Tíminn - 04.03.1956, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.03.1956, Blaðsíða 7
T ÍM I N N, siiinnidagiim 4. marz 1956. 7 KP| K 1 SKRAFAÐ OFT AÐ undanförnu liefir verið komist svo að orði, að öld kjarnorkunnar sé að hefjast og muni lífskjör og öll aðstaða verða þá allt önnur en nú, sakir þeirrar miklu orku, sem komi til sögunn- ar við nýtingu þessa nýja aflgjafa. Seinustu misserin er jafnhliða far- ið að tala um öld sjálfvirku vél- anna. í erlendum blöðum er nú meira og meira um það rætt, að sjálfvirku vélarnar muni valda engu minni breytingum á kjörum manna cg högum en kjarnorkan — jafnvel meiri. Með miklum rétti má segja, að bæði kjarnorkan og sjálfvirku vél- arnar séu börn seinustu heims- styrjaldar. Eins og venja er í styrj- öldum, var þá mikið kapp lagt á það að fullkomna og hagnýta ýms- ar fyrri uppgötvanir og leita nýrra, sem tækju hinum eldri fram. Þetta bar þann árangur m. a. að það tókst að beisla kjarnorkuna. Þá tókst einnig að finna upp ýmsar sjálfvirkar vélar, sem gáfu glöggt til kynna, hvílíkir möguleikar fól- ust á því sviði til að létta störfin og spara mannaflið. í því sam- bandi má m. a. nefna sjálfvirkar loftvarnabyssur, sem stjórnað var með radartækjum, og hinar furðu legustu sjálfreiknivélar, sem her- inn notaði við hina margháttuðu útreikninga sína. Síðan styrjöldiani lauk hefir verið lagt á það mikið kapp að finna nýjar leiðir til að auðvelda notkun kjarnorkunnar og liefir atliyglin mjög beinst að því starfi vísindamannanna. Litlu eða engu minna kapp liefir verið lagt á það að finna upp sjálfvirkar vél- ar á sem flestum sviðum. Árang- urinn á því sviði liefir þegar orð ið hinn furðulegasti. Flestum Kemur þó saman um, að þetta sé aðeins byrjunin. Því er nú farið að tala um, að öld sjálf- virku vélanna sé að hefjast. Aft ur og aftur er nú brugðið upp myndum af þeim stórfelldu breyt ingum, sem sjálfvirku vélarnar muni valda í lífi manna. Fram til þessa hafa Bandaríkja- menn haft forustuna á sviði sjálf- virku vélanna. Þeir eru þar komn- ir miklu lengra áleiðis en nokkur önnur þjóð. Rússar hafa nú lýst yfir því, að þeir ætli að hefja fyllstu samkeppni við Bandaríkja menn í þessum efnum sem öðrum. Eitt af helztu atriðum fimm ára áætlunarinnar, sem samþykkt var á nýloknu flokksþingi rússneskra kommúnista, var stórfelld aukning sjálfvirkninnar í iðnaðinum. Mannlsusar verksmiSjur. ÞAÐ ERU engan veginn stóru þjóðirnar einar, sem láta þessi mál til sín taka, þótt þær hafi mesta möguleika til að hagnýta sér sjálf virknina, alveg eins og kjarnork- una. Smáþjóðirnar gefa þessu móli sívaxandi gaum. Þannig efndi Al- þýðuflokkurinn og Alþýðusamband ið í Noregi nýlega til einskonar ráðstefnu, sem var nefnd: Tæknin og framtíðin. Á ráðstefnu þessari voru margir sérfræðingar fengnir til að halda fyrirlestra, sem flest- ir fjölluðu um þau áhrif og þær afleiðingnr, sem vaxandi nolkun sjálfvirku vélanna mvndi hafa í för með sér. Á ráðstefnu þessari var brugð ið upp hinum ótrúlegustu mynd um af þeirri byltingu, sem sjálf virku vélarnar ættu eftir að valda á störfum manua og hög- um. Einn fyrirlesarinn komst m. a. svo að orði, að í framtíðinni mætti vel hugsa séf stórar verk- smiðjur, þar sem enginn maður væri í vélasalnum, heldur