Tíminn - 26.02.1956, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.02.1956, Blaðsíða 5
l’ÍMINN, sunnudaginn 26. febrúar 1956. '—ri-——, ! . . ■ ' Steindór Hjaltalín: Orðið er frjálst Aurarnir og railljónirnar ViS sjávarsíðuna er vandvirkni, hirSesemi og hagsýni í vinnn- brögðum bókstaílega gulls ígildi Það má ætla að bátagjaldeyris- kerfið og framieiðslusjóður muni í ár millífæra frá almenningl til fiskveiða og til vinnslu afla báta- fletans um 160 millj. króna. Hér er miðað við sama afiamagn og var s. I. ár. Þessi millifærsla eða end- urgreiðsla nemur 90 aurum á livert kíió af fiski er bátarnir veiða. Mönnum verður á að spyrja: Hvernig má þetta vera? Er það vegna aflaþrests eða slæmrar af- urðasölu? Nei, því er ekki um i kennt. Aflamagn bátanna hefir auk izt undanfarin ár og aldrei verið meira en s. 1. ár. Sala afurðanna hefir gengið all vel. En hvað er það þá, er veldur þessum gífur- lega haliarekstri? Því er slegið föstu, að orsökina sé að finna í hinni miklu vinnu og háu vinnu- launum. Hin mikla og dýra vinna sé að sliga útgerðina og fisk- vinnsluna. Ég efa ekki, að hér sé að nokkru leyti rétt með farið. En það er fleira sem steðjar að og veldur erfiðleikum. 10 aurar og 40 milljónir. Þegar vinna er orðin mikil og dýr þá er brýn nauðsyn að unnið sé með hagsýni og fullkominni tækni og vélaaflið sé alls staðar notað þar sem hægt er að koma því við. En hér vantar mikið á að svo sé gert. Fiskvinnslan fer á allt of mörgum stöðum fram á ófullkominn hátt, og gerir þar af leiðandi alla vinnu dýra, rýrnun of mikla og gæði framleiðslunnar ekki eitls miklá og hún gæti verið. Til að sýna fram á hversu mikil nauðsyn það er að gæta fyllstu liagsýni við vinnslu alls afla sjáv- arútvegsins má benda á, að 10 aura minni framleiðslukostnaður á liyert fiskkíló bætir hag heild- arinnar um 40 milljónir króna. Með þeirri vandvirkni, hirðusemi og bættri aðstöðu, er myndi hafa í för með sér minni rýrnun og betri gæði þ. e. að meir af fram- leiðslunni færi í verðmeiri vöru- flokka, má án efa vinna aðra 10 aura pr. fiskkíió eða aðrar 40 milljónir. Því til styrktar, að þessi ályktun xnín um 80 millj. betri afkomu hafi við stoðir ,að styðjast vil ég benda á eftirfarandi. Misbrestur kostar milljónir. Óskar Jónsson, formaður Sam- lags skreiðarframleiðenda, segir í skýrslu, er hann flutti á síðasta aðalfundi samlagsins: „Við getum ekki ráðið við íslenzkt tíðarfar, en við ættum að geta ráðið við það að. bæta meðferð og verkun vörunnax; frá því að sá guli kemur í sjólokin við skipshliðina, þar til hann er kominn í geymsluhús hins erlenda kaupanda. Ég skal nefna nokkra galla, sem við getum bætt um: Við verðum að hætta að rista fram úr kviðnum,, (láta fiskinn hanga saman á lífoddunum) hætta að stinga í búk fisksins, bæði út á sjónum og eins í aðgerðarhús- inu, við verðum að bæta um af- liausunina, henni er nú mjög mik- ið ábótavant, varast að endar fisks- ins verði bognir í hei-zlunni á rán- um. Sundmaginn verður að vera ljós og hreinn. Ekki skera aftur í gotraufina, ef fiskurinn er að öðruleyti heilbrigður. Allt eru þetta gallar, sem hægt er að laga, ef vilji er fyrir hendi, bæði hjá fiskimönnum og þeim er verka fiskinn. Misbrestur í þessu getur skaðað þjóðina um milljónir króna, því verðmunur er mikill á I. og II. flokki og hvað þá heldur á III. flokki Afríku-skreiðinni. Við verðum að bæta nokkuð hér um. Og við getum það, ef þeir aðilar, er ég nefndi áðan, sameinast um #að“- .