Tíminn - 03.03.1956, Page 8

Tíminn - 03.03.1956, Page 8
8 í siendingajpætúr S jötug: Guðlaug Hjörleifsdóttir 1 Guðlaug er fædd að Undirfelli I í Vatnsdal 3. marz 1886. Voru for-1 eldrar hennar séra Hjörleifur Ein- i arsson prófastur á Undirfelli og' seinni kona hans Björg Einars- J dóttir. Fæddust þeim hjónum 5 j börn, en aðeins 2 komust til full- i orðinsára, Guðlaug og séra Tryggvi ] Kvaran á Mælifelli. Með fyrri konu | sinni átti séra Hjörleifur syni, meðal þeirra var hinn þjóðkunni rithöfundur og mannvinur Einar Kvaran. í glöðum hópi æskufólks á mann mörgu heimili, þar sem fjöldi ungra manna sótti fræðslu og menntun, ólst Guðlaug upp. Guð- rún Björnsdóttir frá Kornsá segir í bókinni „íslenzkar kvenhetjur“ um Guðlaugu: „Okkur kemur sam an um það, æskuvinkonu minni, Guðlaugu Hjörleifsdóttur prófasts á Undirfelli, að enginn unglingur nú á tímum muni eiga eins skemmtilega æsku og við áttum. Teljum við hægt að færa að því nokkur rök. Dalurinn er fagur og frjósamur og veðurblíða þar meiri en í flestum nærsveitum. Þar var þéttbýli og heimilin mannmörg og félagslíf óvenju mikið, enda var fólkið vel mannað. Þar var líka um alllangt skeið, að mörgu leyti menningarmiðstöð sýslunnar. Og um Guðlaugu segir hún: Ég held Guðlaugu hafi verið skáldeðlið í blóð borið. Hana dreymdi fagra drauma um ferðir til fjarlægra landa, um ást og unað og ævin- týraprins. Henni lágu orðin létt á tungu, og var leikur einn að bregða upp litríkum myndum. Þegar Guðlaug var um þrítugt, varð séra Hjörleifur fyrir því slysi, að lærbrotna, þá nær hálfáttræður. Var það ákaflega illt beinbrot. Lá hann heilt ár rúmfastur, oft með miklum þrautum. Upp frá því varð hann að staulast við staf og hækju. Árið 1907 flutti séra Hjörleifur með fjölskyldu sína til Reykja- víkur. Keypti hann hér liús, mátti heita að allar eignir hans gengju í þau húsakaup. Hér lifði hann í þrjú ár. Þegar fjölskyldan flutti suður, fór Guðlaug til Noregs til mennta. Dvaldi hún þar um tíma, og heldur hún enn vináttu við konu þá, sem hún var hjá. Þegar lieirn kom, fékkst Guðlaug við sauma og kennslu. Unnu þær mæðgur mikið, enda var séra Tryggvi í skóla, og honum vildu þær báðar hjálpa sem þær máttu. Það segir sig sjálft, að mikil viðbrigði hafa það verið fyrir fjöl- skyldu séra Hjörleifs að búa við þröngan kost hér í Reykjavík, eftir allsnægtir á mannmörgu prests- setrinu á Undirfelli. En með æðru leysi tóku þau umskiptunum. í Vatnsdal hafði Einar Kvaran bróðir Guðlaugar stofnað stúku. Fundir voru haldnir á Undirfelli. enda voru þau séra Hjörleifur og kona hans óþreytandi að vinna fyrir bindindismálið. í því starfi tók Guðlaug snemma þátt. Átroðn- ingur hefir það verið á heimilinu, en það var ekki eftir talið. Að vinna fyrir gott málefni þjóðinni til heilla voru þau einu laun, sem goldin voru og með þau var þetta fólk ánægt. Þegar Guðlaug kom til Reykja- víkur, gekk hún í stúkuna Ein- ingu, og þegar stúkan Mínerva var stofnuð, var hún ein af stofn- endunum. í hópi templara segist hún hafa kynnzt *mörgu ágætu fólki, körlum og konum, sem sér þyki alltaf vænt um. Þótt Guðlaug sé ekki í stúku, er hún einlæg bindindiskona. Annað áhugamál Guðlaugar eru trúmál. Hún er einlæg trúkona, víðsýn og frjálslynd og sannleiks- leitandi. Kirkjan er henni helgur staður og þangað sækir hún svöl- un trú sinni. Ung að árum komst Guðlaug í kynni við sálarrannsóknir. Einar Kvaran bróðir hennar og séra Har- aldur Níelsson voru forgöngumenn um þær hér, eins og kunnugt er. Telur Guðlaug það mikið lán, að hafa átt kost á að kynnast séra Haraldi og þeim boðskap, sem hann flutti þjóð sinni. Árið 