Tíminn - 02.03.1956, Blaðsíða 7
7
T í MI NN, föstudagiiin 2. marz 1956.
Ræla Steingríms Steinþórssonar á þingi í gær:
Atvinnuleysistryggingar skv.
fyrirheiti rlkisstj órnarinnar
Þöríin fyrir atvinimleysisbætur verður mest þar sem sér-
sjóSirnir verða lægstir. Akvæði frv. gölluð^ en buudin af
samkomulagi í sambandi yið lausn verkfallsins
Frumvarp það um atvinnuleysistryggingar, |em hér ligg-
ur fyrir, er flutt samkvæmt fyrirheiti því, er, ríkisstjórnin
gaf um setningu slíkrar löggjafar í sambandi yið lausn verk-
fallsins um mánaðamótin apríl og maí 1955. Skömmu eftir
lok verkfallsins, skipaði ég í samráði við ríkisstjórnina fimm
manna nefnd til þess að semja nauðsynleg lagafrumvörp
svo ríkisstjórnin mætti efna það fyrirheit, sem gefið var.
Nefndarskipun.
Samlcvæmt fyrsta atriði sam-
komulagsins skyldu lög þessi sett
í samráði við verkalýðssamtökin
og samtök atvinnurekenda. Sam-
kvæmt tilnefningu þessara aðila
voru því skipaðir í nefnd þá, sem
samið hefur frumvarpið, þeir Eð-
varð Sigurðsson af hálfu Alþýðu-
sambandsins og Björgvin Sigurðs-
son af hálfu Vinnuveitendasam-
bandsins. Þegar nefnd þessi var
skipuð var starfandi önnur nefnd
að samningu nýrra laga um al-
mannatryggingar. Þar eð atvinnu-
leysistryggingar eru ein grein al-
mannatrygginga, hefði í raun og
veru verið eðlilegast að ákvæðin
um atvinnuleysistryggingar hefðu
verið samin sem einn kafli í al-
mannatryggingalögunum og felld
inn í þau lög. Það varð því að
ráði, að skipa aðra nefndarmenn
með hliðsjón af þessu. Auk áður-
nefndra manna frá A. S. í. og
V. S. í. voru þá skipaðir í nefnd-
ina Gunnar J. Möller, hæstaréttar-
lögmaður, Hjálmar Vilhjálmsson,
skrifstofustjóri og Haraldur Guð-
mundsson, forstjóri, sem skipaður
var formaður nefndarinnar, en all-
ir þessir menn áttu sæti í nefnd-
inn, sem fjallaði um almanna-
tryggingarnar. Það kom fljóít í
Ijós, að óvænlega liorfði um sam-
komulag í nefndinni, svo eigi þótti
að svo stöddu fært að sameina
löggjöf þessa almannatryggingalög
unum.
Það var ætlun ríkisstjórnarinnar,
að leggja frumvarp þetta fyrir
Alþingi snemma á þingtímanum,
en það gat þó eigi orðið fyrr en
nú og eru þessar ástæður fyrir
drættinum, sem orðinn er á mál-
inu„ - helstar:
Ýmis þau atriði, sem samið var
um að vera skyldu í frumvarpinu,
sbr. fylgiskjal I við frumvarpið
voru óljós. í nefndinni varð því
ágreiningur um sum þessi atriði,
einkum milli fulltrúa A. S. í og
V. S. í. og tafði það mjög störf
nefndarinnar. Nefndin hefir hald-
ið um 20 bókaða fundi, auk fjölda
funda, sem ekki eru bókaðir, sem
formaður og einstakir nefndar-
menn hafa setið. Tillögur um sam-
komulag hafa verið ræddar fram og
aftur, en árangurinn varð sá, að
sámkomulag hefur ekki náðst í
nefndinni og- liafa þrír nefndar-
manna þeir Björgvin Sigurðsson,
Eðvarð Sigurðsson og Haraldur
Guðmundsson gert grein fyrir sér-
stöðum sínum með sérstökum bók
unum, sem birtar eru með athuga-
semdum við frumvarpið. Mun ég
koma að þessum fyrirvörum
nokkru nánar áður en ég iýk máli
mínu.
Eg vii geta þess nú strax, að
um eitt helzta ágreiningsefnið
varflandi greiðslu bótanna, baufl
ríkisstjórnin að leggja málið í
gjörð, en því var hafnað af báðuin
aðihim. Ríkisstjónin hefði verið
fús að leggja fleiri þessi ágrein-
ingsefni í gerð, ef deiluaðilar
liefðu getað fallizt á slíka lausn.
