Tíminn - 02.03.1956, Blaðsíða 11

Tíminn - 02.03.1956, Blaðsíða 11
TIMINN, föstudaginn 2. marz 1956. 11 Minnisvert úr dagskrá. Á mánudagskvöldið flutti Andrés Kristjánsson fréttastjóri ágætt er- indi „um daginn og veginn". Ræða lians var í samræmi við nafn þessa þáttar í útvaroinu, en á því er stund um misbrestur. Hann drap á mörg málefni, sem öll eru á dagskrá, í þjóðlífinu í dag, tíðarfar og gróð- ur á góu, ferða- lög og náttúru- verndun, handrit- in og þókaútgáfu samtímans, hrein- læti og veitinga- Hákon liús, list og sögu Guðmundsson o. fl. Andrés er á- gætur útvarpsmað ur og hefir jafnan eitthvað athygl- isvert að flytja. Hákon Guðmundsson flytur þátt sinn „Hæstaréttarmál" á miðvikudögum, og hefir honum tek- ist sérlega vel að gera það efni skemmtilegt og lærdómsríkt í senn. Útdrættir h'ans eru vel gerðir og flutningur i bezta lagi. Síðast ræddi hann björgunarmál, allflókin og söguleg, og: gerði það þannig, að menn lögðu við hlustir. „Daglegt mál“, fimm-mínútna kennslustund Eiríks Hreins — er góður þáttur. Sumir vilja að hann fái lengri tima. Væri ekki hentara að fjölga þessum þáttum? Þjóðin þolir vel fimm mínútna spjall af þessu tagi á virkum dögum a. m. k., einkum þegar þaö er í senn vel og drengilega ílutt, og fróðlegt og skemmtilegt. Hiiómlistin hefir ekki verið ákaflega skemmtileg þessa síð- ustu daga. Mozart-kvartettinn á mánudaginn er einna minnisstæð- astur. En í gærkvöldi léku þeir 4. sinfóníu Síbelíusar og þar var nokk- uð að hlusta á. Sinfóníur Síbelíusar eru ekki mikið kunnar hér á landi. Menn þurfa að hlusta oft á verk Sí- belíusar til að læra að meta þau. Útvarpið í dag: 8.00 Morgunútvarp. 9.10 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegisútvarp. 16.30 Veðurfregnir. 18.00 íslenzkukennsla; I. fl. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þýzkukennsla; II. fl. 18.55 Framburðarkennsla í frönsku. 19.10 Þinðfréttir. — Tónleikar. 19.40 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.20 Daglegt mál (Eiríkur Hreinn Finnbogason kand. mag.). 20.25 Brúðkaup í íslenzkum bók- menntum og sögu: Samfelld dagskrá flutt að tilhlutan „Mímis", félags stúdenta í ís- lenzkum fræðum við Háskóla íslands. — Hallfreður Örn Ei- ríksson og Sveinn Skorri Hösk- uldsson völdu efnið. Sungnir verða gamlir brúðkaupssálm- ar og kvæði. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmur. 22.20 „Lögin okkar“. — Högni Torfa son stjórnar þættinum. 23.15 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: 8.00 Morgunútvarp. 9.10 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 12.50 Óskalög sjúklinga. 13.50 Erindi (Bergsteinn Bergsteins- son fiskimatsstjóri). 15.30 Miðdegisútvarp. 16.30 Veðurfregnir. — Skákþáttur. 17.00 Tónleikar (plötur). 17.40 Bridgeþáttur. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Vor- menn fslands" eftir Óskar Að- alstein Guðjónsson; II. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18.55 Tónleikar (plötur): a) „Beat- rice og Benedict“, forleikur eftir Berlioz. b) Nicolai Gedda syngur óperuaríur. c) Dansar úr sjónleiknum „Nell Gwyn“ eftir Edward German. 19.40 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Tónleikar: or de Groot leikur píanólög eftir Mendelssohn. 