Tíminn - 02.03.1956, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.03.1956, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, föstudaginn 2. mara 1956, mwrn Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Ritstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur í Edduhúsi við Lindargötu; Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. L.£Íkfimin í bjarnargryfjunni JpYRIR NOKKURU birti bókmennta- marit Sjálfstæðisflokksins, itefnir, kvæði eftir þann af ólaðamönnum Morgunblaðsins >em talinn er þeirra bezt skáld næltur. Kvæðið er þannig arðið til, að bláðamaðurinn hafði verið utanlands og kom- ið þar í dýragarð. M. a. hafði hann komið að bjarnargryfju og þótt það ófagur leikur, þeg- ar birnirnir voru að reyna að komast upp úr henni. Þetta varð skáldinu að yrkisefni og lýkur drápu þess þannig: Því hlassið þungt, — því hæfir ei að vilja sig hefja upp til fiugs sem lítið ský, því fyigir engin fegurð, aðeiris fall með feiknagný. Og eftir situr hlass á eigin rassi enn á ný. HJÁ ÞVÍ getur vart farið, að þessi sérkennilegi skald- skapur hafi rifjast upp í hug- um þeirra, sem könnuðust við hann, er þeir lásu í Mbl. ræðu þá, er Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra flutti á Óð- insfundi síðastl. sunnudag. — Ráðherrann sýnir þar nákvæm lega sömu misheppnuðu leik- fimina og bitnirnir í gryfj- unni. Ræðuefni hans cr tvíþætt. Annað er það, að Sjálfstæðis- flokkurinn ,,sé einn hæfur til forustu.“ Hitt er það, að Sjálf stæðisflokkurinn sé hreinn af allri einræðishneigð og mök- um við einræðisstefnur. Vafalaust hefir ráðherrann mikinn áhuga fyrir því að sanna þetta. En björn getur ekki orðið að svifléttu skýi, hve mikið sem hann langar til þess.Öll viðleitni í þá átt hlýt- ur að enda á einn veg. MÖNNUM ER ÞAÐ áreiðan- lega Ijóst, að mikilvægasta verkefnið framundan er koma afnahagsmálunum í heilbrigt horf. Engin stétt er ólíklegri til að vinna að slíkri lausn en milliliðirnir. Þeir hafa bein- :ínis hag af því að öngþveitið í efnahagsmálunum halaist. Klíka öflugustu milliliðanna ræður Sjálfstæðisflokknum. Þess vegna er hann óhæfasti flokkurinn til að leysa efna- hagsmálin. Sú fullyrðing, að hann sé „einn hæfur til for- ustu,“ er því álíka misheppn- aður klaufaskapur og tilburð- ir bjarnarins, sem er að reyna að komast upp úr gryfjunni. MENN MUNA líka vel eftir því, hvernig margir núv. for- ingjar Sjálfstæðisflokksins dáðu nazista.Menn gera sér líka grein fyrir því, að Sjálfstæð- isflokkurinn minnir á allan hátt meira á íhaldsflokkana í Suður-Ameríku en í Vestur- Evrópu. Ilonum er stjórnað af klíku, sem ekki fylgir neinni sérstakri stjórnmálastefnu,held ur miðar allt við það að halda völdum sínum og sérréttind- um og lætur einu gilda, hvern- ig það er gert. Menn hafa það sem glöggt dæmi um heilindi og trúverðugleik þessarar klíku, að hún hefir keppst við að úrskurða kommúnista ósam- starfshæfa, en hefir þó hvað eftir annað haft við þá nán- asta samstarf og er einmitt að biðla til þeirra nú um stuðn- ing við einokun þeirra í síldar- útvegsnefnd. Vissulega minna því afneitanir dómsmálaráð- herra á einræðishneigð Sjálf- stæðisflokksins og mökum hans við einræðisstefnurnar, á lima- burði bjarnarins, sem reynir á- rangurslaust að komast upp úr gryfju sinni. EF DÓMSMÁLARÁÐHERRA tekur sér tíma til þess að at- huga þessi mál reiðilaust, lilýt- ur hann að komast að þeirri niðurstöðu, að hann gerir sjálf um sér mestan óleik, ef hann heldur áfram slíkum ræðuhöld- um og á Óðinsfundinum á sunnudaginn. Þótt honum finn- ist staðreyndirnar óþægilegar, er miklu betra fyrir hann að viðurkenna þær en að vera að afneita þeim með tilburðum, er minna á leikfimina í bjarnar gryfjunni, sem skáld Mbl. hef- ir kveðið svo eftirminnilega um. Stækkun litlu býlanna JSLENZKIR bændur hafa mjög aukið vélanotkun sína að undanförnu. Mörg sveitaheimili hafa einnig 'engið raforku. Mikilsvert er að áframhald geti orðið á þessari aróun. Til þess að sveitafólkið geti með góðu móti