Ríkisstjérnin hefur í öllum at-
riðum viljað efna það heit, sem
hún gaf, en henni hefur verið
mikill vandi á höndum varðandi
þau atriði, sem mestum ágrein-
ingi hafa sætt milli deiluaðil
anna. Ilún vill í lengstu lög
freista þess að fá samkomulag í
þessu efni, en ef það ekki fengist,
að deiluaðilar kæmu sér saman
um gjörð, en eins og áður scgir
var þess ekki kostur.
Nauðug viljug hefur því rikis-
stjórnin orðið, að leggja úrskurð
á þessi deiluefni, sem sum eru
þannig vaxin, að hver úrskurður
sem á yrði lagður, myndi talinn
brigð á því, sem heitið var, af
öðrum hvorum aðila. Önnur ástæða
sem orsakað hefir drátt á fram-
lagningu frumvarpsins, er hreint
og beint annríki ríkisstjórnarinn-
ar. Önnur mál, sem meta hefir orð
ið meira hafa orðið að sitja í fyr-
irrúmi, en frumvarp það, sem hér
liggur fyrir, orðið að bíða.
Efni frumvarpsins.
Ég mun nú snúa mér að frum-
varpinu sjálfu. Það er ástæðulaust
að fjalla hér um einstakar greinar.
í því efni nægir að vísa til athuga-
semda frumvarpsins.
Ákvæði um atvinnuleysistrygg-
ingar voru fyrst lögtekin hér á
landi með lögum um alþýðutrygg-
ingar frá árinu 1936. í V. kafla
þeirra laga var gert ráð fyrir, að
verkalýðsfélögin mynduðu atvinnu
leysisstyrktarsjóði með iðgjalda-
greiðslum sjóðfélaga sinna. Skyldi
ríkissjóður, og hlutaðeigandi sveit
arsjóður greiða hvor um sig fram-
lög til sjóðanna er árlega næmu
frá hvorum aðila 50 af hundraði
greiddra iðgjalda sjóðfélaga. Þessi
akvæði voru dauður bókstafur, og
hafa aidrei verið framkVæmd. Þá
má geta þess, að með lögum nr.
42 frá 1943 skyldi verja 3 millj.
króna af verðlækkunarskatti til i
þess að efla alþýðutryggingar.
Þegar núvcrandi lög um al-
mannatryggingar voru sett, var
fé þessu óbeint rúðstafað til vænt
anlegra atvinnuleysistrygginga,1
sbr. 100. gr. þeirra laga. Sjóður
þessi nam við síðustu árslok ca. |
lir. 4.360.000.00 og er þessi fúlga |
stofnfé atvinnuleysistrygginga-
sjóðsins, sbr. 1. gr. frumvarpsins
og 7. atrifli samkomulagsins, sjá
fylgiskjal I með frumvarpinu.
Það frumvarp, sem hér liggur
fyrir, er í ýmsúm efnum frá brugð
ið þeim lögum, sem í öðrum lönd
um gilda um slíkar tryggingar.
Veldur þar mestu, ýms ákvæði,
sem bundin voru í margnefndu
samkomulagi deiluaðila, sjá fylgi
skjal I við frumvarpið. Sem dæmi
skulu hér nefnd aðeins tvö atriði.
Verkamenn greiða ekki iðgjöld.
í fyrsta lagi, náðist ekki sam-
komulag um það, að verkamenn
sjálíir greiddu iðgjöld. Sá háttur
mun víðast vera á hafður í öðrum
löndum og frámlög ríkissjóðs og
sveitarsjóða þá miðuð við iðgjalda
greiðslur þeirra eða sjóðfélaganna.
í samkomulaginu bundu atvinnu
rekendur sig.til að greiða iðgjöld
til sjóðsins, sbr. 2. atriði sam-
komulagsins. Framlög sveitarsjóðs
og ríkissjóðs eru miðuð við iðgjöld
atvinnurekendánna, framlög sveit-
arsjóðanna jafnhá iðgjöldum þeirra
og framlag ríkissjóðs tvöfalt.
Fráleit niðurstafla — en bundin.
