Tíminn - 02.03.1956, Blaðsíða 5
T í MI N N, föstudaginn 2. marz 1956.
5
Esra Pétursson læknir skrifar um heilbrigíismál:
Tennur og tannskemmdir
Cape Hill, N.C., í febrúar.
KENNA ÆTTI börnum að
hirða vel tennur sínar þegar þau
eru orðin þriggja til fjögurra ára.
Ef byrjað er fyrr, er hætta á
því, að tannburstinn geti sært
hið fíngerða og viðkvæma tann-
hold. Oftast er lítið um tann-
skemmdir hjá börnum á þeim
aldri og þess vegna er þörfin ekki
eins brýn eins og seinna á góðri
tannhirðu.
o—O—o
Á SKÓLAALDRI eru flest
hörn hér á landi með 1 til 3 tenn
ur skemmdar strax í byrjun skóla
göngunnar, og aukast svo tann-
skemmdirnar eftir því, sem þau
eldast. Til svei^ liafa þau börn,
heilar tennur, sem búa lengst frá
verzlunum og sælgæti og sykri
og því sem þar er á boðstólum.
Þau hafa helmingi og jafnvel
þrisvar sinnum færri skemmdar
tennur heldur en börnin, sem
búa næst verzlunum. Sætir gos-
drykkir eru einnig skaðlegir í
þessum efnum.
o—0—o
NOKKRUM MÍNUTUM eftir
það að matar hefir verið neytt,
fer fram efnabreyting á sykur-
tegundunum í fæðunni, og um-
myndast þær með keðjuverkun í
sýrur.
Með tilstuðlan þessara sýra
vinna síðan tannsýklarnir á glerj-
ungnum sem ver tennurnrar að
utan, grafa smáholur og göng inn
í hann og þegar inn úr honum
kemur, víkka þeir síðan göngin
og geta jafnvel holað alla tönn-
ina að innan þannig, að hún
molnar niður við lítið átak, þó að
hún virðist heilleg að utan.
Þessi áhrif sykursýranna og
sýklanna voru sönnuð í Lobund-
tilraunastöðinni í Notre Dame
háskólanum í Bandaríkjunum.
Tilraunastöðin er öll vandlega
sótthreinsuð og gerilsneydd og
engir sýklar eiga að geta þrifizt
þar. Það sýndi sig, að ekki var
nokkurt viðlit að framkalla tann-
skemmdir, hvorki með mataræði
né með öðrum tilfæringum. Því að-
eins að til kæmi áhrif bæði frá
sýklum og sykursýrum tókst að
mynda tannskemmdir, en með
því móti reyndist það líka auð-
velt.
o—O—o
HAFI EINU SINNI myndast
hola eða skemmd í tönn, getur
hún aldrei gróið aftur, því að
tennurnar hafa ekkert þess kon-
ar græðimagn. Úr þessu fæst að-
eins bætt með aðstoð tannlæknis
sem skefur upp og spólar burt
tannskemmdina og fyllir síðan
tönnina með málmblöndu eða
annarri tannfyllingu.
Sé þetta gert fljótt, strax og
vart verður við fyrstu smáhættu
í barnatönninni, er það sársauka-
laust eða sársaukalítið. Ef ekkert
er hirt um tannskemmdina breið-
ist hún allört út, sýrustigið í
munninum eykst og brátt kemur
að því að jafnvel færustu tann-
læknar fá ekki rönd við reist. Að
lokum verður munnurinn, tann-
holdið og gómarnir bæklaðir og
úr skoröum gengnir vegna hinna
skemmdu tanna.
SUMIR FORELDRAR spyrja
hvort nokkuð sé unnið með því
að iáta fylla og reyna að bjarga
barnatönnunum, úr því að þær
eiga hvort eð er eftir að falla,
þegar barnið verður 5—12 ára,
og einstaka barnatönn, sem fell-
ur á aldrinum 12—16 ára.
Tannpína í barnatönn er alveg
eins sársaukafull eins og tann-
pína í fulloröins tönn, og jafn-
Hugsað heim
Fyrir stuttu sendi Húnvetninga-
félagið á Akureyri hinum ný-
byggða Héraðsspítala Húnvetninga
á Blönduósi, er tók til starfa rétt
fyrir síðustu áramót, 49 eintök af
hinum ágætustu bókum, flestum í
bandi, þar á meðal allt ritsafn
Guðmundar Friðjónssonar í vönd-
uðu bandi pg margar fleiri góðar
bækur.
