Tíminn - 02.03.1956, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.03.1956, Blaðsíða 8
8 T í MIN N, föstudaginn 2. marz 1956. IslendingalDættir Dánarminning: Grímur Th omsen f gær var jarðsettur frá Dóm- kirkjunni Grímur .Thomsen Ein- arsson frá Borg. Hann andaðist í Landsspítalanum 24. febrúar sl. eftir stutta legu. Grímur fæddist að Borg á Mýrum og ólst upp hjá foreldrum sínum, síra Einari Friðgeirssyni Olgeirssonar frá Garði í Fnjóskadal og konu hans Jakobínu Hólmfríði Sigurgeirs- dóttur Jónssonar frá Reykjahlíð. Á unglingsárum fór Gi'ímur til Reykjavíkur til iðnnáms. Lærði hann pípulagningar hjá Ólafi Hjaltested og lauk iðnskólaprófi í þeirri grein. Vann síðan hjá Ólafi um 10 ára skeið. Þegar Sambandshúsið var fyrst tekið í notkun 1920 bað Hallgrímur Kristinsson Ólaf að útvega sér mann til að sjá um miðstöð húss- ins, hreingerningar og önnur um- sjónarstörf. Ólafur benti á Grím, sagðist þekkja hann af langri við kynningu sem trúverðugan og skyldurækinn mann. Grímur kom í þjónustu Sambandsins 1. sept. 1920 og var umsjónarmaður húss ins um 30 ára skeið, en vann síðan til æviloka léttari störf í vörugeymsluhúsi Sambandsins við Geirsgötu. Samvinnuskólinn var til húsa í Sambandshúsinu allan tímann, sem Grímur var þar umsjónar- maður, það var því oft margt um manninn og mikill gáski á ferð- um þar sem svo margt æskufólk var daglega saman komið. Grím- ur var sjálfur lífsglaður og hafði gaman af glensi meðan hann var á léttara skeiði. Urðu fjölmargir skólanemenda góðir vinir Gríms og munu geyma um hann hlýjar minningar. Hins vegar var starf Gríms alls ekki erfiðislaust. Ætíð var hann kominn á fætur fyrir kl. 6 hvern morgun og sjaldnast gengið til hvílu fyrr en nálgaðist miðnætti. Daglegt kvabb var mik ið, eins og gengur á fjölmennum skrifstofum, en Grímur vikalið- ugur og ósérhlífinn. Sá fjöldi starfsmanna Sambandsins, sem áratugum saman átti samleið með Grími, minnist hans af hlýjum hug. Síðari árin fór þreyta að gera vart Við sig og heilsan ekki örugg. Um það fáraðist Grímur lítt, en við, sem vorum honum kunnugastir, fúndum, að lífsfjörið og kátínan, sem áður einkenndi hann, fór dvínandi. Jakobína, móðir Gríms, var uppalin á Bessastöðum hjá Grími Thomsen og konu hans frú Jak- obínu, föðursystur sinni. Og þvi var hann látinn heita í höfuðið á Grími Thomseb skáldi. í gær kvöddum við vinir og sam- ferðamenn Gríms góðan dreng, sem átti ýmsa kosti fleiri en þá, er lágu á yfirborðinu. í gær bár- um við hann til þess áfangastað- ar, sem okkur öllum er fyrirbú- inn, eins og nafni hans, Grímur Thomsen skáld segir í Kirkju- garðsvísum: Hvert helzt sem lífsins bára ber, Er bátnum hingað rennt, í sínum stafni situr hver, Og sjá, þeir hafa lent.. Hallgrímur Sigtryggsson. Áttræður: Lárus Bjarnason fyrrverandi skólastjóri Hann er fæddur á Prestsbakka á Síðu 1. marz 1876. Foreldrar hans voru Sigríður Lárusdóttir og Bjarni Björnsson. Voru þeir systrasynir, Lárus Bjarnason og Lárus heitinn Helgason, alþm., og bóndi í Kirkjubæjarklaustri. Lár- us Bjarnason ólst upp við kröpp kjör, varð að vinna hörðum hönd- um fyrir sér og sínum fram á þrí- tugsaldur, en braust síðan til menr.ta, og er því saga merk, þótt eigi verði sögð hér. Stundaði nám í Möðruvallaskóla og útskrif aðist þaðan árið 1902. Lauk kenn araprófi í Flensborgarskóla í Hafnarfirði 1904, og stundaði síð an nám í" Kennaraskólanum í Kaupmannahöfn 1909—11. Vann við verzlun í Hafnarfirði 1902— firði 1904—06. Kennari við barna 1911—14. Kennari við Gagn- fræðaskólann í Flensborg 1914— 18 og fékkst jafnframt við bók- sölu í Hafnarfirði. Kennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri og lærdómsdeild hans 1918—30. í annað sinn kennari við Gagn- fræðaskólann í Flensborg 1930— 31, og síðan skólastjóri við sama skóla 1931—41. Fékk þá lausn frá embætti, en hefir þó stund- að kennslu eftir það í fræðigrein um sínum. Hann á nú heima í Mjóstræti 6 í Reykjavík. Aðal kennslugreinar Lárusar JBjarnasonar hafa verið stærð- fræði og