20.45 Leikrit: „Rondó“ eftir Stein- gerði Guðmundsdóttur. — Leik stjóri: Þorsteinn Ö. Stephen- sen. >22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmur. 22.20 Danslög. (plötur). 24.00 Dagskrárlok. Útvarpið á sunnudaginn: Að loknu hádegisútvarpi flytur Þoriroii j/'h ■' „ n osson prófessor 8. af- mæliserindi út- varpsins, úr at- vinnusögu íslend- inga. Um kvöldið flytur L ú ð v í k Kristjánsson er- indi, er hann nefn ir Þjóðfundurinn og Reylcvíkingar. Þá stjórnar Jón Þórarinsson kross- gátunni, Langs og þvers, en með henni verða að venju fluttir tón- leikar og upplestrar. Þorkell Jóhannesson AukaMaupársdagur MorgunblaÖsins Þjóðvarnarliðsmálgagnið birti um daginn glósur til Tímans, vegna þess, að einn fréttamaður blaðsins átti tai við spákonu, sem boðaði hrun Þjóðvarnar og kommúnista. Sakaði málgagnið Framsóknar- flokkinn um of mikið samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. í gær koma glósur í sama stíl í Morgunblað- inu, en þá er áskökunarefnið það, að nú ætli Tíminn að biðla til kom múnista í tilefni af hlaupársdeg- inum, en í blaðinu birtist grein um aidagamlar venjur um, að kon ur megi biðja sér manns á þessum degi. Svo skemmtilega vill til, að í gær var Morgunblaðið dagsett FIMMTUDAGINN 30. FEBRÚAR á öllum 16 síðum blaðsins. Spurning- in er: Hver er tilgangurlnn með þessum aukahlaupársdegi Morgun- blaðsins — og til HVERRA ætlar Mogginn að biðla? Eða fáum við kannske að sjá það í Morgunbiaðinu í dag, að nú sé 31. febrúar og þá líklega 32. á morgun? Skipadeild S. I.S.: Hvassafell er í Reykjavík. Arnar- fell væntanlegt til New York á morgun. Jökulfell fór frá Murmansk 29. f. m. áleiðis til Hornafjarðar. Dísarlell er í Þorlákshöfn. Litlafell er í oiíuflutningum í Faxaflóa. Helga fell er í Rouen. Fer þaðan væntan- lega á morgun til Roquetas. Gaut- liiod er í Reykjavík. Skipsútgerð ríkisins: Ilekla er á Austfjörðum á norður- leið. Esja er í Reykjavík. Herðu- breið er á Austfjörðum á norður- leiö. Skjsldbreið fór frá Reykjavík til BreiðEfjarð'ar. Þyrill er væntan- lcgur tii Reykjavíkur árdegis í dag frá Norðurlandi. Skaftfellingur fór frá Iteykjavík í gær til Vestmanna- eyja. Baidur fór frá Reykjavík í gær til Búðardals og Hjallaness. H. f. Eimskipafélag ísiands: Brúarfoss er í Reykjavík. Dettifoss fór frá Rvík 26.2. til New York. Reykj avíkurto garar í gær lönduðu tveir togarar, Jón Þorláksson og Skúli Magnússon. Var sá fyrrnefndi með um það bil 150 tonn af ísvörðum fiski, en hinn , með um 150—160 tonn af saltfiski og ísvörðum fiski. Alþingi Dagskrá efrf deildar Alþingis í dag kl. 1,30 niiðdegis: 1. Skattfrelsi Nóbeisverðlauna. 2. Almenningsbókasöfn. 3. Tollheimta pg tolleftirlit. 4. Sala eyðijarþ'a. 5. Framleiðsluráð landbúnaðarins. Dagskrá neðri deildar Alþingis í I dag kl. 1,30 miðdegis: 11. Fræðsla bai-na. 2 Vátryggingáfsamningar. 3. Sjúkrahúsalég. 4. Ríkisborgarat'éttur. D A G U_ R á Akureyri fæst í söiuturninum viö Arnarhól. Fjallfoss er :L Reykjavík. Goðafoss fer frá Hangö í dag til Rvíkur. Gull foss fór frá Ryík 29.2. til Newcastle, Hamborgar og Kaupm.hafnar. Lag- arfoss fór frá Hafnarfirði 28.2. til Murmansk. Rgykjafoss fór frá Ham borg 29.2. -tÚ«-Antwerpen, Hull og Reykjavíkur. Tröllafoss fer væntan- lega frá New York 5.3. til Rvíkur. Tungufoss fór frá Hafnarfirði 27.2. til Rotterdam og Amsterdam. Drangajökull ér í Reykjavík. Flugfélag íslands h. f.: Millilandafiúg: Gullfaxi fer til Kaupmannahafnar og Hamborgar kl. 08.00 í fyrrarflálið. — Innanlands- í'lug: í dag er ráðgert að fljúga til Akureyrar, Eagurhólsmýrar, Hólma- víkur, Hornafjarðar, ísafjarðar, Kirkjubæjarklaústurs og Vestm.eyia. Á morgun er ráðgert að fljúga til Akureyrar, Bíldudals, Blönduóss, Egilsstaða, ísafjai'ðar, Patreksfjarð- ar, Sauðárkróks, Vestmannaeyja og Þórshafnar. Föstudagur 2. marz Simplicius. 