Tíminn - 04.03.1956, Blaðsíða 12

Tíminn - 04.03.1956, Blaðsíða 12
VEÐRIÐ I DAG: Norðan og norðaustan gola, léttskýjað. 40. árg. HITINN f NOKKRUM RORGUM: Reykjavík —i stig, Akureyri -^-5 stig, Kaupm.höfn 3 stig, London 10 stig, New York 13 stig. Úr rætSu Pineau utanríkisráíherra Frakka Einhliða stagi m hemaðar- styrk veikir vesturveldin „EndurskotSun á aístöíunni til kommúnista nautS- syn, annars kunna þeir atS sigra um þa(S er lýkur“ París, 2. marz. — Aðstæður eru nú fyrir hendi, er gera það: nauðsynlegt, að vesturveldin endurskoði afstöðu sína til átakanna milli austurs og vesturs, sagði franski utanríkis- ráðherrann, Christian Pineau í ræðu, sem hann hélt í dag á fundi brezk-bandaríska blaðamannafélagsins í París. Stjórn- málamenn vesturveldanna hefðu haft tilhneigingu til að leggja einhliða áherzlu á hernaðarlegt öryggi, en alþjóðleg deilumál hefðu líka félagslegar og fjárhagslegar hliðar, sem ekki væru ómerkari. Selwyn Lloyd ræðir við Nefaru London, 3. marz. — Selwyn Lloyd er nú kominn til Delhi og hefir þar rætt við Nehru um alþjóða- mál. Hafa þeir rætt mikið um hernaðarbandalög og þýðingu þeirra. Lloyd talaði í útvarp til indversku þjóðarinnar í dag og lagði áherzlu á þá stefnu Vestur- veldanna, að bæði Atlantshafs- bandalagið, Suð-Austur-Asíubanda lagið og Bagdad-bandalagið væru stofnuð til varðveizlu friðarins í heiminum. Indverjar eru hins veg- ar ekjd aðilar að þessum bandalög- um, né styðja þau. í ræðu sinni vék Lloyd að baráttu Indverja fyr- ir baráttu gegn notkun kjarnorku- vopna og tilrauna með þau. Hann sagðist vona, að samkomulag gæti náðst þjóða á milli um þetta mál, en Bulganm og Eisenhower hefðu báðir gert sitt til að leysa þessi mál. Pineau ræðir við von Bretagno París, 3. marz. — Pineau, utanrík- isráðherra Frakka, er nú í Bonn og ræðir við von Brentono, utan- ríkisráðherra Þjóðverja. Mun að- allega vera rætt um Saarmálið, en Þjóðverjum finnst Frakkar hafa helzt til lítinn áhuga á samein- ingu Saar og Vestur-Þýzkalands. Pinau ræddi í dag við Adenauer kanzlara, sem krafði Pineau skýr- inga á ummælum hans í gær, að sameining Þýzkalands ætti ekki að byggjast á endurhervæðingu, held ur ajlsherjar afvopnun. Þá er enn fremur ’talið, að Adenauer finnist heldur daufar undirtektir hjá Frökkum varðandi margendurtekn ar óskir Þjóðverja um aðild að Sameinuðu þjóðunum. Ég viðurkenni mikilvægi hern- aðarlegs styrkleika, sagði Pineau. Kórea sýndi þau sannindi glöggt. •*«» I Tr-ittwiit^-^ll^^fiBlínnfff Rússar liamra stöðugt á friði. En meðan vesturveldin hamra stöðugt og einhliða á því að styrkja hernaðarlegt öryggi sitt, líður ekki sá dagur, að Rússar leggi ekki út af því, hve mikilvægt sé að tryggja friðinn og skapa fjárhagslegan grundvöll undir framleiðsluna. Vesturveldin munu veikja sig, ef 1 þau halda einhliða áfram að tala um öryggi, meðan Rússar beina öllum áróðri sínum að friði. Vest- urveldin verða líka að reka sinn áróður og það verður að vera á- róður fyrir friði fyrst og fremst. Gramur út af N-Afríku. Pineau var bersýnilega gramur yfir afstöðu hinna vesturveldanna til erfiðleika Frakka í N-Afríku. Kvað hann engu líkara en sum ríki héldu, að allt myndi fara vel, ef þau gætu komið þar í stað Frakka. Þetta væri gott dæmi um lélegt samstarf af hálfu vesturveld anna á sviði utanríkismála. Hann stakk því að Bretum, að ekki væri víst að jafn illa hefði tekizt til með Bagdad-bandalagið, ef Frakkar hefðu verið hafðir þar með í ráð- um frá upphafi, en þetta bandalag taldi hann Breta eina hafa beitt sér fyrir. Flotaæfingar á Síamsflóa. Hann vék og að varnarbandalagi SA-Asíu og spurði í því sambandi hvaða þýðingu það gæti haft