Með þessari rausnarlegu gjöf
sýndu Húnvetningar á Akureyri
æskustöðvum sínum mikla ræktar-
semi og vinarhug, með þessari hug
kvæmni sinni. Héraðshælið á
Blönduósi, cins og spítalinn er
nefndur í daglegu tali, hefir notið
mikillar vinsemdar og rausnar
meðal Húnvetninga, nær og fjær,
fjölda margir Húnvetningar er í
fjarlægum landshlutum búa og
einnig í öðrum löndum og heims-
álfum, hafa sent Héraðshælinu
gjafir, og í mörgum tilfellum
tengt nafn sinna nánustu við Hér-
aðshælið, með gjöfum, til minning
Fyrsta veiðiferð frystiskipsins „Nor-
thern Waveu - Brezkir togarar salta
afla - Danir auka fiskveiðar
f Fish Trades Gazette er nýlega var nýlega haldin sýning á bátum
skýrt frá fyrstu veiðiferð brezka þessum og hæfni þeirra sem björg
frystiskipsins „Northern Wave“, unarbáta, og sáu margir togaraeig-
sem er nýr togari. Skipið er búið' endur sýninguna.
öllum tækjum til að hraðfrysta'
aflann glænýjan að kalla má. Enda . ®anir auka fiskvciðar.
Danir eru orðnir mikil fiskveiði-
vel ennþá sárari. Þar að auki er ar um Húnvetningar er heima
nauðsynlegt fyrir barnið að hafa ðfia 0g stan(ja j hinni daglegu önn
góðar barnatennur, þar til full- framtaks og starfa) við áhugamál
sín eigin og héraðsins í heild,
til full-
orðins tennurnar koma, heilsunn
ar vegna.
finna það vel, að hinir burtfluttu
Það þarf að geta tuggið mat-, Húnvetningar eru með hugann
inn vel, tennurnar eru því nauð-
synlegar til þess að geta talað
skýrt, andlitið verður jafnara og
lögulegra, og ekki eins mikil
hætta á því að það verði skakk-
mynnt. Barnatennurnar ryðja
brautina fyrir fullorðins tenn-
urnar, beina þeim í réttan farveg
halda gómbogunum jöfnum og
eðlilegum og hafa áhrif á heilsu-
far barnanna almennt.
heima, þótt fjarlægðin aðskilji þá
þegar hrinda á í framkv. heilbrigð-
um menningarmálum, almenningi
til heilla og héraðinu til framdrátt
ar. Alla slíka hugulsemi, vinsemd
og rausn, er Héraðshælið hefir orð
ið aðnjótandi, frá Húnvelningum,
er í fjarlægð búa, þakka héraðsbú
ar með hlýhug og góðum óskum.
S. A.
þótt vinnslan sé enn á byrjunar-
stigi, er talið að skip og vélar
hafi sannað, að hér sé um fram-
tíðarskipan að ræða.
Að lokinni fyrstu veiðiferð kom
skipið með 5000 stone af hrað-
frystum fiski og 18000 stone af ís-
uðum fiski. „Northern Wave“
sigldi frá Grimsby og hélt til fiski-
miða undan Norður-Noregi. Tók
veiðiferðin alls 22 daga. Veiðitími
á miðunum var samtals 8 sólar-
hringar, og veiðin 2500 stone á
dag. Hraðfryst var um borð 6
fyrstu veiðidagana. Bretarnir telja,
að ekki henti að frysta fiskinn um
leið og hann kemur á þilfarið.
Strá þeir ís yfir hann og láta
hann standa í 12 klst. áður en
hann fer í hraðfrystinguna. Mest-
ur hluti aflans var þorskur. Fisk-
urinn, sem var frystur, var ýmist
þjóð og var sjávarútvegur þeirra
ábatasamur atvinnuvegur á sl. ári.
í grein í Vestkysten er upplýst, að
heildaraflamagnið á árinu 1955
hafi orðið 419.000 lestir, en verð-
mætið hafi reynzt um 250 millj.
danskra króna. Fiskmagnið jókst
um 66000 lestir og verðmætið um
29 millj. króna.
Þorskveiðar hafa aukizt mest,
en eina fisktegundin, sem reynd-
ist sjaldgæfari en undanfarin ár,
er rauðsprettan. Danir fluttu út
106.000 lestir á árinu og er það
meira en nokkru sinni fyrr.