notið véla, raf- nagns og annarra þæginda ;ækninnar, verður efnahagur pænda að vera sæmilega rúm- :ir. Þessi þægindi liafa að sjálf- rsögðu verulegan kóstnað í för neð sér. Til þess að bændur geti risið undir honum, þurfa .júin að vera hæfilega stór. Því miður eru mörg búin nú nlltof lítil. Þar mun erfitt að íjóta framangreindrar tækni, in þess að viðkomendur reisi sér hurðarás um öxl. Þess /egna er stækkun litlu búanna 2iú eitt af stórmálum sveitanna. ERAMSÓKNARMENN hófu :tyrir 12 árum síöan baráttu fyrir því, að hafizt yrði skipu- .lega handa um stækkun þess- arra býla. Á haustþinginu 1943 fluttu þeir frumvarp, sem fól í sér markvissar ráðstafanir í þessa átt. Annað aðalefni frum varpsins fjallaði um stofnun ræktunarsambanda, er gerði bændum kleift að taka í þjón- ustu sína stórvirkar ræktunar- vélar á félagslegum grundvelli. Löggjöf um þetta efni komst strax fram á næsta þingi. Hitt aðalefni frumvarpsins var að veita aukna ræktunarstyrki til þeirra býla, sem ekki höfðu náð vissri lágmarksstærð. Þetta atriði náði ekki fram að ganga fyrr en sex árum síðar eða 1949, þegar nýju jarðræktarlög in voru sett. Fyrir forgöngu Framsóknarmanna var þessi styrkur svo enn hækkaður á seinasta þingi. ÞAÐ ER VÍST, að með öllum þessum aðgerðum hefir mikið áunnist í þá átt að stækka mörg býli, sem áður voru of lítil. Glæsilegur búskapur er nú rek- inn á mörgum býlum, sem voru í tölu smábýla fyrir 10 árum. Vafalaust mun þessi þróun halda áfram. Hins vegar bend- ir margt til þess, að hún muni ekki verða nógu hröð, ef stækka á smábýlin á hæfilega skömmum tíma. Walter Lippmann ritar um alþjóðamál: Viðhorf að loknu flokksþingi Ef menn vilja glöggva sig á, hvað leiðtogar Sovétríkj- anna eiga við með tali um friðsamlegar samvistir austur- og vesturþjóða, og samkeppni þeirra í milli, þurfa þeir að lesa með athygli ræðurnar á flokksþinginu í Moskvu. Mér skilst af þeim, að þeir elgi við þá staðreynd, að eftir að þeim tókst að rjúfa einokun Vesturveld- anna á sviði kjarnorkuvopna, hafi þeim líka tekizt að þoka þeim úr algerum forustusessi í því starfi að hjálpa vanyrktum löndum og frumstæðum þjóðum til efnahags- legrar sjálfbjargar. Þeir hafa orðið í bezta lagi samkeppnishæfir á því sviði, og það er ekki lengur hægt að varna þeim inngöngu á svæði eir.s og hin nálægari aust- urlönd, Suðaustur-Asíu og Afríku, jafnvel Suður-Ameríku. Þeir hafa hugsað sér að lifa í veröldinni með okkur sem keppinautar og hafa gert sér ljóst, að þeir geta ekkert unnið við að fara í stríð, en eiga hins vegar á hættu að tapa öllu. ÞJÓÐIR, SEM næst búa, hafa snúizt á ýmsa lund við þessari að- stöðu Rússa til þess að keppa við vesturveldin. Þær hafa fært sig um set, telja sig sumar hverjar hlutlausar á einhvern máta, án beinnar afstöðu með eða í móti, eða telja sig standa mitt í milli. Hér er um að ræða stígandi þró- un til upplausnar á þeim ríkja- samsteypum, sem Acheson hóf að koma á laggirnar og Dulles hefir reynt að treysta síðan, og áttu að vera varnarmúr á fyrra skeiði kalda stríðsins. Þegar áhorfendur ræða um að utanríkisstefna Bandaríkjanna sé frosin og utangátta við raunveru- lega atburði, eins og ég geri, þá á ég einkum við að Bandaríkja- menn hafa fram til þessa ekki bor- ið gæfu til að samhæfa stefnu sína nýju Viðhorfi, né gera hana færa um að takast á við hina nýju samkeppnisstefnu Sovétríkjanna. EF VIÐ berum saman árin 1947 og 1955 og hugsum okkur Sovétríkin sem keppinaut á heims sviðinu, þá er munurinn mikill. Það var árið 1947, sem Bandarík- in báru fyrst fram hugmyndina um Marshall-áætlunina og buðust þá til að ræða við alla fyrrverandi bandamenn, þar á meðal Sovét- ríkin. Molotov tók þátt í fyrsta fundinum, en gekk síðan af íundi og lýsti því yfir, að Sovétríkin mundu ekki gerast þátttakandi í neinni áætlun, sem væri gjörsam- lega undir áhrifavaldi Bandaríkj- anna. Hér var Molotov að fram- kvæma skipun frá Stalín, sem gera má ráð fyrir að hafi gert sér Ijóst, að efnahagslegur styrkur Bandaríkjanna á þeim