í öðru lagi skal það, sem inn-
STEINGRÍMUR STEINÞÓRSSON
heimt er á félagssvæði og í starfs-
grein hvers einstaks félags eða
félagasambands, lagt inn á sér-
reikning þess félags eða
sambands í sjóðnum, sjá 1. gr.
frumvarpsins og 4. atriði samkomu
lagsins. Á þeim stöðum, sem mikil
atvinna er, verða iðgjöld atvinnu
rekenda mikil, sama gildir fram-
lög ríkis og sveita. Sjóðir þess-
ara staða verða væntalega brátt
allgildir. Einmitt á þessum stöðum
mun lítils f jár við þurfa til greiðslu
atvinnuleysisbóta, því þar er næg
atvinna. Öfugt við þetta er því
farið á þeim stöðum, sem stopul
er atvinna. Þar verða iðgjöld at-
vinnurekenda tiltölulega lág, fram
lög sveita og ríkis slikt hið sama.
Á þessum stöðum verður þörf-
in fyrir atvinnuleysisbætur mikil,
vegna mikils atvinnuleysis, en
möguleikarnir litlir til að mæta
þeirri þörf. Segja má því, afl þörf
in fyrir bótagreiðslur sé í öfugu
lilutfalli við fjármagn þafl, sem
fyrir hcndi er til greiðslu bóta.
Þetta er vitanlega fráleit niður-
stafla, en verður þó við svo búið
að' standa, þar eð samkomulagið
bindur þetta ótvírætta á þann veg,
er nú var lýst: Því fráleitara er
þetta, vegna þess, afl fjárins til
trygginganna er að þrem fjórðu
Iilutum aflað frá því opinbera.
Að vísu er svo ákveðið í 19. gr.
frumvarpsins að lána megi milli
sérreikninga, ef ríkisábyrgð er fyr
ir hendi. í þessu efni er það og
mikilsvert atriði, sem segir í at-
hugasemdum við 3. gr., en þar
segir, að nefndin hafi verið sam-
mála um það, varðandi þau útlán,
sem fært yrði að veita úr sjóðnum,
að forgangsrétt eigi lán, sem ætluð
eru til varanlegrar atvir.nuaukn-
ingar á þeim stöðum, sem þörf
er fyri slíkar framkvæmdir.
Frv. er frumsmífl.
Ég hefi hér drepið á tvö atriði,
sem eru næsta sérstæð og afbrigði
leg í slíkri löggjöf sem þessari.
Fleira mætti nefna, sem líkt stend
ur á um, en ég mun sieppa því að
sinni. Um frumvarpið sjálft vil ég
taka fram, að þar eð hér er um
frumsmíð að ræða, má gera ráð
fyrir, að í Ijós komi, þegar lögin
koma til framkvæmda, að láðst
hafi að setja ákvæði, sem nauðsyn
leg kunna að vera, eða ákvæði þau,
sem sett eru reyndist að ein-
hverju leyti gölluð. í þessu sam-
bandi er rétt að vekja athygli á
því, að lög þessi skulu endur-
skoðuð eftir tvö ár, sbr. 22. gr.
frumvarpsins og 9. atriði sam-
komulagsins. Gefst þá kostur á
því, að lagfæra það, sem áfátt
kann að reynast þegar lögin koma
til framkvæmda.
Frumvarp um vinnumifllun.
Frumvarpi því um atvinnuleys-
istryggingar, sem hér liggur fyr-
i_r fylgir frumv. um vinnumiðlun.
Ég vil leyfa mér að fara um það
frumvarp örfáum orðum. Það var
ekki verulegur ágreiningur í nefnd
inni um það frumvarp, og ein-
stakir nefndarmenn hafa ekki lát-
ið bóka neina fyrirvara um það.
Þau lög, sem nú gilda um vinnu-
miðlun, eru aðeins heimildarlög.
Þar eð rétturinn til atvinnuleysis-
bóta, skal sannaður með vottorði
vinnumiðlunar, nægja ekki þau
heimildarákvæði um þetta, sem nú
gilda. Tryggja varð vinnumiðlun I
á öllum þeim stöðum, sem lögin
eiga að taka til. Til þess að fyrir-
byggja umfangsmikið skrifstofu-
bákn í sambandi við vinnumiðlun-
ina, er svo ákveðið í frumvarpinu,
að hver sveitarstjórn annist hana
í sínu sveitarfélagi í samráði og
með aðstoð fulltr. frá verkam. og
atvinnurekendum. Sveitarstjórn er
heimilt, að fela vinnumiðlun odd-
vitum sínum, sveitarstjóra, bæjar-
stjóra eða sérstökum manni og
heimilt er bæjarstjórn að setja á
fót vinnumiðlunarskrifstofur. Öll
vinnumiðlun verði rekin undir yfir
stjórn félagsmálaráðuneytisins, er
njóta skal ráða og aðstoðar full-
trúa frá A. S. í og V. S. í. um
allt það, er vinnumiðlun varðar í
landinu. Gert er ráð fyrir að ríkis
sjóður beri að Va hluta kostnað við
vinnumiðlun sveitarfélaganna og er
þetta ákvæði í samræmi við þau
ákvæði sem voru í eldri lögum
um vinnumiðlun. Við samningu
þessa frumvarps hefur verið höfð
hliðsjón af samþykktum Alþjóða-
vinnumálastofnunarinnar um vinnu
miðlun. Ef frumvarp. þetta verður
að lögum mun hægt að fullgilda
þessar samþykktir I. L. O., sem
til þessa hefur ekki verið hægt
að gera vegna ófullkominna laga
ákvæða hér á landi um þessi efni.