að halda flotaæfingar á Síamsflóa á kjarnorkuöld. Kvaðst ekki álíta, að það væri nægilegur mótleikur gegn heimsókn kommúnistaleið- toganna til Indlands og Burma á s.l. hausti. Pineau lauk máli sínu með því, að vesturveldunum væri brýn nauðsyn að taka afstöðu sína til kommúnistaríkjanna til nýrrar athugunar. Ef þau ekki gerðu það — Bandaríkin þar m,eð talin — þá myndu kommúnístar sigi a um það er lyki. „Hringurinn” efnir til glæsilegs happdrættis Um þessar mundir efnir kvenfélagið ,,Hringurinn“ til glæsilegs happdrættis. Vinningar eru fjórir: Mercedes Benz (220) bifreið, þvottavél, flugferð til Hamborgar og rafmagns- steikarofn. Er ekki að efa, að marga mun fýsa að freista þess að vinna einhvern þessara ágætu vinninga og styrkja gott máiefni um leið. Eins og flestum er kunnugt hef- ir „Hringurinn" unnið ötullega að mannúðar- og líknarmálum hér í bæ um 52 ára skeið. Mest áhuga- mála „Hringsins" hefir verið að koma hér upp barnaspítala, og vinna kvenfélagskonur af samhug og ósérhlífni að því að hinn vænt- anlegi spítali geti tekið til starfa sem fyrst. Allur útbúnaður verður gefinn. Það, sem nú vakir fyrir kven- félaginu er að safna fé í því augna miði að gefa allan útþúnað til hinnar nýju barnadeildar, sem stofnuð verður á efstu hæð Lands- spítalans, unz bygging fullkomins barnaspitala verður lokið, Nú um helgina mun bæjarbúum gefast kostur á því að sjá hiná''glæsilegu bifreið á götunum. Happdrættis- miðar verða seldir í bifreiðinni svo og hjá öllum Hringskörium og kosta þeir 50 krónur. Dráttur mun fara fram á sumardaginn fyrsta. „Hringurinn" hefir beðið blaðið að þakka bæjarbúum og ölíum góðum íslendingum fyrirfram fyr- ir góðar undirtektir. Full ástæða er til að hvetja almenning til að styðja þennan ágæta félagsskap í ménningarstarfi hans.. L.iósm.: Sveinn Sæmundsson Þessi glæsilegi hópur eru nemendur Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Árshátið skólans var haldin með hinum mesta myndarbrag á föstudagskvöidið var í hinum vistlegu húsakynnum skólans við Sóivallagötu. Skólinn er fullsetinn í vetur og búa 40 stúlkur í heimavist. í skólanum eru stúlkur frá öllum landsfjórðungum. — Blaðið óskar stúlkunum alls ins bezta í framtíðinni. Ekið á snjóbíl frá Seyðis- firði yfir í Loðmundarfjörð Farií bak við Bjólf og nortSur fjöll allt til Hraundals og eftir honum niSur at5 Stakkahlíð Frá' fréttaritara Tímans á Seyðisfirði. Hinn kunni snjóbílstjóri okkar Seyðfirðinga, Þorbjörn Arnoddsson fór í allóvenjulega för í gær og ók í sveit, sem aldrei áður hefir komið í vélknúið farartæki á landi, en það er Loðmundarfjörður. Gekk ferðin vel en var seinfarin, enda varð að leggja mikla lykkju á leiðina. Loðmundarfjörður, sem er eins og kunnugt er, fámennasta hrepps- félag landsins núorðið, er alger- lega vegalaus, og liggur enginn ak- vegur þangað, enda yfir torsótta fjallvegi að fara. Hafa Loðmfirð- ingar því orðið að fara sjóveg til Seyðisfjarðar, eða á hestum yfir Hjálmardalsheiði eða aðra íjall- vegi. Ekið inn fyrir Bjólf. Þorbjörn fékk í vetur nýjan, Lækkun verðíolls á dráttarvélum og varahlutum Á búnaðarþingi í gær var sam- þykkt eftirfarandi ályktun eftir er- indi Búnaðarsambands S-Þingey- inga: „Búnaðarþing felur stjórn Bún- aðarfélags íslands að beita sér fyrir því, við Alþingi og ríkisstjórn, að verðtollur á dráttarvélum til land- búnaðarstarfa og varahlutum til þeirra verði lækkaður úr 11,6% í 3,6%, sem er sá verðtollur, sem nú er greiddur af gangvélum í fiskibáta". amerískan snjóbíl, sem reynzt hef- ir með afbrigðum vel, svo að hann hefir getað haldið uppi áætlunar- ferðum yfir Fjarðarheiði á honum í allan vetur. í gær lagði hann