íuiin-An mrl.s*"3 •k«tU««:««3Ímw«.»»85ö:x'á ;*?; n Mál og Menning Ritstj. dr. Halldór Halldórsson. Mikið fer í súginn. Óskar tekur dæmi um tvo skreið arframleiðendur er hann nefnir A og B. Báðir vinna skreið úr 2000 lestum. A vinnur á hagkvæman hátt og við góð framleiðsluskilyrði, en B vinnur á óhagkvæman hátt og hefir léleg húsakynni. A sýnir betri afkomu en B, er nemur kr. 282.500.00. Óskar bætir við: „En því miður munu flestir skreiðar- framleiðendur teljast í B-flokki“. Og enn segir Óskar: „Skreið er mannamatur og allar okkar að- gerðir með skreiöina verða við það að miðast, en ekki hitt. að hún sé nógu góð í svertingjana, þeir eru rncnn eins og við.“ Finnbogi Guðmundsson, útgm., skrifar í Morgunblaðið 4. des. 1955. Þar segir hann: „Tugir, ef ekki hundruð milljóna, fara í súginn, vegna þess að fiskvinnslustöðvarn- ar eru ófullkomnar vegna fátæktar útvegsins. Framleiðsla saltfisksins og skreiðarinnar fer að mestu leyti fram í gömlu skúradrasli, og verð- ur framleiðslan miklum mun erfið ari og kostnaðai-samari en þyrfti að vera, ef viðunandi húsakostur væri. Einnig verður framleiðslan mun lakari að gæðum af þessum ástæðum. Skortur á viðunandi húsum fyrir verkaða skreið hefir valdið fi-amleiðendum tugum millj. króna tjóni á ári, vegna lélegri gæða og aukins vinnukostnaðar." Svo mörg eru þessi orð. Óskar og Finnbogi hafa báðir starfað við útgerð, íiskverkun og fiskvinnslu í fjölda möi-g ár. Þeir þekkja því þessi mál til hlítar. Snúið undan sjó og vindi. Af því er að framan hefir verið sagt, má marka að ástandið í þess- um aðalatvinnuvegi okkar er allt annað en gott. Þær ráðstafanir, er gerðar hafa verið, eru ekki til frambúðar. Bátagjaldeyriskerfið er búið að vera í nokkur ár og hefði þjóðin sennilega sætt sig við það, ef meira hefði ekki verið að gert. Við hækkun bátagjaldeyrisins á s. 1. hausti og við ‘stofnun Fram- leiðslusjóðs hefir óánægjá manna aukizt, úlfúð og tortryggni rnynd- ast. Verbólgan heldur áfram. Út- gerðar- og framleiðslukostnaður munu aukast. Hér er snúið und- an sjó og vindi og lensað. Menn eru þannig gerðir, að þeg- ar þeir eru búnir að fá greiðslu fyrir vinnu sína, þá teljá þeir sig hafa unnið fyrir henni og eiga hana með réttu. Þess vegna fá þeir ekki skilið og eiga erfitt með að sætta sig við að komið sé til þeirra og sagt: „Heyx-ðu góði, þér var greitt of mikið, nú verður þú að endurgreiða hlut af því.“ Ef við værum líkir Frökkum, þá væri hér koxninn nýr og fjöl- mennur stjórnmálaflokkur. Gera verður lágmarkskröfur. Það vei'ður að taka fyrir það, að menn er litla eða jafnvel enga þekkingu og reynslu hafa í fisk- verkun og fiskvinnslu, slæma að- stöðu og lítil húsakynni, geti um- svifalaust farið út í þennan at- vinnuveg og gerst fiskkaupendur og fiskframleiðendur. Reksturinn verður þeim um megn, óumflýjanlegur hallarekst- ur. Þeir eru þungir á vogarskál- inni þegar sýna á og sanna með reikningum og skýrslum taprekst- ur sjávarútvegsins. Enginn fær að salta síld til út- flutnings, nema að hann áður hafi fengið til þess leyfi Síldarútvegs- nefndar. Það leyfi er því aðeins veitt, að viðkomandi hafi uppfyllt ýms ákveðin skilyrði. Samvinnuskipulag bezta úrræðið. Slíkt hið sama verður að komast á við fiskframleiðsluna. Hið slæma ástand er víða ríkir við fiskfram- leiðsluna í landi, rýrir afkomu útgerðarinnar. Báta- og