Þess má geta, að flest Norður-
löndin hafa fullgilt nefndar sam-
þykktir I. L. O. Ákvæði laga um
atvinnuleysisskráningar eru felldar
inn í frumvarpið, þar eð slík skrá-
ning er aðeins einn þáttur vinnu-
miðlunar.
Að lokum skal ég með .örfáum
orðum geta um fyrirvara hinna
einstökú nefndarmanna.
Fyrirvari V. S. í.
Björgvin Sigurðsson, fulltrúi V.
S. í., hefur lagt til að iðgjalds-
greiðsluskylda atvinnurekenda
verði bundin við þær launagreiðsl
ur einar, sem inntar eru af höndurrt
til „tryggðs" aðila, sbr. 2. atriði
samkomulagsins. Hér er eitt dæmi
um óljóst orðalag samkomulags-
ins Hver er tryggður aðili? Er það
sá einn, sem nýtur bóta? Ef svo
er, hvernig geta þá skattayfir-
völdin vitað það ,þegar iðgjöld
eru á lögð, hverjir kunna að njóta
bóta? Sé með tryggðum aðilum
átt við þá eina, sem eru meðlim-
ir í verkalýðsfélagi, má segja að
álagningin væri framkvæmanleg
a. m. k. teoretiskt séð. En það
yrði feikna viðbótarstarf, sem Iagt
yrði á skattayfirvöldin, ef fara ætti
að þessari greiningu. Þar að auki
er sá alvarlegi Ijóður á þessu ráði,
að með þessu móti yrðu launa-
greiðslur atvinnurekenda lægri
vegna þeirra verkamanna, sem eigi
eru meðlimir í verkalýðsfélagi. Það
hefur verið meginregla hvervetna
þar, sem verkalýðsfélög starfa, að
þau hafa ekki sætt sig við, að
unnið væri fyrir lægra kaup en
þau hafa samið um við atvinnurek
epdur. Gildir þetta ekki aðeins
félagsmenn heldur og alla þá aðra,
sem unnið hafa vinnu, sem taxti
hefur verið settur um. í frum-
varpinu er því svo kveðið á, að
atvinnurekendur greiða iðgjöld
vegna allrar þeirrar vinnu, er unn
in er á þcim stöðum þar sem lög-
in gilda og hlutaðeigandi verka-
lýðsfélag hefur sett eða samið um
kauptaxta fyrir. Björgvin bendir
réttilega á það í fyrirvara sínum,
að ósamkvæmni sé í því, að með-
limir verkalýðsfélaga einir geti
öðlast bætur, þótt iðgjöld séu
greidd vegna allra verkamanna.
Rétt er að vekja athygli á því, að
þeir eru nú ekki margir, sem ann-
ars ættu rétt til atvinnuleysisbóta,
sem ekki eru félagar í verkalýðs-
félagi, svo mjög skaðlegt mun þetta
ákvæði ekki reynast í framkvæmd
inni. Það er svo hins vegar aðal-
atriðið, að þar sem tekjur atvinnu-
leysistryggingarsjóðs eiga að fær-
ast á sérreikninga hlutaðeigandi
verkalýðsfélaga, verður ekki séð,
að fært sé, að ráðstafa þeim til
utanfélagsmanna. Slíkt væri brot
á samkomulaginu. Þá hefur Björg-
vin haldið því fram, að það ákvæði
frumvarpsins, sem ákveður, að út-
hlutunarnefnd annist bótagreiðsl-
ur, sbr. 21 gr. sé brot á þeim for-
sendum, sem samkomulagið hafi
verið byggt á. Þetta er að því leyti
rétt, að orðið úthlutun, sem viðhaft
er í samkomulaginu, sbr. 6. atriði
þess, bindur það ekki í sér, að bæt
urnar skuli greiðast af úthlutunar
nefndum. Það er einmitt þetta at-
1 riði, sem ríkisstjórnin bauð deilu-
aðilum að leggja í gjörðardóm
og fá þannig útkljáð, en báðir að-
ilar höfnuðu. Að vandlega athug-
uðu máli var litið svo á, að umrætt
fyrirkomulag stæði opið og valin
sú leið, sem nánar segir í 21. gr.
sem fulltrúi verkalýðssamtakanna
Eðvarð Sigurðsson taldi sig eftir
atvikum geta unað við. Önnur fyr
irvaraákvæði Björgvins hafa minni
þýðingu og mun ég að svo stöddu
ganga fram hjá þeim.