tíma var slíkur, að Sovétríkin mundu líta út sem smávaxinn og lítilsmegandi aðili við hliðina á þeim í því efni. Afleiðing þessa varð sú, að í nær 8 ár voru vestrænu stórveldin, og þá einkum Bandaríkin, eini aðil- inn, sem lagði fram fjármagn til uppbyggingar meðal þjóða, sem ekki aðhylltust kommúnismann. Þessar þjóðir höfðu ekki til ann- arra að leita. Á árinu 1955 var þessi einokun vesturveldanna á fjármagnsmark- aðinum rofin af Sovétríkjunum. Hér er ekki um að ræða, að Rúss- | ar hafi lagt fram fjármagn neitt nándar nærri í samlíkingu við |Bandaríkin. En hér er aðalatriði ' málsins, að Rússar hafa gerzt | keppinautar á þessu sviði, og enda þótt Rússar séu tortryggðir, er þeim samt víða vel fagnað á þess- um vettvangi. Egyptar sýndu, hvers þessi sam keppni er megnug, í samningun- um um lán til Asswan-stíflunnar. Hætt er við, að Bandaríkjamenn hefðu verið fremur seinir á sér að bjóða fram lánin. ef óttinn við samkeppni Sovétríkjanna hefði ekki rekið á eftir. Við þessar að- stæður er það að verða vaxandi vandkvæðum háð íyrir Bandaríkja menn að fá í skiptum fyrir efna- hagsaðstoð sína hernaðarlesa samn inga, til dæmis, eða pólitískar skuldbindingar, og jafnvel að fá samþykkta skilmála sína fyrir efna hagsaðstoð og lánum. Þessi nýju viðhorf eru þannig. aö þeim verður ekki svarað með því einu að samþykkja að leggja fram nýjar stórfúlgur til að að- stoða aðrar þióðir. Hár þarf rót- tækt endurmat á öllum hugrrrynd- um þjóðarinnar um aðstoðarstarf í útlöndum. ÞÁ MÁ minna á. að árið 1947 höfðu Bandaríkjamenn einokunar- | aði aðeins á annan aðilann: Hún I En það jafngilti því, að hótunin um allsherjargagnráðstafanir verk- ' aði aðeins á annan aðilann: Hún hélt aftur af’ Rauða herrium og tryggði vopnahléssamningana frá WALTER LIPPMANN 1945, og gerði áhættulaust að um- krineja Rússa með flugvélabæki- stöðvum. Nú hafa Rússar kjarnorkuvopn- in og möguleika til að nota þau gagnvart flugválabækistöðvunum. í þes?u er fólgin meginástæðan fvrir því, að alda hálfgildings hlut- levsig í hernaðarmálum fer um hálfan hnöttinn, frá Japan til Norð urlanda. Á flokksþinginu í Moskvu lögðu ræðumenn áherzlu á að samkooDnin mundi verða friðsam- le? H'ns vegar fékk Zhukov mar- skálkur það hlutverk. að minna lönd wra látið hafa flugbækistöðv ar. á þá staðreynd, að rauði ílug- herinn er megnugur að ná til þeirra. . m HIN N.ÝJA hernaðaraðstaða, se’n bróunín í smíði laneflevgra og fjarstvrðra eldflauga hefir gert enn meira áberandi. krefst rót- tæks endurmats á allri herfræði vesturlanda. Því að herfræðilegar hugmyndir á Vesturlöndum í dag tilheyra þeim þætti kalda stríðs- ins, sem nú er senn lokið (Einkar. NY Herald Tribune.) í FRUMVARPI Framsóknar- manna 1943 var það íakmark sett, að því skyldi lokið innan 10 ára, að hvert býli hefði a. m. k. vélræklað tún, er gæfi af sér a. m. k. 500 hestburði af heyi. Þá var það ætlunin, að hinn mikli stríðsgróði yrði að verulegu leyti notaður í þessu augnamiði. Honum var hins vegar ráðstafað á annan hátt og verður sú raunasaga ekki rakin hér. EF VEL ÆTTI að vera, ætti nú að setja það takmark, að öll býli landsins hefðu náð vissri hámarksstærð innan ákveðins tíma. í framhaldi af því þarf síðan að hefjast handa um framkvæmdir, er bezt full- nægðu því markmiði að fróðra manna yfirsýn. Þetta er ekki aðeins mál sveitanna einna, heldur þjóðarinnar allrar, sem á hag sinn mjög undir því, að landbúnaðurinn sé rekinn á sem hagkvæmastan Ixátt. Breytt viShorf a3 loknu flokksþinginu. Um það o. fl. fjailar grein Lipp- manns hér á þessari blaisíðu. Han.n hvetur til endurmats á utanríkis- stefnu Vesturveldanna. En það eru líka breytt viðhorf heima fyrir í Rúss- landi. Þessi mynd minnir á, hvernig ástandið var. Stalin var dýrkaður sem yfirmannleg vera. Myndin sýnir Æskulýðsfyikinguna í Austur-Þýzka- landi játa átrúnað, meðan Staiin var og hét. Nú eru tímar breyttir, Stalin fallinn af stalli. En kemur nýtt skurðgoð í staðinn?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.