1921 giftist Guðlaug Sig- urði Kristinssyni, sem þa var kaup félagsstjóri á Akureyri. Hafði hann tekið við því starfi af Hall- grími bróður sínum, þegar hann tók við framkvæmdastjórastarfi hjá Sambandi íslenzkra samvinnu- félaga. Þegar Hallgrímur féll frá á bezta aldri, var það að ráði hjá ráðamönnum S. í. S. að fá Sig- urð til að taka við starfi hins ástsæla foringja síns. Fluttu þau hjónin þá hingað til Reykjavíkur og var Sigurður framkvæmdastjóri Sambandsins þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir, en enn er hann formaður sambandsstjórn- ar. Þau Guðlaug og Sigurður eign- uðust 4 börn. Tveir drengir eru á lífi, Hjörleifur listmálari og Hallgrímur lögfræðingur, auk þess ólu þau upp stúlku, Valgerði að nafni, og gengu henni í foreldra stað. Hjónaband Guðlaugar og Sig urðar hefir verið mjög hamingju- samt, enda telur hún það sitt mesta lán í lífinu að hafa kynnzt svo góðum manni sem Sigurður er. Þegar Eyjólfur móðurbróðir Guðlaugar dó frá þrem litlum drengjum á aldrinum 14 til 6 ára, sóttu þau séra Hjörleifur og Björg alla drengina og ólu þá upp. Einn þeirra er Þormóður Eyjólfsson á Siglufirði. Þau vildu ekki aðskilja munaðarleysingjana, og bættu þeim við, þótt margt væri fyrir á heimilinu. Þetta sýnir kannske betur en nokkuð annað hjarta- gæzku og stórhug þeirra hjóna. En ég minnist á þetta, því mér finnst Guðlaug hafa fengið þenn- an góða arf frá foreldrunum. Hlý og yfirlætislaus réttir hún hjálp- arhönd alls staðar, þar sem hún getur og finnst þörf. Hún þolir ekki að neinum sé rangt gert, og vill rétta hlut þeirra, sem undir verða i lífinu. Ég minnist umhyggju hennar fyrir einstæðingsstúlku, sem hún þekkti og henni fannst verða hart úti, og hvé glöð hún varð, þegar búið var að gera það sem hægt var fyrir stúlkuna. Átti Guðlaug sinn þátt í því. Ég kynntist Gúðlaugu ekki fyrr en á fullorðinsárunum í kvenfé- laginu okkar. Finnst mér ég miklu ríkari fyrir. Hún hefir setið í stjórn hjá okkur og verið formað- ur bazarnefndar frá stofnun fé- lagsins, þar til í haust, að hún baðst undan kosningu. Hefir hún unnið ötullega fyrir félagið og á það henni mikið að þakka. Veit ég að ég mæli fyrir munn allra kvennanna í félagi Framsóknar- kvenna, þegar ég óska henni til hamingju á þessum merkisdegi og þakka henni fyrir öll hennar störf í þágu félagsins. Guðlaug ber aldurinn vel, svo ó- trúlegt er, að hún hafi svo mörg ár að baki. Það er ósk mín, að Elli kerling verði jafn mjúkhent á henni áfram, og að hún megi búa við góða heilsu mörg ár enn og njóti þess yls og birtu, sem hún sjálf hefir fært öðrum, þeg- ar aldurinn færist yfir. Guðlaug Narfadóttir. Erlent yfirlit (Framhald af 6. siðu.) Eisenhowers á sínum tíma, hefðu reynt að fá forsetaefni úr sínum hópi, og hægri mennirnir hið gagn stæða. Framhjá þessum átökum hefir verið komist með framboði Eisenhowers, en með því er hins vegar ekki útilokað, að deila verði um varaforsetaefnið. Sennilega reyna hægri menn að koma Know land í það sæti, en takist það ekki munu þeir sennilega styðja Nix- on. Dewey verður hins vegar vara forsetaefni hinna frjálslyndu, en að honum frágengnum hefir verið talað um Herster ríkisstjóra í Boston, en hann nýtur mikils á- lits og hefir sem þingmaður aflað sér mikillar þekkingar um utan- ríkismál. Ef Eisenhower vill getur hann afstýrt þessum deilum með því að segja það ákveðið, hvaða varaforsetaefni hann óskar eftir. FRAMBOÐ Eisenhowers er líklegt til að draga úr átökum um það hjá republikönum, hver verði forsetaeíni þeirra. Áður benti flest til þess, að þeir væru vissir um sigur, og jók það eðlilega keppn- ina um