Tíminn - 26.02.1956, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.02.1956, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, sunnudaginn 26. febrúar 1956. Mynd þessi var tskin í veglegu hófi, er Halldóri Kiljan s_axness var haldió í Þjóðleikhússkjaliaranum síðast liðið mánudagskvöld. Guðlaugur Rósinkranz, þjóðieikh jsstjóri setti hóxið og stjórnaði þvi, en ávörp vluttu Bjarni Benediktsson, mennt3málaráðherra, Jón Leifs tónskáld, formaður Bandaiags íslenzkra listamanna, Helgi Hjörvar rifhöfundur, formaður Rithöfundafélags íslands, Ragnar Jónsson, forstjóri, og Jakob Benedikts- ion magister. Strengjakvartett lék og Rögnvaidur Sigurjónsson lék á píanó. Á myndinni sjást talið írá vinstri: Bjarni Benediktsson, frú Ajður, Halidór Kiijan og Guðlaugur Rósinkranz. Fálkaorðunoi stolið frá Fétri Um kl. 10 í fyrrakvöld, er Pétur ‘iloffman var að loka gull- og silf- jrmunasýningu sinni í Listamanna skálanum, voru tveir 12 ára dreng- ir inni og auk þess tvenn ung hjón. Lykill var í skrá sýningarkassa aess, er fálkaorðan var geymd í. Pétur fylgdi hjónunum til dyra og sneri þá baki að drengjunum, en litlu síðar yfirgáfu þeir salinn. í pví komu tvær ungar stúlkur, sem vildu sjá sýninguna, og hleypti Pétur þeim inn og að kassanum, sem geymdi fálkaorðuna. Sá hann þegar, að hún var horf- ,n og hljóp hann því á eftir drengj jnurn og bar á þá. að hafa tekið orðuna. Neituðu þeir því og sögðu honum að leita á sér. Kallaði Pét- ur þá til dyravarðar og sagði hon- um að hringja í lögregluna, en sagði um leið við drengina. „Ef þið skilið mér orðunni, skal ég ekki láta pólitíið taka ykkur“. Fór þá annar drengurinn að skæla og kvaðst hafa tekið hana, og hún væri á grasblettinum fyrir utan skálann. Sagði Pétur þá við dreng- ina, að hann skyldi ekki láta lög regluna vita um þetta, en þeir yrðu þá að lofa sér því, að vera heiðarlegir héðan í frá, og játuðu þeir því. út í hátíðahúningi í mmniiigd iím veitingu UM ÞESSA RMUNDIR kemur út fjórða útgáfa af Aiþýðubókinni efttir Halldór Kiljan Laxness, og er þessi útgáfa gerð í minningu um Nóbelsverðlaunaveitinguna Laxness til handa og til hennar vandað í samræmi við það. Útgefandi er Mál og menning. Norræn úlvarps- skákkeppni Kaupmannahöfn í gær: í hrað- skákkeppni þriggja Norðurlanda, sem fram fer gegnum útvarp, urðu þau úrslit í gær, að þeir Krogdahl í Osló og Stahlberg í Stokkhólmi gerðu jafntefli. Fjöldi manna fylgdist með skákinni, því að leikj- unum var jafnharðan útvarpað um margar stöðvar. Skákin stóð í 35 mínútur og varð spennandi, þótt jafntefli yrði að lokum. En þar með er útvarps-meistarakeppnin enn óútkljáð og tefla sömu menn úrslitaskákina 5. marz. — Aðils. Reksfur véSfcáta (Framhald af 1. síðu.) stærri skip. í vetur hafa Patreks- fjarðarbátarnir aflað ágætlega, eins og áður er sagt. Lætur nærri að meðalafli í róðri frá því um áramót, sé um 9 lestir á bát . Bátarnir róa ýmist beint út af Patreksfirði, eða suður á Breiða- fjörð. Yfirleitt er nokkuð langt sótt en afli oftast jafn og góður, þegar vel viðrar. Það rekstrarfyrirkomulag, sem hér um ræðir mun vera svipað því sem átt hefir sér stað við Lófót langa