skipaeig- endur verða því sjálfir að láta þessi mál meira til sín taka. Þeir verða sjálfs sins vegna að mynda öflug samtök og í samvinnu að nýta og vinna úr eigin afla. Á | þann hátt geta þeir bezt treyst og styrkt sjávarútveginn. — Sigtryggur Klemenzson ráðu- j aldirnar. Næst rekst ég á það hjá neytisstjóri spyrst fyrir um orðið haull í merkingunni „kviðslit“ A SKOTSPONUM Félag íslenzkra iðnrekenda bauð Iðnaðardeild atvinnudeildar há-! skólans nýlega styrk til að kaupa 1 tæki til geislavirkra mælinga. — Hér mun um að ræða svonefnt j Geiger-mælingatæki og skyldu menn ætla að hér væri stigið fyrsta skrefið til að fá slík tæki hingað til lands, er svo voldugir aðilar leggja saman. — Svo er þó ekki. Austfirzkur bóndi, Stefán' Baldvinsson í Stakkahlíð í Loð- mundarfirði mun hafa fengið Geiger-mæli fyrir um það bil ári. í Loðmundarfirði íinnst biksteinn og e. t. v. geymir Austurland fleiri verðmæti. — Ólíklegt er að Stefán í Stakkahlíð hafi látið Geiger-telj- ara sinn ónotaðan með öllu undan farna mánu'ði Tímaritið „Heima er bezt“ er orðið eitt vandaðasta mánaðarrit landsins með ýmsum nýjungum í prentun og umbroti. Steindór Stein dórsson er ritstjóri, en maðurinn, sem mun hafa séð um hinn tækni- lega búning ritsins, er Geir S. Björnsson, prentsmiðjustjóri á Ak- ureyri, er hefir numið prentlist í Rochester í New York. Þjóðvarnarflokkur íslands fékk nýlega húsnæði fyrir blað sitt og fundarstarfsemi á bezta stað í höf- uðstaðnum. — Eigandi húss og lóðar á þessum eftirsótta stað er Þorsteinn Þorsteinsson, fyrrv. þing maður Sjálfstæðisflokksins. . . . . Á síðastliðnu ári komu til landsins um 9000 erlendir ferða- menn. Flestir þeirra koinu og fóru með íslenzkum farartækjum........ Greiddu íslendingum um 15 millj. kr. í erlendum gjaldeyri, ef miðað er við eyðslu ferðamanna í öðrum löndum. Hann kveðst hafa íækizt á það og nokkrar samsetningar af því, er hann las Nýyrði III nú fyrir skemmstu. Orðið haull er ekki nýyrði, þótt það sé í nýyrðasafninu. Það var þangað sett til þess að benda á tilveru þess, með því að þetta orð hefir nú á síðari öldum átt í vök að verjast fyrir orðinu kviðslit, sem er yngra og hefir á sínum tíma verið nýgervingur. Orðið haull er miklu þægilegra í sam- setningum en kviðslit, og er ein- sýnt að reyna að endurlífga það. Orðabókarnefnd er ekki ein um að vilja halda fram orðinu haull. Landlæknir hefir á undan henni tekið upp samsetningar af þessu orði, m. a. í Mannslátabók II, bls. 67—68. Fylgir hann þar eldri for- dæmum, eins og brátt verður sýnt. Og sama máli gegnir um Guð- mund Hannesson, sbr. ísl. læknis- fræðiheiti, bls. 48. Orðið haull heyrir vafalaust til upprunalegum orðaforða íslenzkr- ar tungu. Það hefir verið sameig- inlegt germönskum málum. Það var á engilsaxnesku héala og forn- háþýzku hóla. Skyld orð sömu merkingar koma fyrir í öðrum indógermönskum málum, þótt hér verði ekki rakin. Ekki þekki ég Hallgrími Péturssyni. Hann kveð- ur svo: Eins er gangur aula og þeir vægi haula, stafkarlarnir staula, stundum fram í þaula, griðlcur róa og raula, roðgúl harðan maula, griðungarnir gaula, gamalkýrnar baula. H. P. Sálmar og kv. II, bls. 436. Sveinn Pálsson birti eftir sig rit- gerð, er hann nefndi Registr yfir íslenzk sjúkdómanöfn í Lærdónxs- listafélagsritunum, og hefst rit- gerðin í 9. bindi þeirra (bls. 177). Þar segir svo um orðið haull: Haull (Hernia) heitir, þegar ein- hver af pörtum