eðlisfræði. Á starfsár- um sínum við Gagnfræðaskólann á Akureyri fór hann þrisvar sinn um utan til að fylgjast með skóla málum erlendis og auka þekk- ingu sína á kennslugreinum sín- um. Jafnframt kennslustörfum byrjaði hann snemma að semja og þýða kennslubækur í stærð- fræði og eðlisfræði með dæma- söfnum og vann að því mjög lengi í tómstundum sínum af mikilli alúð. Þessu verki er nú fyrir nokkru lokið og út komið á prenti, og er að því mikill á- vinningur fyrir þá, er j nám I Grímur Tnomsen F Fæddur 10. desember 1892. Dáinn 23. febrúar 1956. Ég hafði lofað þér ljóði að leggja á beðinn þinn En hvað á ég svo í sjóði að segja þér, vinur minn. Ekkert, því örsnauða manninn mig andspænis dauðanum finn. Við tæmt höfðum góði granninn úr glösunum hinzta sinn. Þinn aðall var ættargróður það allt, sem bezt var um þig, svo vinfastur, glaður og góður hér gekkstu þinn einmanastig. Og nú ertu horfinn á hafið með hugprúðri frændasveit. Er allt liggur gleymt og grafið á Guð þó sín fyrirheit. Á beð þinn hjá blómaklæði ég breiði mitt kveðjuljóð. Og sofðu í náðum og næði, og njóttu þess, hvíldin er góð. Kjartan Ólafsson. Hvernig er það t Svfþlóð? Helmingi fleiri afbrot eftir að sala áfengis varð frjáls Eins og kunnugt er, var skömmt un á áfengi afnumin í Svíþjóð 1. október sl. Enn er of snemmt að fella dóm um þessa breytingu, en þó hefir áfengissalan aukizt mikið og áfengisafbrot aukizt gífurlega. Hagfræðingurinn J. Collett hef- ir ritað í Tirfing um þessar breyt- ingar. Hann kemst að þeirri niður- stöðu, að áfengisneyzla hafi aukizt Dóttir Zarins (Framhald af 4. síðu.) Orleans í leit að hamingjunni, fann gust hennar hér á sléttunni. Þegar hún brást honum varð hefnd hans mikil. Og þótt saga hans sé enn ung, hefir hún yfir sér sömu remmu og grimmd og þær sögur, sem sagðar hafa verið af öðrum mönnum í öðrum stöðum á ann- arri landnámstíð. Owyhee fjöllin eru enn á hægri hönd og drunurnar af ferð okkar um veginn eru kannski ekki ólíkar fararhljóði Stóra fóts, er hann hljóp hratt sem hestur eftir þessari sléttu á brott frá harmi sínum. Indriði G. Þorsteinsson. stunda í þessum greinum, ekki sízt hinum stóru og vönduðu dæmasöfnum. Lárus Bjarnason var kennari minn á árunum 1919—21, og á ég góðar minningar um hann frá þeim tíma svo og frá kynnum okkar síðan. Ég hygg, að hann hafi verið með beztu stærðfræði- og eðlisfræðikennurum hér á landi. Honum var það áhugamál, að allir hefðu sem mest not af kennslunni, og þá eigi síður þeir, sem lítinn undirbúning höfðu eða áttu erfitt með nám í þess- um greinum. Þessi viðleitni hans bar almennan árangur í skólum þeim, er hann kenndi við. Útskýr ingar hans voru glöggar, kennar- inn þolinmóður og taldi ekki eft- ir sér að endurtaka það, er erfitt reyndist til skilnings. Var og auðsætt jafnan, hve mjög hann gladdist yfir framförum nem- enda sinna. Sjálfur er hann góð- ur stærðfræðingur, að áliti dóm- bærra manna, og bæði stærð- fræði og eðlisfræði hafa jafnan verið honum mjög kær viðfangs- efni. Samviskusemi hans, góðvild og tryggð má vera mörgum minnisstæð, sem þess hafa notið. • ri G. G. um 25 af hundraði I október. Það er greinilegt, að þeir, sem höfðu misst réttindi til að eiga áfengis- bók, hafa notfært sér þetta nýja frelsi. Fangelsanir vegna ölvunar á virkum dögum hafa aukizt. Áfengisnautn hefir einnig aukizt hjá unga fólkinu. Eflaust eiga of- drykkjumenn mikla sök á aukn- ingunni, en drukknir menn á al- mannafæri hafa aukizt um 70 af hundraði. Öldrykkjan eykst gífurlega í Danmörku. Skýrsla sameinuðu ölgerðarhús- anna í Danmörku um áramótin síð- ustu sýna, að alltaf er þörf fyrir bindindisstarf. Þar stendur, að sl. tvö ár hafi öldrykkja í Danmörku aukizt um 40 af hundraði. Árið 1954 voru seldir 15100 hl meira af sterku öli en árið áður. Aukn- ingin er um 45 milljón flöskur. Arður til hluthafanna er 15 af hundraði. Formaður danskra bindindisfé- laga, Frode Markersen, minnir á þetta í hvatningagrein til danskra bindindismanna um áramótin. Hann bendir á, að verði á öli