tíð og gefizt vel. Það hefir líka sýnt sig, að þetta gefst vel hér og lækkar úthaláákestnaðinn verulega. Jón Helgason, prófessor í Kaup mannahöfn, ritar allýtarlegan for- mála. Margar myndir eru í út- gáfunni prentaðar á sérstakan myndapappír. Eru þær flestar af skádinu frá ýmsum æviskeiðum þess, og síðast nokkrar myndir frá Nóbelshátíðinni í Stokkhólmi. Þá birtast þarna formálar þeir, sem Kiljan reit að fyrri útgáfum Al- þýðubókarinnar. Útgáfa þessi er aðeins ætluð félögum Máls og menningar og ekki seldar á bóka markaðinum. Alþýðubókin hefir allmikla sérstöðu meðal rita Kilj- ans og markaði á sínum tíma mót á rithöfundarbraut hans. „Burt með lénsskipu- lagið í Sódan Kartún, 25. febr. — Tveir lög- regluforingjar og allmargir lög- regluþjónar voru handteknir í þorpinu Kosti í Súdan í dag. Eru þeir ákærðir fyrir að bera að veru legu leyti ábyrgð á dauða 192 land búnaðarverkamanna, sem teknir voru höndum um seinustu helgi og látnir allir í eitt herbergi, þar sem flestir þeirra fundust dauðir að morgni. Höfðu þeir kafnað eða látizt af þorsta og vanlíðan. Verka menn fóru kröfugöngur um götur í Kosti og höfuðborginni í dag. Lét lögreglan þá óáreitta. Báru verkamenn spjöld, sem á var rit- að :Burt með lejisskipulag mið- aldanna- BúnaSarþing (Framhald af 1. síðu.) skattanefnda, sem miða að sam- ræmingu innan hvers sveitar- félags. Færa niður verð fasteigna. Ennfremur, að haldði verði á- fram þeirri reglu, að færa niður verð húseigna í sveitum líkt og gert var við fasteignamatið 1942. Þegar þessar og fleiri athuganir hafa verið teknar til greina af landsnefnd, verði mötin send heim i viðkomandi sveitir til athugunar á ný. Bústofnsláiiadeild. Þá samþykkti þingið, að skora á ríkisstjórn og alþingi að veita veð- deild Búnaðarbankans framlag eða hagkvæmt lán að upphæð 8 millj. kr. á ári í næstu 10 ár. Verði fé þessu varið til bústofnslána að verulegu leyti. tfualtjAið í 7wanum Róið hvem dag í þrjár vikur í Grindavík - jafn afli cg mikiil hhiti ýsa Frá fréttaritara Tímans í Grindavík. Mikið á þriðju viku hefir ekki fallið úr einn einasti róðra- dagur í Grindavík, en þar er einnig róið á sunnudögum. Að undanförnu hefir verið ágæt veðrátta og afli er sæmilegur hjá þeini 19 bátum, sem byrjaðir eru róðra. Vertíðarsvipur er nú mikill kom- ir.n á kauptúnið, enda margt að- komufólk á vertíðinni, ýmist við róðra á bátunum eða fiskvinnu í landi. Mun láta nærri að um þriðj- ungur íbúanna um þessar mundir sé fólk, sem þar er aðeins tima- bundið við vertíðarstörf. Aiiir sex aökomubátarnir eru skipaðir áhöfnum, sem með þeim komu í verið, bæði til landvinnu og sjósóknar. Fylgja þannig hverj- um bát 10—12 vertíðarmenn. Auk þess er um helmingur áhafna Grindavíkurbátanna aðkomumenn. Að undanförnu hafa bátarnir afl- Öldruð kona lærbrotnar Um fimm leytið á fimmtudag- inn varð öldruð kona, Guðrún Agústa Jónsdóttir, til heimiiis að Vitastíg 8A, fyrir bíl á gatanmót- um Vitastígs og Laugavegar. Féll hún í götuna og lærbrotnaði. Tildrög slyssins voru þau, að fólksbíll ók upp Vitastíg og á gatnamótum Laugavegar beygði hann til hægri. Síðan leit bílstjór- inn til vinstri til