væri vinnunni þar stjórnað frá skrif- stofum, þar sem komið er fyr- ir þeim tækjum, er stjórnuðu vélunum og segðu til um störf þeirra. Annar taldi, að öll vinna í skrifstofum myndi gerbreýt- ast, þar sem næstum allt bók- hald myndi unnið af vélum. þannig voru nefnd fjölmörg svip- uð dæmi. Það liggur í augum uppi, að slík notkun sjálfvirkra véla mun hafa Valda sjálfvirku yélarnar svipaðri byltingu og kjarnorkan? - Mannlausar verksmiðjur - Hinn örlagaríki þáttur verk- fræðinganna í samkeppni stórveldanna - Hver verður lilut ur íslands á öid kjarnorkunnar og sjálfvirku vélaima? - Maðurinn í gryf junni - Um drenglyndi og samstarf - ■ Liósm.: Guðni Þórðarson Mynd þessi er úr óburðarverksmiðjunni í Gufunesi, þar sem raforka er notuð til stóriðnaðar með nýtízku aðfcrðum. A myndinui sést mælaborð vetnisverksmiðjunnar, en þaðan er orkunni stjórnað margháttaða byltingu í för méð sér. Vélarnar munu taka að sér mest alla þá Jíkamlegu vinnu, er menn vinna nú. Hægt verður að margfalda framleiðsluna og fækka verkafólki samtímis. Vinnutíminn mun styttast, Þannig má telja lengi áfram. Styttri vinnutími. MEÐAL VERKAMANNA hef- ir nokkuð borið á þeim ótta, að sjálfvirku vélárnar kynnu að or- saka atvinnuléysi. í því tilefni rifj- aði einn ræðumaðurinn á áður- nefndri ráðstefnu það upp, að Walter Rcuther, formaður amer- íska bifvélavirkjasamb., hefði ver- ið spurður að því, ér hann var að skoða sjálfvirka vélasmiðju hjá Ford í Cleveland: Hvernig ætlarðu að fá þessar til að borga félag;- gjöld? Reuther svaraði jafnharðan: Hvernig ætlið- þið að fá þær til að kaupa Fordbíla? Sjálfvirknin mun að sjálfsögðu leiða til þess, eins og áður segir, að verkamohnunum, er vinna !ik amleg störf og erfiðisvinnu, mun stórfækka. Hins vegar mun liverskonar eftirlitsvinna aukast, en þó hvergi nærri til að vega á míti fækkunimii við hiu íyrri störf. Aflei'ðingin af því verður sú, að nauðsynlegt verður að stytta vinnutímann. F.f vel er á máiuiium haídið, eiga sjálívirku vélarnar að geta bæði stytt vinnu túnann og bætt lifskjörin, þar sem þær eiga auðveldlega að geta aukið framleiðsluna og jafnvel margfaidað hana. Fram- leiðslan mun hins vegar ekki seljast, nema kaupgetan sé négu mikil og aímenn. TH þess að tryggja það, að sjálfvirku vél- arnar valdi ekki misréiíi og efnahagslegum glundroða, in:i:i þurfa a'ö ýmsu leyti breytt þjóð- félagskerfi, er sarnræmist hinni nýju véiaold. Byiting Fords. STUTTUM vinnutíma munu fylgja ýms þjóðfélagsleg vandamál. Það verður að gera ráðstafanir til þess að frítíminn sé notaður á rétt an hátt. Vafalítið má telja, að skólaganga verði lengd. I bæjun- um verður að koma upp tómstunda heimilum og út um sveitir og ör- æfi þurfa að rísa upp orlofsheim- ili, þar sem verkafólk getur dval- ið í leyfum sínum. Möguleikar til þess, að listhneigt fólk geti stund- að listræn störf í tómstundum sín um þurfa að aukast o. s. frv. Þannig bendir margt til þess, að sjálfvirku vélarnar eigi eftir að hafa í för með sér breytta þjóð- félagshætti og nýjar lífsvenjur. Því má sennilega með réttu segja, að Hcnry gamli Ford hafi verið mesti byltingamaður 20. aldarinn- ar. Hann tók fyrstur manna upp hinar sjálfvirku vinnuaðferðir í stórum stíl og var fyrsti stórat- vinnurekandinn, sem