af stað yfir Loðmundarfjörð. Með honum voru þrír menn. Ekið var inn á Fjarðarheiði að svonefndum Stafdal, og þaðan bak við Bjólf- inn út og norður yfir fjöllin og haldið niður í Loðmundarfjörð eft- ir Hraundal og ekið alla leið heim að Stakkahlíð. Þetta mun vera um 60 km. leið. Vel fagnað. Gestunum í þessu óvenjulega farartæki á þessum slóðum var fagnað ákaflega vel í Stakkahlíð og var þar dvalið um hríð, en síðan var lagt af stað heimleiðis aftur, og slóst þá Stefán Bald- vinsson bóndi í för með þeim. Sótt- ist ferðin seint, því að veður var ekki sem bezt og leiðin torveld. Komu þeir til Seyðisfjarðar undir morgun og hafði ferðin gengið vel að öðru leyti. Telur Stefán, að finna megi styttri og greiðfærari leið I Loðmundarfjörð á snjóbíln- um. Fremur lítill snjór var á fjöll- unum. Þorbjörn telur, að þessi ferð hefði ekki orðið farin á öðru 1 farartæki en þessum nýja snjó- bíl. ÁV. Eden býður Moilet heim London, 3. marz. — Eden hefir boðið Guy Mollet, forsætisráð- herra Frakka, tií Lundúna til við ræðna um alþjóðamál. Molleí liefir þekkzt boðið, Talið er, að ýmis atriði úr ræðu þeirri, sem Pineau, utanríkisráðherra, hélt í: fyrradag, væru tilefni þessa boðs, ekki sízt þau ummæli hans,. að Vesturveldin líefðu ékki nógu. ákveðna stefnu í utanríkismál- um. Sagði Pineau einnig, að á- greiningur væri um mörg þessi. mál á milli Fraþklands og hinna. Vesturveldanna. Mollet mun fara mjög bráðlega til Lundúna og ræðir þar við brezka stjórn- málamenn. Dregið í happdrætti Dvalarheimilisins í gær var dregið í happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna og kom vélbáturinn Búlandstindur á nr. 27642, eigandi Þorleifur Sig- urbrandsson, verkstjóri, Leifsgötu 14. Fordbifreiðin kom á nr. 11579, eigandi Hermann Ingimarsson, prentari, Akureyri. Vespu-hjólið kom á nr. 29316, eigandi Tryggvi .Steingrímsson, sjómaður Hátéigs- vegi 11. Tveir miðarnir voru seldir í umboðinu í Austurstræti en mið- inn, sem bíllinn kom á, á Akur- eyri._________ Maður finnst látinn í bragga Á föstudaginn fannst maður lát- inn í bragga í einu braggahverfi bæjarins. Við rannsókn kom í ljós- að maðurinn mun hafa látizt að minnsta kosti fyrir hálfum mán- uði. Maður þessi var einhleypur og mun ekki hafa átt nána ættingja hér í bænum. Getrannanrslit Verður rússneskum leiðtog- um boðið til Norðurlanda? Talið atS H. C. Hansen hreyfi því máli, ernmg í umboíi Svía og Norímanna Úrslit urðu þessi í gær. Arsenal —Birmingham 1:3, Aston Villa— Charllon 1:1, Blackpool—West: Bromwich 5:1, Chelsea—Manch. Utd. 2:4, Portsmouth—Burnley 3:1, Bristol Rov.—Bristol City 0:3, Hull —Swansea 1:4, Leicester—Fulham 2:1, Lincoln—Leeds 1:1, Nottm. Forest—Rotherham 1:0, Plymouth —Barnsley 3:0, og Sheff. Wed.— Port Vale 4:0. — í hinum þremur bikarleikjunum, sem ekki voru á seðlinum urðu úrslit þessi: Manch. City—Everton 2:1, Newcastle— Sunderland 0:2 og Tottenham— West Ham 3:3, en það er eina 2. deildar liðið, sem eftir er í bik- arnuih. Einkaskeyti til Tímans. Kaupmannahöfn í gær. — Blöðin skrifa mikið í dag um veglegar móttökur, sem H. C. Hansen fékk í Moskvu, þegar hann lenti á flugvellinum þar með föruneyti sínu. Rússneski og danski fáninn blöktu þar við hún og Bulganin forsætisráðherra bauð Hansen velkominn. Molotoff flutti einnig ræðu og fagnaði komu þeirra til Moskvu. Á morgun mun Hansen eiga viðræður víð" "fáðamenn í Kreml, þar á meðal Krustjoff framkvæmdastjóra flokksins. — Blöð og útvarp skýra frá því, að Hansen forsætisráðherra mtini hafa samráð við stjórnir Norð- manna og Svía varðandi tilvon- andi heimsókn Bulganins til Norðurlanda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.