Vestur-Þjóðverjar keppinautar
á fiskmarkaði.
Dansk Fiskeritidende ræðir um
það fyrir skömmu, að Þjóðverjar
séu í vaxandi mæli keppinautar á
með haus eða afhausaður, en ekki sölumarkaði fiskafurða, ekki sízt
flakaður.
bjóði þeir hraðfryst fiskflök. Þá
skýrir blaðið einnig frá því, að
VIÐ HEIMKOMUNA benti skip- ilollenzka stiormn hafi lagt fram
stjórinn á, að aflamagn skipsins ,■f'3 “ styrktar u flutnmgi fiskaf-
hefði ekki verið mikið í reynslu-1
urða, og séu Hollendingar hættu-
Góður félagsskapur.
EINHVER, sem kallar sig Ferða-
lang, sendir eftirfarandi bréf:
„Ferðafélag íslands er einn hinn
merkilegasti félagsskapur á þessu
landi, og á að baki starf, sem
seint verður fullþakkað. Braut-
ryðjandastarf félagsins við að
beina ferðum fólks inn á óbyggð-
ir landsins og efla þekkingu fólks
á landinu öllu, og ást þess á því,
er meira menningarafrek en
hægt er að gera sér fullljóst í
einum áfanga.
í Þórsmörk á góunni.
FÉLAGIÐ á myndarlega ferða-
mannaskála á hinum ákjósanleg-
ustu stöðum. Hinn nýjasti og
myndarlegasti þessara skála er í
Þórsmörk. Þangað hefi ég farið
nokkrum sinnum að sumri með
Ferðafélaginu, ætíð mér til
mestu ánægju. Þórsmörk er kyn-
legur staður. Ég veit ekki, hvort
nokkur ferðamannastaður á land
inu býr yfir eins miklu aðdrátt-
Tónleikar Rögnvalds Sigurjónssonar
Á þriðju tónleikum Tónlistarfél
agsius í Reykjavík lék Rögnvaldur
Sigurjónsson verlc eftir Bach, Liszt
Niels Viggo Bentzon og Schumann.
Húsið var fullskipað áheyrendum,
sem fögnuðu listamanninum vel og
slepptu honum ekki af sviðinu fyrr
en hann hafði leikið 2 aukalög.
Honum bárust fagrir blómvendir.
Rögnvaldur Sigurjónsson er ein-
liver hinn mesti tæknimeistari
í íslenzku tónlistarlífi. Hann hefur
mikið vald yfir hljóðfærinu og
verkið var sónata nr. 3 óp. 44 eft-
ir Bentzon, sérkennilegt verk í
frjálsum stíl nýrri tíma. Rögnvaldi
lætur vel að túlka abstraktlist tón-
anna Jjar sem skjótt og óvænt
skiptir um liti og blæ. Sónata Bent
zons vakti verðskuldaða athygli á-
heyrenda. Toccata óp .7 eftir Schu-
mann var síðasta verlyS á efnis-
skránni, en að lokum varð hann
að leika aukalög. Voru þau valin
og flutt af smekkvísi. Rögnvaldur
hrífur með kunnáttu, snillings-
fæst gjarna við verkefni, sem ekki | höndum, djarfmannlegri fram-
komu.
„Tónanna slagur” er fagur, er
hann setzt við hljóðfærið, en töfr-
ar ekki ætíð né dregur. Hann hef-
ir tæknina á valdi sínu, en má
ekki láta hana koma á sig fang-
bragði. Rögnvaldur er ungur mað
ur og á það skilið, fyrir hæfileika
og ósérhlífni, að ná áfanga á lista-
brautinni, sem er sýnilegur þótt
hann sé í meira en í seilingsfjar-
lægð.
Áheyrendur á tónleikum hans í
Austurbæjarbíói óska honum góðr
ar ferðar að því marki, og hafa
trú á því, að hann muni ná á leið-
arenda. Það sýndu móttökurnar,
er hann fékk. — Ac.
eru á færi annarra en virtóusanna.
Efnisskrá hans að þessu sinni bar
nokkurn keim af því. Fyrst var
krómatísk fantasía og fúga eftir
J. S. Bach, en síðan sónata í h-moll
eftir Franz Liszt. Þessi sónata er
fremur sjaldséð á hljómleikaskrám,
og vafalaust ekki merkasta verk
hins ungverska meistara, en þó
stórbrotin í byggingu og gerð af
tæknisnillings höndum. Rögnvald-
ur flutti þess verk af mikilli kunn-
áttu. Þrumuraust Lizts hljómaði
um salinn, og einhvern veginn
finnst áheyranda hún fara betur í
túlkun hans en hinn blíði blær
í svipmyndum Schumanns, er voru
j|. verkið á efnisskránnj. Þriðja
>.t£ Uil?)