þeim, er liggja svo að segja lausir innan í einhverju holi líkamans, til dæmis þarmarn- ir, falla út í gegnum ina innstu himnu í hið næsta hol eður lengra, ganga þó ei út úr skinninu, mynda heldur ýmsar kúlur, er sjást og finnast utan á. Þegar haull tilfell- ur í og um kring lífið, kallast kviðslit og þarmahlaup. Séra Odd- ur telur garnahaull, vambarhaull, vatnshaull, naflahaull og holdvaxt- arhaull. (L.F.R. IX, 218—219), Tilvitnunin til séra Odds færir þessi samsettu orð nokkuð aftur í tímann, því að vafalaust er hér átt við séra Odd Oddsson á Reynivöll- neitt íslenzkt orð samróta orðinu j um, sem talinn er fædduFum 1565 haull, og ekki getur dr. Alexander I og dó 1649. Hann samdi lækninga- Jóhannesson slíkra í hinni miklu oi'ðrótabók sinni (Islandisches Etymologisches Wörterbuch, bls. 178). Um sögu orðsins í íslenzku er þetta helzt að segja: Það kemur fyrir í fornritum, m. a. í Jónssögu hinni elztu í Biskupasögum. Þar er þessi frásögn: Sá var einn maðr, er þat mein hafði, er slitnaðr var á honum kviðrinn, ok voru signir niðr á honum smáþarmarnir, ok hafði hann haul. Eptir þat tekr hann stein einn úr leiði Jóns biskups ok batt við kvið sér, þar er sakaðr var. En um morguninn eptir, þá var hann heill maðr, svá sem hann var borinn frá móður kviði, lof- andi guð ok hinn heilaga Jón biskup. Bs. I, 208. Orðið haull kernur einnig fyrir bók, sem til er í handriti, og vitn- ar Sveinn oft til hennar. Oddur hafði numið lækningar af enskum lækni, sbr. ísl. æviskrár IV, 17. Séra Björn í Sauðlauksdal hefir oi’ðið haull í orðabók sinni og auk þess þessar samsetningar: pung- haull, vindhaull, naflahaull (B.H. I, 337). Mörg fleiri dæmi eru kunn frá 18. öld um orðið haull, en ég læt þetta nægja. Oi'ðið kviðslit er, eins og áður er sagt, nxiklu yngra í mál- inu en haull. Elzta dæmi, mér kunnugt.er úr ritgerð Sveins Páls- sonar, þeirri er áður var til vitnað. Það kann þó að vera allmiklu eldra. í fyrr greindri tilvitnun til Jónssögu stendur „slitnaðr var á honum kviðrinn“. Er eðlilegt að nxynda orðið kviðslit úr slíkum í gamalli dæmisögu, er nefnist Af ; orðasamböndum. Auk þess kemur versificatori, er gjörðist portari í orðið kviðslitinn fyrir í Guðbrands Islenzkum ævintýrum (I, 174), út- gefnum af Hugo Gering. Orðið haull hefir síðan lifað af Lyfjafræðingur svarar fyrir sig. Hér á dögunum birtist í bað- stofunni bréf frá sjúklingi, sem kvartaöi yfir aukagjaldi í lyfja- búðum er afgreiddu lyfseðla að næturlagi. Nú hefir lyfjafræðing- ur svarað fyrir sig, og fór eins og mig grunaði, að hvort tveggja er til, paragraf er leyfir gjaldið, og réttlæting fyrir því. En hér fer á eftir bréf lyfjafræðingsins: Til að draga úr misnotkun. „.... Aukagjald þetta er langt frá því að vera nýtt (nýr skatt- ur, eins og það var orðað), því það munu nú vera um 20 ár síð- an það var löggilt af heilbrigðis- málaráðuneytinu. í fljótu bragði virðist bréfritari yðar eiga þeirri góðu heilsu að fagna að hafa ekki á þessu tímabili þurft að leita eftir afgreiðslu lyfja að næt urlagi. Skýringin gæti líka verið sú, að eigi.er venja, né heldur heimilt, að taka slíkt aukagjald, ef læknirinn álítur nauðsynlegt, að lyfseðillinn sé afgreiddur að næturlagi, enda merkir hann þá Iyfseðilinn á sérstakan hátt. Gjald þetta er ákveðið til að draga úr misnotkun þessarar nauðsynlegu þjónustu. Nú má vera, að bréf- ritax'anum hafi verið á því nauð- syn að fá sitt lyf að nóttu til, en lækninum hefir þá láðst að geta þess og aukagjaldið því inn- heimt. Sumir læknar gæta hins vegar svo vel þessara fyrirmæla, að allmargir lyfseðlar, er frá þeim koma á daginn eru merktir til að afgreiðast á nóttunni, og er hvorugt gott.