilið, sagði Soffía.
— Þaö getur enn breytzt, sagði móðirin. Henni var lítt