Tíminn - 04.03.1956, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.03.1956, Blaðsíða 8
8,, Mál og menning (Framhald af 5. síðu.) að líf mannsins eftir dauðann væri að mestu tengt við líkama hans í gröfinni, þótt sálin gæti einnig reikað út frá líkamanum. Fjöl- skyldugrafirnar voru fyrst og fremst til þess gerðar, að þeir, sem tengdir höfðu verið sterk- ustum böndum hjer í lieimi, gætu fremur verið saman eftir dauð- ann. Að safnast til feðra sinna þýðir því ekki aðeins, að líkam- irnir sjeu nærri hver öðrum, held ur sálirnar. Hitt er svo annað mál, að á þessu stigi táknar orðið „sál“ manninn allan, bæði sál og líkama. í frumstæðum trúarbrögðum er ekki gerður skarpur greinarmun- ur á því tvennu. Með kærri kveðju. Jakob Jónsson. Ég ætla mér ekki þá dul að deila um guðfræði við frænda minn séra Jakob. En mér til af- sökunar vil ég geta þess, að ég bar skýringu mína, sem raunar var að mestu fengin úr þýzkri bók, undir hálærðan guðfræðing, og taidi hann hana algerlega rétta. Sannast hér hið fornkveðna diss- entiunt docti eða lærða greinir á. En aðalatriði skýringarinnar, þ. e. að orðtakið eigi rætur að rekja til fjölskyldugrafanna, stend- ur óhaggað. Þakka ég svo séra Jakob fyrir bréfið og áhuga hans. H. H. Skrifað og skraiað (Framhald af 7. síðtf.) ekki leggja sig niður við það að ræða um drengskap við Mbl. Það er og líka kunnugra en svo að þörf sé á að rifja það upp, að hinn sanni drengskaparmaður hefir aldrei mörg orð um dreng- skap sinn. Hins vegar hendir það oft þá, sem minnstan eiga dreng- skapinn, að tala mest um hann. Sú aðdróttun, að Framsóknar- menn séu að svíkjast undan merkj um, ef þeir rjúfa samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, þarfnast held- ur ekki að lienni sé svarað með mörgum orðum. Slíkt mun ein- faldlega stafa af því, að efnahags- málin eru nú nauðsynlegast að leysa af öllum málum, en 20 ára reynsla er fyrir því, að þau verða ekki leyst á heilbrigðan hátt með Sjálfstæðisflokknum. Þess vegna getur enginn láð Framsókn arflokknum þótt hann freisti að leita annarra úrræða, þar sem framtíð þjóðarinnar veltur nú á því, að ekkert sé látið óreynt í þeim efnum. : SIGURÐUR ÖLASON hrl.f LögfræSlskrifstofa Laugaveg 24, kl. 5—7. Simar: S535 — 81213. 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111» TÍMINN, sunnudaginn 4. marz 1956. ATHUGASEMD Morgunblaðið í dag hefir það eft ir framsögumanni landbúnaðar- nefndar efri deildar Alþingis í Grænmetisverzlunarmálinu, að hin nýja verzlun eigi að koma á margháttuðum endurbótum á söl- unni —------„svo sem að koma á mati á garðávextum. Núverandi Græmnetisverzlun léti aðeins flokka niður kartöflur, en niat og verðskráning á öðrum vörum væri ekki síður nauðsyn“. Ennfremur er haft eftir fram- sögumanni, að fólk keypti skemmd ar gulrófur fullu verði — af því að Grænmetiseinkasalan liefði ekk- ert gert til að flokka rófurnar“. Er hér um hlálegan málflutning að ræða, sem hlýtur að byggjast á misskilningi. Síðan 1947 hefir Framleiðsluráð landbúnaöarins haft yfirstjórn á kartöflumatinu, skipað matsmenn, sem framkvæma matið, og með nýrri reglugerð frá 9. apríl 1954 er þetta enn staðfest. Og með þeirri reglugerð er fyrst ákveðið, að allar kartöflur, sem seldar eru til manneldis, skuli metnar. Grænmetisverzlunin hefir, sam- kvæmt landslögum og reglum, ekkert með kartöflumatið að gera, en hefir þó