-Höfcl 'Wfl'-ýO
arafli. Eg hefi orðið þess var,
að Þórsmerkurfararnir eru oft
sama fólkið. Sá sem einu sinni
hefir notið fegurðar þar í góðu
veðri — og í Þórsmörk er oftar
sólskin og blíða en annars stað-
ar — hann fýsir þangað jafnan
aftur, og svo bregður hann sér í
Ferðafélagsbílinn næsta laugar-
dag. Það hafa Þórsmerkurfarar
sagt mér, og ég hefi orðið þess
var sjálfur, að það er undarlega
oft sama fólkið í þessum ferðum.
Og þráin eftir Þórsmörk bloss-
aði sannarlega upp í huga mér,
er ég mætti Jóhannesi Itoibeins-
syni, hinum alkunna Þórsmerkur-
fararstjóra Ferðafélagsins, á götu
í fyrradag. — Ég var að koma
innan úr Þórsmörk, sagði liann
og á þeim tíðindum átti ég sizt
von. — Við skruppum þangað
nokkrir um helgina, hélt hann á-
fram, svona upp á gamlan kunn-
ingsskap. Það var auðvitað autt
í Mörkinni og mesta veðurblíða
að venju. Leiðin upp yfir aurana
var greiðfær, hvergi hvörf og
ekið á klaka mestalla leið. Lítið
var í Krossá, og var þetta sízt
seinfarnara en á sumardegi.
Nú líður að sumri, og þá ætla
ég í Þórsmörk, og ég vil hvetja
fólk til þess að slást í förina
með Ferðafélaginu þangað ,og
raunar í aðrar ferðir þess.“
Ég þakka Ferðalang fyrir þenn
an pistil, og ég vil taka undir
þau orð hans, að fólk ætti að
fjölmenna í ferðir Ferðafélags-
ins — og fyrst og fremst í Þórs-
mörk. F.vrsta heimsókn í Þórs-
mörk verður öllum minnisstæð.
Fljúgandi konungur.
MÉR ÞYKJA ÞAÐ nokkur tíð-
indi, sem nú er skýrt frá eftir
dönskum blöðum, að Danakon-
ungur ætli í fyrstu flugferð sína
í næsta mánuði og þá alla leið
til íslands. Ég er viss um, að
konungur bíður þessarar ferðar
með eftirvæntingu, því að öllum
mun þykja það nokkur nýlunda,
þegar þeir fljúga í fyrsta sinn,
jafnvel þótt þeir séu konungar.
En þetta minnir á, að nú er
mikið undir vilhylli _ veðurguð-
anna komið, ef förin og móttök-
ur eiga að takast vel. Segjum nú
til dæmis, að allt sé ákveðið, flug
vél konungs komin að landi, for-
seti íslands, ráðherrar og allur
mannfjöldinn kominn út á flug-
völl, en þá lokist völlurinn og
flugvélin snúi við. Þarna verði
menn að standa í stórhríð eða
halda heim í húðarigningu. Ann-
að eins gæti nú gerzt einn dag í
apríl. Og nú geta veðurfræðing-
arnir farið að spreyta sig á því
að spá hvernig viðra muni á kon-
ungskomudaginn. — Hárbarður.
i (ffl .8 s hlsdmeri; .
legir keppinautar á Evrópumark-
áhugffyrir að reyna véTar oTút-jlf’ einkum þar sem þeir geti boð-
búnað að sinni en draga mikinn {ver<5.
afla að landi. Reynslan sýndi, að' .. , „ , ..
hraðfrystitæki þau, sem Bretar u a,aðbUf °g staiJ1 ““
borð i brezkum togurum?
Bæjarstjórnin í Grimsby hefir í
hyggju að fara þess á leit við rík-
isstjórnina, að hún útnefni nefnd,
er hafi heimild til að rannsaka
aðbúð og öll starfsskilyrði í brezk-
um togurum, er sækja á norðlæg
mið. Flutningsmaður tillögunnar,
einn bæjarfulltrúanna, sem er
fyrrv. togaraskipstjóri, sagði í
hafa smíðað sérstaklega í þessu
augnamiði, duga vel. í förinni
voru 2 vélfræðingar og 2 auka-
menn til að starfa við frystinguna.