greiddi verka fólki sínu hátt kaup, því að hann taldi almenna kaupgetu nauðsyn- lega til að tryggja nógu mikla sölu. I Þessi stefna Fords hefir sennilega ! meira en nokkuð annað gert Bandaríkin að því forusturíki á sviði tækni og stórframleiðsiu, sem þau eru nú. Þáttur verkfræðinganna. SJÁLFVIRKAR vólar munu hafa það í för með sér, að miklu meiri þörf verður fyrir sérlærða menn og verkfræðinga cn nú. Margar sjálfvirkar vélar verða margbrotnar og flóknar og því mun þurfa góða kunnáttumenn til að hafa umsjón með störfum þeirra. Það mun og mikið byggjast á sérfræðingunum, hve fljótt og víða þær halda innreið sína í atvinnulífið. Af þessum ástæðum m. a. er það nú kappsmál flestra þjóca að fjölga sem mest hverskonar verkfræðingum. í amerísku blöð MBura kernur það nú cft fram, að Bandaríkjamönnum stafi nú rnest hætta af því í samkeppn- inni við Rússa, að í Sovétríkjun usn séu nú rniklu fleiri ungii’ menn við verkfræðinám en í Bandaríkjuuum. f framhaldi af því ræða biöðin um ýmsar ráð- stafanir til að örfa áhuga ungra manna fyrir verkfræðinámi. Vissulega bendir flest til þess, að þau ríki komist lengst og verði sigursælust, er hafa flestum sér- lærðum mönnum á að skipa á sviði tækni og vinnuvísinda. Þótt þetta kunni að skipta mestu fyrir stór- veldin, skiptir það og vissulega miklu máli fyrir smáþjóðirnar. Hlutur smáþjóðanna á hinni nýju öid. í ræðu þeirri, sem Konrad Nordahl, formaður norska Al- þýðusambandsins, flutti á áður- nefndri ráðstefnu, kvað hann það mikla nauðsyn fyrir Norðmenn, að þeir fyigdust með í þeirri þróun, er hér ætti sér stað. Lítil þjóð, er býr í harðbýlu landi, sagði Nor- dahl, verður að fylgjast vel með á sviði tækni og verklegra framfara, eí Iiún ætlar að halda hlut sínum til jafns við þær þjóðir, sem eru stærri og auðugri. Það er íiltakan- lega stutt síðan við heyrðum tal- að um kjarnorku og sjálfvirkni, en jafnvíst er og það, að ef við gef- um ekki fyllsta gaum að því, sem er að gerast í þessum efnum, munum Við vakna einn daginn við þann vonda draum, að við höfum dregist aftur úr og lífskjör okkar eru orðin lakari en annarra þjóða, er við áður stóðum jafnfætis. Fyrir smáþjóð, er á ýmsan hátt erfitt að fylg'jast með fram- þróuninni á sviði sjáifvirkninn- ar. Hún kostar yfirleitt mikla fjárfestingu og útheimtir stóran markað. Vissar greinar hennar geta þó átt við hjá minni þjó'ð- um. FjTÍr íslendinga er því full ástæða til að reyna að fylgjast vel með þróuninni á þessu sviði. Vafaiaust geta þeir haft af því margvísleg not. Ef smáþjóð eins og íslendingar lætur ógert að fyigjast með hinni nýju tækni og notfæra sér liana ekki, er meira en ljóst hver lilutur þcirra verður á öld kjarnorkunnar og sjálfvirku vélanna. Þær munu þá brátt lifa við lakari kjör en a'ð'r- ar þjóöir og þegai’ svo er kom- ið stendur sjáifstæðið ekki leng ur traustum fótum. Eitt nauðsynlegasta skrefið, sem íslendingar þurfa að stíga, til að fylgjast vel með á þessu sviði, er að greiða fyrir því, að þeir geti eignast sem flesta velmenntaða verkfræðinga og scrlærða menn. Slíkir menn eiga svo að færa nýj- ungarnar heim. Hlutverk þjóðféi- lagsins er að leitast við að skapa þeim, sem beztar aðstæður til þess. Maðurinn í gryfjunni. SÁLARÁSTAND mannsins, sem