að athuga um- ferð á Laugavegi, og sá hann eng- ann bíl, nema einn, sem ók fram- hjá. Er bílstjórinn leit til hægri aftur sá hann konu fyrir framan bílinn. Hemlaði hann þegar og stanzaði bílinn sem sagt strax, en hann var á hægri ferð. Bíllinn snerli þó konuna og féll hún á götuna. í því bar að' mann, sem aðstoðaði konuna við að rísa á fætur, og hjálpaði henni síðan upp á gangstéttina, en þar settist kon- an á tröppur verzlunarinnar. Bíl- stjórinn ók að þeim stað, og hjálp- aði maðurinn þá konunni inn í bíl- inn. Bílstjórinn spurði konuna hvort hún væri mikið meidd, en hún hélt ekki. Ók hann síðan með hana á læknavarðstofuna, og er þangað kom, kvartaði konan um verk í fæti. Bar bílstjórinn hana inn á læknavarðstofuna. — Þegar myndir voru teknar af fæti henn- ar kom í ljós að hún hafði lær- brotnað og liggur hún nú á Land- spítalanum. Guðrún er 79 ára að aldri. Það eru tilmæli rannsóknarlög- reglunnar, að maður sá, er hjálp- aði konunni, svo og aðrir sjónar- vottar, gefi sig fram við hana. Fréttir frá landsbyggöinni Smáhluinm stoliS frá fær- eyskum sjómönnum Færeyskir skipverjar á togaran- ura Úranusi tilkynntu til rann- sóknarlögreglunnar s.l. fimmtu- dag, að stoiið hefði verið frá þeim rafmagnsrakvél og fleiru smáveg- is, og fjórar töskur þeirra brotnar , . .. , . upp og aiit tætt tii í þeim. skipið Fjolmennt a leiksynmgu lá í höfninni í Reykjavík. I-Iöfðu' j Skjólbrekku Nýgræðingur sést á HératJi Egilsstöðum, 25. febr. — Hér er heldur að kólna í veðri. í morgun var þoka og rigningarsúld, en síð- degis létti til með vestlægri átt og kólnaði. Flugvél kom liingað í dag og hafði komið við á Þórs- höfn og orðið að bíða þar brott- farar vegna dimmviðris. Flutning- ar eru enn rniklir yfir heiðarnar. Veðurblíðan hefir verið svo mikil síðustu daga, að sums staðar sést nýgræðingur vera íarinn að lifna. ES. þeir engan grunaðan um þjófnað- inn. Haukur Bjarhason, rannsóknar- lögreglumaður, tók að sér rann- sókn málsins, og vi^ athugun komst hann að því, að meðal skip- verja á Úranusi var gamall kunn- ingi lögreglunnar. Fór hann heim til þessa manns, og fannst þar hlutur, sem stolið hafði verið frá Færeyingunum. Er maðurinn vissi, að lögreglan var komin á slóð hans gaf hann sig fram og skilaði rakvélinni. F'osshóli, 25. febr. — Fært er nú um allar byggðir sem á sumar- degi. í kvöld sýna Mývetningar leikinn Upp við fossa í félags- heimili sínu Skjólbrekku og mun verða fjölsótt þangað úr öðrum sveitum. Tveir bílar fara til dæm- is með fólk framan úr Bárðardal. Dorgarveiði er nú stunduð á Mý- vatni og aflast sæmilega. Menn fara líka á dorg á önnur vötn hér á heiðunum, t. d. Kálfborgarár- vatn, og er hægt að aka þangað á jeppa Stykkishólmsbátar afla sæmilega Stykkishólmi, 25. febr. — Hér er róið dag hvern og er afli sæmileg- ur, - 5—12 lestir í róðri. Róið er ýmist út að nesi eða út fyrir nes. KG. Bændafundur í Hornafir (Ji Hornafirði, 25. febr. — í dag hófst hér í Höfn áriegur bænda- fundur, sem hér er haldinn iil þess að ræða mál héraðsins. Er hann allfjölsóttur, og komu nokkr ir bændur flugleiðis frá Öræfum á fundinn í gær. AA. Er búinn aí afla500 