En skipsmenn voru annars mjög
fljótir að setja sig inn í hin nýju
störf og að lokum gekk vinnslan
mjög vel. Frystitækin höfðu ekki
undan að frysta aflann og vantaði
mikið á, eins og tölurnar hér að
ofan gefa til kynna. En „Northern I framsðguræBu, að afdrif nokkurra
Wave“ er í upphafi ekki byggt
sem frystiskip, heldur er aðeins
stór togari. En það er álit skip-
stjórans, að hentugra væri að nota
mun stærra skip, með meiri af-
kastamöguleika í frystingu, og
með meira geymslurúm fyrir fros-
inn fisk.
í Fish Trades Gazette er talið,
að þessi veiðiför „Northern Wave“
geti orðið upphaf nýs kapítula í
sögu togveiðanna.
Brezkir togarar veiða til söltunar.
í sama brezka fiskveiðablaðinu
er greint frá því, að brezkir tog-
arar muni í sumar veiða í salt.
í fyrra gerðu Bretar tilraun með
að senda nokkra togara sína til
að veiða í salt, og var það nýjung.
Voru það 10 togarar frá Hull, sem
þennan veiðiskap stunduðu, og
sóttu aðallega á Grænlandsmið.
Þessi veiðiskapur um hásumarið
er m. a. gerður með hliðsjón af
því, að á þeim tíma berst meira
en nægilegt magn af ísuðum fiski
á markað, en hins vegar vandræði
vegna atvinnuástands og kostnað-
ar að leggja skipunum um sinn
eins og áður var gert.
FJÁRHAGSÚTKOMA á þessum
veiðum í fyrra var heldur slæm,
segir blaðið, en samt ætlunin að
halda áfram, enda hafi togararnir,
sem sóttu á Grænlandsmið, verið
mjög óheppnir með veðurfar þar
á tímabilinu júní—ágúst í fyrra.
Bretar höfðu færeyska sjómenn
á þessum togurum með brezkum
sjómönnum til að kenna þeim
vinnubrögð. Sumt af aflanum fór
á land í Humberhöfnunum, en
nokkuð var sett á land í Esbjerg,
og þaðan selt til Miðjarðarhafs-
lands.
Skylda að hafa gúmmíbáta
um borð?
Samkvæmt frásögn Fishing
News er brezka samgöngumála-
ráðuneytið að íhuga að skylda
togaraeigendur til að hafa gúmmí-
báta um borð í skipum sínum, af
þeirri gerð, er getur borið 10
menn. Að tilhlutan ráðpneytisins
brezkra togara væru óupplýst, og
hefðu spunnizt um þau sögur, t. d.
að of mikið væri drukkið af áfengi
um borð í skipunum, en slíkt varp-
aði skugga á útgerðina alla. Sjálf-
ur taldi hann, að of fáir menn
væru um borð á stóru togurunum
og þreyttir fiskimenn gættu þess
ekki sem skyldi að hyggja að hin-
um nýju öryggis- og siglingatækj-
um.
Brezkir togaraeigendur eru ekk-
ert hrifnir af þessari tillögu, og
allra sízt vilja þeir ljá máls á því,
að of fáir menn séu á skipunum.
Hafa talsmenn þeirra látið í það
skína í blöðum, að tillagan sé eink-
ar barnaleg.
Norðmenn eiga
2450 skip yfir 100
lestir að stærð
Norsk Veritas hefir birt skýrslu
sína um skipaeign fjögurra Norð-
urlanda. Samkvæmt henni eiga
Norðmenn 2450 skip, sem eru
stærri en 100 lestir. Osló er mesti
útgerðarbærinn, með 551 skip, en
frá Bergen eru gerð út 404 skip.
Rösklega 60% af í'lotanum er
yngri en 10 ára.
Svíar eiga 1252 skip, Danir 645
skip og Finnar 411 skip.
iiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniitiiiv
1 Jörð til ábúðar
1 Jörðin Lambhúshóll 1
| Vestur-Eyjafjallahreppi,
i Rangárvallasýslu, er laus til
fábúðar í næstu fardögum.
f Jörðin er vel hýst, tún og
i engjar véltækar.
| Semja ber við ábúanda
I jarðarinnar, Óskar Jónsson.
iisjf. Aif
liít'rd :5fi i md tiv