skrifar forustugrein Mbl. í gær, minnir ósköp mikið á bjarndýrið, sem er að reyna að komast upp úr gryfjunni sinni en mistakast allar tilraunir. Allar enda þær á hina sömu leið, að „eftir situr hlass á eigin rassi enn á ný“, eins og segir í kvæði Mbl. skáldsins um bjarnargryfjuna í Bern. Það getur hver og einn getið sér þess nærri, að það liggur ekkert vel á vesalings birninum, sem hrapar alltaf niður í gryfjuna aft- ur. Á sama hátt geta menn líka skilið það, að það liggur ekkert vel á dómsmálaráðherranum eftir þá árangurslausu viðleitni að hafa reynt að hefja sig með með flokk sinn upp úr þeirri gryfju, sem hann hefir komið sér í með verlc- um sínum fyrr og síðar, en detta svo ofan í hana aftur og þurfa að sitja þar áfram eftir alla hina spaugilegu leikfimi, sem alþjóð manna hefir verið að brosa að seinustu dagana. En verst af öllu er það þó fyr- ir sálarástand umrædds greinar- höfundar, að hann skuli halda þess ari viðleitni áfram og vera alltaf að hrapa aftur og aftur ofan í gryi'juna. Það gerir skapið bara enn verra, enda má sjá þess öll merki á Morgunblaðsgreinni í gær. Hún er samsafn flestra þeirra fúk yrða, sem íslenzk tunga hefir að geyma. En samt er ekki hægt fyr- ir þá, sem þessi fúkyrði eru ætluð, að reiðast neitt yfir þeim. Þvert á móti vekja þær vissa samúð með hlutskipti mannsins í gryfjunni. Það er þó bót í máli að hægt er að ráðleggja honum að losna við að vera alltaf að láta sitt þunga hlass falla með feiknagný á hinn óæðri enda. Hann getur það með því að hætta við þá við- leitni að ætla að reyna að þvo nazistadýrkunina og einræðis- hneigðina af Sjálfstæðisflokknum eða afneita mökum hans við komm únista.Á sama hátt verður hann að leggja þá fjarstæðu á hilluna, að Sjálfstæðisflokkurinn sé „einn fær til forustu", þar sem öllum er ijóst að hann er óhæfasti flokkurinn til að leysa þau mál, sem nú eru mál málanna, efnahagsmálin, því að honum er stjórnað af milliliðum, sem eru manna ólíklegastir til að vilja heilbrigða lausn þeirra. Ef maðurinn í gryfjunni vill þekkjast þessi ráð, mun hann al- veg losna við að fá hina þungu skelli á baklilutann, og vistin í gryfjunni myndi verða þolanlegri eftir það. En góð getur hún aldrei orðið fyrir mann, sem veit sig hafa geta'ð átt á miklu betra vol, ef hann hefði ekki gerst þjónn brask aranna. FúkyrSin um Framsóknarmenn. OFAN Á ALLAR fyrri raunir, virðist það nú hrella mjög mann- inn í gryfjunni, að Framsóknar- menn treysti sér ekki lengur til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. í tilefni af því kallar hann þá hala klippta hunda, ber þeim á brýn hvers konar ódrengskap o. s. frv. Ekkert af þessu reiðirugli er svara vert. En skringilegt mun mörgum þykja, að maðurinn skuli vera svona sár yfir því að missa af samstarfi við Framsóknarmenn, ef hann telur þá eins mikla óþokka og ætla má af skrifum hans. Hór mun ekki farið út í þá sálma að gera neinn samanburð á drengskap Sjálfstæðismanna eða Framsóknarmanna í tilefni af þess um skrifum. Meðan Mbl. getur ckki bent á verk Framsóknar- manna, sem séu hliðstæð Klepps- málinu, Kollumálinu eða útgáfu rógsblaðs, sem stimplaði utanríkis- ráðherra þjón Rússa, mun Tíminn (Framhald á 8. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.