sé haldið niðri til þess að draga ekki úr sölunni. Þá ræðir hann einnig um aukna áfengisnautn á Græn- landi, og telur það óskiljanlegt, að fjármálaráðherrann skuli ekki hafa takmarkað eitthvað vínflutn- inga þangað. Við verðum að snúa okkur til manna með ábyrgðartilfinningu. og benda þeim á, að við höfum áfengisvandamál við að stríða, sem við ráðum ekki við, og vekur ugg um framtíðina, segir hann að lok- um. (Áfengisvarnanefnd). ijiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiit _ 1 Blikksmiðjan 1 | GLÖFAXi | í HRAUNTEIG 14. — BÍMI 7*1*. i Dóttir Zarins (Framhald af 4. síðu.) nokkrir vina hennar að leyndar- dómnum, þar á meðal Biel barón. En allir vinir hennar lofuðu að skýra ekki frá þessu, en sýnilega hefir það loforð ekki verið haldið. Það var síðari hluta dags árið 1932, þegar systir Katharina gekk yfir Unter den Linden, að bifreið sem kom út úr hliðargötu, ók á Katharina og féll hún í götuna, en bifreiðin ók burtu. Nokkrum andartökum síðar nam önnur bif- reið staðar og var Katharina tekin inn í bílinn. Lögregluþjóna bar þar að og báðu þeir um skýringar. Rússneska leynilögreglan kemur til skjalanna. Mennirnir sögðu, að konarn hefði talað rússnesku, áður en hún hefði fallið í óvit, og sögðu þeir, að rétt væri að fara með hana í sendiráð Rússlands, þar sem hún verður skilin. „Það er skammt í burtu“, sögðu félagarn- ir. Lögregluinennirnir voru fullir tortryggni og kröfðust þess að fá nöfn og heimiíisföng mann- anna. Rétt í þessu bar að Rauða- kross bifreið, sem vegfarandi hafði hringt í og fór hann með Katliarina á sjúkrahús. Þegar lögreglan ætlaði að gæta að mönnunum í liinni bifreiðinni einni mínútu síðar, voru þeir á bak og burt. Þetta atvik sannar það glögg- lega, að rússneska leynilögregl- an var komin á sporið og mátti ekki miklu muna. Sýnilega gat Stalín ekki þolað, að nokkur dótt- ir zarsins væri á lífi. En vinum Katliarina tókst að leiða leynilögreglu Stalíns á villi götur með því að lauma út þeim orðrómi, að Katharina hefði veikzt svo alvarlega af berklum, að hún liefði farið til Santoz í Brasilíu til þess að reyna að fá bata. Á meðan leynilögreglan gerði víðtæka leit að henni í S,- Ameríku, breytti hún aðeins um nafn í Berlín. Fjármunir zarsins erlendis. Nikulás annar hafði komið mikl- um fjármunum til geymslu í Lond- on og Zurich — sagt var, að þeir hafi numið samtals um 10 miljón- um dollara. Auðvitað yrði þetta fé lögleg eign Katharinu, ef hún gæfi sig fram. Þetta varð til þess, að ég spurði hana, hverjar væru fram tíðaráætlanir hennar. „Ég ætla að fara til Englands strax og ég fæ vegabréf og leyfi til þess að komast þangað“ svar- aði hún. „Og hvernig ætlið þér að lifa þar?“ „Ég ætla að vinna fyrir mér — ég þarf ekki svo mikið.“ „Svo þú ætlar að lifa fábrotnu lífi, jafnvel þó að þú hafir mögu- leika á því að verða fjárhagslega sjálfstæð?" „Ég hef engan áhuga á pening- um“, sagði Katharina og brosti. „Það eina, sem ég fer fram á, er það að fólk skipti sér ekki af einkamálum mínum. Þér hljótið að skilja það.“ Þegar ég fór og heimsótti hjúkrunarkonuna aftur 9 mán- uðum seinna, var hún komin til Bremen. Var hún yfirhjúkrunar- kona þar og klæddist brezkum einkennisbúningi. Skömmu síðar sagði von Biel barón, að brezk yfirvöld hefðu veitt Katharina vegabréf til Englands. Þeir virtu að verðleikum ósk liennar að fá að lifa í fjarlægð frá glaumnum — í friði og ró. Henni var veitt staða við sjúkrahús inni á Mið- Englandi. Þar er hún nú yfir- hjúkrunarkona með baltneskum hjúkrunarkonum og vinnur það starf, sem fellur henni betur I geð en nokkuð annað. Þetta er dásamleg kona — hver sem hún er — hún hefir öðlazt hina dýrmætustu gjöf, er hugsazt getur — liinn innri frið. tlllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Konan mín Sigrún Sigurjónsdóttir, Laugavegi 67A, — ondaöist 29. febrúar. Jarðarförin ákveðin siðar. Matthías Eyjólfsson. Iö'?/S 3 -ri [■. t.-'toíiujfi liv i í'iDcíafj ! >: . ‘u ‘ .aaumtló

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.