“ Enginn fjárafli. „ÞAÐ ER fráleitt, að hér sé um fjáröfluxiaraðferð að ræða fyrir styrktarsjóð lyfjafræðinga. Upphæðin hefir farið mjög lækk atidi frá því fyrsta, miðað við verðlag, og á ekkert skylt við næturvinnutaxta flestra stétta. Hér er miklu frekar um nokkurs konar sekt að ræða á þá, sem misnota þjónustu þessa, og rík- isstjórnin féllst á, fyrir um 20 árum, að eðlilegast væri, að þetta gjald rynni í styrktarsjóð þeirra, sem þjónustuna inna af líendi. Lyfjafræðingar óska sem sé eflir því, að alls konar kvabb að næturlagi um hluti, sem fólki er innan handar að afla sér að degi til, sé sem allra minnst. Það myndu þeir varla gera, ef þeir litu á þetta gjald sem tekju- stofn. Um tugþúsunda ágóða af þessu er sem betur fer ekki að ræða, því að sú þjónusta, er mestu varðai', þ. e. lyf vegna skyndilegra veikinda eða slysa að næturlagi, svo og barnsfæðinga, er veitt með ánægju svo fljótt sem auðið er og án nokkurrar aukagreiðslu þegar kvöld- eða næturlæknir telur hennar þörf.“ Blátt snuð í staðinn fyrir bleikt. „í FRAMHALDI af þessum skýringum handa baðstofunni væi’i ekki úr vegi að benda fólki á, að apótekum er óheimilt, eftir lokunartíma venjulegra sölubúða, svo og á helgidögum, að selja annan varning en þann, sem þau ein hafa rétt til að selja, þ. e. biblíu (3. Mós. 21, 20). Þættinum hefir borizt svo lát- andi bréf: Svili og svilkona. Þessi orð munu ekki finnast í fornritum okkar. Hvenær koma þau inn í málið og hvers vegna? Forvitinn. Hér gætii' nokkurs misskilnings. Orðið svili heyrir áreiðanlega, eins og orðið haull, til upprunalegum orðaforða málsins. Það kemur að vísu ekki fyrir í fornsögunum, en i'm það er þó til gömul heimild. Það kemur fyrir í Ormsbókarhand- riti Snorra Eddu (sbr. Sn. E. II, Kbh. 1852, bls. 497). Orðið er leitt af fornafnarót, sem fram kémur 'í sig, sinn, sveinn, Svíar og fleiri orðum. Orðið svilkona er hins veg- ar að öllum líkindum ungt í mál- inu og myndað af svili á sama hátt og mágkona af xnágur. Orðið svil- kona er tilgreint í Blöndalsbók. Við athugun á orðaskrá Blöndals- bókar, sem er geymd í híbýlum Oi-ðabókar Háskólans, kemur í ljós, að Blöndal hefir orðið úr þýðingu Sveinbjarnar EgilSsonar á Illíónskviðu Hómers. Þar stendur svo: Hvert gekk hin hvítarmaða Andrómakka úr herbergi sínu? Gekk hún til mágkvenna sinna eða til hinna fagurmöttluðu svil- kvenna sinna eða til Aþenuhofs, þar sem aðrar fagurlokkaðar Trjóukonur blíðka hina óttalegu, hárfögru gyðju? Rit Sv. E. I, 152 (Rvk. 1855). Mér þykir ekki ósennilegt, að Sveinbjörn hafi búið orðið til, vegna þess að hann hefir skort orð til að þýða grískt orð. Ég veit, lyfjavörur. Þó munu hjúkrunar- gögn að sjálfsögðu afgreidd á | að í grísku og latínu eru til orð, lielgidögum og að kvöldlagi. Sunnudags- og kvöldvaktir apó- teka eru ekki til að selja raf- geymissýru, ekki til að selja benzóesúrt natrón í berjamauk, i ií.í-.i (Framhald á 8. síðu.) <?. isd .Gli il j ;( . ■■■ X ■■ ■ ■■ ■ sem tákna þessa tegund mægða. En auðvitað hefir orðið rutt sér til rúms, vegna þess að það fyllti autt skarð í tungu vorri. .. • H. H. J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.