alloft ekki komizt hjá að kvarta til Framleiðsluráðs yfir lélegu mati og krefjast endurmats. Grænmetisverzlunin hefir ekki haft né hefir áhuga fyrir að selja skemmda vöru, þótt hún sé stimpl- uð af löggiltum kartöflumatsmönn- um. Gulrófur hafa enn ekki verið settar undir löggilt mat, og virðist hvorki framsögumaður landbúnað- arnefndarinnar, sem jafnframt er búnaðarmálastjóri, né heldur Framleiðsluráð landbúnaðarins hafa haft áhuga fyrir því. Hins vegar hefir Grænmetís- verzlunin haft mat eða aðgreiningu á þeim gulrófum, sem hún hefir selt og hún hvorki vill né gerir að verzla með aðrar gulrófur en þær, sem hún metur sæmilega vöru. Reykjavík, 3. marz 1956. Jón ívarsson. Berklavörn í Hafnarfir’ði heldur bazar Berklavörn í Hafnarfirði heldur bazar í Alþýðuhúsinu n. k. mánu- dagskvöld kl. 9 til ágóða _ fyrir hafnfirzka berklasjúklinga. Hafn- firðingar eru hvattir til að leggja þeim lið, en eftirtaldar konur veita munum viðtöku: Jóna Jó- hannsdóttir, Melholti 6, Guðbjörg Gunnarsdóttir, Hringbraut 35, Bára Sigurjónsdóttir, Skerseyrar- vegi 5, Elín Jósefsdóttir, Reykja- víkurvegi 34 og Margr-ét Einars- dóttir, Álfaskeiði 49. Þökkum innilega samúð okkur sýnda við fráfall og jarðarför litlu dóttur okkar. 1ES5S33235ESSS* Erna Sigurðardóttir Adolf Hansen Útför mannsins míns, Jóns Bjarna Péturssonar, fer. fram frá Fríkirkjunni mánudaginn 5. marz kl. 2 e. h. — Þeir, sem vildu minnast hins látna, er vinsamlegast bent á minningar- sjóð Árna sáluga Jónssonar eða líknarstofnanir. — Athöfninni verður úfvarpað. Ingibjörg Steingrímsdóttir. Hjartanlega þökkum við öllum þeim fjölda, fjær og nær, sem auðsýnt hafa okkur kærleika og hlýhug, og tekið hafa þátt í okkar sáru sorg, við hið sviplega andlát, og jarðarför okkar ást- kæra sonar, Gunnars Inga. Við biðjum drottin að blessa ykkur ríkulega af náð sinni. Guðrún Zakharíasdóttir, Sölvi Valdimarsson. | :: :: PYRO frostlögur Eru skepnurnar og he/ið Iryggt? (Áður U. S. I.) fyrirliggjandi. :: i «amv« rvNtnriavTn <a hwisæm ;j /lugtijAi} í YifnaHum 1 BILABUÐ S.I. S' Hringbraut 119 — Símar 5495 og 7080. :: HEYBLASARINN GNYR ♦♦ 1 ♦♦ i Ef nauðsynleg gjaldeyrisyfirfærsla verður fáanleg, getum við útvegað fyrir vorið :: heyblásarann Gný. Hann var reyndur síðastliðið sumar við að blása inn heyi í stóru || hlöðuna í Gunnarsholti og þá brást hann ekki vonum manna. Afköstin voru mjög « mikil. Með blásurunum má einnig fá saxara viðara við votheysgerð og einnig má « nota hann við súgþurrkun í 70—100 fermetra hlöðum H Hann fæst með rafmagnsmótor eða án hans ef notá skal dráttarvél sem aflgjafa. « Léttið yður erfiðasta verkið við heyskapinn, að koma heyinu í hlöðu. Leitið upplýs- !| inga strax. Pantanir þurfa að berast fyrir 20. marz til að tryggja afgreiðslu í vor. :: :: HEILDVERZLUNIN JWa H. F. Hverfisgötu 103. — Sími 1275 ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*- ::::««: ♦*♦•♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦»•♦♦♦♦♦♦•»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*«♦♦♦♦»♦♦♦• »»»»:«»»:»»»»»»»:»«»«:»«:« ii CSEPEL de LUXE 250 « H .« I Getum afgreitt strax frá p verksmiðjunum, þessi \\ þekktu mótorhjól. — « Látið okkur annast um- sóknir á nauðsynlegiim leyfum og veita yður alla aðra fyrirgreiðslu. ASalumboð: EVEREST TRADING COMPANY Garðastræti 4 — Sími 80969.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.