62. dagur ársins. Tungl í suðri kl. 4,41. Árdegis- flæði ki. 8,45. Síðdegisflæði kl. 21,09. 5LYSAVARÐSTOFA RS> KJAVÍKUR í nýju Heilsuverndarstöðinni, er opin allan sólarhringmn. Næt- urlæknir Læknafélags Reykja- víkur er á sama stað kl. 18—8. Sími Slysavarðstofunnar er 5030. LYFJABÚÐIR: Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunni, sími 7911 Holts apótek og Apótek Austur- bæjar eru opin daglega til kl. 8, nema á sunnudögum til kl. 4. — Hafnarfjarðar- og Keflavikur- apótek eru opin alla virka daga frá kl. 9—19, laugardaga frá kl. 9—16 og helgidaga frá kl. 13—16 Orðadálkur Nr. 15 Lárétt: 1. listamaður. 6, straum- sveipur. 8. gróði (þolf.). 10. hljóð. 12. að hreppa. 13. fangamark ísl. skálds. 14. nafn á fornkonungi (þolf.). 16. „Ekkjan við....“ (ljóð). 17. ört. 19. gnægð. Lóðrétt: 2. afkvæmi. 3. hef hvílt hesta á ferð. 4. 1 hlöðnum vegg. 5. þiugeyskt bæjarnafn (þáguf.). 7. fljót (eignarf.). 9. setja þokurönd á fjöll. 11. beita. 15. kl. 3 síðdegis. 16. stefna. 18. grasskúfur. Lausn á krossgátu nr. 14: Lárétt: 1. skófa. 6. efa. 8. rær. 10. slæ. 12. æð. 13. Ok. 14. Gil. 16. ögn. 17. ann. 19. ásýnd. Lóðrétt: 2. ker. 3. óf. 4. fas. 5. frægð. 7. lækna. 9. æði. 11. log. 15. las. 16. önn. 18. ný. ÁFIR — frb. áir og mætti vel rita svo, segir Finnur Jónsson. Mjólk urleifarnar þegar strokkað er. Uppr. er óviss. AFKÁRASKAPUR — af afkárr (af= of), ofbeldisfullur, ofsalegur. Af þessu orði var myndað afkára- legur og svo var það afbakað í afkára-, eftir því var svo mynd- að a-skapur, en „afkári" hefir raunverulega aldrei verið til. AFLÁT — í merkingunni syndlausn er orðið af útlendum uppruna, á d. aflad. AFSKRIFT — ljótt orð og óíslenzku- legt. Á ísl. á að skrifa upp, og segja uppskrift fremur en af- skrift. Orðið er komið úr dönsku AFSPRÍNGUR — niðjar, eiginl. það, sem springur sprettur af ein- hverjum, er fornt orð. AFSPYRNU- (rok) rok sem spyrnir af, feykir burt. Hverjum var a$ kenna? Fjögur ungmenni fórust í bif- reiðarslysi vestur í Kanada fyrir nokkrum mánuðum. Brotnar viskí- flöskur fundust í bifreiðinni, þar sem afmynduð lík ungmennanna lágu. — Faðir einnar stúlkunnar, sem fórst, ætlaði að ærast, þegar hann sá verksummerkin, og hrópaði upp yfir sig, að réttast væri, að hann dræpi þann þrjót, sem birgt hefði ungmennin upp með áfengi. — Þegar hann var kominn heim og opnaði vínskáp sinn, brá honum heldur en ekki í brún. Þar lá miði, og á hann var skrifað með hendi dótturinnar, sem nú var liðið lík: „Pabbi! Við tökum nokkrar flöskur með okkur. Þú tekur það vonandi ekki illa upp fyrir okkur?“ Kaþólska kirkjan. Hámessa og blessun með hinu allra heigasta sakramenti, kl. 6 síðd. í dag. „ ue2-<0 lO 7VE wc. . ______________ - ® m______________________ Einu sinni voru þrir hundar, hundapabbi, hundamamma og ósköp lítill hvoipur ....

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.