Fyrirvari A. S. f.
Eðvarð Sigurðsson, fulltrúi A.
S. í. gerir athugasemd við skipun
þeirra tveggja manna í úthlutunar
nefnd, sem laus er látin í samkomu
laginu. Ég sé ekki ástæðu til að fjöl
yrða um þessi atriði. Loks telur
hann, að hámark bóta, samkvæmt
18. gr., ætti að vera hærra en þar
er ákveðið. Hámark bótanna, sbr.
18 gr., er hið sama og bætur vegna
slyss. Ef borin eru saman þessi tvö
atvik, slysifl sem grundvöll bóta-
greiðsla annarsvegar og atvinnu-
leysið sem grundvöll bótagreiðslu
hinsvegar, kemur í ljós, að hið
fyrra er mun traustarai grundvöll
ur fyrir bótagreiðslur en hið síðast
talda. Minna má á það, að slysið
er það atvik, sem fyrst þótti ástæða
til að tryggja með sérstakri lög-
gjöf hér á landi. Atvinnuleysifl
hefur þótt öllu vafasamari grund-
völlur, enda er það fyrst nú, að
ráðist er í tryggingar á þessum
grundvelli hér á landi. Það væri
herfilegt ósamræmi ef greiða mætti
hærri bætur vegna atvinnuleysis,
sem óneitanlega má véfengja, a.
m. k. í sumum tilvikum, heldur
en vegna slyss, sem jafnan bera
að með þeim hætti, að með engu
móti verður véfengt. Telcjuöflunin
sýnist ekki geta ráðið úrslitum
í þessu efni. Atvinnurekendur ein
ir bera uppi slysatryggingarnar
en atvinnuleysistryggingarnar
verða bornar uppi af opinberum
aðilum að % hlutum, en af at-
vinnurekendum að 1/4 hluta.
Fyrirvari Haralds Guflmundssonar.
Þá er fyrirvari Haralds Guð-
mundssonar. Hann vill mynda sér-
staka rikisstofnun til þess að ann
ast vinnumiðlun, atvinnuleysis-
tryggingar o. fl. Ég hef áður vakið
athygli á því, að atvinnuleysis-
tryggingar sé ein grein almanna-
trygginganna. H. G. mun hafa að-
hyllst þessa skoðun þegar hann
á árinu 1936 beitti sér fyrir setn-
ingu alþýðutryggingarlaganna.
Hann var þá félagsmálaráðherra.
Atvinnuleysistryggingarnar eru
sérstakar tryggingar innan al-
mannatrygginganna algjörlega sam
svarandi slysatryggingum og sjúkra
tryggingunum. Þær eiga því í raun
réttri heima á sama stað og þessar
tryggingar eða hjá Tryggingar-
stofnun ríkisins. Sá staður er þeim
búinn í því frumvarpi, sem hér
liggur fyrir eftir því sem gallað
samkomulag í harðvítugri vinnu-
deilu frckast leyfði. Að öðru leyti
gefur fyrirvari H. G. mér ekki
tilefni til athugasemda.
Loks skal þess getið, að Gunnar
J. Blöller tók ekki afstöðu til 21.
gr. frv., en lét þess getið í gjörð-
arbók nefndarinnar, að hann teldi
eðlilegast að félagsmálaráðherra
leggði frv. fram með þeirri túlkun
á 6. atriði samkomulagsins fskj. I,
sem honum þætti hlýða.
Skjótrar afgreiðslu vænst.
Eins og Ijóst er af samkomu-
laginu, sbr. fylgiskjal I, hefur
ríkisstjórnin gefið fyrirheit um að
frumvarp þetta skuli lagt fram
á þessu þingi og afgreitt á því.
Þótt svo langt sé liðið á þetta
þing, þegar mál þetta er lagt fyrir
legg ég á það höfuðáherzlu að
! háttvirt Neðri-deild afgreiði frum
J varpið eins fljótt og ástæður frek-
ast leyfa.