útnefninguna. Nú eru sig- urvonir orönar litlar, þótt vafa- laust dragi það eitthvert fylgi frá Eisenhower, að menn treysti ekki heilsu hans og finnist því, að með því að kjósa hann, séu þeir að kjósa einhvern annan. Eftir þetta má því telja líklegt, að demókratar sameinist enn bet- ur um Stevenson en áður, þar sem hann er vafalaust sigurvænlegast- ur í keppninni við Eisenhower. Hann er líklegastur af forustu- mönnum demókrata til að ná fylgi þeirra óháðu kjósenda, er kusu Eisenhower í seinustu kosningum. Talsvert hefir verið rætt um það, hvernig demokratar muni haga áróðri sínum, eftir að kunn- ugt er um framboð Eisenhowers. Hingað til hafa þeir deilt lítið á hann persónulega. Sennilegt er, að þeir haldi því áfram, en beini á- róðri sínum þeim mun meira gegn samstarfsmönnum hans og vara- TÍMINN, laugardaginn 3. marz 1956. forsetaefni republikana. Þeir munu vafalaust leggja á það mikla á- herzlu, að óheppilegt sé, að van- heill ma*ður gegni forsetaembætti á því samkeppnistímabili milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, sem nú virðast framundan. EINS OG horfum og spádóm um er nú háttað, virðist Eisenhow er viss um sigur, þrátt fyrir van- heilsuna. En margt getur breyzt þangað til í haust. Ef því heldur áfram, að Bandaríkin mæti ekki stjórnmálasókn Sovétríkjanna með breyttum vinnuaðferðum og Rúss um tekur því að veita betur í kalda stríðinu, mun það vafalaust geta haft mikil áhrif á úrslit kosn- inganna. Frá sjónarhól þeirra, sem álengdar eru, myndi það að öllum líkindum reynast heppilegra fyrir Bandaríkin og lýðræðisþjóðirnar í heild, ef demókratar ynnu í næstu kosningum, því að þeir eru yfirleitt viðsýnni og frjálslyndari í utanríkismálum en republikanar. Endanlega verður þó ekki hægt að dæma um þetta fyrr en séð er, hvert varaforsetaefni republíkana verður, því að valið á því mun gefa mikla vísbendingu um það, hver utanríkisstefna republíkana verður. Ef það verða menn eins og Dewey, Stassen og Herter, skiptir það sennilega ekki miklu fyrir utanríkisstefnu Bandaríkj- anna hvor flokkurinn sigrar. Þessir menn hafa svipuð viðhorf til al- þjóðamála og forustumenn demó- krata. Öðru máli gegnir um Know land og nokkur óvissa ríkir um afstöðu Nixons. Þ. Þ. Grænlandsjökull j (Framhald af 4. síðu.) brotizt frá einni bækistöðinni til annarrar unz áfangastaðnum var að lokum náð. Árið 1951 kom slæmt slys fyrir. SJeði rheð tveim mönnum hvarf í jökulsprungu og biðu báðir bana. Nú dvelst þessi ötuli vísinda- maður í Osló. Hann kom fyrir nokkrum dögum til Parísar með flugvél beint frá suðurpólnum, þar sem liann stjórnaði leiðangri Frakka þar um slóðir. Þeir eru sannarlega ekki margir, sem búa til skiptis á norður- og suðurpóln- um, en það liefir þessi duglegl franski vísindamaður gert og með góðum árangri. 'iiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiirnn miðstöðvarkatlar fyrir sjálfvirk kynditæki 1 og sjálftrekks brennara með 1 | eða án hitavatnsspírals. f [ Einnig fyrirliggjandi spírals- | hitavatnsgeymar. 5 VÉLVIRKJUN, Sigtúni 57 sími 3606. | 5 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiMiiimiimuMMMMMiimiBfl Hjartanlega þökkum við auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför Sigríðar Ólafsdóttur, Skíðbakka, Landeyium. Árni Erlendsson, Erlendur Árnason, Guðbjörg Jónasdóttir. Cal. 22/5.5 x 36 R No/.Lengd 1050 mm, þyngd 2.8 kg. Skot- lengd 1000—1200 m., þrílaufasigti, breytanlegt sigti. Mauser skipti, öryggisloka bæöi á gikknum og pinnanum. Fimm skota magasin, valhnotuskepti. KOVO Praha, Czechoslovakia,

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.