skip- pund á vertíðinni Hornafirði, 25. febr. — Svo ntiklar gæftir hafa verið, að bát- arnir hafa getað róið 16 daga sam- fleytt, en slíkar gæftir eru óvenju legar hér. Aflahæsti báturinn, Gissur hvíti, er búinn að fá yfir 500 skippund á vertíðinni, og er það miklu betra en var á sama tíma í fyrra. í kvöld munu bátarn- ir ekki róa, því að laugardagur er, og ætla sjómenn að fá sér hvíld um helgina. AA að 6—14 lestir í róðri. Margir oft með um 10 lestir. Mikið af aflan- um er ýsa og er hún öll fryst. Þar sem frystihúsin geta ekki annað frystingu alls aflamagnsins, þegar svo margir bátar sækja sjó dag eftir dag, verður lítið annað fryst en ýsan. Þorskurinn er saltaður og hertur. EvrópuráðiíJ gengst fyrir esperantó-kennslu Menningar- og vísindanefnd Evrópuráðsins samþykkti í einu hljóði á fundi sínum í París 25. jan. s.l. að mæla með tillögu 14 fulltrúa ráðsins þess efnis, að ráð- ið gangist fyrir kennslu í esper- anto í fimm skólum í Englandi, Frakklandi, Þýzkalandi, Ítalíu og Hollandi. Verði börn á aldrinum 11—14 ára látin njóta þessarar kennslu og að ári látin sanna ráð- inu getu sína í Strassbourg. Verði tilraun þessi þáttur í leit að við- unandi lausn á þeim vanda ,sem málaglundroðinn í Evrópu hefir í för með sér. Laxness og esperanto. „Norda Prismo“, seperantotíma- rit um bókmenntir og listir, sem gefið er út í Svíþjóð, birtir sögu Halldórs Kiljans Laxness „Lilju“ í desemberhefti 1955. Þýðandi er Baldur Ragnarsson, stud. mag. Áf engissalan ti! Akureyrar 1955 Sent frá Reykjavík gegn póst- kröfu kr. 1.607.120,00 og frá Siglu firði kr. 1.305.674,oo eða samtals fyrir krónur 2.912.794,00. Er þetta dálítið hærri upphæð en fyrra ár héraðsbannsins, en þá var áfengissala hingað samkvæmt reikningum Áfengisútsölunnar kr. 2.278.662,oo. Mun það stafa af hækkuðu verði og því, að margir hér hafi átt einhverjar vínbirgðir, er vínverzluninni var lokað 9. janú ar 1954. En til samanburðar má geta þess, að árið fyrir héraðs- bannið, 1953, seldi Áfengisverzlun ríkisins áfengi á Akureyri fyrir 7.069.204,oo krónur, en í þeirri upphæð fellst einnig það, sem selt var út úr bænum. (Áfengisvarnarnefnd Akureyrar). Tímarii Ægir rit Fiskifélags íslands, 3. hefti 49. árg. hefst á greininni útgerð og aflabrögð, þá ritar Sigurður Péturs- son um Hitun eða geislun til geril- sneyðingar, síðan erlendar fréttir, og loks skrá yfir útfluttar sjávaraf- urðir frá 31. des. 1954 til 31. des 1955. Heimilisblaðið Haukur febrúarhefti 1956 er að vanda fjöl- breytt að efni. í því er grein um Margréti Danadrottningu, smásaga eftir Guðjón Sigurðsson, sem nefn- ist Hún hafði ekki gleymt, Hjúskap arskrifstofan, smásaga eftir H. S. Back, Listamannaþáttur Hauks um Erun Sigurleifsdóttur leikkonu, Skotta skipstjórans, myndasaga. Eg barðist gegn aldrinum, sönn smá- saga, Gaman og alvara, krossgáta, framhaldssaga og ýmislegt fleira. .......................... FRÍMERKI \ Notuð íslenzk frímerki I l kaupi ég hærra verði en | e aðrir. William F. Pálsson í Halldórsstaðir, Laxárdal, S.-Þlng. 5 ItMIHlllllUlltlllIIIIIIIllllinllllllllllllllll-UUIIIIMllUllJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.